Fréttatíminn


Fréttatíminn - 16.03.2012, Síða 63

Fréttatíminn - 16.03.2012, Síða 63
Bannað að Haardera! Það voru mjög mörg ljós og bjöllur og annað sem hefðu átt að valda því að ákærði átti að grípa til aðgerða. Sigríður Friðjóns- dóttir, saksóknari Alþingis, ræddi meint aðgerðarleysi Geirs H. Haarde þegar hún reifaði málið gegn honum fyrir Landsdómi. Enski boltinn? Það er ekki ljóst hvað angraði hann varðandi starfsemina hér. Ari Edwald, for- stjóri 365, um mann sem lét öllum illum látum í anddyri fjöl- miðlarisans og hótaði starfsfólki. Fyrirsagnafúsk Þeir sem starfa á fjölmiðlum eru við- búnir óvæginni gagnrýni, en það hefur ekki verið gefið skotleyfi til að ráðast að fjölmiðlafólki með upp- diktuðum ásökunum um aðild að kynferðis- brotum. Feðgarnir Jón Trausti Reynisson og Reynir Traustason, ritstjórar DV, í yfir- lýsingu þar sem þeir gerðu tilraun til þess að kenna Steingrími Sævarri Ólafssyni, ritsjórar Pressunnar, grundvallaratriði í fyrirsagnasmíð. Þær þurfa víst að standast vissar raunveruleikakröfur. Staðgóð máltíð Þetta er ekki sykurjukk, fita eða ógeð líkt og Fannar sagði. Ásgerður Guðmundsdóttir, fram- kvæmdastjóri Metro, mótmælir dylgjum um hamborgara sem hún telur íþróttafræðinginn Fannar Karvel Steindórsson hafa sett fram þegar hann lýsti áhyggjum yfir því að Metro seldi 52 þúsund hamborgara á einum degi í gegnum tilboðssíðuna Hópkaup.is. Eins gott að vera ekki í skránni Hún átti að fara til Jóhönnu en ég fann ekki hvar hún á heima. Sprengjumaðurinn við stjórnarráðs- húsið, S. Valentínus Vagnsson, útskýrir fyrir DV hvers vegna hann plantaði sprengju sinni við vinnustað Jóhönnu Sigurðardóttur. Enginn verður óbarinn fríkirkjuprestur Þetta voru svona persónulegar árásir. Hann var stöðugt að segja manni hversu ómögulegt þetta og hitt væri. Ása Björk Ólafsdóttir prestur um fram- komu Hjartar Magna Jóhannssonar fríkirkjuprests í hennar garð en hún hraktist úr starfi fríkirkjuprests.  Vikan sem Var m eð þessari stuðningsyfirlýs-ingu viljum við núverandi og fyrrverandi sóknarnefndarfólk og starfsfólk Guðríðarkirkju í Grafar- holti, vekja athygli þeirra sem koma að kjöri biskups Íslands, á framboði sr. Sig- ríðar Guðmarsdóttur til þess embættis. Um leið og við af einlægni lýsum yfir fyllsta stuðningi við sr. Sigríði, leitum við til allra þeirra sem að kjörinu koma með ósk um stuðning þeirra. Sr. Sigríður hefur frá því hún var skipuð sóknarprestur í Grafarholtssókn, sýnt fádæma dugnað og einlægan áhuga á öllu því er að kirkjunni lýtur. Er hún tók við embætti var hvorki til kirkjuhús né heldur mótað safnaðarstarf, enda um nýjan söfnuð að ræða. Þrátt fyrir takmarkað húsnæði og fábrotnar að- stæður til trúarlegra athafna, hóf hún markvisst uppbyggingarstarf sem laðaði fólk til kirkjunnar og safnaðarstarfsins. Við byggingu nýrrar kirkju, sem reis fullbúin á 17 mánuðum, var starf hennar ómetanlegt. Með einlægum áhuga, fórnfýsi og dugnaði, miðlaði hún þekk- ingu sinni um kristna kirkju, helgisiði hennar, trúartákn, helgigripi og innviði sem þakksamlega var þegin og innlegg hennar réði hvað mestu um hversu vel tókst að gera kirkjuna að svo fallegum og innihaldsríkum helgistað sem raun ber vitni um. Starfsgleði, greind og metnaður einkennir sr. Sigríði. Hún er með mikla réttlætiskennd en jafnframt afskaplega hlý manneskja, tilfinningarík og gott til hennar að leita. Skoðanaágreining leggur hún sig fram um að leysa þannig að allir gangi sáttir frá borði. Söfnuði sínum hefur hún verið trú, safnaðarnefnd ómetanleg aðstoð og starfsfólk kirkjunn- ar hefur þótt gott að vinna undir hennar leiðsögn. Um þetta bera Guðríðarkirkja og starfið þar skýrust merkin. Einlæg trú sr. Sigríðar á boðskap kristinnar kirkju og gífurleg þekking hennar á þeim sviðum sannfærir okkur undirrituð um að hún myndi verðug skipa embætti biskups Íslands og emb- ættið, þannig skipað, efla Þjóðkirkju Ís- lands sem er og hefur verið landi og þjóð til blessunar. Níels Árni Lund, fyrir hönd sóknarnefnd- arfólks og starfsfólks Guðríðarkirkju. Stuðningsyfirlýsing Séra Sigríði Guðmarsdóttur í embætti biskups Íslands 200 bíómiðar Taktu þá tt í topplei k Cocoa Puf fs! Sendu þrjá bláa toppa af Cocoa Puffs pökkum merkt: Cocoa Puffs leikur, Klettagörðum 19, 104 Reykjavík – ásamt nafni og símanúmeri og þú ert kominn í pottinn. Dregið 18. apríl. www.cocoapuffs.is 20 á rsk ort í húsdýragarðin n Fe rð fy rir fjó ra til Euro Disney* Í aðalvinning er fjölskylduferð fyrir fjóra til Euro Disney auk fjölmargra annarra glæsilegra vinninga. *Innifalið: Flug fyrir fjóra til Parísar, báðar leiðir og aðgangskort fyrir fjóra í Euro Disney. Helgin 16.-18. febrúar 2012 viðhorf 43
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.