Heimilisritið - 01.02.1958, Blaðsíða 45

Heimilisritið - 01.02.1958, Blaðsíða 45
mamma skrifaði mér, vonaðist ég eftir fréttum af honum í hverju bréfi. Að lokum skrifaði hún, ,,Clem og fjölskylda hans hafa flutzt til meginlandsins. Hann bað um heimilisfang þitt, og pabbi þinn hótaði að kalla á lög- regluna.“ Clem hafði þá reynt að finna mig, reynt að ná sambandi við mig og um stundarsakir yar mér léttara um hjartaræturnar. Smátt og smátt náði ég valdi yfir sjálfri mér aftur. Ég var laus við hann fyrir fullt og allt. Við brottför hans frá eyjunni mundu rógtungurnar þagna. Þær mundu gleyma honum; kannske myndi mér einnig takast að gleyma hon- um. Enn viðurkenndi ég ekki sekt mína fyrir sjálfri mér. Ég sagði sjálfri mér, að þessu væri öllu lokið. Ég hafði breytt órétt en hafði sloppið án allra slæmra af- leiðinga. Smám saman fór ég að kynn- ast nýju fólki. í verzlunarhúsinu þar sem ég vann var gosdrykkja- sala, og þar hitti ég Jonny. Hann vann þar. Hann var myndarlegur náungi á að gizka þrem árum eldri en ég, hár, með hrokkið skollitað hár og brún augu. Afgreiðslu- borð mitt var ekki langt frá gos- drykkjasölunni svo við sáumst oft og töluðum einstaka sinnum saman. Að lokum bauð hann mér út. Eg fann ekki sama segulmagn- aða aðdráttaraflið og ég hafði strax fundið hjá Clem. En Jonny reyndi heldur ekki að komast yf- ir mig strax. Við byrjuðum á annan hátt, með því að kynnast og tala hreinskilnislega hvort við annað. Þetta var líka öðru vísi en á eyjunni. Hér voru kvikmyndahús og hér voru dansstaðir. Ég kunni betur og betur við Jonny og stundum hugsaði ég ekki um Clem dögum saman. En sunnudag einn fór ég til frænku minnar, og hún geymdi bréf til mín. Það var frá Clem. Hann hafði fengið heimilisfang frænku minnar hjá Söru, skrifaði hann. Hann vissi, að ég bjó þar ekki en strax þegar ég fengi bréf- ið átti ég að skrifa honum. ,,Ég sakna þín stöðugt —“ skrifaði Clem. ,,Ég sleppi þér aldrei. Mér er alveg sama, hvað fólk skrafar, ég á þig. Ég mun verða frjáls, bíddu eftir mér, Betsy. Ég elska þig eina.“ Ég trúði ekki einu orði af því, sem hann skrifaði. Hann hafði logið að mér áður og ég trúði honum ekki núna. En það skelfdi mig hvernig hann sagði, að hann HEIMILISRITIÐ 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.