Fréttatíminn


Fréttatíminn - 16.03.2012, Page 44

Fréttatíminn - 16.03.2012, Page 44
6 viðhald húsa Helgin 16.-18. mars 2012 E ftirfarandi fyrirspurn er dæmigerð fyr- ir erindi sem um þessar mundir berast Húseig- endafélaginu vegna viðhalds- framkvæmda í fjöleignarhúsum: „Fjöleignarhús hefur að geyma 50 íbúðir. Á hús- fundi var sam- þykkt tillaga um að ráðast í viðhald fyrir 100 milljónir. Fundinn sóttu 25 íbúðareigendur og voru 15 voru meðmæltir en 10 andvígir. Spurt er: Þarf ekki einhver lágmarks- fjöldi eigenda að sækja fund svo hann sé bær um að taka svona ákvörð- un í ríkjandi ástandi þegar margar fjöl- skyldur berjast í bökkum? Getur fámennur meirihluti á fundi bundið húsfélagið og aðra eigendur? Stenst að leggja álögur upp á 2 miljónir á hvern eiganda, óháð kreppu- ástandi og hvernig á stendur hjá einstökum eigendum? Verður fólk að láta svona yfir sig ganga og missa ef til vill íbúð sína“? Fundarsókn – einfaldur meirihluti Almennt er ekki gerð krafa um lágmarks- fundarsókn á húsfundum. Á því er byggt að þeir sem hirða um að mæta hafi meira að segja en hinir sem heima húka. Meginregl- an er að einfaldur meirihluti á fundi ráði lyktum mála. Það heyrir til undantekninga að krafist sé aukins meirihluta eða sam- þykkis allra. Það gildir aðeins um mikilvæg grundvallaratriði. Minnihlutinn getur ekki sett sig á móti venjulegum framkvæmdum jafnvel þótt þær séu mjög kostnaðarsamar. Það er höfuðeinkenni á húsfélagi, að hægt er að þvinga minnihluta í ríkum mæli til að taka þátt í útgjöldum sem hann hefur greitt atkvæði á móti. Sem mótvægi við þetta vald er valdsvið húsfélags þröngt og nær fyrst og fremst til ákvarðana og ráð- stafana, sem eru nauðsynlegar og venju- legar. En vald húsfélags nær lengra því það hefur innan vissra marka vald til að taka ákvarðanir um breytingar, endurbætur og nýjungar. Einfaldur meirihluti þannig getur ákveðið vissar framkvæmdir, sem ekki eru nauðsynlegar eða venjulegar en meirihlut- inn telur æskilegar. Heill hússins – aðstæður eigenda Þetta ríka vald meirihlutans er nauðsynlegt til húsfélag geti gengt hlutverki sínu. Taka verður ákvarðanir út frá heill hússins og hag og vilja meirihlutans en ekki er unnt að taka ávallt tillit til einstakra eigenda og að- stæðna þeirra. Það verður að virða vilja og stöðu meirihluta eigenda, að minnsta kosti meðan hagsmunir hússins eru ráðandi. Það er sígild saga, gömul og ný, að misjafnlega standi á hjá eigendum og að þeir séu misvel í stakk búnir til að greiða hlutdeild sína i sameiginlegum kostnaði. Það má vissulega hafa samúð með þeim sem verst eru staddir en það eitt getur ekki ráðið viðhaldsmálum í bráð og lengd. Í stóru fjöleignarhúsi verða aldrei allir peningalega samstíga á sama tíma. Það verður yfirleitt að duga að meiri- hlutinn hafi vilja og bolmagn til að ráðast í framkvæmdir. Meirihlutinn verður vitaskuld að fara varlega og skynsamlega að. Miklu valdi verður að beita af skynsemi, lipurð og mildi. Menn skyldu í upphafi endinn skoða. Ef meirihlutinn er knappur og margir eigendur eru illa staddir og geta fyrirsjáanlega ekki greitt sína hluti af kostnaðinum er ekki skynsamlegt að þvinga fram kostnaðarsamt viðhald nema það sé þeim mun brýnna. Við vanskil verða aðrir eigendur að axla aukabyrði meðan krafan er innheimt. Það er ekkert grín fyrir húsfélag eða meirihluta eigenda að fjármagna dýra framkvæmd og neyðast svo til að herja á fjárvana sameigendur. Verði húsfélag fyrir útlátum vegna van- skila eigenda er endurkrafan tryggð með lögveði í íbúðum þeirra. Lögveðið gengur framar eldri og yngri veðskuldum og fjár- námum. Lögveðið er tímabundið og fellur niður ári eftir gjalddaga. Vanræksla á viðhaldi Valdi og vilja meirihlutans eru takmörk sett ef athafnaleysi hans fer í bága fer við heill hússins. Meirihlutinn getur ekki til lengdar staðið gegn brýnu og nauðsynlegu viðhaldi ef húsið liggur undir skemmdum. Vilji hann ekki eða dragi úr hömlu að ráðast í framkvæmdir þótt húsið og íbúðir þess liggi undir skemmdum, þurfa einstakir eig- endur ekki að una því. Húsið á ekki að níð- ist niður í skjóli eða fyrir vanrækslu meiri- hlutans. Getur minnihlutinn og jafnvel einstakir eigendur þá að vissum skilyrðum uppfylltum ráðist í framkvæmdir á kostnað allra eigenda. -shg  Fundarsókn Ekki krafa um lágmarksmætingu Einfaldur meiri- hluti ræður Í stóru fjöl- eignarhúsi verða aldrei allir peninga- lega samstíga á sama tíma. Það verður yfirleitt að duga að meirihlutinn hafi vilja og bolmagn til að ráðast í fram- kvæmdir. ... Meirihlutinn verður vita- skuld að fara varlega og skynsamlega að. Miklu valdi verður að beita af skyn- semi, lipurð og mildi. Menn skyldu í upp- hafi endinn skoða. Lán til endurbóta og viðbygginga Íbúðalánasjóður veitir lán til endurbóta á húsnæði að innan og utan. Meðal annars eru veitt lán til lóðarframkvæmda og viðbóta við húsnæði. Lán geta numið allt að 80% af framkvæmdakostnaði. Hámarkslán eru 20 milljónir og lánstími 5 til 40 ár. Sömu vextir eru á þessum lánum og almennum lánum Íbúðalánasjóðs. Borgartúni 21 | 105 Reykjavík | Sími : 569 6900, 800 6969 www.ils.is

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.