Fjölnir - 30.10.1997, Blaðsíða 70

Fjölnir - 30.10.1997, Blaðsíða 70
Gunnar Smári Egilsson Sovét-lsland Lömun jjÞað eiga margir erfítt með að trúa því, en þegar ég hugsa til baka, til dagsins sem slysið varð, þá er mér efst í huga þakklæti yfir því að hafá fengið að ganga í gegnum þetta. Þegar ég skoða líf mitt eins og það var orðið verður að segjast eins og er að það var ekki mjög spennandi. Maður lifði eins og af gömlum vana, fór í vinnuna, horfði á sjónvarpið, svæfði krakkana, fór í sitt ár- lega sumarleyfi og svo fiam- vegis. Það var í rauninni af- skaplega óljós tilgangurinn með þessu öllu saman. En eftir að ég lamaðist má segja að allt hafi fengið nýja merkingu. Það er ekki lengur sjálfsagt mál að vippa sér fiam úr á morgnana og standa í argaþrasi út um allan bæ. Það er allt í einu meiriháttar athöfh að klæða sig og borða morgunverð, að ekki sé talað um að koma sér á milli staða. Það er ekkert minna umstang en þegar þjóðhöfðingi er á ferð. Eða þannig kýs ég að líta á það. Við segjurn stundum í gamni, strákamir sem búa hérna á sambýfinu, að þær ænu að vita það, stelpurnar, hvað við erum miklar stjömur í raun og vem. Eða hvað ætli séu margir svo merkilegir í þessu landi að þeir megi ekki einu sinni fara á ldó- settið án þess að „lífverðimir" viti af því?4í að afsaJa sér gagnrýnni stöðu avant-gardeismans, hinni eilífú andstöðu, og taka upp þjóðernisvarð- stöðu. Þeir héldu áfram að mála abstrakt eins og þeir höfðu lært í údandinu en skilgreindu og nefndu myndir sínar í anda þjóðernishyggju. Módernisminn umpólaðist því í höndunum á þeim; hann varð ekki framsækið afl heldur aftur- haldssamt. Þeir töldu sjálfúm sér og öðmm trú um að þeirra módernismi væri sprottinn af ís- lenskri birm, þjóðlegri hefð eða sjálfúm arfinum. Þegar þeim hafði tekist að kokgleypa módern- ismann með þessum hætti var þeim boðið sæti við háborð íslenskrar menningar. Og þetta er ekki einangrað dæmi í myndlist- arsögunni heldur er þetta framhaldssaga íslenskr- ar menningar. Á sama tíma og abstraktmálararnir seldu sig inn í hlýjuna með þessum hætti tókst atómskáldunum að smíða þjóðernislegan borgar- heim sem var þess umkominn að taka forystu í þjóðernishyggjunni af svokallaðri bændamenn- ingu. Með því að skoða feril atómskáldanna má sjá hvað þjóðernishyggjan var veigamikill þáttur í list þeirra. Þrátt fyrir módernískan uppruna formsins þá enduðu þeir flestir úti í móa að yrkja landslagsmyndir. í raun má segja að þjóðernis- kennd þeirra hafi vaxið módernískum hug- myndaheimi þeirra yfir höfúð. Þeir gengu í björg. Það má taka miklu fleiri dæmi. Þegar mód- ernisminn fór að setja svip á skáldsöguna hér heima var hann lagaður að þjóðernishyggjunni. Vinsælasta móderníska skáldsagan, Leigjandinn eftir Svövu Jakobsdóttur, er þannig lítið annað en Komdu litli ljúfúr, komdu pabba stúfur, þetta er landið þitt, þegar hún hefúr verið afklædd mód- ernískum fiffúm — það er ef menn vilja lesa sög- una samkvæmt þeim skilningi sem liggur að baki vinsældum hennar. Og við erum komin langt fram eftir sjöunda áratugnum, erum stödd í miðju sovétinu. Og íslenskir listamenn brauðfæða hugmyndir valda- stéttanna um einangrun íslands, sérstöðu þess og viðkvæmni — sjálfa varðstöðuna um óbreytt ástand. Þeir upplifa sig ekki sem sjálfstæða gagn- rýnendur samfélagsins, ekki sem glögg röntgen- augu á þróun þess — heldur sem einskonar fimmtu fótgönguliðssveit síns pólitíska flokks. Eins og verkalýðsforkólfar litu ekki á það sem hlutverk sitt að bæta kjör umbjóðenda sinna heldur til að beita afli þeirra til að auka flokki sínum völd, þannig horfðu listamenn á það sem hlutverk sitt að þjóna sínum flokki og hug- myndafræði hans. Þeim tókst því ekki fremur en verkalýðsforkólfúnum að skapa sjálfstætt mótvægi við valdhafana heldur voru þeir hluti þeirra, mál- pípur og bakraddir. Hver kynslóð af annarri hafði gengið í björg þjóðernishyggjunnar. Þar sem hugmyndin um sjálfstæða stöðu listamannsins í samfélaginu er afkvæmi frjálshyggju síðustu aldar þá skorti íslenska listamenn fyrirmyndir eða leiðsögn til að hafa forystu um andstöðuna gegn stöðnuðum samfélagsháttum. Eftir örlítið ródeysi á æskuár- um þá gengu þeir hver á eftir öðrum undir við- teknustu skoðanir samfélagsins. lr essi slæma hefð leiddi til þess að þegar erlend menning steyptust yfir þjóðina á áttunda ára- tugnum fóru listamenn beint ofan í skotgrafirnar. Varnarstaða er eina þekkta staða listamanna á íslandi. Til varnar menningunni gegn fasisma, til varnar menningunni gagnvart erlendum áhrifúm, til varnar sovétinu. Og þessi varnarstaða gat af sér enn nýja endurvakningu þjóðernishyggjunnar — sem er líklega það sem þetta samfélag þurfti síst af öllu á að halda. Ef til vill er upphafið 7iúo//-plata Stuð- manna. Ef til vill Punktur, punktur, komma, strik Péturs Cunnarssonar. En hvert svo sem upphafið er þá er meginframlag sprækasta hluta íslensku intellígensíunnar á þessum árum, framlag heillar kynslóðar, æsku- og fortíðarupphafning sem mót- vægi við erlendum menningaráhrifúm. Hápunkt- ur þessarar bylgju var endurútgáfa íslendinga- sagna með nútímastafsetningu á vegum Svarts á hvítu. Með henni staðsetti heil kynslóð sig í menningarheiminum sem hættulaus kynslóð — þjóðernissinnuð kynslóð. Og bæði fyrr og „SÚM-aramir voru einfaldlega ekki nógu staðfastir. Þeir höfðu tœkifœri til að setja varanlegt mark á íslenska list og þar af leiðandi íslenskt samfélag en þá skorti úthaldið. Þeir urðu langeygir eftir laununum fyrir erfiðið og löguðu sigþví að kröfum samfélagsins. Þetta er saga allra kynslóðay SÚM- aramir eiga heiður skilinnfyrir að hafa haldið út íþrjú, fiögur ár. Bókmenntakynslóðin sem ég tók dœmi afhér áðan og sem nú setur sterkast mark á bókmenntimar á ekki einu sinni sögu um viku andstöðu. “ síðar hefúr hún gætt þess að fjalla aldrei um sam- tíma sinn. í þau fáu skipti sem hún hefúr valið hann sem sögusvið þá hefúr hún beitt á hann sjónarmiðum viðurkenndrar þjóðernishyggju og dregið ffarn hvernig ágirnd og firring.nútímans hefúr mengað hið upprunalega og þjóðlega. Aðall þessarar kynslóðar hefúr verið fagaður stíll og setdegt málfár, viðhald og varðstaða tungunnar. Innihald verkanna og erindi hennar hefúr hins vegar verið meira og minna útjaskaðar klisjur. Lidi pabba stúfúrinn er alltaf að koma. Og með þessa kynslóð sem bakraddir tútn- uðu gömlu ungmennafélagsandarnir út á áttunda og níunda áratugnum. Þetta var valdatími VlC- dIsar Finnbogadóttur, Heimis Steinssonar og ann- arra goðsagnasmiða um landið, tunguna, þjóðina, söguna. Að baki þeim sameinaðist allur menn- ingarheimurinn í oflofi um eigið ágæti. Gamlar kýtur frá kalda stríðinu voru aflagðar. Enn ein helvítis samfylkingin til varnar menningunni var lögð af stað. Verkefnin voru tvíþætt. Annars vegar að mæra arfinn; leggja hann sem klafa á þjóðina svo henni var ófært að fást við sína eigin tíð. Hins vegar að etja íslenskri menningu gegn erlendri á þeim stöðum sem sú innlenda þoldi samanburð. Þetta þýddi uppgjöf á flestum svið- um en sæta smásigra í styrktum þýðingum, boðs- ferðum eða menningarhátíðum í einhverjum kjöllurum veraldarinnar. Stefna íslenskrar menn- ingar var sett á verðlaun Norðurlandaráðs. Haldið var áffarn að sveigja söguna að þörf- um þjóðernisstefúunnar. Svokallaðir frumherjar í íslenskri myndlist voru hafúir upp og verk þeirra — fölsuð og ófölsuð — urðu effirsótt eign á „hverju heimili með menningarlegan metnað“. Jón Leifs reis upp úr gleymsku. Laxness- dýrkunin varð að ofratrú. Galdra- Lofiurvar sunginn, Srue- fríSur Islandssól leikin og Tyrkja- Gudda grátin í kirkjun- um. En þessu grúski í söguna, hefðina og arfinn fylgdi ekki endurmat eða ný sýn. Allt var þetta gert undir gamalkunnu stefi þjóðernishyggjunnar; óður til þjóðar sem steig af eigin mætti út úr moldarkofúnum — steig upp úr jörðinni í bókstaflegum skilningi — og varð bjargálna. Hinum myrku miðöldum er þokað lítillega til, þær eru jafúvel frerðar ffam að síðustu aldamótum en saga þessarar aldar var óhreyfð. Við vorum ffábær — hvernig sem á það var litið. Ef við efúðumst sjálf stutta stund þá fengum við einhvern údending til að trúa þessu og þurffum ekki lengur að velkjast í vafa. Helsti munurinn á þessu seinna blómatíma- bili ungmennafélagsandanna og því fyrra milli stríða er að við erum orðin leikin í að velja eriend áhrif sem falla að þörfúm þjóðernishyggjunnar. Það mætti setja íslenska myndlistarsögu fram með effirfarandi hætti: ljóðrænt landslag — ljóð- rænt abstrakt — ljóðrænt konsept. Við berum því enn með okkur ótta JOnasar frA Hriflu gagn- vart list sem beint er út í samfélagið. Við höfúum henni og höllum okkur að hinu ljóðræna, hættu- lausa, íhugula — því sem ekki nokkur lifandi maður getur efast um að sé list. Þannig list veldur minnstri röskun. Lokað og þögult samfélag þolir ekki hávaðasama eða ágenga list. Það leitast við að laga púðana undir höfðunum á viðkvæmum skáldunum og láta renna á könnuna fyrir þá, helst koffinlaust. r egar ég hef minnst á skáldin og bókmennta- fólkið skammast ég mín hálfþartinn fyrir að hafa tekið dæmi úr myndlistarsögunni hérna rétt áðan. Myndlistarmenn eiga nefnilega sitt SÚM- tímabil þar sem þeir reyndu að vefengja kröfúr samfélagsins um setdega og huggulega list. Nú geta menn deilt í ljósi sögunnar um hversu djúp- stæð gagnrýni SÚM-aranna var og hversu ffjótt sjónarhorn þeir höfðu. Það er ákveðin ffeisting að líta á þetta sem hreina effiröpun erlendra strauma og án nokkurs innihalds enda hafi hér ekki verið þær menningar- eða þjóðfélagslegu forsendur sem lágu að baki hinum erlendu straumum. SÚM hafi því borið dauðann með sér ffá upphafi, það var einungis tímaspursmál hvenær Jón Gunnar, Magnús Tómasson, Sigurður og KristjAn Cuðmundssynir — svo einhverjir séu nefndir — færu að leita sér þjóðlegri forsendna í list sinni. En þessum söguskilningi fylgir ákveðin nauðhyggja. Hún viðurkennir ekki að alltaf megi skjóta SjAséskú, að hægt sé að breyta stefúu sög- unnar þvert á hefðina. Með þessum söguskilningi verður það sem er. Vegna ríkrar hefðar þjóðernis- legra lista á íslandi eru engar forsendur fyrir list sem sniðgengur þessa hefð. Og þar af leiðandi er allt óbreytt — og í raun óbreytanlegt. Ég get í raun ekki boðið upp á annan skilning gegn þess- ari nauðhyggju en að segja að SÚM-ararnir voru einfaldlega ekki nógu staðfastir. Þeir höfðu tæki- færi til að setja varanlegt mark á íslenska list og þar af leiðandi íslenskt samfélag en þá skoni út- haldið. Þeir urðu langeygir eftir laununum fyrir erfiðið og löguðu sig því að kröfúm samfélagsins. Þetta er saga allra kynslóða, SÚM-ararnir eiga heiður skilinn fyrir að hafa haldið út í þrjú, fjög- ur ár. Bókmenntakynslóðin sem ég tók dæmi af hér áðan og sem nú setur sterkast mark á bók- menntimar á ekki einu sinni sögu um viku and- stöðu. Og þó að SÚM-ararnir hafi verið stofúana- væddir og fengið á sig þjóðlegan blæ stendur þessi tilraun þeirra sem ákveðið fordæmi, ákveðin krafa sem fyrnist ekki. Og það er ef til vill ein af ástæðum þess að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Fjölnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjölnir
https://timarit.is/publication/985

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.