Heimilisritið - 01.02.1958, Page 53

Heimilisritið - 01.02.1958, Page 53
frábrugðnar til dæmis akur- hænsnaveiðum, að akurhænsni veiðir maður bara til þess að borða, en kvennaveiðarnar eru stundaðar til þess eingöngu, að veiðidýr leggi ást á veiðimann- inn og gera það villt og æst í ást. Þegar þessu markmiði er náð, og maður er orðinn þreyttur á koss- um og faðmlögum hennar, slepp- ir maður fórnarlambinu og guf- ar síðan upp til þess að geta far- ið að svipast um eftir annarri bráð. Mig langar til þess að sjá heilan herskara af dásamlegum, ástföngnum konum, sem fleygja sér fyrir fætur manns; það er verkefnið. Það eru veiðar, sem segja sex. Jæja, eigum við þá að byrja ? Eg geri ráð fyrir að þér hafið valið yður bráðina, — einhverja konu, sem þér þekkið ekki, en gleður auga yðar, og þá getur veiðin hafizt. Hið fyrsta, sem gera þarf, er að komast í sam- band við konuna á kurteislegan hátt. Það mál er auðveldlega leyst með nokkrum blómvöndum og bréfum, og í þeim verðið þér að túlka fegurð hennar í skáld- legum lýsingum. Ef þér hafið ekki hæfileikann til að vera skáldlegur, verðið þér að snúa yður til fyrirgreiðsluskrifstofu, sem tekur að sér að semja svo- leiðis bréf eða tækifærisljóð og þess háttar. Þegar hún les þær fögru hugsanir, sem þér sendir henni á þennan hátt, gerir hún sér strax grein fyrir því, að þér eruð frumlegur og tilfinninga- næmur andi, og nú hafið þér náð svo langt, að nú tekur hún að öllum líkindum boði yðar um að koma með yður í leikhús eða í kvikmyndahús. En takið nú vel eftir því sem ég segi. Nú veltur á öllu að gæta sín og vera slóttugur eins og ref- ur. Þér verðið að minnast þess, að allar konur eru fæddar sér- fræðingar í ástum, en við karl- mennirnir erum byrjendur allt lífið. íhugið hvert orð og setn- ingu, dragið andann djúpt (um nefið), áður en þér segið nokk- uð. Spyrjið hana nú t. d. hvort hana langi í kvikmyndahús. Hún segir strax já, og spyr yður hvaða mynd yður langi að sjá. Já, þær eru seigar þessar konur. Þér dr^g- ið andann djúpt (gegnum nef- ið), og segið, að það skipti engu máli úr því að hún sé með, þá sjáið þér hvort sem er ekkert nema hana. O ! Þetta þykir henni fallega sagt, konur geta sam- þykkt allan fjárann. Nú er bezt að víkja að klæða- burði yðar. Hann skiptir miklu máli. Þér megið umfram allt ekki vera alltof vel klæddur, það er bragð úr skáldsögum, sem HEIMILISRITIÐ 51

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.