Fréttatíminn


Fréttatíminn - 16.03.2012, Qupperneq 26

Fréttatíminn - 16.03.2012, Qupperneq 26
Opið kl. 9 -18 • laugardaga kl. 11 - 16 • Stórhöfða 25 • 569 3100 • eirberg.is • Hágæða vatnsþétt LED ljós • Hönnuð fyrir fagmenn Öflug höfuð- og vasaljós Verslaðu á vefnum Frí sending að 20 kg 1 árs skilaréttur H ún spurði mig alltaf hvernig hún hefði staðið sig á sviði eða eftir frumsýningu kvikmynda. Hún spurði; stóð mamma sig vel? Leit ég ágæt- lega út? Já, þú ert flott, full- komin,“ segir Bobbi Kristina, dóttir Whitney Houston, að hún hafi svarað móður sinni. Þetta ræddi hún í viðtali við spjallþáttadrottninguna Op- ruh, um síðustu helgi, mánuði eftir fráfall móður sinnar. Beðið hafði verið eftir viðtal- inu vestanhafs enda það fyrsta sem Bobbi veitir eftir andlát móður sinnar. Þar vísaði Oprah til orða Kevins Costner við jarðaförina í New Jersey og spurði: Vissir þú hversu óörugg hún var við tökur kvik- myndarinnar Bodyguard? Bobbi Kristina svaraði játandi. En hvað sagði Costner? Jú, hann sagði: „Þrátt fyrir velgengni sína velti hún því alltaf fyrir sér hvort hún væri nógu góð og nógu falleg. Mun þeim falla vel við mig? Það var byrðin sem gerðu hana frábæra og sá þáttur sem hún hnaut um að lokum.“ Tvö Emmy-verðlaun, sex Grammy-verðlaun, 30 Billbo- ard-tónlistarverðlaun og 22 stykki af Amerísku tón- listaraverðlaununum nægðu ekki til þess að sannfæra söngdívuna um ágæti sitt. Dó drukkin og dópuð Lágt sjálfsmat. Átti það sinn þátt í andláti söng- stjörnunnar? Var það ástæða þess að hún gat ekki horft framan í heim- inn allsgáð heldur leitaði í læknadóp, fíkniefni um tíma og drykkju? Hún dó lyfjuð í baðkari á hóteli eftir drykkju og djamm í Los Angeles. Krufning hefur leitt í ljós að ólíklegt sé að hún hafi drukknað, til þess hafi of lítið af vatn verið í lungum hennar, samkvæmt vefnum Mail Online. Bryndís Björk Ásgeirs- dóttir, lektor í sálfræði við Háskólann í Reykja- vík, hefur ekki fylgst náið með Whitney í gegnum tíð- ina en segir rannsóknir hafa sýnt að lágt sjálfsmat sé að vissu leyti erfðafræðilega ákvarðað en einnig félagslega mótað. „Uppeldisárin hafa mikið að segja um mótun sjálfsmats. Aðbún- aður, líðan barna, tengsl þeirra og velgengni í umhverfi sínu eru grundvallarþættir félagsmótunar- innar,“ segir hún. „Stúlkur eru mun líklegri til að hafa lágt sjálfsmat en strákar. En það kemur ekki fram fyrr en á unglingsárum og munur kynjanna helst fram eftir aldri.“ Bryndís segir að það sýni sig að fólki sem vegnar vel, eins og Whitney, geti þrátt fyrir það haft lágt sjálfsmat. „Fólk getur haft litla trú á sjálfu sér á einu sviði en mikla á öðru.“ Var Bobby orsök eða afleiðing? En var lágt sjálfsmat Akkilesarhæll Whitneyjar frá upphafi og ástæða þess að hún valdi hinn ómaklega Bobby Brown sér við hlið? Eða var það hann sem braut sjálfstraust henn- ar? Brown skyrpti framan í hana og virti lítils í fimmtán ára löngu hjónabandi þeirra. Ofbeldið er þó sagt að mestu hafa verið andlegt en einnig eru sögusagnir um líkamlegt ofbeldi. „Áföll og ofbeldi getur haft gríðarlega mikil áhrif á sjálfs- mynd fólk. Það hefur líka sýnt sig að fólk sem er með hátt sjálfsmat áður en það verður fyrir áfalli er ólíklegra til þess að sýna neikvæðar afleiðingar þess en það fólk sem er með lágt sjálfsmat. Hægt er að brjóta niður sjálfsmat fólks á hvaða aldri sem er og sama hver bakgrunnur þess er. En þar er mikill munur á einstaklingum,“ segir hún. Þau Whitney og Bobby dópuðu og drukku í kór á tíunda áratugnum, eins og frægt er. Var það vegna skorts á sjálfs- trausti? „Lágt sjálfsmat getur leitt til vanlíðunar og jafnvel sjálfsvígshugleiðinga. Þeir sem finna fyrir mikilli vanlíðan eru líklegri til að sækja í vímuefni,“ segir Bryndís. Eitt er víst að hægt er að finna fréttir á vefnum þar sem því er velt upp hvort hún hafi ákveðið að taka eigið líf. Nið- urstaða krufningarinnar er jú læknadóp og drykkja. Örlög Bobbi Kristinu í beinni En hver eru eftirköstin af því að eiga svona foreldra eins og Bobby og Whitney? Og búa við allar þessar öfgar og standa núna átján, að verða nítján ára, uppi móðurlaus eins og Bobbi Kristina. „Það að búa við langvarandi ofbeldi á heim- ili er mjög mikill áhættuþáttur. Þótt það sé unglingum og ungu fólki afar þungbært að missa foreldra hafa rannsóknir sýnt að það að búa við langvarandi ofbeldi hefur jafnvel enn verri afleiðingar. Ofbeldi af hendi náins ættingja er með því versta sem fólk lendir í.“ Bobbi Kristina sagði frá því í viðtalinu við Opruh að hún hyggðist halda arfleið móður sinnar á lífi. Jafnvel syngja opinberlega. Umheimurinn mun því vart fara á mis við örlög hennar og hvort áhyggjur fjölskyldunnar sem sögð er óttast um líf hennar séu á rökum reistar; og hvort sem verður undir nafninu Bobbi Kristina Brown eða Kristina Houston, eins og hún er nú sögð íhuga að kalla sig. Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir gag@frettatiminn.is Whitney Houston barðist við marga djöfla; áfengi, kókaín, marijúana og Bobby Brown. Erfiðasta baráttan var hugsanlega sú sem hún háði innra með sér. Hún barðist við spurningarnar: Er ég nógu góð? Er ég nógu falleg? Mun þeim líka vel við mig? Vinur hennar Kevin Costner segir lágt sjálfsmatið það sem gerði hana frábæra en einnig það sem felldi hana að lokum. Gunnhildur Arna Gunnars- dóttir skoðar sjálfsmynd Whitneyjar og ástæður slíks með Bryndísi Björk Ás- geirsdóttur, lektor í sál- fræði. Whitney Houston og lífsbaráttan Demi Moore óttast mest að vera ekki verðug ástar Kvikmyndaleikkonan Demi Moore sýndi hugrekki þegar hún sagði frá litlu sjálfsmati sínu á stundum í febrúarhefti tímaritsins Harper’s Bazaar. Það er mat þeirra Seth Meyers, sálfræðings í geðheil- brigðisstofnun í Los Angeles, og Katie Gilbert rithöfundar sem settu saman grein um stjörnur og lágt sjálfsmat og birtu á vefnum Psycho- logy Today í janúar. Demi segir þar að hún óttist að hún finni út á endanum að hún sé í raun ekki indæl í augum fólk, og hafi ekki verið verðug þess að vera elskuð. „Að eitthvað sé í grundvall- aratriðum rangt við mig [...] og að enginn vildi hafa neitt með mig að gera á þeim stað þar sem ég er.“ Þau Meyers og Gilbert segja að þótt það komi hugsanlega mörgum á óvart hversu óörugg og örvæntingafull hún sé miðað við alla þá velgengni sem hún hafi notið séu slíkar hugs- anir alls ekki óalgengar. Þau segja ótta og óöryggi stór- stjarna einmitt oft öfgafyllri en almennings enda sé líf þeirra það einnig. Þau séu fram úr hófi falleg, ótrúlega rík og lifi rússibana-lífi fyrir framan myndavélar. Og þar sem líf þeirra sé í sviðsljósinu nær- ist stjörnurnar á skoðunum annarra. Finna má umfjöllun um margar stjörnur og lágt sjálfsálit þeirra á vefnum; jafnvel óskemmtilega lista þar sem þeim er raðað upp eftir því hver hafi mestu sjálfseyðingar- hvötina eða minnsta sjálfsálitið. Þær stjörnur sem helst eru nefndar eru Johnny Depp og Angelina Jolie. Þá má lesa greinar um stjörnur sem hafa talað um lágt sjálfsálit sitt, svo sem Halle Berry. Þá má velta því fyrir sér hvort stjörnur eins og Pete Doherty og Courtney Love, ekkja rokkarans Kurt Cobains séu í hópi þeirra sem geti illa höndlað sjálft sig. Sjálfur réði Cobain illa við frægðina, vildi hana ekki þótt hann vildi velgengnina, eins og haft var eftir honum á einum miðlinum. Hann sagðist hafa lágt sjálfsmat, var þunglyndur og háður heróíni. Og hann dó; tók líf sitt með haglabyssu fyrir átján árum. Whitney Houston og dóttir hennar og lifandi eftirmynd föður síns Bobby Brown; Bobbi Kristina Houston Brown. Myndin er tekin fyrir ári. Mynd/gettyimages Ævi Marilyn Monroe var eins og ein rússíbanaferð. Hún er oft nefnd sem stjarna sem hafði litla trú á sér, þrátt fyrir að vera ein af kynþokkafyllstu konum heims. Hún lést ung rétt eins og Whitney. 26 frægð Helgin 16.-18. mars 2012
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.