Fjölnir - 30.10.1997, Blaðsíða 58

Fjölnir - 30.10.1997, Blaðsíða 58
Haraldur Jónsson í geimferð um ísland Haraldur Jónsson Islandsblár, 1996 Fj 58 olmr timarit handa islendingum haust ‘97 gömul sannindi sem eru kannski senn að verða of gömul til að eiga við okkur. Við erum nefnilega óðfluga að missa bæði sakleysið og þá bæði mey- og sveindóminn. Þú ert líka stundum alltaf að hitta sama fólk- ið hérna. Heilsa án þess kannski að tala beint við alla. Það væri fullt starf. Maður er að rekast á ein- hvern eða rekast utan í hann. Samt er aldrei hægt að segja að við búum við mikil þrengsli. Sem ein- kennir annars stærri borgir. Við emm miklu frek- ar að missa okkur út í víðáttubrjálæði eða þá innilokunarkennd. Mikilmennskubrjálæðið og minnimáttarkenndina. Við sveiflumst gjarnan á milli þessara tveggja öfga í almennum samskipt- um. Við gónum sömuleiðis út í eitt og á hvert annað. Ágætur útlendingur skírði þess vegna landið upp á nýtt: Eyesland. Augnalandið. Við erum með botnlaus augu. Og þekkjumst þess vegna úr í útlöndum. Maður var alinn upp við að horfá ekki á ókunnugt fólk. En gerir það samt. íslendingar em forvitnasta þjóð í veröldinni. Af því að þeir em svo einstakir. Einir og sér. Þeir verða svo undrandi þegar þeir sjá einhverja aðra manneskju. f þessu annars ffekar fámenna landi. Þegar útlendingur birtist allt í einu hérna heima högum við okkur stundum eins og íslenskur sveitahundur, hlaupum til og geltum á hann, en erum síðan horfin út í móa sem hendi væri veifað. Við viljum gjarnan vita úr hvaða átt blóðið í okkur rennur. Þetta er í rauninni ótrúlegt. Það vita bara svo fair af þessu. Franski eðlisfræðingurinn Blaise Pascal sagði á sínum tíma að vandamál mannsins byrjuðu þegar hann yfirgæfi herbergið sitt. í dag hlýtur þó að vera í lagi að hringja í ein- hvern. Það er hringt f mig. Þess vegna er ég til. Einn af kostum íslendinga er að þeir gera engan greinarmun á ímyndun og áþreifánlegum veruleika. Ekki einu sinni á lífi og dauða. Þegar einhver deyr þá er pant- aður miðilsfúndur eftir erfidrykkjuna. Og þar hitta ættingjarnir þann sem féll frá og er ný- fárinn. Mannffæðingurinn Cristophe Pons líkir þessu við nágranna; hinir lifándi og hinir dauðu búa hver á móti öðmm við sömu götuna. Flestir trúa því líka að íslendingasögurnar séu vísindaleg sagnfræði. Að söguþráðurinn og at- burðarás þeirra sé byggð á sannsögulegu. Alveg eins og margar myndir á stöð eitt og tvö. „Based on a true story”. Þetta finnst manni eðlilegt og sjálfsagt. Kjaftasagan er til að mynda séríslenskt listform. Saga er alltaf sönn ef maður trúi henni. Við geymdum söguna í munninum ffam effir öldum, í hinni munnlegu geymd, rétt eins og afhöggvinn líkamshluta sem þurfti að koma volgum til skila svo að hinn svokallaði þjóðarlík- ami héldist í heilu lagi. Þessi sýn á veruleikann gemr auðveldlega raskað raunveruleikatengslum óharðnaðs ung- lings: Þegar ég var til dæmis í menntaskóla var farið í ferðir yfir vemrinn sem bám yfirskriftina „Ferð á Njáluslóðir”. Kannski ekkert skrítið við það heiti sem slfkt. Og maður steig upp í rútuna án þess að hugsa út í það ffekar. Vissi ekki bemr þá. Nema hvað. Þegar rútan rann inn í Rangárvalla- sýslu urðu nemendurnir smám saman fýrir yfir- skilvitlegri lífsreynslu. íslenskukennarinn byrjaði þá að tala tungum og lýsa í smáatriðum hvernig ímyndaðar söguhetjur af sfðum bókarinnar (þ. e. Njálu í þessu tilviki) hreyfðu sig og lém þung orð fálla ofan í annars mannlaust landslagið. Þannig stóðu margar og ólíkar persónur allt í einu ljós- lifandi fyrir framan augun á manni og voru kannski að leggja eld að útihúsum eða sneiða út- limi hver af öðrum hinum megin við glugga rút- unnar. Og allt var þetta mjög sannfærandi. Að vísu byggðist myndin á því hversu fær kennarinn var í að teikna fi'gumrnar upp í loffið í kring. Þetta var yfirskilvitleg reynsla vegna þess að á þessum tíma voru tölvur ekki komnar í skólastof- urnar, hvað þá þrívíddarforrit eða sýndarveruleiki. Það er nefnilega það merkilega við þetta allt saman; þessar rútuferðir ,Á Njáluslóðir” voru eiginlega frumstæður sýndarvemleiki. Löngu áð- ur en þeir voru búnir að þróa forritin fyrir hann nægilega í Sílíkonvalley í Kaliforníu. Við vorum ekki með nein þrívíddargleraugu eða rafmagns- hanska á höndunum. Það eina sem þurfti var rúta, venjulegt bólstrað langferðabílssæti og kenn- ararödd sem talaði að vísu í gegnum hátalarakerfi rútunnar. Það var nú öll tæknin. Við liffim í mjög áhugaverðum sýndarveru- leika frá degi til dags. En það er þetta með uppmna íslendinga. f rauninni eru verksummerkin fa. Hvað þá sönnunargögn. Torfbæirnir eru flestir horfnir. Það eina sem liggur eftir em tilviljunarkenndir steinar. Sem ómögulega er hægt að fúllyrða eitt- hvað um. Hvort þeim hafi verið raðað upp af mannahöndum á sínum tíma og þá hægt að kalla þá rústir. Eða þeir séu venjulegur jökulmðningur. Síðan finnst silfúrsjóður f jörðu og menn byrja strax að deila um hvort hann sé ekta eða fálsaður. Mjög fátt er á hreinu. Þótt þjóðin sé mjög hrein. Samt getum við hagað okkur undarlega. Stundum eins og hvert annað heilaþvegið þjóð- félag með öllu sínu trúarofstæki. Dæmi: Tyrki fer með dæmr sínar til föðurlands síns. Vill síðan ekki skila þeim. Og allir hrópa „Tyrkja- rán!“ og „Börnin heim“. Um svipað leyti smyglar opinbert íslenskt flugfélag íslenskum börnum ffá Bandaríkjunum. Ólöglega. Sérþjálfáðir menn koma hingað til að endurheimta þau. En em settir beint á Hraunið. Vegna þess að þeir vom allt í einu vondu karlarn- ir. Þetta em tvær hliðar á sama máli. Við erum á vissan hátt geðklofin. Min á milli USA og Evrópu. Vitum ekki í hvorn fótinn við eigum að stíga. Bilið milli hraunveggjanna í Al- mannagjá, þar sem þessi skil em hvað greinileg- ust, er nokkurn veginn hið sama og á milli tvö- fálda múrsins sem skipti Berlín í tvennt. Við erum þess vegna stödd í einskismannslandi og okkur lfður vel. Hér liggur spmngan sem skilur að meginlönd og er á sama tíma gröf sem opnast reglulega og fæðir af sér fleiri fjöll og fúrður. Við lifúm á íslenskum staðanfma. Hann er mjög sérstakur. Botnlaust myrkur eða óendanleg birta. Effir því hvaða árstíma við emm að tala um. Við erum ofvaxið eldgos. Samt emm við um leið eins konar fósturvísir. Við horfúm yfir heim- inn og höfúm þessa yndislegu sýn á allt og alla, oft ekki með annað en brjóstvitið ein að leiðar- ljósi. ísland er líka hreinasta land í heimi. Maður kemst að því þegar maður horfir til dæmis á auglýsingar. Og íslensk tunga er ómengaðri en aðrar tungur. Ekki baia að við tölum þetta hreina mál með henni. Við eigum helst ekki að setja útlensk- ar matarafúrðir á hana. Heidur velja íslenskt. Hreinræktaðir bragðlaukar em í sauðalitunum. Þetta kom berlega í ljós þegar fslendingar hófu aftur almennar utanferðir eftir hlé síðan á vík- ingatímanum og héldu til sólarstranda Miðjarð- arhaftins. í stað þess að leggja sér til munns þar- lendan mat fylltu þeir töskur sfnar af harðfiski, slátri og niðursoðnum fiskbollum til að þurfa ekki að láta ofán í sig framandi afúrðir þessara fjarlægu staða; innbyrða útlöndin í bókstaflegum skilningi. Þetta tengdist miklu frekar hræðslu við hinn óþekkta eða xenofóbíu heldur en kynþátta- fordómum. Við höguðum okkur svona fyrir tíma pítsunnar og hamborgaranna á íslandi. Núna er auðveldlega hægt að ferðast í umheiminum og borða bara kunnuglegt fæði. Hægt og sígandi náum við tökum á náttúrunni og umhverfinu og höfúm þannig ekkert að óttast. Á íslandi er endalaust verið að tala um hrein- læti. Kannski það sé út af daunillri fortíð okkar í torfbænum þar sem hver og einn lifði svo að segja í eigin vistkerfi og sveppagróðri árið um kring. Kalt loftslagið forðaði okkur þó frá mörg- um skæðum smitsjúkdómum þar sem örverur þrífast illa í íslensku loftslagi. Við verðum til dæmis mjög hreinir og íslenskir þegar við drekkum mjólk. Hvít og ómenguð. Góð. Mjólk er nefnilega svo góð. Hún kemur úr alíslenskum kúm sem borða íslenskt gras. í nýlegri mjólkurauglýsingu er það íslensk ljóshærð stelpa sem syngur auglýsingatextann við hefðbundið lag með bláu eðalfjöllin okkar í bak- sýn. Stelpan er yngri en táningur. Hún er varla byrjuð á gelgjuskeiðinu. Frekar en það sem gjarnan er kallað „íslenska þjóðarsálin”. í upphafi var orðið en orðið var opinn munnur í leit að móðurbrjósti. Þannig hugsum við gjarnan. Við höfúm í rauninni ávallt tengt upphaf okkar við alhvíta móður- jörðina, og þá sérstaklega mjólkina. Þegar við erum ekki að tala íslensku við okkur sjálf þá erum við að drekka mjólk. Eða þá svartan dauðann. Það er gjarnan sagt að hægt sé að skilja menningu hverrar þjóðar á því hvað hún leggur sér til munns. Á matnum sem sagt. En auðvitað líka á því hvað hún lætur út úr sér. Á mngunni og lyktinni. Fyrr á tímum og enn í dag var maturinn saltaður, reyktur eða súrsaður. En í dag dælum við rotvarnarefnunum í matvælunum inn í okkur sjálf. Vafálaust til þess að verða eilíf. Samkvæmt nýlegum könnunum erum við sömuleiðis helsm neytend- ur sykurs og fúkkalyfja á Norðurlöndunum. Stundum em eins og við séum haldin ákveð- inni tegund af hráhyggju, sem er svona blanda af fordómum og þráhyggju. Hér er á ferðinni land- læg sjóveiki sem hefúr alls ekki verið skilgreind og rannsökuð til hlítar af vísindamönnum. Höfúm við kannski eitthvað að fela? Hvar er óhreini þvotmrinn eiginlega? Hafið þið til dæmis tekið eftir öllum þessum auglýsingum um bleyjur og dömubindi? Þær leggja undir sig auglýsingatfmann. Unglingur: „Ég vakna glöð, þurr og ánægð á morgnana. Bindin veita mér fúllkomna öryggis- tilfinningu. Og allt er einhvern veginn svo hvítt og lyktarlaust.” Hvers konar líf er það? Hvítt og lyktarlaust? Er það ekki djúpftyst kælivara? Eins og að vera uppi á miðjum Vatnajökli. Við geymumst kannski best í kulda. En það er ekkert bragð af súkkulaði í ffosti. Auglýsingar hafá alltaf verið ffamleiddar til að búa til minnihlutahópa. Skilaboðin em: Verm ekki venjulegur heldur keyptu þessa ffamleiðslu. Vertu þess vegna öðm- vísi. íslenskt eðli límr út eins og fyrsta dömubind- ið. Það er nýkomið á gelgjuskeiðið. Óendanlega hvítt og lyktarlaust. Með smá eðalbláum blett. Frekar en rauðum. Við viljum hafá allt okkar á hreinu en um- fram ailt á þurm. Það er auðvitað okkar mál en það er líka málið með okkur. ■ Greinin er byggð á jyrirlestri sem fluttur var á ráð- stefnu utn íslenska þjóSernishyggju i Norrœna húsinu 30. ágúst 1996. Haraldur JOnsson Sýni, 1994
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Fjölnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjölnir
https://timarit.is/publication/985

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.