Heimilisritið - 01.02.1958, Blaðsíða 42

Heimilisritið - 01.02.1958, Blaðsíða 42
og sumargestirnir voru væntan- legir. Eftir því sem tíminn leið urðum við óvarkárari um að láta sjá okkur saman. Að lokum rann júlí upp og ég var að ljúka stúdentsprófi. Eg var átján ára. Mér fannst ég vera full- þroskaður kvenmaður og skólinn var mér einskis virði. Þegar skólauppsögnin var æfð, tók ég þátt í æfingunni áhugalaust, og þegar þorpsbúar óskuðu okkur til hamingju, tók ég eftir, að þeir voru kuldalegir og stuttir í spuna við mig en ég hélt það væri vegna þess, að ég bæri utan á mér, hvað ég var leið á skólan- um. En á ballinu á eftir — var öðru máli að gegna. Stólarnir voru fluttir til hliðar, hljómsveitin fór að leika, og gamla fólkið safnaðist saman við endann á stóra salnum til þess að horfa á unga fólkið dansa. Ég hafði alltaf verið eftirsótt og hafði alltaf herra, þegar eitthvað var um að vera í skólanum, og nú fékk ég mér sæti við hliðina á hinum stelpunum á meðan strák- arnir færðu sig smám saman í áttina til okkar til þess að bjóða upp. Fyrsti dansinn var á enda og nú bættust strákarnir úr lægri bekkjunum í hópinn og í annarri syrpunni voru allar stelpurnar komnar á gólfið nema ég, og ég fann, að ég roðnaði út að eyrum þar sem ég sat þarna ein. Ég sá fólkið horfa á mig með fyrirlitn- ingarsvip. Gat það Oi'íað um sam- band okkar Clems ? Ég setti upp þóttasvip og beið út dansinn og þann næsta. — Skyndilega fór kliður um hópinn við enda salarins og ég sá Clem koma gangandi beint til mín. Dauðaþögn ríkti í salnum, þegar hann stanzaði við sæti mitt. ,,Get ég fengið að dansa við fallegustu stúlkuna í salnum ?“ spurði hann skýrt og greinilega. Ég stóð á fætur og reigði mig og brosti framan í hann, þegar hann sveiflaði mér í dansinum. á samri stundu fóru viðstaddir að hvískra og hlæja, en á meðan við dönsuðum þarna ein á gólf- inu varð allt hljótt. ,,Dansaðu í áttina að dyrun- um, Clem,“ hvíslaði ég. Þegar við komum að dyrunum sleit ég mig af honum og læddist út í myrkrið, skömmustuleg og hrædd útaf því, sem hafði gerzt. Clem hvíslaði nafn mitt. Á með- an ég beið eftir honum tók ég eftir því, að ég var að gráta. Hann tók mig í faðminn þarna í myrkrinu, kyssti tárvott andlit mitt, og sagði svo reiðilega : ,,Fari þeir norður og . . . fíflin að haga sér svona !“ ,,Þau vita um okkur, þau vita —“ sagði ég kjökrandi. ,,Við 40 HEIMILISRITIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.