Fjölnir - 30.10.1997, Blaðsíða 55

Fjölnir - 30.10.1997, Blaðsíða 55
Gauti Sigþórsson Söguskoðun til sölu líkt og gert var þegar þjóðveldisbærinn á Stöng var byggður. Svo slett sé svolidu fræðimáli frá Jean Baudrillard, þá yrði byggt „hermilíki“ (simulacrum) af fæðingarstað Leifs Eiríkssonar, eftirmynd frummyndar sem hvergi er til. Mark- miðið er að hægt verði að selja ferðamönnum sviðssetningu á sögu sem hingað til hefur ekki verið sjáanleg öðruvísi en sem þúfiir og dældir í landslaginu og sem texti á blöðum íslenskra mið- aldabókmennta. Fjöldi sagna á sér baksvið í Döl- unum, þ. á m. Eiríks saga, Sturlunga, Gmnlend- inga saga, Laxdala og Grettis saga. Það er ekki síst á grunni þess sem ferðamönnum yrði gert erindi þangað. Forseti íslands og Eiríksstaðanefnd æda sér því mikið verk; að skrifa sögurnar sjónrænt og áþreifanlega á sjálft landslagið. Þetta hefur, eins og áður segir, verið gert með þjóðveldisbæinn á Stöng í Þjórsárdal, en í fýrsta sinn er hinn yfir- lýstí tilgangur sá að efla ferðamannaiðnað á grunni fornleifa og bókmenntanna sem þeim tengjast, a. m. k. með staðanöfhum. Þessa hug- mynd er freistandi að skoða í ljósi þeirrar (ekki ýkja gömlu) íslensku hefðar að skoða söguslóðir. Undir lok júní fór ég í helgarferð um Dalasýslu, og mér til mikillar ánægju hafði einn förunautur- inn haft með sér lúið eintak af Árbók Ferðafélags fslands 1947: Dalasýsla. Ég einokaði bókina í aftursætinu og las valda kafla upphátt eftir því sem við átti á leiðinni, samferðafólki til upp- lyftingar og fræðslu. Við skimuðum þess vegna eftir Grettisbæli á leið niður af Bröttubrekku og rifjuðum upp með hjálp bókarinnar landafræði Grettlu og Laxd&lu (meðal annarra) á leiðinni fyrir Hvammsfjörð. Árbækur Ferðafélagsins hafa í sjötíu ár lýst landinu með því að segja söguna sem því til- heyrir: „Hér bjó...“, „hér vó...“ og „hér dó“. Við fslendingar erum afkomendur bænda og ferða- langa sem voru rændir af Gretti Ásmundarsyni í Bröttubrekku og í árbókunum standa þær sifjar skrifaðar á landslagið allt í kringum okkur. Það er ekki laust við að við gætum jafnvel talað um árbækur Feðrafélagsins. Verkefhi þeirra er að lýsa því íslandi sem JóN Thoroddsen orti um: „þú fósmrjörðin fríð og kær, / sem feðra hlúir bein- um“ (,,ísland“). Þannig virðast margar íslandslýs- ingar árbókanna leitast við að lýsa því sögulega dulmagni sem Jónas HallcrImsson orti um í Gunnarshólma (1839): „Flúinn er dvergur, dáin hamratröll, / dauft er í sveitum, hnipin þjóð í vanda. / En lágum hlífir hulinn verndarkraftur, / hólmanum, þar sem Gunnar sneri aftur.“ í þess- um ljóðlínum dvelur sagan nær áþreifanlega í sjálfu landslaginu, þrán fyrir að gullöld þjóðveld- isins sé löngu liðin og gróið sé yfir bautasteina feðranna. Það hefur hvarflað að mér að árbækur Ferða- félagsins séu kannski andsvar við þeim sama Jónasi sem spurði: „ísland, farsælda ffón / og hagsælda, hrímhvíta móðir, / hvar er þín forn- aldar-frægð, / frelsið og manndáðin bezt?“ {fsland 1835). Ferðafélagið gæti hafa misskilið Jónas, tekið spurninguna bókstaflega og lagt upp í áratuga útgáfu til þess að svara því nákvæmlega hvar fornaldar-frægðin átti sér stað. Sameiginleg forsenda Ferðafélagsins og rómantíkeranna er að íslendingar geti ímyndað sér (líkt og Jónas Hall- grímsson og Jón Thoroddsen) að í þeim sjálfum sé sami séríslenski mergur og í fólki sem hermt er að hafi numið hér land fýrir þúsund árum. Þessi hefð Jónasar og skáldbræðra hans rótfestir þjóð- erni okkar í landslaginu, gerir dali og hlíðar að leikmynd í sögunni sem þjóðin segir af sjálfri sér til að staðfesta tilkall hennar til lands, sögu, tungu og sjálfsmyndar. Sú sjálfsmynd er eitt flóknasta verkefni sem íslendingar hafá tekist á hendur í kjölfar iðnvæð- ingar, myndunar þéttbýlis og endurskipulagning- ar samfélagsins út ffá þörfum nútímans (sjá t. d. Gunnar Karlsson 1995). Arnar Guðmundsson hefur í greininni „Mýtan um ísland“ (1995) rætt það hvernig pólitísk orðræða og opinber sjálfs- mynd íslendinga mótast af sögunni sem sögð hefúr verið af sjálfstæðinu og barátnmni fýrir því. Með nokkurri einföldun á Skírnisgrein Arnars, má segja að hún fjalli um notagildi (en ekki „sannleiksgildi") óljósra hugtaka eins og „menn- ingar“, „þjóðernis“, „sjálfsmyndar" og „þjóðar“ í pólitískri orðræðu. Arnar færir rök fýrir því að á undanförnum árum hafi ákveðið los komist á hina náttúrugerðu sögutúlkun þar sem sjálfstæðisbar- áttan skipar heiðurssess. í raun sé „mýtan um sjálfstæðisbaráttuna“ ekki lengur viðtekin sem söguleg sannindi, heldur sé hún fýrst og ffemst nota- drjúgt tákn um þjóðlega samstöðu, saga af „endurfeð- ingu“ hins íslenska lýðveldis á 20. öld. Það eru engar nýjar fféttir að öll samfélög eru á einhvern hátt ímynduð og það veltur alltaf á söguleg- um aðstæðum hvernig þjóðir ímynda sér eigin sjálfsmynd, hlutverk og hvort þær geti yfiríeitt talist þjóðir. Heimsókn forseta Islands í Dalina sýndi fram á það að á íslandi hafá aðstæður breyst svo um munar á tiltölulega faum ámm. Jafhffamt erum við tekin að ímynda okkur eigin „þjóðleika“ upp á nýtt. Efling ferðamannaiðnaðar í Dölunum er „þjóðleg“ í efnisvali og áherslum, þar sem gert verður mikið úr arfleifð fornsagn- anna og aldagömlum minjum um búsetu fólks þar um slóðir. En munurinn á þjóðernishyggj- unni sem ffam kemur í Árbók Ferðafélagsins 1947: Dalasýsla og nýlegum tillögum um ffam- kvæmdir í Dölunum er töluverður. Árbókin er hluti hefðar sem byggir á því að sýna fram á tengsl þjóðar, sögu og lands. Yfirlýstur tilgangur þess að byggja hermilíki af bæ Eiríks rauða er hins vegar að selja túristum þessi tengsl landsins og sögunnar. „Þjóðerni" hinna nýju Eiríksstaða er því fýrst og fremst ædað til útflutnings. Notqgími og sKiptagilcii Notagildi er lykilhugtak í umræðu um íslenska þjóðernishyggju undanfarið, eins og sjá má í nýlegum greinum Arnars, Gunnar Karlssonar og SicrIðar MatthIasdóttur (1995). Lykilstefið í umræðunni síðustu ár hefúr verið það hvernig íslendingar hafa notað þjóðernishyggjuna sem eins konar hugmyndafræðilegt tæki til að gefa sjálfúm sér fótfestu í umskiptunum frá landbún- aðarsamfélagi til iðnaðarsamfélags. Við höfúm ímyndað okkur eigið samfélag upp á nýtt til samræmis við iðnvæðingu, þéttbýlismyndun, stéttskiptingu og annað sem tilheyrir nútímavæð- ingu. Þón notagildishugtakið gagnist vel við sögu- lega greiningu á íslenskri þjóðernishyggju, þá virðist skorta eitthvert sambærilegt hugtak til þess að gera grein fýrir þeim breytingum sem orðið hafa undanfarið á því hvernig þjóðernishyggjan er nomð nú undir aldarlok. Hátíðahöldin vegna landafúndanna, ævintýraferðir, siglingar víkinga- skipa og teiknimyndin um Snorra Þorfinnsson virðast ekki hafa þann tilgang að þjappa þjóðinni saman eða styrkja sannferingu íslendinga um nein sérstakt. Þar að auki koma þessar hugmynd- ir íslendingum ekki mikið við. Teiknimyndin yrði á ensku, hátíðahöldin em ætluð sem víta- mínsprauta fýrir ferðamanniðnað í Dölunum og siglingar víkingaskipanna yrðu til þess að vekja alþjóðlega athygli. Hugmyndin snýst því um að setja hin hefð- bundnu tákn íslensks þjóðernis (og þjóðernis- hyggju) á alþjóðlegan markað. Við höfúm öll þessi rómantísku tákn í okkar fómm, en það er ekki lengur hægt að nota þau eins og áður var gert. „Sagan“, „landið“, „tungan“ og aðrir burðar- stólpar þjóðernisins hafa safúað kringum sig rík- um merkingarforða. Tungan er eldforn, miðalda- bókmenntirnar segja frá landnemum og höfð- ingjum sem byggðu ísland í árdaga. Á síðari ár- um höfúm við síðan eignast landslagslandið fsland með gjósandi hvemm, ægifögmm jöklum, norðurljósum, Bláa lóninu, dynjandi fossum, roðagyllmm fjöllum og miðnæmrsól. Allt saman er þetta kjörið til markaðssetningar, en það er stundum eins og við tökum J f t ^ ekki eftir því hvernig við / < i komumst að þeirri niður- stöðu. Með smá hugmynda- sögulegu bessaleyfi gemm við notast við skýringu Karls Marx á notagildi og skiptagildi. Þegar hann ræðir um gildi vöm í Das Kapital greinir hann það í tvennt: Notagildi em þau not sem hafa má af vörunni óháð magni hennar eða verði. Það ekki er hægt að mæla með peningum og töl- fræði þar sem það er að hluta til huglægt. Skiptagildi er það hversu mikils virði varan er á markaði, óháð eiginleikum hennar. T. d. er milljón króna virði af gulli á þessum forsendum jafngilt milljón króna virði af bensíni. Þessi eiginleiki er breyti- legur, eftir aðstæðum (t. d. verði á gulli og bensíni) en er alltaf mælanlegur í peningum hverju sinni (sbr. Marx 422—423). Stóra vafemálið er hvaða gildismat tilheyrir notagildi og skiptagildi hvoru um sig og hvort hægt sé að greina þar á milli í okkar daglega lífi. Það hefúr verið bent á að þessi hugtök em ekki bundin eiginlegri vöm, heldur lýsa þau víðara gildismati en Marx segir til um. Notagildi er ekki bara þau beinu not sem hafa má af einhverju, heldur felst einnig í því það sem nefna má „mannleg“ gildi, t. d. heimili, fjölskylda, ást, vinátta, hamingja, þ. e. allt sem ekki verður met- ið í peningum. Skiptagildið er hins vegar mælan- legt í tölum, grömmum, krónum og aurum; undir það heyrir allt sem hægt er að hengja verð- miða á. Augljóslega er ekki hægt að nota þennan hráa greinarmun öðmvísi en á abstrakt hátt þar sem skipta- og notagildi er sífellt samofið. Til dæmis er ekki hægt að setja menntun undir annan hvorn hattinn þar sem hún felur bæði í sér einstaklingsbundin not (,,þroska“) og fjárfestingu sem skilað getur töluverðum peningum ef vel launuð störf bjóðast effir námið. Það sem einkennt hefúr vestræna menningu á tutmgustu öld, að mati ýmissa fræðimanna, er sókn skiptagildisins inn á sífellt fleiri svið menn- ingarinnar. Til dæmis er athygli almennings orðin að söluvöm, þar sem auglýsingaiðnaðurinn selur aðferðir til að fanga hana og fjölmiðlar selja leiðir til þess að koma auglýsingunum á ffamferi. Til- tekin fýrirbæri sem þótt hafe óhöndlanleg em þannig orðin að „höndlanlegri“ vöm sem >• • Ég leik mér að fáránleg- um hugmyndum og breyti þeim í nýtanlegar hugmyndir. • Ég læri af mistökum min- um. « Ég á skilið skapandi líf. « Ég er alltaf að upplifa eitthvað nýtt og spenn- andi. • Ég er takmarkalaus og get skapað allt sem ég vil. • Ég óska mér oft heilla. € Ég geisla af sjálfstrausti, friði, ást, vellíðan og hamingju. • Á hverjum degi aukast möguleikar mínir. • Það er til lausn á öllum vanda. « Ég get allt sem ég vil. « Orka mín er einbeitt og stefnir á markmið mitt. « Velgengni mín eykur hag annarra. • Draumar mínir rætast. • Það sem ég skapa er jafnvel enn betra en ég ímynda mér. ÆFING: Búðu til yfirlýsingar ogfullyrðingarfyrir sjálfan þig varðandi eitthvert verkefni/vanda- mál sem þú ert að fást við. Mundu að hafa yfir- lýsingarnar jákvæðar og hvetjandi. Skrifaðu eða prentaðu yfirlýsingarnar á lítil spjöld, æskileg stærð er 5,5 sinnum 9 cm. Mikiivægt er að vanda gerð spjaldanna, prenta þau úr tölvu á karton og plasta. Auglýsíng líaííiLeikhðsið IHLAÐVARPANUM J3ij-an cíi íeiÁ/iús i Jjjaria Uorcjarinnar JJijrslu stjninjjar ueirarins Reuían í cfen... juIÍÁom úr ejömlum reuium SfóS.. . spennuíeiÁrit eins oj f>au ejerast 6est JKibapanianir allan sóíarÁrinjinn isima JJl 90JJ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Fjölnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjölnir
https://timarit.is/publication/985

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.