Fjölnir - 30.10.1997, Blaðsíða 78
Hafa skal það sem sannara reyníst
íhuga framboð til
sveitarstjórna og Alþingis
„Við höfum áhuga-
samasta fólkið og
skoðanlr og lausnir
á nánast öllum
málum," segir
Vlðar Friðþjófsson,
formaður samtak-
anna.
Að sögn Viðars Friðpjófssonar, formanns ný-
stoínaðra Landssamtaka einsmáls-félaga, er stjórn
samtakanna að kanna hug ýmissa félagasamtaka
um sameiginlegt framboð til sveitarstjórna og
Alþingis. Meðal þeirra félaga sem leitað hefur
verið til má nefna Samtök aldraðra, Heimili og
skóla, Félag íslenskra biffeiðaeigenda, Vímulausa
æsku, Geðhjálp, Félag atvinnulausra, Leigjenda-
samtökin, Börnin heim, Samtök um aðskilnað
ríkis og kirkju svo aðeins fáein séu nefnd. Að
sögn Viðars lofa fyrsm viðbrögð stjórnarmanna í
þessum félögum góðu. „Ef okkur tekst að stilla
saman strengi þessara félaga sé ég ekki hvað gæti
komið í veg fýrir framboð og stórsigur í öllum
bæjum, hreppum og kjördæmum. Ég sé ekki bet-
ur en við séum að eignast stjórnmálaflokk sem
hefur ekki aðeins allt áhugasamasta fólkið innan-
borðs heldur er í fæðingu flokkur sem hefur
skoðanir og lausnir á nánast öllu. Þetta verður
flokkur sem nær djúpt ofan í grasrótina,“ segir
Viðar.
víðbrögð írið daufu
starfi stiörnrwqlqflolcteci__________
Viðar segir Landssamtök einsmáls-félaga (LEMF)
vera tímabær viðbrögð við daufú starfi hefðbund-
inna stjórnmálaflokka. „Venjulegt fólk gengur
ekki lengur í stjórnmálaflokka, þar eru aðeins
þeir sem sækjast eftir frama í atvinnustjórnmál-
um,“ segir Viðar. „Ég hef rætt við fjölda fólks
sem hefur starfað innan flokkanna og reynt að
vinna þar að sínum hugðarefhum en síðan gefist
upp. Maður með áhuga á aukinni stærðfræði-
kennslu í skólum þarf til dæmis að berjast fyrir
því ár eftir ár að komast að í menntamálanefnd
flokksins og þegar þangað er komið þarf hann að
sveigja aðra nefndarmann að skoðunum sínum
svo hægt sé að berja saman nefndarálit um aukna
kennslu í stærðfræði í grunnskólum. Þegar það
hefúr tekist þarf hann að fa álitið samþykkt á
landsfúndi og þó það takist er næsta öruggt að
Vlðar Frlðþjófsson, for-
maður Landssamtaka
elnsmáls-félaga sést hér
ræða stöðuna í framboðs-
málunum við helstu ráð-
gjafa sína.
Fj
78
•• T *
olnir
timarit handa
íslendingum
hnust '97
þingmenn og ráðherrar flokksins muni ekki taka
nokkurt tillit til þessara samþykkta. Þetta er ein-
faldlega alltof þungt og óskilvirkt kerfi. Ef þessi
maður auglýsir hins vegar stofnfúnd Plús og
mínus — félags áhugafólks um stærðffæði gemr
hann strax á fyrsta degi hitt þá sem em honum
sammála og farið að vinna áhugamáli sínu braut-
argengi úti í samfélaginu.“
Viðar segir að virkasta umræðan f samfélag-
inu fari nú ffam í félögum sem hafa aðeins eitt
mál eða málaflokk á stefnuskrá sinni. „Ég tel
stofnun Landssamtakanna eðlilegt framhald þess-
arar þróunar. Framboð þeirra til sveitarstjórna og
þings gæti síðan enn eflt þessa þróun. Mér er það
ekkert launungarmál að ég tel að dagar hefð-
bundinna stjórnmálaflokka séu liðnir,“ segir
Viðar.
Stefnumiðin atangast elclri á
Aðspurður um hvort stefnuskrár félaganna muni
ekki stangast á, til dæmis Húseigendafélagsins og
Leigjendasamtakanna eða Vímulausrar æsku og
félagsins Lögleiðum kannabis!, segist Viðar ekki
óttast hagsmunaárekstra.
„Leigjendasamtökin styðja ekki óskilvísa leigj-
endur og Húseigendafélagið hefúr síður en svo
neitt á móti góðum leigjendum," segir Viðar.
„Vímulaus æska berst að sama skapi gegn vímu-
efnanotkun ungmenna en það er einmitt eitt af
meginbaránumálum Lögleiðum kannabis!, eða
svo hefúr einn af stjórnarmönnum þess félags
staðfest við mig. Ég held að fólk sem heldur að í
samtökum okkar muni hver höndin verða uppi á
móti annarri trúi einfaldlega ekki á fólk. Ég trúi
því hins vegar að fólk sem hefúr sannarlega áhuga
á einhverju máli og helgi því krafta sína komist
að réttri niðurstöðu. Ef þetta fólk veit ekki hvað
það syngur, ja, þá er illa komið fyrir okkur.“
En hvað með stefhu í hinum starri málum Alþingis,
eins og til damis utanríkismálum?
„Ég á von á að Grikklandsvinafélagið, Menn-
ingartengsl íslands og ráðstjórnarríkjanna, Alli-
ance Francaise og önnur slík félög sjái um að
móta utanríkispólitíkina," segir Viðar. „Og ædi
það verði ekki vinsamlegri og skynsamlegri stefúa
en rekin er í dag? Þetta fólk hefúr margt hvert
búið í údöndum og skilur því erlend málefni bet-
ur en margur stjórnmálamaðurinn."
En hvað með klassísk deilumál eins og kvótann?
„Ég á von á að Þjóðareign, nýstofnuð samtök
fólks um gjaldtöku fyrír fiskikvóta, gangi í
Landssambandið. En mér vitanlega er ekki til
neitt félag sem styður núverandi kvótakerfi, nema
þá samtök útgerðarmanna. Samkvæmt lögum
Landssarhtaka einsmáls-félaga geta stéttarfélög
hins vegar ekki fengið aðild að LEMF.“
Félag tœkifaehslausra
og ferfimál blanlcra________________________
Að sögn Viðars hafa ekki nein af stærri samtök-
unum gefið svar um hvort þau vilji standa að
sameiginlegu framboði en hins vegar hafi þegar
nokkur minni félög tilkynnt þátttöku. Meðal
þeirra félaga sem Fjölni er kunnugt um að séu
þegar farin að vinna innan LEMF er Félag tæki-
færislausra.
„Þetta er nýtt félag og við höfúm ekki fengið
tækifæri til að kynna það sem skyldi,“ segir
Heiðar Tryccvason, formaður félagsins. „Stefnu-
mið félagsins er að auka skilning þjóðfélagsins á
að það hafa ekki allir fengið tækifæri til að njóta
sín í starfi eða leik. Tækifæri í lífinu er nefnilega
gjöf eins og góð heilsa. Og okkur í félaginu fmnst
að við sem höfúm búið við skert tækifæri ættum
að njóta sama skilnings í þjóðfélaginu og þeir
sem búa við skerta heilsu.“
Samkvæmt heimildum Fjölnis samanstendur
annað félag sem hefúr lýst yfir þátttöku sinni í
framboði LEMF mikið til af sama fólkinu og er í
Félagi tækiferislausra, en það er Félag blankra.
„Við erum einmitt þessa dagana að fara af
stað með fjáröflunarherferð svo við gemm betur
komið sjónarmiðum okkar á framferi," segir
Sverrir Tryccvason, formaður félagsins, en það
stendur nú fytir söiu á Manninum með hattinn,
táknmynd félagsmanna. „Fyrst í stað munum við
leggja áherslu á ferlimálin. Það hafa allir skilning
á ferlimálum fadaðra og aldraðra, en við viljum
benda á að við emm engu bemr sett en þessir
hópar. Ég hef til dæmis oft lent í því að eiga ekki
fyrir strætómiða og orðið að snúa við ef ég hef
ekki lent á skilningsríkum vagnstjóra. Fólk getur
rétt ímyndað sér hvaða tilfmningar bærast í
brjósti manns þegar maður stendur á biðstöðinni
og sér vagninn síðan halda sína leið.“
Boð og veislur Híns
opinbera em Hióaoreign______________________
Eins og gat um hér að ofan bindur Viðar Frið-
þjófsson vonir við að nýstofnuð samtök, Þjóðar-
eign, gangi til liðs við LEMF. Hann segir að þessi
nýju samtök hafi þegar haft mikil áhrif á hugsun-
arhátt fólks og sér hafi þannig borist tílkynning
um stofnun félags sem beitir svipuðum röksmðn-
ingi þótt það hafi valið sér annan vettvang, en
þetta er Hið íslenska boðfélag.
„Þeir sem standa að boðfélaginu vilja líta á öll
boð og veislur á vegum hins opinbera sem þjóð-
areign,“ segir Viðar. „Þeir telja það því óþolandi
órétdæti að sama fólkið sitji alltaf í þessum veisl-
um og krefjast þess að boðsmiðum í þær verði
skipt jafnt á alla landsmenn. Þeir hafa reiknað út
að ef fúllkomins rétdætis væri gætt fengi hver ís-
lendingur eldri en átján ára tæplega tvo boðsmiða
á ári sem hann gæti annaðhvort nýtt sér eða sett á
skiptimarkað fyrir boðsmiða eða selt á frjálsum
markaði. Mér finnst stofnun þessa félags sýna vel
hvernig andi einsmáls-félaganna er að breiðast út
um samfélagið og smátt og smátt að breyta öllum
grundvallarhugmyndum um rétrlæti, eignarrétt,
þjóðarrétt og ríkisvald.“
Viðar sagðist líka sjá áhrifin af starfsemi þessa
félaga á því fólki sem starfar í þeim. „Þetta er bar-
átmglan fólk sem vill láta til sín taka. Það er ekki
að tvínóna við hlutina heldur vindur sér þegar í
að gera eitthvað í málunum. Smndum finnst mér
þetta vera ný og öflugri manngerð en hér hefúr
þreyð þorrann öldum saman.“
Ágreiníngur ínnan
Landssamtakanna___________________________
Þótt Viðar vildi gera lítið úr þvf varð fyrir faein-
um vikum nokkur ágreiningur innan Landssam-
taka einsmáls-félaga sem leiddi til þess að þremur
félögum var vísað úr samtökunum, Niður með
Moggann, 0 á KR og Seljum Seðlabankann.
„Brottrekstur þessara félaga snerist ekki um
málefnaágreining heldur persónuleg málefni
manns sem er formaður í öllum þessum félögum.
Þetta mál allt er mannlegur harmleikur,“ segir
Viðar.
Þegar Fjölnir leitaði til formanns félaganna
þriggja neitaði hann að ræða við blaðið undir
nafni og setti það skilyrði fyrir viðtalinu að Fjöln-
ir yrði ekki auglýstur í Morgunblaðinu. „Ég hef
einsett mér að kaupa enga þá vöru eða nýta mér
neina þá þjónusm sem auglýst er í Mogganum.
Ég er á móti blaðinu og get því ekki af prinsipp-
ástæðum stutt þá sem styðja blaðið,“ sagði for-
maðurinn.
Aðspurður um ágreininginri innan LEMF
sagði hann að sér hefði verið gert ófært að starfa
innan samtakanna. „Ég fann ekki fyrir neinum
hljómgrunni fyrir mínum málum. Mér var það
strax ljóst að þetta fólk ætlaði sér að nota Mogg-
ann bæði undir greinaskrif og auglýsingar. Þarna
voru líka menn sem ég veit að eru KR-ingar eða
hallir undir það félag. Mér fannst fólk ekki sína
minni sérstöðu neinn skilning. Ég er á móti KR
og að neyða mig til samstarfs við KR-inga er ekk-
ert skárra en ætla gyðingum sem fórust í útrým-
ingarbúðnum að starfa með nasistum. Svo fánn
ég það á mér að menn voru eitthvað að gæla við
að fa Steingrím Hermannsson til samstarfs út af
áhuga hans á umhverfismálum. Ég beið ekki eftir
því að menn feru að tala um nauðsyn þess að
hafa einhverja þekkta einstaklinga í forsvari fyrir
samtökunum og rauk út. Það er því alrangt að ég
hafi verið rekinn."
En hefur hann trú á framtið Landssamtaka eins-
máls-félaga?
„Nei, þetta er bara fólk sem vill koma sér
áffam á annarra kostnað. Þetta er kosninga-
bandalag án stefriumála. Menn setjast niður og
vilja fara að raða niður á lista en sinna ekki mál-
efnavinnunni. Ég held að það eina sem bindur
þetta fólk saman sé vonin um einhvern kosninga-
sigur. Þau eru tilbúin að fórna öllu fyrir það
markmið. Ég var látinn fjúka fyrstur en ég verð
ekki sá síðasti, sagði formaður Niður með Mogg-
ann, U á KR og Seljum Seðlabankann. ■