Heimilisritið - 01.02.1958, Qupperneq 37

Heimilisritið - 01.02.1958, Qupperneq 37
en ekki í brún. Þetta var Clem Wilson — og hann var kvæntur maður. ,, ViljiS þið koma í bíl- túr, stelpur?“ Við litum hver á aðra og viss- um ekki, hvað gera skyldi. Hvað var Clem Wilson, sem átti konu og tvö börn heima, að gera með að bjóða stelpum í bíltúr ?“ Hann opnaði hurðina og brosti við mér. ,,Ég þarf að drepa tímann í eina klukkustund. Hvernig væri, að þið hjálpuðuð mér til þess?“ spurði hann glaðlega. ,,Stígðu inn, Betsy, og taktu vinkonur þínar með þér.“ Mér kom á óvart, að hann vissi, hvað ég hét. Að sjálfsögðu vissi ég, hver hann var, en hann hlaut að vera kominn undir þrí- tugt, og ég var stórhrifin og mont- in af því, að svo aðlaðandi mað- ur skyldi kannast við mig. Sara benti mér að fara inn í bílinn. ,,Við skulum koma,“ hvíslaði hún. ,,Það er allt í lagi fyrst við erum þrjár.“ ,,Samþykkt,“ sagði ég. Clem ýtti dyrunum betur upp og lagði framsætið niður. Síðan sagði hann Jane og Söru að fara afturí, rétti sætið við aftur og beið þess, að ég settist framí hjá sér. Jafnvel þá, þó ég væri mér þess aðeins hálfmeðvitandi, fann ég ánægjubylgju fara um mig vegna þess, að hann hafði viljað hafa mig framí. Næsta klukkutímann keyrðum við um, sungum og töluðum, þar til við komum aftur á þann stað, sem Clem hafði tekið okkur uppí. Hann stanzaði bílinn og hleypti okkur út. ,,Þetta var svei mér skemmti- legt,“ sagði hann. ,,Við skulum einhvern tíma endurtaka það.“ Við samsinntum hlæjandi og buðum góða nótt. Um leið og Clem settist aftur undir stýrið, mættust augu okkar. ,,Sé þig seinna,“ sagði hann og beindi orðunum til mín. Síðan skrölti bíllinn niður eft- ir veginum og ég braut heilann um, hvort hann virkilega langaði til að hitta mig aftur. Ég var í undarlega miklu uppnámi og tal- aði óðamála við stelpurnar svo þær yrðu einskis varar. Ég hugsaði um Clem það kvöld og næstu dagana. En ég sagði hvað eftir annað við sjálfa mig, að hann væri kvæntur og ég hefði engan rétt til að hugsa um hann. Svo var það viku seinna, þeg- ar við vorum allar þrjár á kvöld- göngu eftir veginum meðfram ströndinni, að blái bíllinn hans Clem ók fram á okkur. Hann stakk höfðinu út um gluggann og sagði brosandi, „þvílík hunda- heimilisritið 35
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Heimilisritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.