Fjölnir - 30.10.1997, Blaðsíða 20

Fjölnir - 30.10.1997, Blaðsíða 20
Hannes Sigurðsson Upplýsingabrögð sem myndlist Áísiisrj Hver ber ábyrgftá útlánatöpum Lands- bankans? ■ sjá bls. 30 sjábls. 14-17 i S ÓlafUr H. Jónsson og Hans Kristján Amason hafa fengið starfslokasamningana greidda: Ágúst Ármann hf. haíði hafnað samningnum sem tryggingu - sjá bls. 2 Þ^taeHjót - segir Pétur Biöndal - sjft bls. 2 „Engu er úthýst. Að því leyti má líta á íslensku dagblöðin sem eins konar fyrirmynd Inter- netsins þar sem hver sem er getur komið sínu á fram- fieri. Þeir sem hœtta sér inn á akur (islensku) fjölmiðl- anna taka hins vegar áhœttu þar sem þeir hafa engin tök á að tryggja að framlag þeirra muni að lokum hafa þá merkingu sem til var œtlast." Fj 20 olnir timarit handa islendingum hmist '97 fimm ár. Á móti kemur að ég hef stundað „ólög- legan innflutning" á framandi hugmyndum með því að „stinga" þeim inn í þessa fjötmiðla. Það besta sem maður gemr látið sig dreyma um er að koma einhvers konar róti á viðteknar skoðanir sem skilur eftir álíka ógreinileg ummerki í vitund fjöldans og staffæn mynd sem leiftrar á tölvuskjá. Því aðeins er hægt að auka umburðarlyndi og víðsýni að kynntir verði á skeleggan hátt nýir sjónarhættir sem síðar meir kynnu að leiða til opnara og gagnrýnara samfélags. Jafnskjótt og eitthvað fer inn í fjölmiðlana er ómögulegt að segja hver útkoman verður; fjöl- miðlakvörnin breytir jafhan flókinni hugmynda- ffæði í einfeldnisleg slagorð. Það sem máli skiptir er að geta rakið vísbendingar þeirra aftur til hinn- ar dýpri, ffæðilegu uppsprettu, í okkar tilfelli sýn- ingarinnar og heimspekinnar að baki henni. Ekki hafa allar sýningarnar á Mokka verið til þess fallnar að fa aðgang í fjölmiðlum á áberandi hátt vegna þess að sem betur fer fær ekki allt sem er þess virði að rækta þrifist í hávaða fjölmiðlanna. Til að einbeita sér að þögn þarfnast maður kyrrð- ar og til að ná til fjölmiðla þarf maður að skrúfa hljóðstyrkinn í botn — satt að segja þarf maður að beita hliðstæðum markaðsbrögðum og þegar auglýst er Hollywoodmynd eða rokkkonsert. Þessi Trójuhestsaðferð, ef svo má kalla, hefur falið í sér gríðarlega vinnu og hefur fært mér átta möppur af blaða- og tímaritaúrklippum eða um fjórtán hundruð tilvimanir í tengslum við sýn- ingarnar sem ég hef staðið að, og þá em útvarps- og sjónvarpsútsendingar ekki taldar með. Það er þetta efni, á víð og dreif í flæmi dag- blaðanna, sem er efnisleg niðurstaða sýningar- vinnu minnar. Þótt myndlist og hlutvera séu ef til vill jafnórjúfanleg og orð og ljóð er það næst- um að verða vistfiæðileg nauðsyn að yfirstíga efiiislegt eðli myndlistarinnar og svipta starfsem- ina um leið því ffumstæða blætiseðli sem tengist hlutnum. Með öðmm orðum, þegar efhið sem nota þarf til að skapa myndlist hefur þjónað til- gangi sínum er það endumnnið og geymt í sam- þjöppuðu formi sem texti og mynd. Það verður orðræða, eins og Jón Proppé benti á í erindi sínu. Gemr myndlistin lifað af hlutinn? Ég veit það ekki. Gemr myndlistin haldið velli án þess að tengjast neinu beinlínis áþreifanlegu? Á hún nokkurra kosta völ? Skiptir það máli? Hér em nokkur dæmi til að gefa dálida hugmynd um umfang Mokkasýninganna. (Höfundur sýndi ráðstefhugestum fjölda litskyggna af síðum íslenskra dagblaða þar sem finna máttí m. a. umfjöllun um eftirfarandi sýningar. Myndirnar eru fimmfaldar og upp í sjöfaldar kópíur af frummyndinni og útskýrir það loðið og gróf- kornað útlit þeirra.) 1. íslerislci myrmiistarrcrillinn „íslenski myndlistarrefillinn“ (október 1992) var ein fýrsta sýningin sem ég skipulagði á Mokka. Á henni átm verk þrjátíu og fimm kunnir lista- menn á aldrinum tuttugu til áttatíu ára sem vinna í mjög ólíkum stíl og efhi. Mikið kynslóða- bil, ágreiningur og taugatrekkingur hefur löngum skaðað samstöðu listamanna hér á landi, en ég vildi freista þess að lempa þessar deilur á tákn- rænan hátt í anda „cadavre exquis“. Sautján metra langur og fimmtíu sentímetra breiður léreftsdúkur sem náði hringinn í kringum salar- kynnin var heffur á veggina og síðan kom einn listamaður á hverjum degi og gerði 40 cm verk á staðnum. Næsti listamaður varð að taka tillit til stíllegra marka verksins við hliðina, en andstæð- um hreyfingum og greinum var teflt ffam hver gegn annarri. öllum listamönnunum var þannig gert jafnhátt undir höfði og þótt blöndun stílteg- undanna tækist ekki jafnvel og vonir stóðu til veitti „refillinn“ áhorfendum innsýn í sköpunar- ferlið með þvf að fera vinnustofu listamannsins inn á kaffihúsið. 2. Kqffí með Kriati__________________________ „Kaffi með Kristi“ (desember 1993) var næstum tvö ár í undirbúningi vegna þess hve mjög þurffi að ganga á eftir öllum átta kristnu söfhuðunum í landinu, þ. á m. þjóðkirkjunni og tveimur bók- stafstrúarsöfhuðum, til að fa þá til að taka hönd- um saman með því að lána dýrmæta krossa. Að auki komu krossar ffá K. F. U. M., Hjálpræðis- hernum, Rauða krossinum, ffansiskana- og karmelítanunnuklaustrunum, Dómkirkjunni, Kirkjugörðum Reykjavíkurborgar, búðum og verksmiðjum og fjölmörgum unglingum og listamönnum. Staðurinn var troðfullur af alls konar krossum; róðukrossum, höklum, hálskross- um, duftkrukkum og legsteinum. Við þetta breyttist Mokka í drungalega kapellu. Meira að segja súkkulaðið ofan á cappuccinobollanum var krosslaga. Að auki lagði fólk marga ástkæra erfða- gripi að veði fýrir handgerða og nauðaómerkilega rauða, hvíta og svarta trékrossa. Andrúmsloffið var svo rafmagnað af sektarkennd, sorg og iðrun að nokkrir fastagestir héldust ekki við og komu ekki affur fýrr en sýningin var búin. Sýningunni, sem var í hrópandi mótsögn við ailt jólaglingrið á götum úti, var ætíað að vekja umræður um kenn- ingar Krists með því að minnast dauða hans á afmælisdaginn. Stór hópur fólks af öllum þjóð- félagsstigum, trúaðs og trúlauss, lét ffá sér fara hugleiðingar um núverandi stöðu kirkjunnar. 3. Stqlkonnw_______________________________ „Stálkonan" (október 1993 og maí 1996) er alveg nýtt fýrirbæri, sögulega séð, og tilkoma hennar er verulegt áfáll fýrir ímynd hinnar fullkomnu konu sem hefur ráðið ríkjum ffá upphafi siðmenningar. Raunar trúðu menn því lengi vel að konan væri eina kvenkyns spendýrið sem ekki gæti þroskað vöðvaafl sitt svo neinu næmi (hún gæti aðeins aukið eða minnkað fitumagnið í líkama sínum). Þessi framúrstefnuútgáfa af kvenkyninu hefur ekki aðeins ruglað marga karla og konur í rím- inu, heldur einnig vakið hrylling og viðbjóð. Engu að síður hefur ströng vaxtarrækt kvenna haff veruleg áhrif á venjulegar konur sem nú virðast skyndilega sækjast eftir stæltari kroppum. í samræmi við þá kenningu að áhrif seydi smám saman út í samfélagið fara allar metnaðarfullar fegurðardísir og fýrirsætur nú í líkamsrækt fjór- um sinnum í viku, auk þess náttúrlega að líta effir börnunum. Ljósmyndir Bills Bobbins af vaxtarræktarkon- um í Flex og Muscle & Fitness hafa gegnt mikil- vægu hlutverki í því að ákvarða þá mælikvarða sem smðst er við í keppnum. Að auki hefur hann setið í mörgum fjölþjóðlegum dómnefhdum, þ. á. m. í dómnefnd fýrir keppnina Ungfrú Ólympíu. í stuttu máli hefur hann verið eins konar opinber talsmaður þessarar íþróttagreinar, þ. e. a. s. ef hægt er að kalla vaxtarrækt íþrótt. Sýning Dobbins á Mokka 1993 kann að vera fýrsta gallerísýningin á atvinnuvaxtarræktarkon- um. Þremur árum síðar var ég beðinn að setja upp Dobbinssýningu í Listasafninu á Akureyri í tengslumjvið yfirlitssýningu á viðkvæmnislegum nektarmýndum Cunnlaucs Blöndals (d. 1962). Sýnirígín varð sú fjölsóttasta í sögu safnsins og sótti hana um helmingur bæjarbúa. Hún var sett upp í Kringlunni í kjölfarið þar sem næstum mttugu þúsund manns sáu hana. Þessar vinsældir stöfuðu ekki síst af komu Dobbins og vaxtarræktarstjarnanna Meussu Coates og Ericcu Kern sem tóku þátt í málþingi um „Stöðu kvenímyndarinnar“. Meðal pallborðs- ræðumanna vom tveir bókmenntaffæðiprófessor- ar við Háskóla íslands, sagnffæðingur, félags- ffæðingur, mannffæðingur, sálffæðingur, lífeðlis- ffæðingur, líffiæðingur, blaðamaður, leikari, sér- ffæðingur í fegurðarsamkeppnum og tvær þeirra stúlkna sem keppm um titilinn Ungfrú ísland 1996 og skiptust þær á dæmigerðum uþpstilling- um við vöðvabúntin tvö. Til að vekja meiri athygli á heimsókninni stormuðu þessar valkyrjur léttklæddar um bæinn, árimðu ljósmyndir í höfuðvígi bókmenntaaðalsins, tóku þátt í tísku- sýningum og buðu upp á ljósmyndatökur í sund- laugum og uppi á jöldi. Mjög skiptar skoðanir em á því hvað vaxtar- ræktarkonur eigi að þroska með sér mikla vöðva og í hvaða hlutföllum. í tengslum við sýninguna var viðtal við vaxtarræktarkonuna og baráttukon- una Laurie Fierstein sem er ein vöðvastæltasta kona Bandaríkjanna. Hún býr hvorki yfir þeim hlutföllum, samhæfingu, jafhvægi, heildarúditi né „hörundsflokki" sem þarf til að vinna til opin- berra verðlauna. Samt er hún ófús að gera mála- miðlun og setja vaxtarmöguleikum sínum skorð- ur, heldur segir: Vaxtarmkt kventut snýst ekki bara um það að byggja upp vöðva eða reyrut að öðlast visst útlit. Þrátt jyrirfordóma gagnvart konum almennt, og sérstaklega gagnvart þeim sem eru feitar, hefur konum loks tekist að skapa sinn eigin vettvang. Það á viðþar ruestum allar, nema vöðvastœltu konuna. Hún er álitin ógeðsleg varla einu sinni mannleg, algjört viðundur! Formaður okkar litu áreiðanlega ekki út eins og Twiggy eða Kate Moss, þessar flatbrjósta og beinaberu konur sem Calvin Klein notar í auglýsingum slnum. Fegurðardrottning er i raun ekki nema drög að konu. Handleggurinn er flókinn likamshluti sem er gerður af náttúrunn- ar hendi til að við notum hann. Handleggir kvenna voru ekki gerðir til að hengja á úr og armbónd. Ólíkt tiskujyrirsatunni er líkami minn sprottinn beint úr náttúrunni — ekkifrá Madison Avenue. 4. Hwer« konor perri ert bú?_______________ „Hvers konar perri ert þú?“ (undirtitill: „Enginn er verri þótt hann sé perri“, apríl 1995) var sam- sýning ofurmasókistans Bobs Flanagans og New York-ljósmyndarans Mauku sem tók myndir af sadó-masó-neðanjarðarmenningu stórborgarinnar af þessu tilefhi. Það var verulegum erfiðleikum bundið að sýna gatanir, brennimerkingar og hlandböð (,,golden-showers“) á opnu torgi eins og Mokka þar sem búast má við börnum, að ekki sé talað um kvalafulla eistnakramningu Flana- gans. Til að leysa þetta vandamál voru ljósmynd- irnar sveipaðar svörtum gardínum sem á vom >•
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Fjölnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjölnir
https://timarit.is/publication/985

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.