Fjölnir - 30.10.1997, Blaðsíða 41

Fjölnir - 30.10.1997, Blaðsíða 41
Hannes Sigurðsson Landnáma hin nýja Mynd 55: NIna Tryccvadóttir [slendingasaga, 1961 Mynd 56: NIna Tryccvadóttir Eldgos, 1964 um „framvarðarsveit“ sem er eins konar stríðsvél og ekki ætlað að smyrja hjól ríkisvaldsins. Það var skipt um gíra þótt vélin væri sú sama um leið og ríkisvaldið bjó sig andlega undir að ferast ffá bændasamfélagi til iðnaðarsamfélags. Eftir að búið var að brjóta ísinn kom flóð- bylgja af abstraktlist. Þón hálfóhiutbundin og hálfflgúratíf málverk Þorvaldar og Schevings hafi vakið nokkra hneykslun þegar þau voru sýnd 1943 hlutu óhlutbundnar landslagsmyndir Svav- ars Cuðnasonar (1909-1988), sem var meðlimur í Helhesten-hópnum og eini módernistinn sem bjó í útlöndum á stríðsárunum, möglunarlausa viðurkenningu árið eftir lýðveldisstofnunina. Upp frá því óx hreyfingunni ásmegin og með stofnun Septemhópsins 1947, sem sýndi ein- göngu málverk í anda konkredistar, vann mód- ernisminn loks fullnaðarsigur. Ríkisvaldið átti aldrei eftir að blanda sér beint inn í listræn mál- efni framar. Dagblaðagagnrýni sem áður var í höndum pólitískra fúlltrúa féll nú í hiut lista- mannanna sjálffa sem nýttu sér forréttindin til að úthúða þeim sem ekki löguðu sig að hinni nýju listastefnu. Þessi nýja kynslóð réð lögum og lof- um í Bandalagi íslenskra listamanna og sem „hlutlausir" sérfbæðingar í hinu nýja mennta- málaráði höfðu þeir umtalsvert vald yfir styrkja- úthlutunum. Þessi vafasami Pyrrhosarsigur var innsiglaður með útgáfú tímaritsins Vaka (1952- 53) og í kjölfar þess Birtings (1955-68) sem fjöll- uðu bæði nær eingöngu um kenningar geómetr- ískrar abstraktlistar á myndlistarsviðinu. Landið vék fljódega af sjónarsviði og varð ekki annað en tidatilvísanir í sýningarskrám. Hins vegar lifði þjóðernishyggjan áfram góðu lífi — bæði í orðum og dáðum: „Je suis absolument Islandais ... II ne faut pas oublier que tout le monde en Islande est poete. Les Sagas condnu- ent,“ hrópaði Svavar upp yfir sig á dæmigerðan Mynd 57: NIna Tryccvadóttir Sólarlag, 1967 Mynd 55: NIna Tryccvadóttir Abstraktsjón, 1964 hátt árið 1962 eins og engin meiri háttar breyting hefði orðið frá landnámsöld (Les Beaux-Arts, no. 971, París 1962, bls. 36). Samt sem áður er rangt að segja að ímyndin af landinu hafi horfið alveg. Eitthvað óljóst var eftir sem sveiflaðist milli al- heimsvídda og smásjárheima, mólikúlsins og óendanleikans — í stuttu máli milli alls og einskis. Listamaðurinn gaf sig út fyrir að sýna andartaksleiftur af straumi í fljóti, vindblæ, land úr 35.000 feta hæð, raunar alla þjóðina og gang náttúrunnar á einum flötum striga. Verk Svavars, íslatidslagi1944, L.í.) [mynd 46], sem sýnt var á fyrstu stóru sýningu hans heima 1945, er óður til lýðveldisins og íslensks landslags. Ekki kemur á óvart að ríkið keypti það á staðnum. Önnur dæmi um verk þar sem hann notar almenna þætti landslags og „innsta eðli“ dulvitundarinnar má sjá í GuUjjöllum (1947, L.í.) [mynd 47] og Stuðlabergi (1949, L.í.) [MYND 48], en hann mál- aði hið síðarnefnda eftir að hann byrjaði í geó- metrískri abstrakdist. Engilberts reyndi líka að sýna þjóðina í hnotskurn, ef svo má segja, í verk- unum ísland nr. 5 (1964, L.í.) [mynd 49] og Sól yfir íslandi (1967, einkaeign) [MYND 50] sem hann gerði fyrir Reykjavíkurborg og Landsbanka íslands. Þessir listamenn þótmst draga upp mynd af öllu litrófi náttúrunnar, eins og t. d. Svavar í Veðrinu (1967, Háskólinn í Árósum) [mynd 51], en Þorvaldur lét sér hins vegar nægja að „rann- saka“ hverfúl form aldna, strauma og hringiða í Ölfusá( 1968, einkaeign) [mynd 52]. Athyglisverðari eru þó myndir af eldgosum sem varð sérstakur flokkur módemistískra verka. Þar fékk Ásgrímur kærkomið tækifæri til að beita sterkari litum og ákveðnari pensilförum, eins og í Flótti undan eldgosi (1955, L.Á.J.) [MYND 53], en Nína Tryggvadóttir (1913-1968), Ásmundur Sveinsson (1893- 1987) (t. d. Eldgos 1966, Ás- mundarsafn) [MYND 54] og fleiri sem deildu sömu „trúarjátningu“ einbeittu sér að gosinu sjálfú, að tóminu milli tvenns konar ástands efnisins, sem var ómerkileg afsökun fyrir að mála eða höggva óhlutbundin form. Hið hlálega er að ef áhorfandinn hefúr ekki nöfn verkanna við höndina veit hann ekki hvað honum er ædað að sjá í þessum verkum. Þetta vandamál er sérstak- lega áberandi hjá Nínu sem hafði þann leiða vana að kalla verk sín fslendingasaga (1961, einkaeign), [mynd 55] Eldgos (1964, L.í.) [mynd 56], Sólar- lag(1967, L.í.) [mynd 57] eða, það sem var nær lagi, Abstraktsjón (1964, einkaeign) [MYND 58] án tillits tíl myndræns samhengis. En óhlutbundin verk hennar eru öll meira og minna eins. Þessar myndir eru vitaskuld ekki að marki ffábmgðnar öðrum abstraktverkum frá þessum tíma, nema með þeim er reynt að hagnast á þjóðarvimndinni sem virtist vera farin að dofna nokkuð. Jafnvel eftir að listamenn byrjuðu að skapa í hinum tiltölulega „hreina" meginlandsanda kúb- isma og abstraktsjónar höfðu þeir sem sagt enn vissa þörf fyrir að höfða til þjóðerniskenndar neytandans. Ein leiðin var sú að nefna verkin effir rómuðum stöðum á landsbyggðinni, þjóð- sögum eða íslendingasögum. En athyglisverðara er þó hvernig margir af ffumkvöðlum módern- ismans á íslandi reyndu að sverja af sér öll tengsl milli sinnar eigin formhyggju og yfirlýstra lista- sögulegra og hugmyndalegra forsendna sem bendlaðar vom við þessar hreyfingar til að ljá verkum sínum nýja merkingu. Hér má nefna eitt verk eftir Ásmund sem dæmi. í augum údend- ings sem væri vel að sér í kenningum kúbismans væm sumar fígúratífe- höggmyndir Ásmundar eins og annars flokks PlCASSO-stælingar, áþreifán- legar endurgerðir hinnar miklu myndar hans Konur að baða sig við sjávarstrónd fra 1922. Samt væri rangt að draga þá ályktun að listamaðurinn byggði á sömu hugmyndum og Picasso. í við- tölum við Matthías Johannessen lagði Ásmundur í þessi verk skilning sem gerir alþjóðlegt tungutak kúbismans að torræðri mállýsku sem einkum er ædað að ná til eyrna „sannra Islendinga“. Að sögn Ásmundur ber ekki að líta á 7fó7/hans (Ásmundarsafn) [mynd 59 & 60] ffá 1948 sem stúdíu af veru í rými, af stöðugleika andspænis hreyfmgu, eða sem tilraun til að gæða formlegar víddir „hefðbundins" kúbisma meira lífi. Raunar tekur Ásmundur svo djúpt í árinni að hann kveðst varla vera undir nokkrum áhrifúm frá kúbisma og það sé eðli íslendinga að túlka alla isma frjálslega. ímyndin sem Ásmundur er að reyna að læða inn hjá lesandanum er að hið mikla Tröll hans sé eiginlega „raunsæisleg“ túlkun á óhlutbundnu fyrirbæri sem sé dæmigert fyrir Islendinga. Með öðrum orðum límr hann svo á að ekki sé hægt að nálgast hið sanna eðli trölla með aðferðum „natúralismans". Hann virðist ennfremur vera að gefa í skyn að það sé aðeins á valdi íslensks listamanns að túlka slíka sýn og aðeins á færi „hreinræktaðra“ íslendinga að skynja þetta djúpsæi til fúlls. Þetta viðhorf er undirstrikað í kaflanum „Tröll ríma við fjöll“ í þessari sömu bók þar sem hann leggur áherslu á hin nánu tengsl milli þjóðsagna og landslagsins eins og landsmenn hafa skynjað það í aldanna rás: Það var eitt sinn verkamaður að vinna í göt- unni héma handan við girðinguna hjá mér og honum varð starsýnt á Tröllið og stríddi mér á því... Enþegar ég var búinn að Ijúka afiteypu af þvi sagði hann: „Svei mérþá, þetta er sann- arlega ísland að kalla til heimsins. “ Nýr sann- leikur hafði lokist upp fyrir honum — heimur sem hafði búið innra með honum án þess að hann gœti tjáðþað. Þetta gladdi mig auðvitað. Á íslensku ríma „fiöll“ við „trölT, er það ekki merkilegt? Mér verður illtþegar ég sé listamenn teikna natúralistísk trölL Það var hitin tröllslegi eiginleiki Tröllsins sem veitti verkamanninum nýja og óvanta innsýn. Ég sannfarði hann ekki; hann sannfarði mig. (Matthías Johannessen: Sadptor Ásmundur Sveinsson, bls. 63—64, þýðing Á.Ó.) En fyrir hverja voru þessi verk gerð, að hvaða áhorfendum var þeim beint? Hvers konar fólk, hvaða þjóðfélagshópur, kom á sýningarnar og keypti verkin? Björn Th. Björnsson hefúr skýrt > Mynd 51: SVAVAR GUÐNASON Veður, 1964 Mynd 52: Þorvaldur Skúlason Ölfusá, 1968 yyÞessar myndir eru vitaskuld ekki að marki frábrugðnar öðrum abstrakt- verkum frá þessum tíma, nema með þeim er reynt að hagnast á þjóðar- vitundinni sem virtist verafarin að dofna nokkuð. “ Mynd 55: ÁSGRÍMUR JóNSSON Flótti undan eldgosi, ca. 1955 Mynd 53: ÁSMUNDUR SVEINSSON Eldgos, ca. 1955 Fjölnir haust '97 41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Fjölnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjölnir
https://timarit.is/publication/985

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.