Fjölnir - 30.10.1997, Blaðsíða 42
Hannes Sigurðsson Landnáma hin nýja ■
Skammstafanir:
Ll.. Listasafn Islands;
LÁJ., Lístasafn Asgrims Jónssonar;
L.R., Listasafn Reykiavikur;
LA.S.I., Ustasafn A.S.I.
Helstu heimildir:
Aðalsteinn Ingólfsson: Klarval. Málari
lands og vætta. Bókaforlagið Saga,
Reykjavik 1981.
Árni Sigurjónsson: Laxness og þ]óð-
llflð. Bókmenntlr og bókmenntakenn-
Ingaráárunum mllllstriða, Vaka-Helga-
fell, Reykiavik 1986.
Asgrímur Jónsson ISlálfsævisaga), skráð
af Tómasi Guðmundssynl, Helgafell,
Reykjavik 1945.
Bataille, George: vislons ofExcess.
Selectecl Wrltlngs 1927-1939, Allan
Stoekl þýddi, Theory and History of
Uterature, vol. 14, University of Minnesota
Press.
Björn Th. Björnsson: Islensk abstrakt-
list Kjarvalsstaðir, Reykiavík 1987.
BJörn Th. BJörnsson: Islensk myndlist.
1. bindi, Helgafell, Reykiavik 1964.2. bindi,
Helgafell, Reykiavík 1973.
BJörn Th. BJörnsson: Pon/aldur Skúla-
son. Brautryðlandl islenskrar samtima-
Hstar, Bókaútgáfan Þjóðsaga, Reykiavík
1983.
Clark, T. J.: .Clement Greenberg's Theory
of Art" í Frascina, F. (ritstj.): Pollockand
After; the Crltlcal Debate, Harper and
Row, London 1985, bls. 47-63.
Dotremont, Chrlstlan: ,A propos de I'
esposition Cobra. Conversation avec
Svavar Gudnason le Peintre le plus
Nordique de Cobra' i Les Beaux-Arts, no.
971, París 1962.
Foucault, Michel: Power/Knowledge,
The Harvest Press Limited, 1980.
Gretor, Georg: Islands Kultur und selne
lunge Malerel, Jena 1928.
Guðbjörg Krlstjánsdóttlr: .Málverk KJar-
vals' i Klarval. Aldarmlnnlng, Kjarvals-
staðir, Reykjavík 1985.
Guðrún Þórarlnsdóttlr og Valtýr
Pétursson: Pórarlnn B. Porláksson,
Helgafell, Reylgavlk 1982.
Harrison, Charles: „The Ratlflcatlon of
Abstract Art", Towards a New Art, Tate
Callery, London 1980, bls. 146-155.
Helmlr Þorlelfsson: Frá elnveldi tll lýð-
veldls. Islandssaga eftir 1830, Bókaversl-
un Sigfúsar Eymundssonar, Reykiavík
1973.
Hrafnhildur Schram: Asgrimur Jónsson,
Lögberg, Reykiavlk 1986.
Indriði G. Þorstelnsson: Jóhannes S.
Kjarvai. Ævlsaga, l-ll, A.B., Reykiavík 1985.
Islenska bJúðfélaglö: Almenn kynning,
nr. 1-5, Háskóli Islands, Reykjavík 1980.
Jón Aðlls: Islenskt blóðemi. B.S.E.,
Reykjavik 1922.
Krlstin Guðnadóttlr: Landskabets rolle I
Islands Bllledekunst, Arósar 1988.
Matthias Johannessen: Kiarvalskver,
Helgafell, Reykjavík 1974.
Matthias Johannessen: SculptorAs-
mundur Svelnsson. An Edda In Shapes
and Symbols, lceland Review Books,
Reykjavík 1971
Ólafur Ragnar Grlmsson: Islenska
valtiakerfið 1800-2000. Háskóli Islands,
Reykiavík 1977.
Ólafur Kvaran: Jón Engilberts, Ustasafn
ASl, Reykjavik 1988.
Ponzl, Frank: Flnnur Jónsson, A.B.,
Reykjavík 1983.
Uttenreltter, Poul: Maleren Jón
Stefánsson, Rasmus Navers forlag, Kaup-
mannahöfn 1936.
valtýr Guðmundsson: Islantisk kultur
ved árhundredesklftet, Kaupmannahöfn
1902.
Fj
42
•• T *
olnir
tímarit handa
islendingum
hnust '97
ffá því að hann hafi komið á þúsundir heimila
meðan hann vann að ritröð sinni um íslenska
myndlist. Honum varð ljóst að listmat eigandans
stóð í beinu samhengi við ákveðið lífeviðhorf.
Ekki kemur það á óvart, en bíðum við: „En sé
hugað að hinu, hverjir eigi myndirnar sem á
[Septemjsýningunum voru, sóttu sýningarnar og
keyptu verkin, þá kemur fram mjög ákveðið þjóð-
félagslegt mynzmr. Það voru fýrst og fremst rót-
tækir menntamenn, rithöfimdar og skáld, og loks
upplýstir, frjálslyndir borgarar, sem [voru orðnir
leiðir á] „dauðum, hundleiðinlegum og slöppum“
myndum landslagshefðarinnar ...“ (Björn Th.
Björnsson: Þorvaldur Skúloson, bls. 134).
Þar höfum við það, en þó ekki alveg. Við
eigum enn eftir að velta því fyrir okkur af hverju
borgarastéttin varð höll undir módernisma. Eitt
form af svari, sem listfræðingurinn og marxistinn
T. J. Clark mundi sjálfsagt taka undir, er að segja
að til þess að halda félagslegum völdum hafi
borgarastéttin neyðst til að brjóta niður skýra
sjálfsímynd sína og samt hafi flatneskja átt að
tákna eitthvað, einhverja sérstaka og lífseiga
eiginleika til þess fallna að greina menntamanna-
stéttina frá almúganum. Utlistun gagnrýnandans
Charles Harrisons á þeim skertu samsvömnum
sem áhorfandinn fær skynjað milli ákveðinnar
myndar eða hlutar og heimsins veitir okkur trú-
lega enn betri vísbendingu. Óhlutbundin list
tengist að hans mati einnig órjúfanlega auknum
völdum millistéttarinnar. Harrison telur að óhlut-
bundin list dragi athyglina frá tengslum sínum
við hið nýja peningahagkerfi og því hverjir til-
heyri og rilheyri ekki forréttindastéttinni — ann-
ars vegar þeir sem halda því fram að þeir skilji
óhlutbundna list og hins vegar þeir sem botna
hvorki upp né niður í henni. Skilningurinn á
óhlutbundinni list byggist fremur á trú og löng-
un en á nokkrum merkingarrökum. Þessi skiln-
ingur er því þekkingarfræðilega blindur þar sem
óhlutbundið form X sem táknar Y er hvorki þar
né hér og getur aðeins verið það með gagn-
kvæmu samþykki listamannsins og áhorfenda
sem hann leiðir í sannleikann. Með öðrum orð-
um þá uppræta eða dylja „yfirskilvitlegar“ neyt-
endaafstæður allan greinarmun á „raunsæi“ þeirr-
ar myndlistar sem leitast við að tjá fýrirmynd og
hins vegar hughyggju óhlutbundinnar listar. Til-
trúin á svo fjarstæðukenndan þankagang endur-
speglar það hve borgaraleg hugmyndafræði er
veik fýrir getgátufræðum. Til að bæta fýrir „órök-
rænt“ eðli óhlutbundinnar listar voru þróaðar
kenningar til að vega upp á móti smækkun hins
tilvísaða inntaks. Niðurstöður þeirra réttlætinga
er ekki hægt að sanna eða afsanna. Af þeim sök-
um, ályktar Harrison, virðist óhlutbundin list og
framsetningarmáti hennar eða réttlæting aðeins
geta orðið kreddukennd, formleg og valdsmanns-
leg hugmyndaffæði.
Engar kenningar um óhlutbundna list hafa
verið settar fram hér á landi, að minnsta kosti eng-
ar sem orð er á gerandi. Allavega á eftir að ákvarða
það hvort þróun módernismans á íslándi samræm-
ist sjónarmiði Clarks og Harrisons. Hins vegar
leiddi athugun mín á dagblaðagagnrýni frá alda-
mótum fram til 1965 í ljós að greinilegar breyting-
ar urðu á tungutaki og málnotkun gagnrýnenda á
þessu tímabili. f smtm máli breyttist auðskilið
tungutak fýrsm gagnrýnendanna sem lém skoðun
sína í ljós við almenning smám saman í ruglings-
legar samræður, skáldlegar údistanir á myndræn-
um vandamálum, menntamannaorðfæri og fíheyrt
sambland af slangri og fornri málnotkun.
Fjórða kynslóð málara og myndhöggvara,
sem var undir áhrifúm alþjóðlegrar poppmenn-
ingar og kom fram á sjónarsviðið með stofnun
SÚM-hópsins árið 1965, hafði lítinn sem engan
áhuga á landslagsmálverkum og var heldur ekki
upptekin af þjóðernishyggju. Eins og meðal
fýrstu landnámsmannanna varð landið að nýju
einföld staðreynd lífsins — ætíð til staðar, en
skipti þó ekki máli við listsköpun. Næstu tvo ára-
tugina eða svo kom enginn „alvöru“ listamaður
nálægt landslagsmálverkinu, nema á bakvið tjöld-
in, og það var ekki fýrr en upp úr miðjum síðasta
áratug að það skaut aftur upp kollinum sem full-
gilt viðfangsefni. En það er nú önnur saga.
Á nokkrum áramgum hafði landið þróast ffá
Mynd 59 & 60:
ÁSMUNDUR SVEINSSON
Tröll, 1948
frumstæðu bændasamfélagi til fullmótaðs iðnað-
arsamfélags og á þeim tíma hafði þjóðinni tekist
að sigla inn í örugga höfn borgaralegrar dulúðar.
Landið hafði verið numið að nýju.
Kíðurstaaa
Fyrir 19. öld, áður en sjálfstæðisbaráttan hófst,
höfðu rithöfundar engan áhuga á landslagi og
þjóðernishyggja var næstum óþekkt hugtak. Þór-
arinn og Ásgrímur tóku upp þráðinn frá þjóð-
skáldunum á miðri 19. öld og voru hvattir til
dáða af Alþingi og einbeittu sér að því að mála
ákveðna sögulega staði á landinu, sem má segja að
hafi verið „þegnskylduverk“ unnið í því skyni að
sameina þjóðina í nýju efnahagslegu og pólin'sku
fýrirkomulagi og laga hana að staðháttum lands-
ins. í kjölfar kreppunnar tók gamla stjórnmála-
skipanin að liðast í sundur og um svipað leyti
kemur Kjarval fram á sjónarsviðið með einkenni-
lega og altæka jafnvægiskúnst sína. Myndir hans
em sprottnar úr hugmyndaffæði gamla stór-
bændaveldisins, en fela jafnffamt í sér hugboð um
ffamtíðarsigur borgarastéttarinnar. Með tilkomu
óhlutbundinnar listar leystist loks landslagið —
hið trausta sameiningartákn — upp í heim brota
og ráðgátna og þá slitnuðu þau sameiningarbönd
sem ríkið þurfti ekki lengur á að halda, þótt
nokkrar afsakanir kæmu fram undir kjörorðum
þjóðernishyggjunnar í formi titla (Nína) og vísana
til hefðbundins gildismats (Ásmundur).
Þessi grófi útdráttur niðurstaðna minna verð-
ur að duga á þessu stigi, en það em tvö efni í
þessari sögu sem þarfnast nánari útskýringar við.
Flestir húmanískir fræðimenn eru, að ég hygg,
sáttir við þá skoðun að listin þrífist í ákveðnu
samhengi, að til sé eitthvað sem kalla má texta-
tengsl, að ok hefðanna, fýrirrennaranna og stíl-
tegundanna takmarki það sem Walter Benjamin
kallaði eitt sinn ofsköttun hins framleiðandi
einstaklings í nafni sköpunarlögmálsins, en sam-
kvæmt því á listamaðurinn að hafa gert verk sitt
upp á eigin spýtur og upp úr sér óháð ytri að-
stæðum. Samt eru menn tregir til að viðurkenna
að pólitískur, stofnanalegur og hugmyndafræði-
legur þrýstingur hafi sams konar áhrif á einstakan
málara eða myndhöggvara, eins og með því væri
verið að gera lítið úr listinni og verðleikum henn-
ar sem alvarlegs rannsóknarefnis. Markmiðið
með þessari ritgerð er ekki að óvirða listina með
því að velta henni upp úr stjórnmálaskítnum.
Þvert á móti: það sem mér gengur til er að segja
að við skiljum betur úthald og varanleika gegn-
sýrandi forræðiskerfa á borð við menningu ef við
gerum okkur grein fýrir að innri hömlur þeirra á
listamenn og hugsuði geta verið ffjósamar, ekki
endilega þvingandi. Sérhver tilraun til að gera
skýran greinarmun á hreinni og pólitískri þekk-
ingu er því villandi. Með sömu rökum er hugtak-
ið „landslagsmálverk“ á vissan hátt misvísandi
flokkun þeirra efna sem fjalla um náttúruna
vegna þess að það hljómar eins og eitthvað fagur-
fræðilega hludaust, eitthvað sem er utan og ofan
við hversdagsleikann. Þetta var list sem hjó út
pólitískt rými, hún var orrustuvöllur andstæðra
hugmyndaffæði- og siðferðisstefha, vettvangur
ólíkra hagsmuna og merkingar, svið íhaldssemi
og sjóndeildarhringur nýrra merkinga — allt
undir formerkjum þjóðernishyggjunnar, þess
félagslega og efhahagslega bankareiknings sem
hin ýmsu valdasvið þurffi að leggja inn á. f stuttu
máli kordagði þessi list landið að nýju, breytti
hirðingjasvæði í jökulrákað taflborð þar sem
myndlistin hafði aðeins einu, en engu að síður
mjög mikilvægu hlutverki að gegna.
í öðm lagi ætti niðurstaða mín að andæfa út-
breiddri hugmynd um „mikla þróunarkeðju“
innan ffönsku ffamúrstefnuhreyfingunnar frá
impressjónistunum gegnum Cézanne til kúbisma
og um að stíllegar og hugmyndalegar flokkanir af
því tagi séu tiltölulega hreinar og beinar. íslenskir
listamenn virðast hafa stokkið yfir sum þessara
„mikilvægu“ stiga, t. d. fiítúrisma og súrrealisma.
Þeir hirm eitt og annað úr hverjum stíl, endur-
skilgreindu og sneru við merkingu þessa mynd-
máls, ósjaldan vegna misskilnings, og nýttu sér
þetta í verk sín á margvíslegan hátt í samræmi við
félagslegt og menningarlegt andrúmsloff hvers
tíma. Eins og hjá Lewis Carroll getur upp þýtt
niður og austur gemr þýtt vesmr í myndrænum
skilningi þegar þetta myndmál hefur skipt um
ríkisfáng. Með því að meta þessi verk á grundvelli
þess stíls og þeirra hreyfinga sem íslensku lista-
mennirnir kunna að hafa verið að líkja effir er
verið að misskilja vægi þeirra. Allt sem eftir stæði
væri aðeins enn eitt dæmi um einangraða speglun
stórra alþjóðlegra kraffa. Þetta er ekki aðeins afar
grunsamlegur mælikvarði heldur er með þessu
stillt upp óæskilegri ímynd af „meisturum“ og
„meistaraverkum“ sem allt annað reynir að líkja
eftir og sem öll „minni háttar“ list eða jaðarlist er
á endanum borin saman við með vafasömum
gæðastöðlum, grundvallargildum stofhananna. I
stað línulaga þróunar sem skiptist í ákveðin skeið
höfum við kynnst víxlverkun milli andstæðra
tilhneiginga ýmissa listastefna sem bæði birtist í
inntaki og í litblæ og stíl. Þessir verk eru blend-
ingar. Þau em bæði raunsæisleg (ekki bara
natúralistísk lýsing á staðháttum heldur fjalla um
söguna sem á rætur í landinu) og symbólísk
(blanda af innhverffi sálffæði og nýrri andlegri-
pólitískri samkennd af kynþáttalegum toga),
bæði efniskennd og óhlutbundin, bæði hlutlæg
og tjáningarfull. Ekki er heldur hægt að fjalla um
íslenska myndlist á þessu tímabili út ffá andstæð-
unni milli akademískrar og framúrstefhulistar,
milli náttúm og ímyndunar, milli frjálsrar pensil-
skriffar og teikningar.
Áherslurnar hafa verið á það hvernig sum
þessara frávika urðu til með því að tengja lands-
lagsmálverkið pólitísku valdi. Auðvitað er ekki
hægt að beita stjórnmálakenningu til að „tæma“
merkingu listarinnar. Gera þarf ráð fýrir innri
(sálffæðilegum einkennum listamannsins) og
öðmm ytri (fjölskyldu, starfsfélögum, fýrirrenn-
urum o. s. ffv.) þáttum líka. Og ekki þrífst listin
heldur í kynþáttalegu eða landffæðilegu tóma-
rúmi. En ef við metum ekki afl breytilegra félags-
legra skorða getum við ekki áttað okkur á þessum
merkingarstigum heldur. ■
RitgerSin, sem ber heitid „Recolonizing the Land:
Politics, Nationalism and the Icelandic Landscape
Trodition", varskrijuS viS BerkeUy-hóskóLinn í Kdli-
fomíu d vormánuSum 1990. Ámi Óskarsson þýddi
úr ensku, stytti og endursagSi, en öllum neSanmáls-
athugasemdum í ritgerSinni (153 talsins) var sleppt.