Fréttatíminn


Fréttatíminn - 16.03.2012, Page 76

Fréttatíminn - 16.03.2012, Page 76
56 fermingar Helgin 16.-18. mars 2012 Allt á einum stað! Þín ánægja er okkar markmið vodafone.is Vertu í stöðugu sambandi við vinina í gegnum Facebook, Twitter og aðra samfélagsmiðla með Lumia 800. Kynntu þér málið í næstu verslun okkar eða á vodafone.is Fermingargjafir Gjafirnar sem krakkarnir fá á fermingardaginn hafa um margt breyst í áranna rás. En eitt hefur ekki breyst og það er sú hugmynd að vilja gefa gjafir sem nýtast í mörg ár og jafn vel alla ævi. Rúm og úr eru gott dæmi um þetta. Og þótt unglingar séu nær hættir að ferðast einir til Þórsmerkur og í Húnaver þá eru alltaf verð- mæti í góðum svefnpoka. Svo eru það gjafirnar sem óharðnaður unglingurinn kærir sig kollóttan um fyrr en einmitt að nokkrum árum liðnum. Þá sér hann ljósið en fyrr ekki. Á þeim lista tróna orðabækur á efa í efstu sætunum. Fatnaður og skór geta ekki talist til hentugra gjafa sé litið til endingar enda fylgja þessum tíma oft kröftugir vaxtarsprettir og þá sérstaklega hjá piltunum. iPod: MPþrír spilarar eiga undir högg að sækja vegna þess hversu snjallsímarnir eru orðnir góðir í að spila tónlist. Nettur og flottur iPod nanó er þó ekki fallinn úr tísku og heldur nota- gildi sínu. Hann gerir líka annað og meira en bara að spila lög; geymir til dæmis myndir, telur skref við æfingar og reiknar svo út hversu mörgum kaloríum hefur verið brennt. Þetta þing fæst í Epla-búðinni og Mac-landi og kostar frá þrjátíu og fjögur þúsund níuhundruð og níutíu krónum. Fermingargræjur: Fyrir tuttugu til þrjátíu árum fengu nánast allir hljómtæki í fermingargjöf. Núna kaupa fáir geisladiska, kassettur og vínilplötur en flestir hlusta þó enn á tónlist og vilja spila hana hátt þegar svo ber undir. Þá er málið að kaupa netta og góða dokku eins og þessa, Sounddock tvö frá Bose. Fæst í Nýherja og kostar fjörutíu og níu þúsund og níu hundruð krónur. Spjaldtölva: Spjaldtölvur voru kannski ekki jólagjöf síðasta árs en þær verða svo sannarlega fermingar- gjöfin í ár. Hvort sem það er iPad eða Android þá er nokkuð víst að enginn verður unglingurinn fullveðja einstak- lingur í samfélagi fullorðinna án spjaldtölvu. Ein mest spenn- andi tölvan á markaðnum í dag er galdratækið Samsung galaxy sjö komma sjö; lítil og nett þrír- G-tölva sem hefur meira að segja til að bera míni-SD-kortarauf. Kostar hundrað tuttugu og níu þúsund og níu hundruð krónur í Samsung-setrinu. Stóll: Skrifborð og stóll eru gjafir sem eiga vel við á þessum tímamótum. Ekki þarf endilega að fara troðnar brautir í þeim efnum. Til dæmis er hægt að stokka hlutina upp með litríkum og flottum stól eins og þessum límónugræna Panton stól úr Pennanum og gefa fyrir þrjátíu og níu þúsund og níu hundruð krónur. Bolti: Það er Evrópu- keppnisár í knattspyrnunni og það þýðir að það er kominn nýr keppnisbolti: Tangó tólf. Hann verður vafalaust vinsæl fermingargjöf hjá fótbolta- áhugamönnum, bæði strákum og stelpum. Fæst til dæmis í Adidas-búðinni í Kringlunni og kostar tuttugu og fjögur þúsund, níuhundruð níutíu og níu krónur. Sjónvarp: Yfirráð yfir imbakassanum er eitt stórt skref í áttina til sjálfstæðis. Í Samsung-setr- inu er margt um sjónvarpið þar á meðal þetta þrjátíu og tveggja tommu LED-tæki sem meðal annars spilar bíó af USB kubbi og talar við Android síma frá Samsung eins og ekkert sé. Það kostar hundrað fjörutíu og níu þúsund og níu hundruð krónur. Rúm: Fáar gafir bera með sér jafn skýr skilaboð um að krakki sé komið í fullorðinna manna tölu og þegar prinsessu- eða kappakstursbílarúminu er lagt fyrir stórt og gott fullorðins rúm. Tempur heilsurúm hundrað tuttugu sentimetra breitt frá Betra bak kostar áttatíu og sex þúsund og níu hundruð krónur. Tilvalið er svo fyrir ömmu að gefa góða sæng og frænda að gefa heilsukodda og svo má ekki gleyma Damask-bómull í sængurfatnaðinn. Heyrnartól: Fátt gleður unglingana meira en að geta hundsað mömmu og pabba með góðri samvisku og eru góð heyrnatól svo gott sem besta leiðin til þess. Þá eru litríku en jafnframt góðu heyrnartólin frá Sennheizer og fást í Paff ágætur kostur en þau kosta níu þúsund og níuhundruð krónur. Hnöttur: Hugurinn leitar oft til útlanda á uppvaxtarár- unum og því er tilvalið að gefa flotta míniútgáfu af sjálfri jörðinni. Þessi hnöttur fæst í Epal og kemur í mörgum litum. Fæst með og án ljóss og kostar frá nítján þúsund tvöhundruð og fimmtíu krónum.

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.