Fjölnir - 30.10.1997, Blaðsíða 88
Jónas Sen Sinfónía eftir Cuð
KB
BETUR SJÁ
AUGU EN AUGA
Fáðu í lið með þér fólk sem
hefur aðra sýn en þú á
veruleikann. Einhverja sem
eru algjörlega fyrir utan það
svið sem þú ert að fást við.
Til dæmis 6 ára barn, guð-
fræðing, lögregluþjón,
alþingismann o.s.frv. Cerðu
tilraunir með mismunandi
viðhorf og sýn fólks á því
viðfangsefni sem þú ert að
fást við.
Sömuleiðis er hún orðin þreytt gamla klisjan
að fyrstu fjórir tónarnir í fimmtu sinfóníu Beet-
hovens séu táknrænir fyrir örlögin að berja á dyr
hins heyrnarlausa tónskálds. Það er miklu meira
spunnið í þá en það. Gárungar hafa reyndar bent
á að mjög svipaðir tónar heyrast í fjórða píanó-
konsertinum eftir sama tónskáld og hafa að von-
um spurt hvort eitthvað annað en örlögin hafi
þar verið að banlta upp á hjá Beethoven. Eða þá
að örlögin hafi verið að berja á dyr einhvers ann-
ars.
Þetta sýnir hve allar útskýringar á innihaldi
tónlistar sem ekki er sungin og ekld er svonefhd
prógramtónlist eru tilgangslausar. Það er eiginlega
ekki hægt að skilgreina andann — eða andagift-
ina. Þegar það er reynt kemur það kjánalega út.
Sérstaklega þegar abstrakt fyrirbæri á borð við
tónlist er annarsvegar.
Talerrtið og séwiið
HUGMYNDA-
MINNISBÓK
Þú ert alltaf að fá hug-
myndir, þegar þú ert í baði, í
svefni eða á ferð f bíl. Hug-
myndir skjóta upp kollinum
við ótrúlegustu aðstæður.
vendu þig á að skrifa niður
hugmyndir þínar, f bók eða
á lítil sþjöld. Seinna getur þú
skoðað það sem þér hefur
dottið í hug og útfært hug-
myndirnar á nýtilegan hátt.
Ef þú gleymir hugmynd.er
hún að eilífu glötuð. Skrif-
aðu niður strax allar þær
hugmyndirsem þú
færð. NÚNA!
Hæfileikinn til að spila vel á hljóðfæri er ekki al-
gengur. Það vita allir tónlistarkennarar. En að
geta samið innblásna tónlist er samt miklu sjald-
gæfara. Það þarf snilligáfú til þess. Og aðeins
sárafáir búa yfir henni.
Alfreð Flóki sagði einhverju sinni: „Talentið
streðar; séníið leikur sér.“ Ég er nú eldd viss um
að þetta hafi verið rétt hjá meistaranum; Brahms,
sem var óumdeilanlega snillingur, var hvorid
meira né minna en tuttugu ár að streða við að
semja fyrstu sinfóníu sína. Hann var þó ekki bara
að fást við hana á þessum tuttugu árum, hann
samdi líka margt annað. En hann var ekkert að
leika sér; hann þurfti virldlega að hafa fyrir því að
koma snilldarverkum sínum í endanlegan bún-
ing.
Það er samt munur á talenti, þ. e. þeim sem
hefúr hæfileika, og innblásnum snillingi. Flóki
sjálfúr var snillingur og hafði ekki mikið fyrir
teikningum sínum. Kannski var hann líka að
hugsa um Mozart þegar hann
greindi á milli snillings og
talents — Mozart virtist
a. m. k. ekki hafa haft mikið
fyrir list sinni. Ef einhver hefúr
leikið sér að því að semja tón-
list, þá var það hann. Hann
sagði sjálfúr að hugmyndir
sínar kæmu eðlilega og hann
þyrfti ekki — né gæti neytt
þær ffarn. Stundum reyndi
hann meira að segja að fá frið
fyrir innblæstrinum! Þá spilaði hann billiard eða
eitthvað annað, en það dugði oft ekki til.
Mozart gat ekki varpað skýru ljósi á eðli
innblásturs og hvaðan hann kemur. Hann fékk
bara hugmyndirnar, og ef honum líkaði það sem
hann heyrði innra með sér, þá lagði hann tón-
listina á minnið. Svo óx hún og áður en varði var
tónverkið svo til fúllsamið í huga hans. Hann gat
þá „séð“ allt verkið í heild; hann gat heyrt það
allt í einu, á sama augnablikinu þó það væri
Auglýsíng
Beethoven virðist á hinn bóginn hafá trúað því
að hann væri í beinu sambandi við Guð almátt-
ugan. Það væri Almættið sem blési honum í
brjóst snilldarlegum hugmyndum. Hann var þó
ekki að meina að hann væri viljalaus miðill í
blakkáti, sem vissi ekki af sér fyrr en heil sinfónía
væri komin á skrifþúltið. Þvert á móti hafði hann
mikið fyrir því að semja, eins og sjá má af hand-
ritum hans, þar sem oft hefúr verið krassað yfir
heilu kaflana. Samt er vel hægt að ímynda sér að
upphaflegu hugmyndirnar hafi komið frá ein-
hverjum englum; svo stórkosdeg er þessi tónlist.
Eitt sinn var Beethoven að stjórna nýju
hljómsveitarverki eftir sjálfan sig. Á fyrsm æfing-
unni kvartaði konsertmeistarinn yfir því að stað-
ur nokkur í verkinu
væri svo illa skrifaður
að það væri varla hægt
að spila hann. Þá æpti
Beethoven: „Þegar ég
samdi þetta verk, þá
vissi ég að ég væri
innblásinn af Guði
almáttugum. Heldur
þú að ég taki eitthvert
tillit til þinnar vesælu
fiðlu þegar HANN
talar til mín?“ í bréfi nokkru sagði Beethoven
líka: „Ég veit að Guð stendur nær mér en öðrum
tónskáldum; ég á samneyti við hann án þess að
óttast.“
Brahms sagðist einnig eiga samfélag við Guð
þegar hann samdi. í viðtali við Arthur nokkurn
Abell í bókinni Talks with Great Composers sagði
hann eftirfarandi: „Að skynja einingu við skáp-
arann, eins og Beethoven gerði, er dásamleg og
lotningarfúll reynsla. Afar faar manneskjur hafa
náð þessu, og einmitt þessvegna eru svo fá mikil-
hæf tónskáld og skapandi snillingar...“ Og þegar
Brahms lýsti því hvernig hann fékk hugmyndir
sínar, sagði hann: „Ég finn titring sem hrærir
vitund mína. Þetta er Andinn sem uppljómar
sálarkraftinn innra fyrir mér og í þessu upphafna
sálarástandi sé ég skýrt það sem mér er óljóst dags
daglega; þá finn ég að ég get tekið við innblæstri
að ofan, eins og Beethoven gerði.“ Og Brahms
talaði um einingu við Guð og sagði að í þessari
trúarvímu kæmu hugmyndirnar, beint frá skapar-
anum, og þá sæi hann stefin í huganum, gjarnan
með viðeigandi hljómum og jafnvel í réttri hljóð-
færaskipan.
Cuðleg tónlist
Á maður að trúa þessu? Hvorki Beethoven né
Brahms voru einir um að telja sig fá innblásmr af
himnum ofan. Nefna má líka Wacner, Scriabin,
Richard Strauss og Robert Schumann. En þessi
tónskáld vom reyndar uppi á tímum þegar guð-
dómlegur innblástur var talinn staðreynd. Á
ensku merkir orðið „genius“ snillingur. Það er
komið af „genio“ sem þýðir andi, ekki andi í
merkingunni andagift, heldur vofa. Snillingar
voru fyrr á tímum álimir hafa fylgju sem bæri
ábyrgð á snilldinni. Það segir sig sjálft að þaðan
er orðið innblástur komið.
En hvaðan sem innblástur kemur hlýtur að
vera ljóst að snillingur þarf að vera í annarlegu
ástandi þegar hann semur tónlist. Brahms talaði
um einkennilegt hugarástand, einhverskonar
trans, sem kæmi hugmyndunum af stað. Og
Mozart sagði að þetta hugarástand væri eins og
skýr draumur. Það er því ljóst að innblástur kem-
ur að handan, hvort sem það er handan við
dauðann eða bara handan við
vökuvitundina.
Ef innblásin tónlist kemur frá
Guði hljóta einhver dulin skilaboð
frá almættinu að vera falin í
níundu sinfóníu Beethovens, svo
dæmi sé tekið. Persónulega skynja
ég þetta verk alltaf eins og einhver
máttarengill stígi niður til jarðar-
innar í smtta stund til að flytja
mannkyninu stórkostlegan boð-
skap. Mér finnst ég vera í beinu
sambandi við sannleikann þegar ég hlusta á þessa
sinfóníu. Og þá finnst mér sem ég skilji allt. En
að koma orðum að því er önnur saga. Orð tala til
skynseminnar, og orð geta auðveldlega leitt mann
út í allskyns rökleysu. Á endanum er maður
kominn lengra frá sannleikanum en í upphafi.
Tónlist er affur á móti handan við rök. Eða þá að
hún á sér sína eigin rökfræði. Innblásin tónlist
talar beint til innsæisins, og ég held að það sé þar
sem maður skilur andann. ■
■# V ■
„Mozart gat ekki varpað skýru
Ijósi á eðli innblásturs og
hvaðan hann kemur.
Hannfékk bara hugmynd-
imar, og efhonum líkaði það
sem hann heyrði innra með sér,
þá lagði hann tónlistina á
minnið. Svo óx hún og áður en
varði var tónverkið svo til
fullsamið í huga hans.
Hann gatþá „séð“ allt verkið
í heild; hann gat heyrt það allt
í einu, á sama augnablikinu
þó það vœri langt. Þá var bara
handavinnan eftir — að skrifa
það niður á blað. “
langt. Þá var bara handavinnan eftir — að skrifá
það niður á blað.
Mozart stundi því eitt sinn upp úr sér að
hann upplifði innblástur eins og einstaklega skýr-
an draum. Lengra fór hann ekki í lýs-
ingum sínum, en það má gera sér í
hugarlund að hann hafi verið í ein-
hverskonar leiðsluástandi þegar hann
samdi. Sumir hafa meira að segja hald-
ið að það hafi verið af yfirskilvitlegum
toga. Mozart nefndi þó aldrei Guð er
hann var að lýsa þessu, en hann þakk-
aði samt Guði fyrir hæfileika sína.
i snmbandi wið Cuð?