Fjölnir - 30.10.1997, Blaðsíða 27
Irmgqngw
íslenska þjóðin skynjaði sig ekki í neinum mæli
sem eina heild fyrr en á 20. öld, ekki frekar en
fyrsm landnámsmennirnir sem hingað komu frá
mismunandi stöðum í Noregi og á írlandi á 9. og
10. öld. Ef litið er á stærð landsins er ljóst að
ísland hefur verið langstrjálbýlasta land Evrópu.
Fram til loka 18. aldar vom engin þorp, hvað þá
stærri bæir, á ísiandi. Næstum öll þjóðin (hún
taldi u. þ. b. 70-80.000 manns í lok 11. aldar
sem var hámark þar til á 20. öld) var bændur sem
bjuggu á dreifðum býlum og rækmðu jarðir sínar
upp á eigin spýtur. Fyrsta eiginlega þorpið,
Reykjavík, sem síðar varð höfuðborg, hafði
algjört dreifbýlisyfirbragð og var gjörsneytt öllum
borgareinkennum þar til síðla á 3. áratugi þess-
arar aldar, og helsm embættismenn og frammá-
menn í samfélaginu sem þar bjuggu vom nógu
miklir sveitamenn til að ala sinn eigin bústofn.
Hin eiginlega höfúðborg landsins var
Kaupmannahöfn. Þar var aðsetur stjómvalda,
konungsins og ráðuneytanna, þar vom höfúð-
stöðvar dönsku verslunarfélaganna sem drottn-
uðu yfir verslun landsmanna og þar stunduðu
fslendingar æðri menntun og kynntust megin-
straumi evrópskrar siðmenningar. Að auki var
Kaupmannahöfn miðstöð rannsókna á íslenskri
sögu og íslendingasögunum og aðalvettvangur
barátm fyrir auknu pólitísku ffelsi og réttindum
þjóðarinnar sem náði hámarki með lýðveldis-
stofnuninni 1944. Vegna þess hve læsi var út-
breitt — meirihluti fúllorðinna á 18. öld kunni
að lesa og skrifá — var pólitísk starfsemi tiltölu-
lega auðveld þótt fjarlægðir væm miklar og sam-
göngukerfi lélegt. Þrátt fyrir hina dreifðu byggð
tókst þjóðernishreyfingunni á 19. og 20. öld því
að gera sér mat úr þjóðernisvitund sem smddist
við einstakt tungumál, sem h'tið hafði breyst í
þúsund ár, og sjálfstæða bókmenntahefð.
Þjóðernisstefnan sem einkenndi tímabilið
eftir um 1830 (Danska einveldið) til 1918
(Sambandslögin) var drifkrafturinn í barátmnni
fyrir heimastjórn (1904-1918) og gat af sér
hugmyndina um þjóðlega endurreisn frá miðri
19. öld. Frá upphafi var litið svo á að þessi
endurreisn ætti að byggjast á þeim hefðum og
verðmæmm sem fyrir voru. Jónas HaucrImsson
lýsti því t. d. yfir strax árið 1835 að miklu máli
skipti að endurnýja íslenskar bókmenntir og
hreinsa tunguna, berjast gegn lágkúm og smekk-
leysu rímnakveðskaparins ásamt því að efla þjóð-
Hannes Sigurðsson
rekur hér þróun
íslensku landslags-
hefðarinnar í myndlist
frá frumherjunum í
upphafi aldarinnar að
Stjórnmál,
þjóðernishyggja
og íslenska
landslagshefðin
abstrakttímabilinu
um miðja öldina
ernisanda og sjálfstæðisvitund landsmanna —
m.ö.o. að endurvekja áhuga þeirra á hinu forna
þjóðveldi, lýðræðislegum stofnunum þess, bók-
menntum og tungu.
Þjóðskáldin á síðari hluta 19. aldar undir-
bjuggu ekki aðeins jarðveginn fyrir sjálfstæðið,
heldur vökm áhuga á íslensku landslagi sem áður
hafði ekki gætt mikið í íslenskri menningu.
Rómantísk sýn þeirra á íslenskt umhverfi varð að
ríkum þætti í þjóðerniskennd í lok 19. aldar og
helsta einstaka orsökin fyrir upphafi sjónlista á
fslandi um aldamódn. Þótt útsaumur og tré-
skurður hefðu þrifist áfram eftir siðaskiptin,
1550, sem bundu enda á alla listræna fág-
mennsku (þ. á m. lýsingar bóka), er óhætt að
segja að List með stórum staf hafi haslað sér völl í
„myndlistarlegu tómarúmi". Auk þess hafði sú
krafa þjóðskáldanna að listin ætti eingöngu að
byggjast á þjóðernislegum gmnni afdrifaríkar og
langvinnar afleiðingar fyrir menningarþróun í
landinu. Fram á þriðja áramginn var hægt að
tengja þessa þróun vissri þjóðernishyggju, en með
eflingu Reykjavíkur sem höfuðborgar og sjálf-
stæðrar borgarmenningar var erfiðara að réttlæta
þessar þröngu skorður. Tonryggni rómantísku
skáldanna í garð alls sem talið var údenskt var í
raun færð yfir á borgina. Hún var talin ala á
ffamandi áhrifum og álitin deigla úrkynjunar og
stærsta ógnin við ríkjandi gildismat. Sagnffæðing-
urinn og stjómmálamaðurinn JóN Aoas ritaði t. d.
í anda Jónasar Hallgrímssonar:
íslenzka þjóðin hefur í allri sinni fátakt sannar-
lega ekki efhi á að láta slíkan fjársjóð [bók-
menntir íslendingasagnajónotaðan, slík lífsgildi
liggja t órakt og hirðuleysi. Henni veeri sannar-
lega ruzr að leita þangað í framtiðinni, í stað þess
að sníkja og snapa út um víða veröld eftir and-
legum uppbyggingarmeðulum, sem stundum þar
á ofan reynast miður vel og hafa mjóg vafasamt
gildi jyrir íslenzka þjóðmenningu.
(Jón Aðils: íslensktþjóðemi, bls. 255).
Strax ffá byrjun átmðu alþingismenn sig á
því að málaralist gæti gegnt mikilvægu hlutverki
við að sýna öðmm þjóðum, einkum þó Dönum,
að ísland væri á engan hátt menningarlega van-
þróað. Hlutverk málaralistar var því skilgreint
„opinberlega“ sem tvíþætt: Að þjappa þjóðinni
enn betur saman með því að sýna þau kennileiti
sem þjóðskáldin höfðu dásamað, og til að sýna
umheiminum að íslendingar væm nú fúllfærir
um að hasla sér völl í öllum listgreinum. >•
og leiðir í ljós
hversu nátengdir
listamennirnir
voru þjóðernis-
legum áherslum
valdsmanna í
íslenskri menn-
ingu og stjórn-
málum.
Fjölnir
houst '97 27