Fjölnir - 30.10.1997, Blaðsíða 30
Hannes Sigurðsson Landnáma hin nýja
Ásgrímur Jónsson á göngu í Weimar árið 1908.
yyÁ leiðinni heim
gegnum Þýskaland
rakst hann á stóra
impressjónistasýn-
ingu í Weimar. En
þráttjýrir yfirlýsta
aðdáun Asgríms á
Van Gogh og im-
pressjónismanum
almennt gœtir
áhrifa frá stíllegri
hugvitssemi þeirra
listamanna ekki í
verkum hansjýrr
en síðla á 3. ára-
tugnum þegar hann
gerði jýrstu hikandi
tilraunimar til að
draga Lerdóm af
þeim í birtu- og
litanotkun. “
Fj
30
olnir
timarit handa
islendingum
hnust '97
Frumkvöðlarnir í myndlistinni voru eins og
aðrir landsmenn á þeim tíma feddir og uppaldir
í sveit. Þótt þeir heíðu tækiferi til að kynna sér
hið nýja mál módernismans meðan á námi þeirra
erlendis stóð vom bakgrunnur þeirra og hvatimar
að baki því að verða listamaður af allt öðm tagi
en sú borgarmenning sem svo mjög var farin að
setja svip á verk starfsfélaga þeirra á meginland-
inu. Alltént er erfitt að koma auga á merki um
slík menningaráhrif í verkum íslensku listamann-
anna. Einkum á þetta við um Ásgrím sem lýsti
snemma á ferli sínum yfir mikilli aðdáun á Van
Coch. Hann var fýrsti íslendingurinn sem helgaði
sig einvörðungu myndlist, en hugarfer hans og
lífsspeki átti ræmr að rekja til síðasta skeiðs
bændamenningarinnar áður en iðnvæðing og
stéttabarátta hófst fýrir alvöru snemma á 4. ára-
tugnum.
Eftir þriggja ára nám í tækniskóla ( Kaup-
mannahöfh fékk Ásgrímur inngöngu í Konung-
legu akademíuna aldamótaárið. Þá lá akademían
þegar undir ámæli fýrir úreltar kennsluaðferðir
sem væm fjandsamlegar nýjum listastraumum.
Lögð var áhersla á myndbyggingu sem væri
stærðfræðilega rétt og trúverðug, unnin með
skarpri formsköpun og nostri við smáatriði og
byggðist á staðgóðri þekkingu á mannslíkaman-
um. Utkoman var eins konar „ljósmyndaraun-
sæi“ undir áhrifum ffá nýrómantík og þeirri
þjóðernishyggju sem byrjaði að gegnsýra hugsun-
arhátt í Skandinavíu á síðasta áratugi 19. aldar.
Þessi áhersla á það sem gjarnan er kallað „raun-
sæi“ — Þórarinn bætti iðulega við hól eða fjalli
myndbyggingarinnar vegna — var tjáningarmáti
sem féll vel að ætlunarverki Ásgríms. Þetta var
stíll sem hann gat litið á sem „menningarlega
hludausan" og gætt „sanníslenskum" drátmm.
Ef marka má sjálfsævisögu Ásgríms virðist
sem hann hafi verið í þann mund að segja skilið
við þessa skammvinnu hefð heima fýrir. Alveg frá
upphafi, segir Ásgrímur í bók sinni, var hann
óánægður með aðferðirnar sem kenndar vom í
akademíunni, en þrátt fýrir þessa óánægju var
hann þar sex annir áður en hann hætti og fór að
nema upp á eigin spýtur. Þversögnin sem virðist
vera milli endurminninga Ásgríms og fýrstu verka
hans verður aðeins skýrð í ljósi þeirra miklu vona
sem honum fannst að bundnar væm við sig og
snerust um að skapa „þjóðlega" íslenska sýn og
tilrauna hans til að réttlæta íhaldssemi þessara
verka á tíma þegar módernisminn hafði náð
fótfestu. í sjálfsævisögu hans, sem Tómas Guð-
mundsson skráði 1956, kemur ekki á óvart þegar
hann skýrir frá því hversu heillaður hann hefði
verið af „Landslagi í Saint-Rémy“ (1889) eftir
Van Gogh þegar hann sá myndina í Ríkislista-
safninu í Kaupmannahöfn á fýrsta ári sínu í
akademíunni. Hann lýsir málverkinu sem
„ógleymanlegu“, „óvenjulegu“ og „ótrúlega fersku
í formi og lit“ og lýsir fiirðu sinni yfir því að
myndin skyldi ekki líka vekja hrifningu samstúd-
enta hans. Með því að tala niðrandi um akademí-
una og lýsa því hve hann hafi snemma lært að
meta hæfileika Van Goghs sem, að sögn hans,
Danir báru ekkert skynbragð á virðist Ásgrímur
vilja gefá í skyn tvennt, sem hvergi nærri fer
samræmst; að fýrstu verk hans, sem voru afar
íhaldssöm, hafi verið eins konar sjálfsprottinn
íslenskur „heimilisiðnaður“ og samt undir áhrif-
um ffá svo róttækum og nútímalegum straumum
að enn voru menn að ræða í eldmóði um þýð-
ingu þeirra í hópum framúrstefhumanna í Þýska-
landi og Frakklandi. Ásgrímur var ekki bara tæki-
ferissinni, heldur virðist hann eftirá hafa fundið
hjá sér hvöt tíl að leggja áherslu á listrænan heið-
arleika sinn og sjálfstæði. Hann virðist hins vegar
ekki gera sér grein fýrir því að þegar Tómas ræðir
við hann á miðjum 6. áratugnum er hann búinn
að breyta stíl sínum og laga hann að þörfum
valdakerfis sem var mun flóknara og erfiðara að
henda reiður á en ættaveldi gömlu heimastjórnar-
innar í byrjun aldarinnar, eins og við víkjum að
síðar.
Ásgrímur fékk kjörið tækiferi til að kynna sér
framúrstefhuhreyfingar á meginlandi Evrópu árið
1908 þegar Alþingi veitti honum 3000 króna
styrk, óvenju rausnarlega upphæð, til að gera
honum kleift að nema á Ítalíu í eitt ár. Á leiðinni
heim gegnum Þýskaland rakst hann á stóra im-
pressjónistasýningu í Weimar. En þrátt fýrir yfir-
lýsta aðdáun Ásgríms á Van Gogh og impressjón-
ismanum almennt gætir áhrifa ffá stíllegri hug-
vitssemi þeirra listamanna ekki í verkum hans
fýrr en síðla á 3. áramgnum þegar hann gerði
fýrstu hikandi tilraunirnar til að draga lærdóm af
þeim í birtu- og litanotkun. Það var í raun ekki
fýrr en snemma á 5. áratugnum að áhrif Van
Goghs verða svo greinileg að þægilegra er að lýsa
sumum þeim verkum sem Ásgrfmur málaði á
síðustu tólf árum sinnar fjölskrúðugu starfsævi
sem stælingum á þeim listamanni en að þau hafi
verið gerð undir beinum áhrifum ffá honum,
samanber til að mynda Hiisafellsskógur ffá 1947
(L.Í.) [MYND 5].
í einu stærsta og stórbrotnasta málverki Ás-
gríms, Heklu (L.í.) [mynd 6] ffá 1909, kemur vel
fram hvernig hann kaus í raun að sýna íslenskt
landslag. Óvenjulega voldug hlutföll verksins
(150 x 290 cm), val myndefhisins — skáldin
höfðu fýrir löngu gert fjallið að þjóðargersemi —
og útfersla þess höfðuðu strax til fegurðarskyns
Alþingis og ríkið keypti það fýrir 2000 kr. Sé litið
ffam hjá stærðinni er verkið ekki ósvipað Stórasjó
og Vatnajökli Þórarins hvað myndbyggingu og
andrúmsloft áhrærir. Merkilegt er þó að í for-
grunni myndarinnar er einkennileg og fýrirvara-
laus brekka sem minnir á seinni myndir Cézannes
af fjallinu Mont Sainte-Victoire. Flameskjuáhrif-
in sem Ásgrímur vill ná með því að beita bragði
ffá Cézanne gæm þó ekki verið fjær markmiðum
módernískrar myndlistar. Hvert atriði myndar-
innar er greinilega afmarkað af útlínum enda
deildi hann ekki áhyggjum Cézannes af því
hvernig hann átti að fara ffá údínum hlutanna að
því sem að „baki þeim liggur“ né reyndi hann að
tengja hvern hluta upplifunar sinnar, hvert
Mynd 5:
ÁSGRlMUR JöNSSON
Húsafellsskógur, 1947
pensilfar, í yfirborðsmunstri forms og lita. Þar að
auki ædaði Cézanne hverju málverki að vera
nákvæma skráningu ákveðinnar einstaklings-
skynjunar. Þetta kallaði hann sitt „optique" en
hvert málverk var samþætting sh'kra skynáhrifa
gegnum hans eigin „logique". Áhersla Cézannes á
sína persónulegu og flöktandi skynjun, sem
steypt var í mót rammgerðrar myndbyggingar,
dregur fram hve mikla þörf framúrstefnan hafði
fýrir að undirstrika sérstöðu og vitsmunalega yfir-
burði sinnar eigin sýnar. Cézanne læmr í veðri
vaka að aðeins hann hefði getað skynjað landslag-
ið og lýst því eins og hann gerði og að þar sem
hann ynni í samræmi við innsm tilfinningar sínar
væru málverkin ekki lengur bundin ákveðnum
stað heldur flytm almenn sannindi.
Þessu er þveröfugt farið hjá Ásgrími, en
brautryðjandahlutverk hans fólst fýrst og ffemst í
því að örva og treysta samkennd heillar þjóðar.
Það skipti hann margfalt meira máli að vera trúr
þjóð sinni en náttúrunni eins og Cézanne predik-
aði sýknt og heilagt. Bæði hjá honum og Þórarni
vógu hugmyndir um þjóðareiningu og heild
þyngra en hinn skynjanlegi heimur sundraðra
fýrirbæra. í þeirra augum var „hollusta við nátt-
úruna“ ekki eingöngu byggð á athugunum og
lýsingum á því sem bar fýrir augun, heldur inn-
sæi eða formrænum uppspuna og djúpri lotningu
fýrir þeirri sögu sem landið hafði að geyma.
Frumkvöðlar íslenskrar myndlistar þurftu að
kljást við margvísleg vandamál til þess að geta léð
þjóðernishyggjunni myndræna tjáningu. Ekkert
var þó erfiðara en að flytja bókmenntalega hug-
hyggju inn í málverkið. Rómantísku skáldin átm
auðvelt með að fenga athygli lesenda með orða-
vali, með því að magna upp ákveðna þætti lands-
lagsins en sleppa öðrum sem þótru miður, en
málarinn varð hins vegar, í samræmi við eðli
miðilsins, að tjá sýn sína í heilu lagi, ef svo má
segja, ffekar en með safhi brota. Sú sæla sem
stafár ffá sofendi dalnum fýrir neðan okkur í
Heklu gerir okkur erfitt fýrir að ímynda okkur að
fjallið sem við stöndum andspænis sé í raun eitt
hættulegasta eldfjall í Norður-Evrópu. Eldfjallið
sem gnæfir yfir landslaginu feðmar að sér nokkra
bæi sem kúra við brjóst þess. Listamaðurinn
miðlar andrúmsloffinu í fýrsm morgunskímunni.
Frá hálfeofendi bæjunum á graslendinu leggur
hvítan reyk til lofts sem gefur til kynna að morg-
unverkin séu nýhafin. Þessi fegraða túlkun lands-
lagsins, sem tjáir ffiðsæla sambúð manns og nátt-
úru, er mjög í samræmi við anda rómantísku
skáldanna eins og þau höfðu margoft sýnt og
sannað á öldinni á undan. Þau lýsa t. d. aldrei
eyðileggingunni af völdum eldgoss. Ásgrími var
hins vegar fullkunnugt um að þetta eldfjall ætti
sér aðra hlið og gæti fýrirvaralaust breyst úr
vinalegum risa í öskrandi skrímsli. Árið 1878
fýlgdist hann með miklu eldgosi í Krakatindum
rétt norðaustan við Heklu. Þótt hann hafi ekki
verið nema tveggja ára þá segist hann muna
þennan atburð knallskýn: „Það er ekki fýrr en
fjörutíu ámm síðar, að ég kemst að hinu sanna
um þetta áhrifemikla fýrirbæri, sem geymzt hefur
með mér alla tíð, án þess að mér kæmi til hugar
að leita á því skýringar." (Hrafnhildur Schram:
Ásgrimur Jónsson. bls. 24.)
Það er einkennilegt ósamræmi milli orða og
gerða í endurminningum Ásgríms. Hann gefur í
skyn að þótt þessi skelfilega reynsla hafi setið í
honum og haldið áffam að naga hann það sem
Mynd 5:
ÁSGRlMUR JÓNSSON
Hekla, 1909