Heimilisritið - 01.08.1958, Page 38

Heimilisritið - 01.08.1958, Page 38
þekkti leiðina og samtímis kall- aði ég út í ganginn: — ,,Karl sonur þinn er kominn heim. — Hann er hjá mér . . Þetta var í meira lagi undar- legt. Hún svaraði ekki einu orði. Ég vissi að hún heyrði sæmilega og hvinurinn í storminum var ekki svo hár hér inni, að hann gæti yfirgnæft orð mín. En það var fleira, sem vakti undrun mína. Á eldhúsborðinu lá opin sálmabók. Inn á milli blaða í henni hafði verið stung- ið bréfmiða. — Eg þvoði blóðið framan úr mér og tók miðann úr bókinni. ,,Dánarvottorð Stínu Hansen,“ stóð þar. Nístandi kuldahrollur fór um mig allan. Svo kleip ég í eyrna- snepilinn á sjálfum mér. Var ég vakandi eða dreymdi mig ? Ég hlaut að vera vakandi. Ég fann til í eyrnasneplinum. Jú, ég hafði fulla meðvitund. — Skyndilega varð ég gripinn ofboðslegri skelf- ingu og hrópaði: ,,Stína, Karl sonur þinn er kominn heim frá U.S.A. ! — Stína, heyrirðu hvað ég segi ? Svaraðu mér! Segðu eitthvað, manneskja!“ Langt úr fjarska, eins og frá öðrum heimi, kom svarið: ,,Karl kom of seint. . . Þetta hafði hún líka sagt fyrr. Af einhverri ástæðu varð mér aftur rórra í skapi. Ég þekkti rödd hennar. Kannske hafði enn- issárið deyft meðvitund mína stundarkorn. Ég drakk fullt glas af köldu vatni og varð allur ann- ar maður. En svo varð mér aftur litið á dánarvottorðið. Hvers vegna í ósköpunum hafði það verið gefið út meðan gamla konan var lifandi og sæmilega heilsugóð ? Hver gat hafa fundið upp á svo grófu gamni ? Gömlu konunni hafði sennilega orðið svo mikið um það, að sjá vottorðið, að hún hafði ekki sinnu á að koma fram í eldhúsið og spyrja mig frétta um soninn. Ég ætti líklega að ganga inn í svefnherbergið til hennar og segja henni tíðindin, rólega og með gætni. Búa hana undir hina langþráðu endurfundi. Ég gekk í gegnum litlu stof- una og bankaði á svefnherbergis- dyrnar. ,,Nú, jæja,“ hugsaði ég með mér. — ,,Gamla konan er eflaust sofandi og þá er bezt að vekja hana ekki. Ég flýti mér bara að sækja meðulin og svo heimsækj- um við Karl hana á morgun.“ Ég var þegar lagður af stað út úr stofunni, þegar eitthvert und- arlegt afl hélt mér föstum. Svo var ég bókstaflega leiddur að 36 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.