Fjölnir - 30.10.1997, Blaðsíða 31

Fjölnir - 30.10.1997, Blaðsíða 31
Hannes Sigurðsson Landnáma hin nýja eftir var ævinnar hafi það tekið hann rúma fjóra áratugi að melta hlutina og leggja þá niður fyrir sér áður en honum fannst hann geta tjáð þessar tilfinningar í málverki. En ekki er öll sagan sögð. Fjölmargar skissur og vatnslitamyndir af eldgos- um ftmdust ekki alls fyrir löngu í vinnustofu hans og hafa allar verið raktar til dvalar hans á Ítalíu (Eldgos, 1908, L.Á.J.) [mynd 7]. Ásgrímur var ekki bara hræddur við eldfjöll, hann var gjörsamlega heillaður af þeim, svo mjög að hann lét senda sér sérstaklega rit Marklisar Loftssonar, Um jarðelda á fslandi, til Rómar. Og hann lét ekki staðar numið því að í bréfi til frænda síns, Einars Jónssonar myndhöggvara, lýsir hann í löngu máli hversu „djúpt snortinn“ hann hafi verið af gígunum í Rocca di Papa í grennd við Róm og hinum skæðu jarðskjálftum á Sikiley 1908 sem lögðu tvær borgir í rúst og urðu næst- um 200.000 manns að bana. Hið merkilega er að Ásgrímur hætti að gera myndir af eldgosum um leið og hann kom til íslands 1909 og tók ekki til við það aftur fyrr en 1945, en frá þeim tíma og fram til andláts hans 1958 er til órofin keðja af ,,eldgosamyndum“. Svarið við gám okkar er einfaldlega þetta: Eldgos, jarðskjálftar og jafnvel regn og vindar vom bannhelg myndeftii fyrir íslenskan listamann á ffamabraut. Eftir því sem ég best veit er ekki til ein einasta vetrarmynd frá því tímabili sem hér um ræðir. Þetta er ekki síður undarlegt í ljósi þess hvílíkur veðrarass fsland er. f Heklu undirstrikar Ásgrímur kyrrðina og ffið- saddina með því að láta reykinn ffá skorsteinin- um leggja beint upp í loffið. Þessa barnalegu aðferð við að gefa í skyn algjöra kyrrð notaði listamaðurinn mörgum sinnum, greinilegast í myndunum sem hann málaði á Þingvöllum 1905 og 1907 (báðar í einkaeign) [mynd 8 OG 9]. Þingvellir var einn uppáhaldsstaður Ásgríms fyrir 1915 þegar hann færði trönur sínar á annan „huggulegan stað“, í Húsafellsskóg. Ásgrímur valdi sér nákvæmlega sama mótíf og er í Þing- vallamynd Þórarins frá 1900, kirkjuna og prests- bústaðinn við öxará, en ffá aðeins öðm sjónar- horni. f báðum myndum gera listamennirnir speglunina í ánni að því sem mesta athygli vekur. Fyrir hina ólæsu í sjónmenntum á spegilmynd kirkjunnar og húsanna í kring að undirstrika unaðslega fegurð staðarins, algjöra ffiðsæld hans og stöðugleika og varanleika þessarar bjargföstu undirstöðu þar sem lýðræðishefðir og kristin trú þjóðarinnar eiga uppmna sinn. Sem áhorfendur erum við minnt á að ekkert hafi breyst, allra síst þessar stofnanir sem hafa svo lengi verið hluti af stjórnskipuninni. Byggingarnar, sem eru tákn fyrir þennan arf og þessi gmndvallarsannindi frekar en áhugavert dæmi um byggingarlist í dreifbýlinu, em sýndar sem eins konar náttúruleg viðbót við landslagið, raunar vaxnar út úr því, og álíka óforgengilegar og fjöllin í baksýn. Ekki einu sinni loffslagið, hin ævarandi kyrrð og veðurblíða sem ríkir í landslaginu, virðist breytingum undir- orpið í þessum sælureit þingræðislegs rétdætis. Áin hér rennur eiginlega eldd, hún bara „er“, ský- in berast mjúklega yfir landið og móofhinn virð- ist geta gefið ffá sér reykjarhnoðra upp um strompinn til eilífðarnóns. Allt undirstrikar það hversu tíminn er léttvægt hugtak þótt hughreyst- andi kunni að vera. Ásgrímur hélt ásamt Þórarni áfram að sýna hamingjusama einingu manns, náttúm og ríkis- trúar og gæða hana margs konar merkingu. En Mynd 7: ÁSGRÍMUR JÓNSSON Eldgos, 1908 hann hafði miklu meiri áhrif á næsm kynslóð listamanna en Þórarinn vegna þess að hann kenndi mörgum af fremstu málurum þjóðarinn- ar. Stuðningurinn og álitið sem hann naut varð yngri listamönnum hvatning til að feta í fótspor hans, enda var nú orðið auðveldara fyrir þá að halda því fram að myndlist væri virðuleg og blómleg starfsgrein. Þær hlýlegu viðtökur sem hann fékk allt sitt líf komu strax ffam á fyrstu einkasýningu hans í Reykjavík 1903 þegar gagn- rýnandi dagblaðsins ísafoldar hélt því fram á forsíðu 24. október að myndir hans sýndu ljós- lega að íslenska þjóðin hefði loksins eignast lista- mann sem íslensku fjöllin og fossarnir, gljúfur og engjar, hæðir og hlíðar hefðu svo lengi beðið eftir án árangurs. Frá og með þessu sama ári greiddi íslenska ríkið honum ákveðinn lifeyri í virðingar- skyni við verk hans sem greinilega vom talin til þjóðargersema. Þegar Ásgrímur sigldi til Ítalíu 1908 var ffægð hans raunar orðin slík að öll helstu blöðin í höfúðborginni nefndu nafn hans meðal ffammámanna sem síðar um kvöldið mundu sigla með póstbámum Sterling, en slíkur virðingarvottur var yfirleitt ekki veittur nema æðstu mönnum samfélagsins. Þótt rómantísku skáldin hefðu átt stærstan þátt í þeirri breytingu sem orðið hafði á skynjun almennings á íslensku landslagi, en fyrrum höfðu menn talið fegurð þess felast eingöngu í notagildi þess sem beitarlands, féll það í hlut Ásgríms og Þórarins að tjá á myndrænan hátt og umskapa þessa nýútvíkkuðu landslagshugmynd í hinni þjóðlegu og menningarlegu endurreisn. Á vissan hátt luku þeir því ædunarverki að sameina dreifða íbúana og kenna þeim hvernig „sannur íslendingur" sæi og fyndi til, jafnvel þótt til þess þyrftu þeir að notast við ritstýrða ímynd af landslaginu sem kynnt var á fölskum forsendum raunsæis. Kyrrðin sem einkennir verk þeirra and- stætt hinni alíslensku hríð hefúr þegar verið nefnd, en þeir fylgdu aldrei landslagsúdínum nákvæmlega eftir. í augum þeirra varð landið að ímynd og tákni sem þeir máluðu, ekki á nátúral- istískan hátt, þótt svo mætti virðast við fyrsm sýn, heldur með því að laga landslagið að tungu- taki rómantísks skáldskapar. Til þess að uppfylla þessi skilyrði varð Ásgrímur að bæla niður að- dáun sína á listamönnum á borð við Van Gogh og hætta alveg að fast við eldgosamyndir, en hann fékk ekki útrás fyrir þá ástríðu fyrr en skip- ast höfðu veður í lofti stjórnmálanna. Málverk hans koma okkur fyrir sjónir sem hálfgerð tíma- skekkja, einkum ef við höfúm í huga að meðal annarra átrúnaðargoða hans voru Peter Brueghel eldri, Rembrandt og Turner. Áhrifa hinna tveggja fyrrnefndu má ef til vill greina í litavali hans í „Heklu“ sem byggist mjög á ýmsum samsetning- um á brúnu og gulu og í viðleimi hans tíl að láta líta svo út sem ljósið komi „að innan“. Andi Turners er hins vegar meira áberandi í fjölmörg- um vatnslitamyndum Ásgríms, svo sem Frá Homafirði (1911, LÁ.J.) [MYND 10]. Jónsmessu- nóttin, með tilheyrandi heiðbláum himni, eins og sjá má á annarri mynd frá sama stað (1912, einkaeign) [MYND 11], reyndist hafá aðdráttarafl vegna þess að með henni mátti tengja rómantísku landslagsímyndina og skipan náttúrunnar og þannig finna þjóðernishyggjunni stað í hringrás árstíðnanna. Smæð næsmm allra íslenskra málverka á fyrstu tveimur áratugum 20. aldar, en þar er Hekla merkileg undantekning, verður ekki skýrð með því einfaldlega að skort hafi stofnanir til að hýsa stærri verk. Helgimyndayfirbragð landslags- myndanna, skýr smáatriði þeirra, tiltölulega einföld og fastskorðuð myndbygging stafar af því að reynt var að lina ákveðna víðátmfælni and- spænis náttúmnni. Afleiðing af þessu var sú að gnótt ytra heimsins var löguð að þægilegri heimilishlutföllum. Það var næsmm hægt að stinga þessum smágerðu landslagsmyndum í vas- ann eins og bænabók og ganga um með þær til marks um þjóðhollustu sína, alveg eins og verk skáldanna sem þær vom að miklu leyti byggðar á. Þótt sjónarhornið þrengist smám saman og verði sérviskulegra í verkum næsm kynslóðar listamanna, sem fór að láta að sér kveða snemma á 3. áratugnum, var það ekki vegna þess að Mynd 8: ásgrímur Jónsson Þingvellir, 1905 Mynd 9: Áscrimur Jónsson Þingvellir, 1907 Mynd 10: Ásgrímur Jónsson Frá Hornafirði, ca. 1911 Mynd 11: Ásgrimur Jónsson Frá Hornafirði, ca. 1911 þjóðin hefði ekki lengur þörf á strangri sálfræði- legri meðferð til að yfirvinna ótta sinn við nátt- úruöflin. Nýr þáttur var farinn að skjóta upp kollinum í landslagsmálverkinu sem stundum gekk verulega í bága við viðurkenndar hugmynd- ir um hvernig málverk ætti að vera. Ásgrímur og Þórarinn voru ekki beinlínis neyddir til að mála eins og þeir gerðu, en hugmyndir þeirra um hvernig og hvað ætti að mála voru fyllilega í sam- ræmi við það sem ætíast var til af þeim. Þótt yngri listamenn væm alveg jafnmiklir föðurlands- vinir fór að verða æ erfiðara að gera viðskiptavin- um þeirra til hæfis. >- Fjölnir hnust '97 31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Fjölnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjölnir
https://timarit.is/publication/985

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.