Heimilisritið - 01.02.1958, Side 36

Heimilisritið - 01.02.1958, Side 36
eins voru þrjú hundruð talsins, voru mest uppgjafa fiskimenn og konur þeirra eða börn og ung- lingar í skóla. Þeir fáu, sem eftir voru á eyjunni að sumri loknu sáu sér í sameiningu fyrir brýn- ustu nauðsynjum þar til sumraði á ný. í þorpinu var dálítil nýlendu- vöruverzlun, póststofa, símstöð, mjólkurflutningavagn og lítill úr sér genginn snjóplógur. Flestar nauðsynjar, svo sem eldsneyti og vefnaðarvara, voru flutt frá meg- inlandinu með bát og selt á bryggjunni. — Kvikmyndahúsið okkar átti að standa eyjarskeggj- um opið til afnota, en fáir höfðu efni á að sækja það og forstjór- inn neitaði oftast að opna kvik- myndahúsið fyrir þá, sem gátu borgað. Skemmtanafýkn Menntaskóla- krakkanna, sem fullur voru af lífsorku og óþreyju, fékk enga útrás. Að kennslu lokinni mæltu strákarnir sér mót við stelpurn- ar og allar stelpur vissu, að stefnumót þýddi eitt af tvennu. Annað hvort að sitja inni í bíl á dimmum vegi eða að ganga eftir eyðilegri ströndinni meðfram fló- anum. Aður en kvöldið var á enda leituðu pörin fróunar í dá- semdum kossa og langra faðm- laga. Eina ævintýrið, hið eina eftirsóknarverða fyrir okkur á eyjunni —- var nýnæmið, sem fólst í því að kynnast samskipt- um karls og konu. Þetta var líf, sem ég þekkti, undirbúningur- inn, sem ég fékk undir hlutverk mitt sem kona. Við vorum óaðskiljanlegar, Sara, Jane og ég — Betsy, og for- eldrar okkar veittu okkur meira frjálsræði vegna þess, að við vor- um alltaf saman. Faðir Söru átti fiskihjall við ströndina og hann eftirlét okkur hann til lagfæring- ar, svo við gætum átt þar athvarf í tómstundum okkar. Þegar við vorum komnar í síð- asta bekk Menntaskólans, fórum við að eyða minni tíma í húsinu okkar en vorum þeim mun meira úti á vegunum í skemmtanaleit. Við höfðum húsið okkar að yfir- skyni til þess að komast út á kvöldin. Við rangluðum eftir vegunum og fyrr eða síðar ók einhver ná- unginn í bíldruslu upp að okkur, hægði á ferðinni og bauð okkur í bíltúr um eyjuna. Við þáðum alltaf, hvenær sem tækifæri gafst. Kvöld nokkurt, þegar við vor- um á gangi og bíll stanzaði fyrir framan okkur, héldum við að sjálfsögðu, að þetta væri einhver strákanna, sem við þekktum. Við þyrptumst hlæjandi upp að bíl- rúðunni en þá brá okkur heldur 34 HEIMILI3RITIÐ

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.