Fréttatíminn


Fréttatíminn - 16.03.2012, Síða 91

Fréttatíminn - 16.03.2012, Síða 91
 Plötudómar dr. gunna Kveldúlfur  Myrra Rós Slakað á Myrra Rós hefur víða komið fram með lögin sín, meðal annars starfað innan vé- banda Trúbatrixu-hópsins. Á þessari fyrstu plötu hennar eru níu lög bæði á íslensku og ensku. Myrra semur alla textana en lögin með Andrési Lárussyni. Platan er silkislök og angurvær alla leið. Kassagítarar, strok- hljóðfæri og ásláttur skapa lífræna umgjörð fyrir góðan söng Myrru og liðsmenn Hjálma sjá um undirspilið í tveimur lögum. Þetta er poppað fólk og kántrí og svo sem engar tilraunir gerðar til nýsköpunar á þeim vett- vangi; þetta er bara traust og ágætis stöff þótt lögin séu missterk. Best finnst mér Animal og Kveldúlfur, bæði flott lög. Stundum er þetta þó full flatt hjá Myrru. Hún lofar góðu en mætti vera framsæknari næst. til næturinnar – 10 ástarsöngvar  Óskar Guðnason Ljóða-kántrí Kristín Jónsdóttir sló í gegn árið 2009 með fyrstu ljóðabókinni sinni, Bréf til næturinnar. Sveitungi hennar Óskar Guðnason samdi lög við 10 ljóð, sem þau Unnur Birna Björnsdóttir og Arnar Jónsson syngja. Óskar býr einlægum ástarljóðum Kristínar róman- tíska umgjörð og er stíllinn mjúkt fullorðins-popp með ansi sterkum kántrí-áhrifum. Hér er vandað til verka; söng- ur og undirspil er sannfær- andi, en yfirbragðið kannski full einhæft og svo mottulegt á köflum að það nálgast það að vera lyftutónlist. Sem betur fer lifnar fólk aðeins við í lögunum Ég veit ekki hvenær og Fylgjan, sem eru tvímælalaust best heppnuðu lögin. Ljóðin eru góð sem fyrr svo bæði ljóðaunnendur og fólk sem fílar rómantískt popp eru í fínum málum með þessa plötu. afsakið / Janúar / Þórir Georg Fjölbreyttur Þórir Þórir kom með sína fyrstu sólóplötu árið 2004 og hefur verið að síðan, meðal annars undir nafninu My Summer As A Salvation Soldier og í tríóinu Ofvitarnir. Nýlega kom hann með tvö albúm, sem bera fjölbreytileika hans gott vitni. Afsakið er róleg kassagítarplata. Textarnir eru mikið skamm- degisþunglyndi, sem Þórir flytur á einum of vælinn hátt fyrir minn smekk. Nokkur góð lög lyfta þessu þó upp úr algjöru þunglyndi. Janúar er miklu skemmtilegi plata, enda meira að gerast í útsetningunum; trommuheili, rafgítarar og töff aukahljóð. Hljóðheimur proto-goths The Cure er til grundvallar og trommuheilinn og takmark- aðir sönghæfileikarnir minna stundum á Curver á 10. áratugnum. Margt er flott og stundum óvænt. Stöffið má nálgast frítt á netinu: www. pbppunk.com. Helgin 16.-18. mars 2012 Ingólfsstræti 3, 2. hæð | 121 Reykjavík | (354) 552 5450 | afs.is VILTU SKIPTINEMI? GERAST Ef þú ert á aldrinum 15-18 ára er enn möguleiki á að sækja um skiptinemadvöl með brottför í sumar/haust. Fjöldi landa í boði. Kynntu þér má lið nánar! Opið hús á skrifsto fu AFS nk. þriðjudag, 20. mars frá kl. 17-19. Allir velkomnir!
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.