Bændablaðið - 07.02.2013, Blaðsíða 1

Bændablaðið - 07.02.2013, Blaðsíða 1
3. tölublað 2013 Fimmtudagur 7. febrúar Blað nr. 388 19. árg. Upplag 28.000 Niðurstöður skýrsluhalds: Mestu meðalafurðir sem mælst hafa Alls skiluðu 587 mjólkur framleið- endur afurða upplýsingum fyrir árið 2012, en það eru um 88% framleiðend anna. Árskýr á skýrslu árið 2012 voru tæplega 22.900 og er það fjölgun frá fyrra ári. Meðal afurðir ársins voru 5.606 kg/árskú, sem eru mestu meðalafurðir sem mælst hafa. Mestar afurðir voru í Skagafirði þetta árið, eða 6.095 kg/árskú. Snæfellingar fara einnig yfir 6.000 kg markið. Miðdalur í Kjós er afurðahæsta bú ársins 2012 með 8.086 kg/ árskú, en þar búa þau Guðmundur H. Davíðsson og Svanborg Anna Magnúsdóttir. Jón Grétarsson og Hrefna Hafsteinsdóttir á Hóli í Sæmundarhlíð fylgja fast á eftir með 8.058 kg/árskú. Afurðahæsta kýr ársins 2012 var síðan Urður 1229, Laskadóttir á Hvanneyri í Andakíl. Urður mjólkaði 13.031 kg síðastliðið ár. – Sjá nánar í Fjóstíru á bls. 36. Í vetur hefur verið töluvert um bilanir á raflínum vegna brotinna staura og slitinna lína í kjölfar ísingar og óveðurs. Vaxandi kröfur hafa því verið um að leggja raf- línur í jörð þar sem hætta er á snjóflóðum eða miklum veðrum vegna staðhátta. Þetta á við um marga staði á landsbyggðinni, til að mynda á Vest fjörðum, þar sem mikið hefur verið um tjón á loftlínum á síðustu tveim mánuðum. Háværar kröfur hafa verið um úrbætur, meðal annars á Alþingi, en athygli vekur að opinber innflutningsgjöld á jarðstrengjum skuli í raun gera þá mun óhagstæðari kost en loftlínur og torvelda úrlausn þessara mála. Jarðstrengir bera 15% vörugjald en loftlínur ekkert Jón Bjarnason alþingismaður gerði fyrirspurn til fjármála- og efnahagsráðherra hinn 5. nóvember 2012 um verð og álagningu á efni til raforkuflutnings. Í svari ráðherra hinn 23. janúar 2013 kom fram að allt efni í loftlínur er undanþegið vörugjöldum. Vír sem er án rafmagnseinangrunar fellur undir tollskrárnúmer 7312.1000 og ber auk úrvinnslugjalds 25,5% virðisaukaskatt. Aftur á móti bera háspenntir jarðstrengir (á tollskrárnúmeri 8544.6000) 15% vörugjald og að auki leggst á þá 0,15% eftirlitsgjald og 25,5% virðisaukaskattur. Samkvæmt innflutningsskýrslum nam innflutningur á háspenntum jarðstrengjum 778 milljónum króna á árinu 2011. Álagt vörugjald hefur samkvæmt því numið tæplega 117 milljónum króna og eftirlitsgjald liðlega 1 milljón króna. Þá má ætla að virðisaukaskattur af endanlegri sölu á umræddri vöru hafi numið nálægt 300 milljónum króna að því er segir í svari ráðherra. Hækkar raforkuverð og seinkar endurbótum á dreifikerfi Það liggur því fyrir að álögur ríkisins hækka verð jarðstrengja umfram loftlínur. Það leiðir síðan til hækkunar á raforkuverði og seinkar endurbótum á 11 KV dreifikerfi til bænda. Það seinkar einnig þrífösun á einstökum býlum og hægir á uppbyggingu stofnlína. Ljóst er að þetta vörugjald leggst þyngst á notendur í dreifbýli, þar sem flutningsleiðir til hvers notanda eru lengri en í þéttbýli. Einnig mismunar þessi gjaldtaka stórnotendum og almennum raforkukaupendum. Á komandi árum mun öll styrking og viðbætur á dreifikerfi til almannanota verða á formi jarðstrengja og loftlínur eingöngu verða byggðar til að tengja stórvirkjanir og stóriðju. Jón Bjarnason spurði því ráðherra einnig hvort til stæði að lagfæra þennan mismun á gjöldtöku á mismunandi rafflutningsefni eða lækka gjöldin. Svar ráðherra var skýrt og einfalt: „Ekki eru uppi áform um breytingar á gjaldtöku af rafflutningsefnum sem stendur.“ Fyrst og fremst pólitísk spurning Árni Steinar Jóhannsson, stjórnarformaður RARIK, segir að það sé fyrst og fremst pólitísk spurning hvort vilji sé til að taka á þessu eða ekki. Ef jarðstrengir væruódýrari gæfi auga leið að hægt væri að flýta úrbótum á dreifikerfinu. „Við viljum allt gera til að hraða þessari jarðstrengjavæðingu. Þetta er rekstarlegt hagkvæmnisspursmál fyrir okkur og það er ekkert smá tjón sem orðið hefur bara í vetur. Það hefði samt orðið hryllilegt ef staðan hefði verið eins og fyrir tíu árum, því þrátt fyrir allt er búið að strengvæða gríðarlega mikið. Við erum alltaf að taka verstu kaflana hverju sinni og notum á hverju ári alla þá peninga sem við getum til að koma kerfinu í jörð.“ Ekki staðið við niðurgreiðslur Árni segir það líka umhugsunar efni hvernig þessu sé stillt upp í framhaldi af breytingum á raforkulögum 2003. Það sé einnig pólitískt spursmál hvernig farið sé með niðurgreiðslur til almennra notenda í þessu stóra landi. „Þá ætlaði ríkið sér alltaf að koma með meiri niðurgreiðslur en þeir peningar hafa aldrei skilað sér að fullu. Við höfum margbent á það að RARIK og Orkubú Vestfjarða sitja uppi með allt dreifbýlið inni á sínu kerfi, sem er langdýrasti þátturinn. Í sjálfu sér borgar sig illa að leggja rafmagn upp í efstu dalabyggðir. Þetta er þó samveita og þessi hluti samveitunnar er tekinn út fyrir sviga. Orkuveita Reykjavíkur, HS Orka og Norðurorka Akureyri greiða lítið sem ekkert til þessara mála í krafti þess að þau þjóna mesta þéttbýli landsins. Það var því alltaf ásetningurinn með breytingum á raforkulögunum 2003 sem tóku gildi af fullum þunga 2004 að vegna þessarar stöðu fengju OV og RARIK framlög til að greiða niður dreifingu til almennra nota í þessu mikla dreifbýli. Í stuttu máli sagt hafa þeir peningar aldrei skilað sér að fullu og þar vantar núna um 800 milljónir króna.“ – Fyrst þetta er ekki að skila sér, eru þá ekki líkur á að það sama verði uppi á teningnum varðandi fögur fyrirheit um niðurgreiðslur vegna stórhækkaðs orkuverðs ef farið yrði út í að selja rafmagn um sæstreng til útlanda? „Hugsi nú hver fyrir sig,“ sagði Árni Steinar Jóhannsson. /HKr. Truflanir á raforkuflutningum á landsbyggðinni ýta undir kröfur um lagningu rafstrengja í jörð: Ríkið torveldar sjálft lagningu jarðstrengja með mismunun á innflutningsgjöldum – vörugjöld valda hækkun raforkuverðs og seinka þrífösun til bænda – engin áform uppi um breytingar Vakning er meðal sauðfjárbænda um aukna nýtingu á fjárhundum við búskapinn. Hér sýnir tíkin Röskva fénu á bænum Giljum í Mýrdal hver það er sem ræður og það eigi að halda sig auðmjúkt við fætur Jón Geirs Ólafssonar húsbónda hennar. Hann er bóndi og hundaþjálfari og býr í Gröf í Skaftártungu. – Sjá nánar á bls. 12. Myndi / Jónas Erlendsson 14 Líkjörar og snafsar úr íslensku hráefni 18 Þúsundþjalasmiður í háloftunum Dýravelferð á Íslandi verði á stalli með svissneskum úrum 24-25 Íslenskir minkabændur: Ævintýrið heldur áfram Í upphafi fjórða uppboðsdags hjá Kopenhagen fur í Kaupmannahöfn er ljóst að meðalverð á íslenskum minkaskinnum mun enn hækka. Björn Halldórsson, formaður Sambands íslenskra loðdýrabænda, er staddur í Kaupmannahöfn og segir hann að von sé til þess að um 400 milljónir fáist fyrir íslensk skinn á uppboðinu sem lýkur í dag. Ef fer fram sem horfir stefnir í að útflutningstekjur af íslenskum minkaskinnum verði um eða yfir tveir milljarðar króna á árinu. Það eru ríflega 800 kaupendur á uppboðinu og hafa þeir aldrei verið fleiri. Þar af eru um 500 kaupendur frá Kína, sem er langstærsti markaður skinna í heiminum. Uppboðið nú er stærsta uppboð sögunnar með tilliti til fjölda skinna en tæpar 5,6 milljónir skinna verða boðnar upp á uppboðinu. Um 30.000 íslensk skinn verða boðin upp og eru þau af flestum tegundum og litum. Þó er mest um dökk skinn nú en á síðasta uppboði voru ljósari skinn í meira mæli. Ljós skinn eru almennt dýrari en dökk og því er hækkunin sem virðist ætla að verða frá síðasta uppboði enn merkilegri. Uppboði á högnaskinnum er lokið og er meðalverðið nú þegar nálægt 12.000 krónum á skinnið. Það er um 4-6 prósenta meðalhækkun frá síðasta uppboði, sem var í desember síðastliðnum. Byrjað var að bjóða upp skinn af læðum í gærmorgun og að sögn Björns fór uppboðið mjög vel af stað. Líkur eru því til að verðið muni enn hækka. /fr

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.