Fréttatíminn


Fréttatíminn - 16.03.2012, Blaðsíða 72

Fréttatíminn - 16.03.2012, Blaðsíða 72
52 fermingar Helgin 16.-18. mars 2012 Gjafabréf Icelandair gildir í tvö ár frá útgáfudegi. BROT AF HEIMINUM Í FERMINGARGJÖF Gjafabréf Icelandair gildir sem greiðsla upp í flugfar til allra áfangastaða í Evrópu og Norður-Ameríku. Þú velur upphæðina. + Pantaðu fermingargjöfina á www.icelandair.is ÍS LE N SK A SI A. IS I C E 5 83 51 0 2/ 12 Úrval af fermingarhringjum  Andri Freyr vildi sleppa við fermingu Frænkan fékk miklu fleiri gjafir Fékk skíði – en var nýhættur að skíða. s óley Tómasdóttir, borgar-fulltrúi Vinstri grænna, fermdist ekki en var svo heppin að vera boðið til Mallorca á Spáni í mánuð um sumarið. Frænka hennar var nefnilega fararstjóri þar yfir sumarið og fékk Sóley að gista í íbúð sem hún var með. „Þetta var stórskemmtilegt sum- ar, það var mikið ævintýri að vera 13 ára á ströndinni. Mér fannst það rosalegt sport. Frænka mín þekk- ir Spán og þessa eyju mjög vel, þannig ég fékk aðra sýn á svæðið, sá það ekki bara með þessum hefð- bundnu túrista-augum,“ segir Sóley og bætir við: „Ég fékk mikið út úr því að dvelja þarna í mánuð.“ Sóley og frænka hennar sem hún dvaldi hjá eru mjög nánar. „Hún er yngsta systir hennar mömmu, við vitum stundum ekki hvort við séum systur eða frænkur!“ Stór spurning frá mömmu En hversvegna fermdist Sóley ekki? „Ég trúði ekki á Guði og geri ekki enn,“ svarar hún. „Mamma spurði mig hvort ég teldi mig vera nægilega þroskaða til að velja leiðtoga lífs míns einungis 13 ára gömul. Hún benti mér á að ég þyrfti að vera tvítug til að kjósa forseta [þá voru reglurnar þannig, nú miðast kosningaaldur- inn við 18] og kaupa áfengi. Eftir að hafa íhugað málið fannst mér ég ekki reiðubúin til þess að fermast.“ Þetta hefur væntanlega verið nokkuð erfið ákvörðun fyrir 13 ára stelpu, að fara á mis við allt sem fermingar hafa upp á að bjóða? „Það var mikið að gerast hjá vinum og vinkonum mínu. Stundum fannst ég vera svolítið út utan vegna þess að ég var ekki að fermast líka. En ég hef ekki alltaf farið troðnar slóðir í lífinu og var alveg sátt við þessa ákvörðun. Ein af mínu bestu vinkonum gerði þetta líka. Það hjálpaði mikið. Ég held að við höfum tekið ákvörðunina sitt í hvoru lagi – en ætli þetta hafi ekki orðið til þess að við urðum betri vinkonur, enda báðar svolítið skrítn- ar,“ segir Sóley. É g barðist lengi fyrir því á mínum unglingsárum að fá að sleppa við það að ferm- ast,“ segir Andri Freyr Viðarson fjölmiðlamaður sem er með þátt- inn Andraland í Sjónvarpinu og út- varpsþáttinn Virka morgna á Rás 2. Hann gerði foreldrum sínum tilboð: Við sleppum veisluhöldum og öllu umstanginu í kringum fermingar og ég fæ að sleppa við að mæta í kristnifræðina, en í staðinn gefið þið mér bara græjur. Einfalt. Það er miklu ódýrara! Þau horfðu á mig og spurðu: Ertu ekki að grínast?! Þau vildu ekki eiga eina barnið á Reyðarfirði sem hefði ekki fermst.“ Það sem Andra Frey þykir hvað erfiðast við að hafa fermst, er að hann hélt fermingarveislu með frænku sinni sem fékk fullt af gjöfum, á meðan gjafaborðið hans Andra Freys var hálf tómt, að eig- in sögn. Hún fékk líka fúlgu fjár í fermingargjöf, langtum meira en Andri Freyr. „Hún fékk 250 þúsund krónur en ég fékk 30 þúsund! Ég gat ekki einu sinni keypt mér leður- jakka!“ Frekar leiðinlegt. Þriggja diska Aiwa-græjur Þetta var samt ekki allt alveg glat- að, þótt það megi vel heyra á Andra Frey að hann sé enn svekktur yfir þessu hlutskipti sínu, að deila ferm- ingarboði með frænku sinni. „En ég fékk græjur! Það stóð algjörlega upp úr. Ég fékk þriggja diska Aiwa græjur með kasettutæki og átti þær heillengi,“ segir hann. „Svo fékk ég Castle-skíði, það eru fræg skíði. Ég stundaði mikið skíði og æfði. En ég var einmitt hættur að skíða þegar ég fékk Castle skíðin að gjöf. Bestu skíði sem ég hef átt og ég var hættur að skíða! Svo var hitt sem ég fékk bara rusl!“ segir Andri Freyr. Hann nefnir til dæmis að hann hafi fengið bréfahnífa. „Hver notar bréfahnífa til að opna bréf?“ Þá fékk hann fjölmargra penna með stimpli með nafninu sínu. Blekið þornaði upp og var aldrei notað. „Svo fékk ég rakvél og ég er varla byrjaður að raka mig í dag. Blöðin í rakvél- inni ryðguðu og blekið þornaði upp!“ Hvílíkt og annað eins. Eftir nokkuð langa ræðu um hversu líf- ið getur reynst ósanngjarnt segir Andri Freyr reyndar: „Ég fékk að vísu geisladisk með Purrki Pillnikk. Það var flott.“  Sóley hefur ekki farið troðnar slóðir Fermdist ekki en fór til Mallorca Þetta var stórskemmtilegt sumar. 67% ... kvenna á höfuðborgar- svæðinu lesa Fréttatímann* *konur 25 – 80 ára á höfuðborgarsvæðinu. Capacent okt.-des. 2011
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.