Fjölnir - 30.10.1997, Blaðsíða 94

Fjölnir - 30.10.1997, Blaðsíða 94
Matthías Víðar Sæmundsson Tíl varnar hjátrú „Þessa dagana er algengt að afbrigði- legum, jrumlegum vitsmunum sé útskúfað sem btjál- semi og órum; og boðið er upp á aðferð til að hugsa á réttan hátt, „hlutlaga skyn- semisgáfu“, sem á sér rœtur í einhvers konar samkomu- lagi um veruleika, einni gerð þekkingar. “ varla greint á milli begónía, glitfífla og petúnía. Jurtir eiga það til að líta eins út og vera ólíkar eða öfúgt, svo sem tíðkast í algebru, enda rugla grasa- fræði og stærðfræði mig í ríminu. Ég var fyrsta skipti á ævinni staddur í samfélagi þar sem tíu ára gömul börn voru ekki ofjarlar mínir í stærðfræði, en um leið var ég á stað þar sem sérhver jurt, villt eða ræktuð, átti sér nafn og notagildi, þar sem hvert mannsbarn þekkti bókstaflega hundruð jurta... (leiðsögumaður minn) fékk einfaldlega ekki skilið að það voru ekki nöfnin heldur jurt- irnar sem gerðu mig fáráðan.“28) 2. Hæfileiki fólks til að taka eftir og túlka fyrirbæri eins og hljóð í skógi, birtubrigði og skýjaflóka á himni byggist á þróaðri þekkingu, eins og fram kemur í bókinni Maðurinn sem villtist á eiginkonu sinni ogflókahatti, sveitafólkið afríska les jurtir jarðar sér til næringar og lækn- ingar líkt og snæfellskir formenn lásu haf og himin í þaula forðum. Þegar þetta er haft í huga verða staðhæfingar um hégóma, tuggu og tjastur fyrri tíma vafasamar, því gengið er fram hjá þög- ulli reynsluþekkingu sem ekki er alltaf hægt að túlka með orðum;29) dansari býr yfir kunnáttu í limum sínum, söngvari í mngu og barka, for- maður „finnur á sér“ veðurlag og aflasæld, hvað sem ritdeilum og lærðum skýringum líður. Hvernig getur skrifari sem aldrei hefúr stigið um borð í árabát samsamað sig „þögulli þekkingu“ fiskimanna á annarri öld sem ýmist voru afla- menn eða fiskifælur án fiskifræði og nútímalegra mælitækja? Tungumálið er þar á ofan samofið skynjun og þekkingu, auk þess sem margræðni orða, hvörf og líkingar grafa stöðugt undan tær- um skilningi. Það er með öðrum orðum hæpið að slíta eftirtekt og skynsemisgáfú úr samhengi við reynslu, aðstæður skynjunar og viðtektir tungumáls á hverjum tíma; við getum ekki lesið sálarlíf sautjándu aldar til þrautar, fremur en hægt er að tileinka sér limaburð dansara með glápi og rökfræði. 3. Og samt getum við einnig hrifist frammi fyrir brunanum gamla á Djúpalónssandi; þegar kirkjan birtist í þokunni, fylking hrikalegra blágrýtisstróka með bólstrað rauðaberg í kollin- um, brynjuð óreglulegum steinspjöldum sem taka á sig mismunandi form eftir birtu og sjónar- horni, líkt og myndir þeirra sem hér lifðu og fór- ust forðum í huga þínum; og mannlífsfortíðin verður þá kannski annað og meira en skuggaflökt á grámáluðum skrifstofúveggjum. 4. Þessa dagana er algengt að afbrigðilegum, ffumlegum vitsmunum sé útskúfað sem brjálsemi og órum; og boðið er upp á aðferð til að hugsa á réttan hátt, „hludæga skynsemisgáfú", sem á sér rætur í einhvers konar samkomulagi um veru- leika, einni gerð þekkingar; eða eins og sérvitring- urinn Paul Feyerabend ritaði í Skynsemin kvödti Skynsemin og Rökvísin eru „máttarvöld af svipaðri tegund og umvafin samskonar geislahjúp og guðir, konungar, harðstjórar og þeirra fornu lög“.30) „Það er svo þægilegt að vera ósjálfráða", skrifaði Immanuel Kant, því eigi ég „bók sem hefúr vit fyrir mér, sálusorgara sem tekur á sig sam- viskukvalir mínar, lækni sem ákveður mataræði mitt o. s. frv., þá þarf ég vitanlega ekkert að leggja mig fram sjálfúr“.31) Ædi ósjálffæði Kants sé ekki enn jafn almenn og fyrmm, sitja skyn- semi og vísindi ekki við völd umvafin ljóma átrúnardrumba, einvalda og helgirita liðinna alda; hefúr hugsjón upplýsingarmannsins ekki snúist upp í andstæðu sína? En eins og Feyerabend bendir á þá hefúr alltaf verið til fólk sem berst gegn hinu almenna ósjálffæði: „Þessi heimur er ekki kyrrstætt fyrirbæri byggt hugsandi maurum sem uppgötva smám saman á skriði sínu lögmál án þess að hafa á þau nokkur áhrif... Heimurinn var eitt sinn guðabyggð, síðar litvana efnisheimur, og í fyllingu tímans mun hann væntanlega breyt- ast í friðsælli stað, þar sem efni og líf, hugsun og tilfinningar, nýjungar og hefð verka saman öllum til hagsbóta“;32) eða með öðmm hætti sagt: ver- öldin er fjölhliðungur sem hrífúr könnuði sína og breytist með þeim. 5. Reynslubyggja: Söguskilningur okkar felur sjálfsagt alltaf í sér vort af hellistálsýn, hlutdrægni og skekkju, samtími herraXbýr líklega í okkur öllum, kannski er útilokað að greina á milli þess sem kemur ffá okkur sjálfúm og hins sem berst utan að, þess sem tilheyrir raun- verulegri fortíð og hins sem á sér upptök í okkar eigin samtíma. Það breytir því ekki að eindregin raun- hyggja og róman- tísk listdýrkun eru tímaskekkjur sem komast má undan, enda minna þessi viðhorf stundum á höfin tvö í málshættinum: tvö eru höfin og ratar 28) E. E. Evans-Pritchard: Witchcraft, Oracles and Maftc Amongthe Azande. Oxford: Clarendon, 1937, 469 Auglýsing ^^— 29) Sjá til dæmis The Essential Piaget. New York: Basic Books, 1977, 198-214 30) E. Smith-Bowen: Retum to Laughter. London, 1954, 19; sjá Paul Feyerabend: Farewell to Reason. London. New York, 1987, 104-105 31) Immanuel Kant: „Svar við spurn- ingunni: Hvað er upplýsing?" Elsa Katrín Jónsdóttir og Anna Þorsteinsdóttir þýddu. Sktmir. Reykjavík, haust 1993, 379 32) Paul Feyerabend, 1987, 126 33) Róbert H. Haraldsson vfkur að vanda fjölhyggjumannsins í greininni „Lífsskoðun fjölhyggjumanns“. Ritgerðir oggreinar. Reykjavík: Háskóli ísiands, 1996, 48-58 3/,) Matthías V. Sæmundsson: „Um bók- menntasögu". Tímarit Máls og menningar 41 1997 33) Sjá þýðingu Þorsteins Vilhjálmssonar í Heimsmynd á hvetfanda hveli II, 1987, 164-166. Þessi saga vísaði hjá Galíleó í deilur um eðli halastjarna, en með „söngtifúm“ er átt við skordýr af einni ætt (cicadidae) jurtasuguættbálks, en karldýrið hefur sérstakt líffæri neðan á afturbolnum sem gerir því kleift að gefá frá sér hávært úst. heimskur hvorugt. Fræðimaður þarf að temja sér róttæk fjölhyggjuviðhorf í rannsóknum, hver sem lífsskoðun hans er, hvort sem hann hefúr elst til kaþólsku, efúistrúar eða búddadóms; hann þarf að geta brugðið sér í líki margra sjókvikinda á höfúnum tveimur vilji hann ekki steyta á skeri fúglum himinsins til athlægis.33) Hann hlýtur að tileinka sér mismunandi sjónarhorn, hvert sem ætterni þeirra er, vilji hann öðlast örlida innsýn í fjölbreytni mannlegrar hugsunar, hann hlýmr að ganga út frá því að trúarleg reynsla manna á sér margar undirstöður líkt og hamingjuvegir þeirra, að við getum ekkert vitað með vissu um hvort annað fólk hafi „innst inni“ trúað á galdur, kreddur, drauga eða efnisleg náttúrulögmál; hvað bjó svo dæmi sé tekið í hugarfylgsnum þeirra sem fyrstir nefúdu Tröllakirkju og Svörtuloft forðum? Sá sem hæðist að reynslu sllks fólks gerir því sjálfan sig að viðundri, líkt og Eggert Ólafsson um miðja átjándu öld sem ekki trúði á hverafúgla en kúrði löngum stundum við hveri í semings- von um að sjá þá þrátt fyrir allt.34* 6. Dæmisaga GalIleós GaUlei um hljóðffæð- inginn lýsir vel því sem ég á við, en í henni er sagt frá manni sem á ferð sinni um heiminn upp- götvaði fjölda ólíkra leiða til að mynda tóna og fágra söngva. Rakst hann sífellt á ný frábrigði sem hann hafði ekki órað fyrir áður, svo sem ófleygar krybbur er myndað gátu klingjandi skræki með vængjanúningi. Þegar maður þessi hélt að hann hefði séð allt, að ekki væm fleiri að- ferðir til, rakst hann á söngtifú sem sökkti hon- um í djúp favisku og hugarangurs, því hann gat með engu móti þaggað niður í skerandi tísti hennar. Hélt hann þó bæði um munn hennar og vængi. Maðurinn tók þá eftir skel á bringu tif- unnar, en undir þeim lágu þunnar, harðar sinar. Gmnaði hann að hljóðið skapaðist af sveiflum þeirra og ákvað að slíta þær í sundur til að stöðva tístið. Ekkert gerðist þó fyrr en nál hans hafði smngist inn í dýrið og svipt það bæði lffi og rödd, svo ekki fékkst skorið úr vandamálinu. Breyttist þekking hans eftir þessa reynslu í van- traust „svo hann tamdi sér að svara, þegar hann var spurður hvernig hljóð yrðu til, að hann þekkti að vísu nokkrar leiðir, en væri samt viss um að til væm margar aðrar sem væru ekki að- eins óþekktar heldur væri einnig ógerningur að ímynda sér þær“.35) ■
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Fjölnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjölnir
https://timarit.is/publication/985

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.