Fréttatíminn - 16.03.2012, Síða 82
62 bíó Helgin 16.-18. mars 2012
Bíó Paradís Þýskir dagar
Bíó Paradísin
í gamla Regn-
boganum við
Hverfisgötu er
sannkölluð vin í
ameríkanseraðri
eyðimörk íslensks
kvikmyndalands-
lags og þar má
jafnan ganga að
einhverju fersku
sem er úr takti
við meginstraum-
inn. Dagarnir 16.
til 25. mars verða
þýskir í bíóinu en
þá verður boðið
upp á sjö nýjar
þýskar bíómyndir
sem fjalla á ein-
hvern hátt um
fjölskylduna.
Myndirnar eru
sýndar með
enskum texta.
Þórarinn Þórarinsson
toti@frettatiminn.is
bíó
Svefnleysi, framhjáhald og
önnur fjölskylduvandræði
Þ ýsku kvikmyndadagarnir hefjast á myndinni Almanya – Willkommen in Deutschland (Almanya – Velkom
in til Þýskalands). Myndin er eftir Yasemin
Samdereli og er hressileg gamanmynd um
tyrkneska fjölskyldu í Þýskalandi. Hinir
myndirnar sex koma meðal annars inn á
sjúkdóma, hjónalíf, framhjáhöld, uppreisn
arþörf og tvikynhneigð.
Í Almanya – Willkommen in Deutsch
land segir frá Hüseyin Yilmaz, tyrknesk
um „gestaverkamanni“ sem búið hefur í
Þýskalandi í 45 ár. Áform hans um að flytja
aftur til Tyrklands falla í grýttan jarðveg
hjá fjölskyldunni, deilur spretta upp og
ýmis vandamál og leyndarmál koma upp
á yfirborðið. Barnabarn Yilmaz, Canan,
reynir að útskýra fyrir litlum frænda
sínum hvers vegna þau séu í Þýskalandi og
þau halda í huganum í ferðalag aftur í tíma
til undursamlegs lands þar sem ljóshærðir
risar búa, þar sem farið er með stórar
rottur í göngutúra, þar sem vatnið kallast
CocaCola og fólkið tilbiður litla tréstyttu á
krossi og allir tala hrognamál – lands sem
kallað er Almanya.
Halt auf freier Strecke (Milli vita) fjallar
um dauðvona mann sem yfirgefur eigin
konu sína, börn, foreldra, vini og nágranna
og stendur frammi fyrir því að þurfa að
kveðja lífið. Hann áttar sig á því að kannski
er ekki gott að standa einn þegar maður
mætir dauðanum. Myndin hlaut aðalverð
launin í Un Certain Regard flokknum á
Cannes í fyrra og verðlaun þýskra gagn
rýnenda á Berlínarhátíðinni í febrúar.
Í Mahler auf der Couch (Mahler á
legubekknum) hefur tónskáldið Gustav
Mahler hefur verið giftur Ölmu sinni í
tíu ár en dauði eins barns þeirra og bann
Mahlers við tónsköpun konu sinnar hefur
tekið sinn toll. Alma kynnist hinum unga
og efnilega arkitekt Walter Gropius og
verður ástfangin af honum. Í örvæntingu
sinni leitar Mahler til Sigmund Freud um
hollráð.
Roland og Svenja hittast á listasýningu
og hrífast af hvort öðru í Unter dir die
Stadt (Borgin neðra).
Aðstæður leyfa þó ekki nánari kynni þar
sem bæði eru gift. Nokkrum dögum síðar
rekast þau á hvort annað fyrir tilviljun. Þau
daðra yfir kaffibolla og enda á hótelher
bergi þar sem Svenja fær sig ekki til að
fara alla leið.
Schlafkrankheit (Andvaka) fjallar um
Ebbo og Veru sem hafa búið í Kamerún í
mörg ár. Ebbo fæst við rannsóknir á svefn
leysi og er ánægður með hlutskipti sitt,
ólíkt Veru sem hefur ekki náð að tengjast
samfélaginu og saknar dóttur sinnar Helen
sem er í heimavistarskóla í Þýskalandi.
Ebbo verður að gefa frá sér starf sitt í Afr
íku eða missa konurnar í lífi sínu.
Þrenning (Drei) er gamandrama um par
á fimmtugsaldri sem verður ástfangið, sitt
í hvoru lagi, af sama manninum þannig að
mikil leynimakk fer af stað sem flækist til
muna þegar konan verður ólétt.
Wer wenn nicht wir? (Hverjir ef ekki
við?) byggir á áhrifamiklum sönnum
atburðum á átakatíma. Í upphjafi sjöunda
áratugsins hefja háskólanemarnir Gudrun
Ensslin og Bernward Vesper ástríðufullt
samband í hinu þrúgandi andrúmslofti
VesturÞýskalands eftirstríðsáranna. Þau
skynja að veröldin er í hröðu breytingar
ferli og hefja baráttu gegn meðvirkninni
og afneituninni allt í kringum þau.
Fjölskylda Yasemin Samdereli kærir sig ekki um að hverfa frá Þýskalandi aftur til Tyrklands og áform ættföðurins um land-
flutninga valda ýmsum vandræðum og illdeilum.
W.E.
Poppdrottningin Madonna tekur hér á
einu umtalaðasta ástarsambandi síðustu
aldar sem varð til þess að breski ríkis-
arfinn Játvarður afsalaði sér konungs-
tign til þess að geta verið með og kvænst
hinni fráskildu, bandarísku Wallis
Simpson – sem var vitaskuld óásættanlegt
drottningarefni. Þessi ákvörðun prinsins
varð til þess að yngri bróðir hans mátti
standa sveittur og stamandi fyrir framan
hljóðnema BBC í aðdragana heimsstyrjald-
arinnar síðari eins og frægt er orðið eftir
The Kinǵ s Speech. Hér tekur sjálf Madonna
söguna sínum tökum, leikstýrir og tekur
þátt í handritsskrifum.
Aðrir miðlar: Imdb: 4.6, Metacritic: 36%
Act of Valor
Myndin fjallar um sérsveitarmenn
sem fá það verkefni að frelsa CIA-
starfsmann úr klóm mannræningja.
Í framhaldinu komast þeir á snoðir
um hryðjuverkahóp sem ætlar sér að
gera mannskæða hryðjuverkaárás í
Bandaríkjunum. Rannsókn málsins fer
á fullan skrið og áhorfendur þvælast með
sérsveitinni um víða veröld í þeim tilgangi
að uppræta hreiður hryðjuverkamanna.
Aðrir miðlar: Imdb: 6.6, Rotten Tomatoes:
29%, Metacritic: 42%
Frumsýndar
Leikstjóranum Todd Philips hefur
gengið vel að gera sér ofdrykkju og fyll-
erísrugl að féþúfu. Hann leikstýrði hinni
kostulegu gamanmynd The Hangover,
reyndi síðan, með slæmum árangri,
að kreista aðeins meira út úr sama
brandaranum með The Hangover II en
það tiltæki var ekki eins vel heppnað.
Philips hefur þó ekki gefist upp á sukki
og svínaríi því hann framleiðir Project X
sem fjallar að vísu ekki um eftirköst brjálaðs fyllerís heldur djöfulganginn sem
er undanfari timburmanna.
Thomas Mann ákveður ásamt félögum sínum, J.B. og Costa, að fagna
afmæli sínu með rosalegu partíi sem er ekki síst ætlað að rétta félagslega stöðu
vinanna í skólanum. Þeir leggja heimili auðugra foreldra Thomasar undir her-
legheitin og fyrr en varir fer allt úr böndunum. Miklu fleiri mæta en var boðið,
þar á meðal dópsali sem telur sig eiga óuppgerðar sakir við félagana. Hverfið
allt verður skyndilega að vígvelli og ekkert minna en víkingasveit lögreglunnar
dugir til þess að reyna að koma böndum á partítrylltan lýðinn.
Aðrir miðlar: Imdb: 6.2, Rotten Tomatoes: 25%, Metacritic: 48%
Sturlað partí
Rithöfundurinn Edgar Rice Burroughs
er langþekktastur fyrir sögur sínar um
Tarzan apabróður en hann var þó ekki jafn
jarðbundinn rithöfundur og Tarzan gefur til
kynna; þegar Burroughs skrifaði vísinda
skáldskap sinn um kappann John Carter
var hann víðsfjarri frumskógum Afríku þar
sem Carter rataði í ævintýri á rauðu reiki
stjörnunni Mars.
John Carter flyst með undarlegum hætti
úr helli í Arizona árið 1868 til Mars þar sem
hann lendir milli steins og sleggju í átökum
stríðandi fylkinga á reikisstjörnunni.
Carter er svosem ekkert átakanlega illa
undir slíkt brölt búinn þar sem hann barðist
í Þrælastríðinu heima á Jörð og þannig
klappaður í hetjuhlutverkið sem honum
virðist ætlað á Mars.
Burroughs kynnti Carter til leiks fyrir
einni öld þannig að hann hefur heldur
betur tekið sér tíma í að koma sér á hvíta
tjaldið. Í millitíðinni hafa frumlegustu og
nýstárlegustu hugmyndir Burroughs verið
notaðar í fjöldanum öllum að geim og ævin
týramyndum og má í því sambandi nefna
HvellGeira, Stjörnustríð, Dune og sjálfan
Súpermann.
Sagan og allt húllumhæið á Mars er því
býsna kunnuglegt en allt er þetta samt
nógu smart og töff og tæknilega vel unnið
til þess að það er engin sérstök eyðimerkur
ganga að fylgjast með Carter í um það bil
tvo tíma.
Sagan er samt dálítið beygluð og nær ein
hvern veginn ekki að tæla áhorfandann til
þess að tapa stund og stað yfir ævintýrinu.
Tæknibrellunum og hasarnum var ef til vill
ætlað að breiða yfir hnökra sögunnar og sú
tilraun gengur ágætlega en maður tekur
ekkert með sér heim frá þessari mynd þótt
hún standist kröfur til tyggjókúlusumar
smella vel. Þórarinn Þórarinsson
Bíódómur John Carter
Gamalt stef við kunnugleg tilbrigði
TILBOÐ
á 1 lítra
Kókómjólk