Heimilisritið - 01.02.1958, Síða 61

Heimilisritið - 01.02.1958, Síða 61
um. Frú Helga óskaði að hún gæti horfzt í augu við hana, því þess háttar var alltaf hægt að sjá. Nei, þarna kom kona póstsins. Frú Helga flýtti sér yfir á hina gangstéttina, því hún þekkti ekki neina verri slúðurkerlingu. Hún var svo forvitin að þess voru eng- in dæmi. Að nokkur mannsekja nennti að gera slíka rekistefnu út af málefnum annarra. Frú Helga reikaði niður Aðal- götu. Hún ætlaði rétt aðeins að kíkja í glugga kaupfélagsins áð- ur en hún sneri við. Hún gekk framhjá litla húsinu hennar Ástu Bergs á leið sinni. Á húsinu stóð skilti merkt ,,Vefstofa“. Já, það gekk vel fyrir henni þótt hún sæ- ist sjaldan vinna nokkurt hand- tak. En karlmenn hafði hún ætíð í heimsókn. Stundum jafnvel frá höfuðborginni og þá bjuggu þeir hjá henni í marga daga. Hún var heldur ekki smeyk að bjóða heim bæði ráðsmanninum á búinu og dýralækninum, sem var ógiftur, nei, ónei. Fý, slíkt kvenfólk, sem aldrei hafði verið gift og senni- lega aldrei myndi verða það. Hún vildi bara gera þá vitlausa í sér, það var allt og sumt. Og það gat svo sem átt sér stað að hún nældi sér í aura hjá þeim. Hún var ,,Undirheimur“ bæjarins. Andlit frú Helgu varð allt sam- ankiprað þegar hún hugsaði orð- ið. Allt í einu kom hún auga á karlmannsreiðhjól, sem stóð í horni garðsins við hús Ástu Bergs. Já, fast upp við grind- verkið, því auðvitað var það ekki ætlunin að það sæist. Og það var svo sem ekkert merkilegt. Þetta var hjólið hans Óla J ónssonar. Eins og hún kannaðist ekki við það. Þennan gamla garm með brúna sætinu. Frú Helga hristist af æsingu. Þetta var þó það versta. Óli Jónsson, sem var ný- giftur og átti svo fallega konu. Hvað hún kenndi í brjósti um hana. Aumingja, vesalings frúin. Ef til vill vissi hún ekkert um þetta. Konurnar voru alltaf þær síðustu, sem fengu að vita um slíkt. Frú Helga stóð kyrr og starði á hjólið. Nei, það gat ekki átt sér stað. Reyndar þurfti það ekki endilega að þýða neitt sér- stakt með þetta reiðhjól. Þegar allt kom til alls, þá gat átt sér stað að Óli Jónsson væri að sækja ofinn dúk fyrir konu sfna. Já, þannig lá líklega í því. Frú Helga var dálítið þreytt þegar hún kom að kaupfélaginu, og hún hafði ekki nægilegt þrek til þess að athuga gaumgæfilega rafmagnsofnana, sem voru ný- komnir þangað. Ekki heldur hverjir væru komnir í búðina. Nei, nú varð hún að komast heim. Á morgun gæti hún þá HEIMILISRITIÐ 59

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.