Fjölnir - 30.10.1997, Blaðsíða 77

Fjölnir - 30.10.1997, Blaðsíða 77
árið 1262, hættu þeir að setja saman konunga- sögur. Það virðist kaldhæðnislegt en er kannski ekki óvænt ef áhugi á konungi yfir íslandi var einn drifhvati ritunarinnar. Spennan sem kon- ungsleysið skapaði virðist þannig hafa verið frum- orsök íslenskra konungasagna. í íslandssögunni tóku við tæpar sjö aldir undir konungum, norskum og dönskum. Frá því skeiði er hvergi til sambærileg umfjöllun um konungsvald og í konungasögunum og afstaða íslendinga til þessara konunga sinna er að mesm órannsakað mál. En til voru íslenskir stórbændur sem fórnuðu hundruðum kálfa til að hylla kon- ung sinn á 14. öld og á 17. öld fékk Danakon- ungur mörg fegurstu handrit sem til voru á íslandi að gjöf. Sjálfstæðisbarátta fslendinga á 19. öld beindist fyrst í stað síður en svo að konungi. Árið 1940 urðu aðstæður á hinn bóginn til þess að íslendingar tóku konungsvald í sínar hendur og árið 1944 settu þeir konung af. Fyrsti forsetinn hafði áður verið staðgengill konungs og embætti forseta fslands er arftaki konungsem- bættisins. Staða forsetans er svipuð stöðu kon- ungs í þingræðisríkjum með þeim mikilvæga mun að forseti íslands er kjörinn af þjóðinni. Það eru konungar ekki. Hugmyndir um hlutverk konunga hafá þró- ast talsvert þessar sjö aldir. En umfjöllun íslenskra sagnaritara um konungsvald á 13. öld er ekki síst athyglisverð fyrir þá sem nú hafa áhuga á kon- ungum og öðrum stjómendum vegna þess hversu skýrar hugmyndir menn höfðu þá. fslenskir sagna- ritarar á 13. öld vissu hvernig konungar átm að vera en ef marka má umræðu um forsetaembætt- ið seinasta vemr verður ekki séð að íslenska þjóð- in sé fúllkomlega meðvimð um hvernig forseti íslands eigi að vera undir lok 20. aldar. Hugmyndir 13. aldar em fúrðu lífseigar sjö öldum slðar ef miðað er við hversu margt hefúr breyst. Á dögunum heyrðist þannig að viðskipta- leg rök stæðu til þess að einn maður stjórnaði banka betur en þrír. Þau em hins vegar engin til heldur er hér um beina arfleifð ffá dögum ís- lenskra konungasagna að ræða. Þá trúðu menn því að konungur ætti að veta einn, rétt eins og Guð eigi að vera einn. Eins telja margir nú að best sé að bankastjóri sé einn og halda að það sé hag- fræði en í raun er hér þessi gamla hugmynd á ferð. En margar hugmyndir sem birtast í kon- ungasögum em enn til en breyttar vegna þess hve aðstæður hafá breyst. Mesti munurinn á ofán- verðri 20. öld og 13. öld er efiaust sá að kon- ungar em ekki lengur stjórnendur. Fráfáll Díönu prinsessu hefúr þannig ekkert pólitískt vægi. Hvorki hún né annað kóngafólk hefúr nein völd. Á hinn bóginn geta konungar haft áhrif en þeir nýta þau sjaldan til neins enda sjaldgæft að þeir hafi nýjar hugmyndir fram að fera og enn ólík- legra að þeim leyfðist að setja þær fram. Konungar eru nefnilega ekki kosnir og em nánast eins og údendingar í nútímasamfélagi. Áður byggði ríkis-stjórn á því að allt vald kæmi ffá Guði en ekki þjóðinni eins og nú er. Konung- ar em leif frá þeim tíma. Þeir erfa ríki sín og telja sig enn sækja vald sitt fyrst og fremst til Guðs. Það skiptir því engu máli hvort Karl erfðaprins er vinsæll eða óvinsæll. Það væri faránlegt að hann segði af sér vegna slæms umtals í fjölmiðlum þar sem vald hans er ekki sótt til þjóðarinnar hvort sem er. En vegna þessa hafá konungar misst öll völd og þar sem þeir standa ekki fyrir neitt sem skiptir máli í nútímasamfélagi hafa þeir takmörkuð áhrif. Konungar em tákn en ekkt menn. Kon- ungsvald breytist ekki þó að einstaklingurinn sem er konungur deyi. Þess vegna kemur það heldur illa heim við síbreytilegan nútíma. Enda þykja Karl og fjölskylda hans ekki standa sig nógu vel en poppstjarnan Díana naut mikillar hylli. Mikilvægust afleiðing þessa valdaleysis kon- unga er að vægi konungsdyggða hefúr minnkað en áherslan á tignina og hið ytra vægi konungs er því meira. Alþingi, ríkisstjórn og dómstólar fára nú með hlutverk miðaldakonunga. Umfjöllun íslenskra konungasagna um dyggðir er líkari því sem nútímasagnaritarar myndu skrifa um for- sætisráðherra. Forsætisráðherrar þurfa að sjálf- sögðu að vera vitrir, sterkir, stilltir og rétrlátir en rétdátir geta þeir ekki orðið nema þeir hafi alla hina kostina þrjá, rétt eins og gilti á miðöldum. í íslenskum konungasögum er því lýst hvernig Haraldur harðráði (Noregskonungur 1047-1066) er til skiptis góður og slæmur kon- ungur, ekki síst í ísiendingaþáttum Morkin- skinnu. Haraldur er einn vitrasti og sterkasti konungur Noregssögunnar en í þáttunum er sýnt hvernig hann skortir iðulega stillingu. Hann missir stjórn á skapi sínu og er þá ranglátur, þó að hann sé bæði vitur og sterkur. Hið sama gildir um forsætisráðherra samtím- ans. Þannig var DavIð Oddsson þekktur sem sterk- ur stjórnandi áður en hann varð forsætisráðherra. í upphafi ferils síns var hann þó oft sakaður um vanstillingu. En þegar sterkur konungur stillti sig ekki verður hann harðstjóri. Undanfarin ár hefúr Davíð þótt mun stilltari. Núorðið kemur hann ffam sem mannasættir, myndugur en þó sann- gjarn stjórnandi, svipað og rétdátir konungar miðalda. Ef Davíð hefði ekki stillt skap sitt, eins og Haraldur harðráði gerir iðulega, hefði ferill hans í embætti eflaust orðið stuttur og átakamikill. En honum hefúr tekist að ná tökum á þriðju kon- ungsdyggðinni, stillingu, og em flestir á einu máli um að hann muni líklega sitja í embætti lengi enn. Davíð er því colossus íslenskra stjórn- mála, gnæfir yfir aðra stjórnmálamenn og enginn fer ógnað honum, síst af öllu samráðherrar hans. Eins var með Harald harðráða þegar hann stillti skap sitt. Haraldur ofmetnaðist raunar að lokum og ædaði að leggja undir sig England en ólíklegt virðist að það hendi Davíð. Forsetar fslands em fremur fúlltrúar hinnar konunglegu tignar. Vissulega þurfa þeir á kostum að halda en ekki reynir jafiimikið á þá og hjá forsætisráðhermm. Forsetar eru fyrst og fremst táknmyndir eins og miðaldakonungar. En mun- urinn er sá að konungar em jafnan fyrst og fremst tákngervingar Guðs, fúlltrúar hins himneska valds. Það er fyrst á 20. öld að konung- ar verða einnig fúlltrúar þjóðar sinnar, eins og sést á breytingum á kjörorðum þeirra. Þó að takmörkuðu leyti þar sem þjóðin kýs þá ekki. Forsetí íslands er aftur á móti fyrst og ffemst fúlltrúi þjóðar sinnar. Hún ákveður í forsetakosn- ingtxm hvað forsetínn eigi að tákna og kýs þann mann sem er tákngervingur sjálfsmyndar hennar. Forsednn er eins og pönmð andlitsmynd af þjóð- inni, þjóðin eins og hún vill vera. Fyrstí forseti íslands, Sveinn Björnsson, hafði verið sendiherra í Danmörku en var auk þess sonur Björns Jönssonar, eins af róttækusm sjálf- stæðismönnunum. Hann var því tákn fyrir að þjóðin væri víðsýn, „sigld“, væri þjóð meðal evrópskra þjóða. Um leið táknaði hann bæði góð samskipti við Danmörku og sjálfstæðisbaráttuna gegn Dönum. Ásgeir Ásgeirsson var tákn fyrir virðuleik og skörungsskap þjóðarinnar en um leið fyrir upp- reisnargirni hennar því að hann var kosinn þvert á vilja öflugra ríkisstjómarflokka. Það hefúr for- setinn verið síðan. í öllum forsetakosningum hef- ur þjóðin kosið hvern þann til forseta sem henni hefúr þótt vera valdhöfúnum síst að skapi. Kristján Eldjárn naut þannig þess að hinn frambjóðandinn taldist fúlltrúi „kerfisins“. Kristján var sóttur í Þjóðminjasafnið og þó að það sé kannski ofsagt að hann hafi verið fúlltrúi fyrir fsland sem minjasafn er enginn vafi á að hann var fúlltrúi þjóðarinnar sem skrifaði íslend- ingasögumar, lærdómsþjóðar sem er í tengslum við fom'ð sína og sögu. VigdIs Finnbogadóttir var fyrsta konan sem kosin var þjóðhöfðingi í heiminum og þar með fúlltrúi umburðarlyndrar, víðsýnnar og jafnréttis- sinnaðrar þjóðar. Hún var fúlltrúi Crundar-Helgu og Ólafar rIku sem vom ekki aðeins sterkar konur heldur einnig andspyrnumenn. Um leið var hún sem frönskukennari og leikhússtjóri tákn fyrir nýtt ísland þar sem ríkti menningarlíf sem væri í nánum tengslum við evrópska menningu. Forsetakosningarnar í fyrra urðu svo nánast endurtekning á kosningunum 1952. Ásgeir og Ólafur Ragnar vom báðir taldir heimsmenn, þótrn báðir virðulegir og vel kvæntir og með bví að kjósa þá mátti veita valdhöfúnum ráðningu. Fyrir ofan: ívar Brynjólfsson Tilkvnningar á súlu í kosningaskrifstofu Péturs Kr. Hafstein, 1996 Fyrir neðan: Ívar Brynjólfsson Tepakki og skál í kosningaskrifstofu Ólafs Ragnars Crímssonar, 1996 Eins hafði þeim báðum tekist að vera í stjórn- málum áratugum saman en vera samt að ein- hverju leyti óþekkt stærð þar sem báðir þóttu ólíkindatól í stjórnmálum og höfðu flakkað milli flokka. Forseti íslands hefúr ekki fasta merkingu, öfúgt við konunga á miðöldum. Þjóðin kýs í kosningum hvað hann merki. Á honum hvílir þó sú skylda að vera tignarlegur, eins og konungar þegar menn trúðu því að þeir væm fúlltrúar guðdómsins. Forseti er arftaki konunga en um leið fúlltrúi þjóðar sinnar. Þannig mætist gamalt og nýtt í þessu embætti. Ef óánægju með forsetaembættið fer að gæta meðal þjóðarinnar er það vísbending um að hún sé orðin þreytt á eigin sjálfsmynd. En þá á hún kost á að breyta til í næsm kosningum. Þess vegna verður ekki séð að forsetaembættið verði úrelt, eins og konungar em orðnir, nema þjóðar- hugtakið sjálft missi gildi sitt. Það heyrir til sí- breytilegum nútíma, rétt eins og konungsvald er leif frá öldum þar sem sannleikurinn var einn og breyttist ekki. ■ „Efóánœgju með forsetaembœttið fer að gceta meðal þjóðarinnar er það visbending um að hún sé orðin þreytt á eigin sjáljsmynd. En þá á hún kost á að breyta til í ruestu kosningum. “ Fjölnir hnust '97 77
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Fjölnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjölnir
https://timarit.is/publication/985

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.