Heimilisritið - 01.02.1958, Síða 43

Heimilisritið - 01.02.1958, Síða 43
höfum ekki gert neitt rangt — þetta er ekki réttlátt.“ Jafnvel þá neitaði ég að sjá, hvað ég hafði hagað mér illa vegna þess, að ég gat ekki hugs- að mér að segja skilið við Clem. Það sem verra var, ég var að spyrja sjálfa mig til hvers það væri að verjast honum, þegar fólk hélt þá þegar, að ég hefði gengið of langt. A sama augna- bliki drukknaði síðasti votturinn af varkárni minni í ofsareiði. Clem og ég gengum beint að bílnum hans, sem stóð á bíla- stæðinu við skólann og stigum upp í. Við lögðum á flótta þetta kvöld — á flótta frá öllum. Ef fólkið ætlaði að hefna sín á okk- ur fyrir það að vera saman, til hvers vorum við þá að forðast það, sem við vildum, þörfnuð- umst, stefndum að ? Við féllumst í faðma um leið og við vorum búin að loka hurð- inni á sumarbústaðnum. Kann- ske vissi ég þá þegar, að í þetta skipti, var ekki hægt að hætta við neitt. ÞAR sem við láum þarna sam- an á stóra legubekknum gleymd- um við öllu nema ást okkar. Ég gaf mig honum á vald í sælu- draumi. Að lokum fengu tilfinn- ingar okkar útrás eftir allar and- vökunæturnar. Það var orðið áliðið þetta kvöld, þegar Clem ók mér heim. Ég var hálfsofandi; ég hafði ekki enn gert mér grein fyrir því, sem ég hafði gert. Clem stanzaði skammt frá húsinu heima. „Einhver er ennþá á fótum hjá þér,“ sagði hann. Eg starði á ljósin á neðri hæð- inni. ,,Þau hljóta að vaka eftir mér. Þau halda, að ég sé á ball- inu,“ sagði ég: ,,Annað kvöld ?“ spurði hann um leið og hann kyssti mig. Eg kinkaði kolli og kvaddi hann með kossi svo hann gæti fundið svarið með vörunum. Ég fór út úr bílnum og gekk að hús- inu. Ég var að ganga upp þrepin með hugann allan við það, sem gerzt hafði, þegar útihurðin opn- aðist og faðir minn stóð í gátt- inni. Hann var þungbúinn á svip. ,,Hvar hefur þú verið ?“ þrum- aði hann. Hann vék til hliðar og benti mér að fara inn. 1 ganginum stóð móðir mín með grátbólgið andlit. ,,Hvað er að ?“ spurði ég með öndina í hálsinum. ,,Eg fór á ballið —“ ,,Þú varst ekki lengi þar!“ hrópaði mamma. Faðir minn skellti útidyrahurð- inni og sneri sér að mér. ,,Við fengum gest í kvöld,“ sagði hann heimilisritið 41

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.