Fréttatíminn


Fréttatíminn - 16.03.2012, Side 42

Fréttatíminn - 16.03.2012, Side 42
4 viðhald húsa Helgin 16.-18. mars 2012  Meistaradeildin viðhald eða nýframkvæmdir Gátlistar auðvelda undirbúning verka f élagsmenn Meistaradeildar Samtaka Iðnaðarins hafa aðgang að ýmsum stöðluðum gátlistum til auðvelda sér undirbúning verka. Gátlistarnir eru mikilvægir til að halda þeim atriðum til haga sem kaupendur og seljendur þurfa að hafa í huga við undirbúning verka. Þetta á við hvort sem um er að ræða nýframkvæmd eða viðhaldsverk. Dæmi um atriði sem kaupandinn eða verkkaupi þarf að skoða:  Er verktakinn með ábyrgðasjóð að baki sér?  Er verktakinn tilbúinn að skrifa undir verksamning?  Eru undirverktakar með meistararéttindi?  Gerir verktaki skriflega verksamninga við sína undirverktaka?  Svona væri lengi hægt að telja. Dæmi um atriði sem verktaki þarf að líta til:  Fellur stærð/umfang verks að tímaramma fyrirtækisins?  Er verkið byggingarleyfisskylt (ef svo er hefst visst ferli)?  Eru útboðsgögn nógu afdráttarlaus?  Útbúa öryggis og heilbrigðisáætlun?  Undirbúa alla vinnuaðstöðu aðgang að rafmagni, vatni, frá- rennsli, geymslu tækja og síðast en ekki síst girðing umhverfis vinnusvæðið. Þetta er langt í frá tæmandi listi, en sett fram sem sýnishorn. S ameiginlegum málum verða eigendur fjöl- eignarhúsa að ráða í félagi. Þess vegna eru húsfélög lögboðin. Húsfélög eru til í krafti laga og félagsaðildin er órjúfanlega tengd eignarrétti að séreignum. Sá sem kaupir eign í fjöleignarhúsi verður óhjákvæmilega félagi í húsfélaginu og enginn getur sagt sig úr því nema með því að selja eign sína. Þarf ekki að stofna Húsfélag þarf ekki að stofna formlega; þau eru til í sérhverju fjöleignarhúsi og ekki er þörf á eiginlegum stofnfundi. Eigendur bera sameiginlega og hver fyrir sig ábyrgð á því að húsfélag gegni hlutverki sínu og starfi lögum samkvæmt. Þess vegna er talið að sér- hver eigandi geti gert nauðsynlegar ráðstafanir til að blása lífi í óvirkt húsfélag, þar á meðal að boða til húsfundar. Hlutverk og vald Hlutverk húsfélaga er fyrst og fremst að annast varð- veislu, viðhald, endurbætur og rekstur sameignar- innar þannig að hún fái sem best þjónað þörfum eigenda og hagnýting bæði séreigna og sameignar, sé með þeim hætti að verðgildi eigna haldist. Vald húsfélagsins er fyrst og fremst bundið við sameign- ina og ákvarðanir sem varða hana. Húsfélag hefur þröngar heimildir til að taka ákvarðanir sem snerta séreignir . lýðræði og jafnræði Húsfélagið getur því aðeins gengt hlutverki sínu að í því ríki það skipulag sem boðið er í fjöleignarhúsa- lögum og að fundir fari fram samkvæmt fyrirmælum þeirra laga. Á því er byggt að allir eigendur séu með í ráðum og þeir hafi jafna aðstöðu til að setja fram sjónarmið sín og skoðanir en meirihlutinn ráði svo að meginstefnu til. Í húsfélögum hefur meirihlutinn mjög mikið vald sem honum ber að fara vel með og virða rétt minnihlutans. Það er forsenda fyrir því að húsfélag geti starfað með réttum hætti að gætt sé lýðræðislegra gilda og aðferða við ákvarðanatöku. Húsfundir Æðsta valdið í málefnum húsfélags er í höndum húsfunda sem eru tvenns konar: Aðalfundir sem halda skal einu sinni á ári og almennir fundir. Það er grundvallarregla að ákvarðanir um sameiginleg málefni skuli taka á húsfundi eftir að öll sjónarmið og rök hafa komið fram. Að ganga milli eigenda með undirskriftarlista fer í bága við þessa grundvallar- reglu. Enn síður duga munnleg samráð og ráðagerðir utan formlegra funda. Fundi verður að boða skriflega með lögákveðnum fyrirvara og fundarefni verður að tilgreina kyrfilega. Sé þess ekki gætt getur fundur verið ólögmætur og ákvarðanir hans óskuldbindandi. einfaldur meirihluti Meginreglan er sú, að einfaldur meirihluti á húsfundi geti tekið ákvarðanir og það heyrir til undantekninga að aukinn meirihluti (2/3) eða allir eigendur þurfi að samþykkja ákvörðun. Túlka ber undantekningarnar þröngt þannig að jafnan eru líkur á því að til ákvarð- ana nægi samþykki einfalds meirihluta. Mikið vald á þröngu sviði Meginreglan er sem sagt sú að til ákvarðana nægi einfaldur meirihluti á fundi. Sem mótvægi við þetta mikla og vald er valdsvið húsfélags á hinn bóginn þröngt og nær fyrst og fremst til ákvarðana og ráð- stafana, sem eru nauðsynlegar, venjulegar og eðlileg- ar til forsvaranlegs viðhalds og reksturs. Minnihlut- inn getur ekki sett sig á móti slíkum ráðstöfunum jafnvel þótt þær séu mjög kostnaðarsamar. Það er eitt höfuðeinkenni á húsfélagi, að hægt er að þvinga minnihluta í ríkum mæli til að taka þátt í útgjöldum sem hann hefur greitt atkvæði á móti. En vald húsfélags nær lengra því það hefur innan vissra marka vald til að taka ákvarðanir um breytingar, endurbætur og nýjungar. Það vill segja að einfaldur meirihluti getur ákveðið og ráðist í vissar framkvæmdir á allra kostnað, sem ekki eru nauðsynlegar eða venjulegar en meirihlutinn telur æskilegar. aukinn meirihluti – samþykki allra Einfaldur meirihluti miðað við hlutfallstölur getur sem sagt tekið ákvarðanir um venjulegar viðgerðir og viðhald og minniháttar endurnýjanir og endur- bætur. Hins vegar er krafist aukins meirihluta, þ.e. 2/3 hluta bæði miðað við fjölda og eignarhluta, til að taka ákvarðanir um óvenjulegar og meiriháttar endurbætur. Vald húsfélags takmarkast svo af því, að einstakir íbúðareigendur verða ekki þvingaðir til að taka þátt í kostnaði við framkvæmdir, búnað og til- færingar, sem fela í sér grundvallarbreytingar á sam- eign eða eru óvenjulegar, óhóflegar og dýrar. Þarf samþykki allra þegar um slíkt er að tefla. Mörkin milli þessara þriggja flokka eru ekki alltaf glögg og verður til margs að líta, svo sem kostnaðar, húsagerð- ar, aldurs og ástands, umfangs, óþæginda, ábata, gagnsemi, verðmætaauka, útlitsbreytinga og hvað tíðkast í sambærilegum húsum. Húsfélag hefur tals- vert svigrúm til að velja á milli mismunandi kosta, lausna eða leiða. Húsfélagsdeildir – sameign sumra Þegar fjöleignarhús skiptist í einingar, til dæmis stigahús, ráða viðkomandi eigendur sameigin- legum innri málefnum og bera einir kostnaðinn. Það byggist á því að hinir eigendurnir hafa þar hvorki afnot né aðgang. Þannig er húsrými og annað inni í einstökum stigahúsum fjöleignarhúsa í sameign eigenda þar og öðrum eigendum óviðkomandi. Þá er um svonefnda „sameign sumra að ræða“. Þá ráða viðkomandi eigendur málum sínum innan vébanda húsfélagsdeildar sem getur ýmist verið sjálfstæð eða starfað innan heildarhúsfélagsins. stjórn og vald hennar Í fjöleignarhúsum skal vera stjórn, kjörin á aðalfundi en þó ekki skylt að hafa sérstaka stjórn í smærri húsum. Stjórn getur tekið ákvarðanir sem lúta að venjulegum daglegum rekstri og hagsmunagæslu. Hún má láta framkvæma minniháttar viðhald og viðgerðir og getur gert brýnar ráðstafanir. Sé hins vegar um að ræða ráðstafanir og framkvæmdir sem ganga lengra ber stjórn áður leggja þær fyrir hús- fund. Á það við um allar framkvæmdir, sem eru verulegar hvað varðar kostnað, umfang og óþægindi. Gildir einu þótt um æskilegar og jafnvel nauðsyn- legar ráðstafanir sé að ræða. Stjórn húsfélags hefur því afar þröngar heimildir, til dæmis varðandi sam- eiginlegar framkvæmdir og þær eru því þrengri sem eigendur eru færri og húsið minna.  FjöleignarHús húSfélög eru lögboðin Húsfélagið og þú Húsfélög annast varðveislu, viðhald og rekstur sameignarinnar.

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.