Heimilisritið - 01.02.1958, Page 49
var satt, a$ meS því að vera með
honum, á meSan hann var kvænt-
ur, hafði ég gefið honum þann-
ig höggstað á mér, að hann þótt-
ist eiga með að tala við mig í
þessum tón. En vissulega gat
hann ekki kært sig um mig, þeg-
ar ég elskaSi annan mann.
..HeyrSu mig nú, Clem —“
byrjaði ég, en hætti við, þegar
ég varð þess vör, að við vorum
að koma út í úthverfin. „Hvert
erum viS að fara ?“
,,Eg skal aka þér til baka, svo
við höfum meiri tíma til þess aS
tala saman,“ sagði hann ísmeygi-
lega.
,,Taktu eftir —“ sagði ég. ,,Ég
elska þig ekki lengur, Clem, ég
elska eiginmann minn. Þú verður
að trúa því.“
Hann svaraði ekki, en jók
bensíngjöfina.
..HeyrSir þú, hvaS ég var að
segja, Clem ?“
Enn svaraSi hann ekki. Hann
starSi framundan sér og jók ferS-
ina. ViS beygðum inn á aðal-
brautina, burt frá mínu hverfi.
,,ViS erum aS fara í öfuga
átt,“ hrópaði ég. ,,Slepptu mér
út, ég ætla aS taka strætisvagn-
inn.“ IVlér óaSi viS þögn hans.
Svo gaf hann reiðinni allt í einu
lausan tauminn. „HeldurSu aS
þú sleppir svona auðveldlega ?
Eina nótt meS mér — og svo
hleypur þú burt. Þú segist elska
mig -—- og giftist svo öSrum. Nú
segir þú mér, aS þú elskir hann.
ViS skulum sjá til.“
,,ÞaS sem þú munt sjá er, hvaS
ég fyrirlít þig,“ sagði ég bálvond.
,,Þú gætir aldrei veriS neinni
trúr. Hvernig dettur þér í hug,
aS nokkur kona muni yfirgefa
prýðis eiginmann til þess aS búa
meS þér ?“
,,Ég er þá ekki nógu góður
handa þér," sagði hann í bræði.
,,Ég skal sýna þér í tvo heimana.
— Þegar okkar skiptum lýkur í
kvöld skaltu ekki vera mikils
virði og svo getur þessi fyrir-
myndar eiginmaður þinn hirt leif-
arnar.“
ViS þutum meS ofsahraða eft-
ir þjóSveginum og ótti minn óx
í réttu hlutfalli viS hinn aukna
hraða.
Skyndilega beygSi Clem út af
þjóSveginum inn á hliðargötu
milli tveggja smáhúsa. A sama
augnabliki hratt ég dyrunum upp
og stökk út, hrasaði og allt aS
því féll og tók svo til fótanna.
Clem snögghemlaði og kom
hlaupandi á eftir mér. Hann var
fljótur — hann náSi mér. Ég
barðist um af öllum kröftum,
sparkandi og klórandi. Hann reif
utan af mér fötin, og einu sinni
þegar ég var næstum sloppin
greip hann í pilsiS mitt og þaS
HEIMILISRITIÐ
47