Bændablaðið - 07.02.2013, Blaðsíða 10

Bændablaðið - 07.02.2013, Blaðsíða 10
Bændablaðið | Fimmtudagur 7. febrúar 201310 Fréttir Loksins hafa stríðinu í kringum Laxárdeiluna verið gerð góð skil og er hún komin á hvíta tjaldið. Herforinginn í því máli, Hermóður Guðmundsson í Nesi, sagði í útvarpsviðtali á þeim tíma að Þingeyingar settu Laxár- og Mývatnssvæðið á sama stað í náttúruvernd og Þingvelli. Ég hygg að í dag taki flestir Íslendingar undir orð þessa friðsæla og vígdjarfa bónda sem reis gegn offari og áformum um eyðileggingu á náttúru þar sem einstökum perlum átti að fórna svo og lífsstarfi kynslóða í friðsælli sveit. Laxárdalnum og Mývatni átti að fórna, heilu bújörðunum átti að sökkva án þess svo mikið að ræða það við fjölskyldurnar sem þær áttu og byggðu þar sitt lífsstarf á búskap og tekjum sem Laxá og Mývatn gáfu og gefa enn. Í þessari einstöku kvikmynd eru viðtöl við karla og konur sem tóku þátt í þessum atburðum og mennina sem sprengdu dýnamítið með hvelli, fólkinu sem söng þjóðsöngva þegar áin þess varð frjáls á ný. Það er enginn svikinn af að heyra sögu þessa fólks, hún er sögð af hógværð um þau hatrömmu átök sem geisuðu en fólkið segir þó söguna alla. Blóðið við suðumark Þegar íslenskir bændur gerast „skæruliðar“ og grípa til að eyðileggja mannvirki er blóð komið að suðumarki, þannig var það þarna. Náttúruvernd steig í nýjar hæðir þennan dag, hinn 26. ágúst 1970. Og jafnframt aukin virðing fyrir eignarétti og spurningunni um rannsóknir og afleiðingar röskunar í náttúrunni. Sigríður Tómasdóttir í Brattholti er persóna sem enn mun uppi eftir þúsund ár í minningunni, hún er jafnan talin fyrsti náttúruverndarsinninn á Íslandi. Það er ævintýraljómi yfir minningu Sigríðar og baráttu hennar fyrir verndun Gullfoss. Hún hótaði að fórna lífi sínu fyrir fossinn. Gullfoss var samt á ný kominn í umræðu og rannsakaður sem virkjunarkostur þegar Laxárdeilan geisaði á sjöunda áratugnum. Barátta Þingeyinganna sýnir hversu mikilvægt er að virða náttúruna og horfa á heildarmyndina að öll rök séu höfð að leiðarljósi. Í kringum virkjanir verða alltaf átök og í mínum huga höfum við og verðum að færa fórnir og nýta náttúruna okkur til hagsbóta og að sem minnstur skaði hljótist af. Stjórnvöld á hverjum tíma, hver sem þau eru, verða að ganga þannig um dyr að varúðin sé leiðarljós og öll rök séu tekin með í reikninginn. Samtíðinni bjargað frá stórslysi Kvikmynd Gríms Hákonarsonar er mikilvæg heimild og enn betri fyrir það að hann nær að ræða við fólkið sem í stríðinu stóð, þar á meðal lögfræðing bændanna Sigurð Gizurarson og sprengimennina Arngrím Geirsson í Álftagerði og Guðmund Jónsson á Hofsstöðum sem er nýlátinn, en sá þriðji var Eysteinn Sigurðsson á Arnarvatni, sem einnig er fallinn frá. Myndin flytur vel samhug og baráttuvilja sveitafólksins þar sem allir voru sem einn maður, sextíu og þrír ákærðir, jafnmargir og alþingismennirnir eru í dag, en stjórnvöld sömdu fyrir rest frið og bændurnir unnu fullan sigur. Samstaðan og sigurviljinn, ást bóndans á lífríki landsins bjargaði samtíðinni frá stórslysi. Sigurður Gísli Pálmason á heiður skilinn fyrir að fjármagna þessa baráttusögu og jafnframt þakka ég honum um margt einstakt viðtal í Silfri Egils um náttúruvernd og framtíðarhugsun í sátt við landið þar sem græðgin víkur fyrir hófstilltari hugsun. Guðni Ágústsson framkvæmdastjóri SAM skrifar: Samstaðan og sigurviljinn Holdanautaræktun ekki sjálfbær nema innflutningur erfðaefnis komi til Ónýttir möguleikar eru í fram- leiðslu á nautakjöti hér á landi, þar sem eftirspurn eftir íslensku nautakjöti er mun meiri en framleiðendur anna. Ástæður þess eru einkum að nautakjötsframleiðslan er að stærstum hluta stunduð sem hliðarbúgrein með mjólkur- framleiðslu og flestir sláturgripir eru af íslenska kúakyninu, sem fyrst og fremst er ræktað til mjólkurframleiðslu en ekki til kjöt framleiðslu. Ef stunda á kjötframleiðslu í einhverju mæli með holdanautakynjum er nauðsynlegt að flytja inn erfðaefni úr slíkum kynjum. Þetta er meginniðurstaða starfshóps um nautakjötsframleiðslu og stöðu holdanautastofnsins á Íslandi sem þáverandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra skipaði árið 2011. Skýrsla starfshópsins var birt á vef atvinnuvegaráðuneytisins í dag. Starfshópinn skipaði fólk með mikla þekkingu í nautgriparæktinni, en í honum sátu Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir, Magnús B. Jónsson, Snorri Hilmarsson, Auður Lilja Arnþórsdóttir og Þorsteinn Ólafsson, sem tók sæti Auðar síðar. Sökum meiri eftirspurnar eftir nautakjöti en framleiðendur ná að anna er nokkuð magn nautakjöts flutt inn árlega. Auka mætti innanlandsframleiðslu með auknum ásetningi nautkálfa og bættri nýtingu á vaxtargetu þeirra gripa sem nú eru nýttir til kjötframleiðslu. Gripir af þremur holdakynjum eru ræktaðir á landinu, Galloway, Aberdeen Angus og Limousin. Lítill fjöldi gripa er hér á landi eða rétt tæplega 1.500 blendingskýr. Mikill skyldleiki er orðinn milli þeirra og af þeirri ástæðu og litlum fjölda þeirra er sjálfbær ræktun til lengri tíma ómöguleg. Ef stunda á kjötframleiðslu í einhverjum mæli með holdagripum þarf að koma til innflutningur á erfðaefni úr holdakynjum. Innflutningur erfðaefnis og gripa er bannaður en hægt er að sækja um undanþágur frá slíku banni. Fordæmi eru fyrir því að slíkar undanþágur hafi verið veittar. Þó er tekið fram að innflutningur á erfðaefni einn og sér myndi ekki nýtast sem skyldi nema gerðar yrðu ráðstafanir til að byggja upp innviði greinarinnar, m.a. með ráðgjöf, skýrsluhaldi og bættu kjötmati. /fr ESB-aðild mun leiða til breytinga á innflutningsgjöldum á bílum: Myndi hækka verð umtalsvert á mörgum vinsælum bíltegundum á Íslandi Ef Ísland gerist aðili að Evrópu- sambandinu mun verð á bílum líklega hækka um nálægt 5% að meðaltali, að því er fram kemur á Evrópuvef Alþingis, upplýsingaveitu um Evrópusambandið og Evrópumál. Í svari við fyrirspurn Haraldar Ólafssonar um hvernig verð á nýjum bílum muni breytast ef Ísland verður hluti af Evrópusambandinu segir meðal annars: „Stórir bílar, jeppar og pallbílar, sem notið hafa vinsælda á Íslandi, eru einkum fluttir inn frá Asíu og Bandaríkjunum og mundu því bera 10% toll eftir aðild. Flestir litlir bílar eru hins vegar fluttir inn frá aðildarríkjum Evrópusambandsins en á viðskipti þeirra á milli eru ekki lagðir neinir tollar. Ekki er óhugsandi að evrópskir bílar gætu hækkað í verði á Íslandi frá því sem nú er í skjóli tollverndar Evrópusambandsins. Á móti því mælir hins vegar gott umhverfi til verðsamkeppni meðal evrópskra bílaframleiðenda og möguleiki neytenda til að flytja sjálfir inn bíla þaðan sem þeir eru ódýrastir. Engir innflutningstollar eru á bílum sem fluttir eru hingað til lands. Há vörugjöld eru lögð á bíla á Íslandi, óháð því hvaðan þeir eru fluttir inn og hvar þeir eru framleiddir, en Evrópusambands- aðild breytir engu um þau. Evrópusambandið leggur hins vegar 10% innflutningsgjald á bifreiðir sem framleiddar eru utan þess. Á þessu eru undan tekningar, til dæmis hefur sambandið gert samning við Suður-Kóreu um niðurfellingu tolla á árunum 2014-2016. Ef Ísland gengur í Evrópusambandið mundu bílar frá Japan og Bandaríkjunum hins vegar væntanlega hækka í verði um 10% hér á landi eða um sem nemur innflutningsgjaldi á bifreiðir samkvæmt tollskrá Evrópusambandsins. Hér verður að vísu að athuga að framleiðendur bíla frá Asíu hafa sett upp verksmiðjur í Austur-Evrópu og framleiða þar smábíla, sem eru vinsælir þar. Þannig spara þeir bæði flutningskostnað og tolla. Þessa bíla yrði hægt að flytja tollfrjálst til Íslands. Japanskir jeppar, pallbílar og aðrir stórir bílar, sem notið hafa hvað mestra vinsælda hér á landi, eru hins vegar ekki framleiddir í þessum verksmiðjum. Verð þeirra mundi því hækka um 10%. Það sama gildir um bíla frá Ameríku.“ Við aðild að ESB þyrftu Íslendingar áfram enga tolla að greiða af bílum framleiddum innan sambandsins en 10% tollur yrði lagður á bíla fram- leidda utan þess. Munnur hestsins – námskeið hjá Endurmenntun LbhÍ Endurmenntun LbhÍ mun í samstarfi við Matvælastofnun standa fyrir námskeiði á Hvanneyri laugardaginn 23. febrúar er ber nafnið Munnur hestsins. Mikil umræða hefur verið um undan farna mánuði um áhrif beislabúnaðar, áverka í munnvikum hrossa og fleira í þeim dúr. Auðvitað er það svo að tamning hesta og notkun til reiðar felur í sér umtalsverðar breytingar á líkamsstarfsemi þeirra. Meðal annars fær munnurinn nýtt hlutverk sem er gjörólíkt því sem honum er ætlað frá náttúrunnar hendi. Dr. Sigríður Björnsdóttir, dýralæknir hrossasjúkdóma hjá Matvælastofnun, hefur mikla þekkingu á þessu sviði og hefur tekið út stöðuna, m.a. í tengslum við hross í keppni. Þekking á byggingu og virkni munnsins er mikilvæg fyrir samspil manns og hests og til að fyrirbyggja særindi í munni reiðhesta. Á námskeiðinu mun Sigríður, eða Systa eins og hún er kölluð, fara ítarlega í líffræði munnsins í máli og myndum en auk þess sýnikennslu á lifandi hestum. Að lokum verða eiginleikar mismunandi méla skoðaðir og hvernig er hægt að draga úr hættunni á að þau og annar beislisbúnaður skaði hestinn. Hámarksfjöldi á námskeiðinu er 12 þátttakendur. Skráningar fara fram um heimasíðuna www.lbhi.is/namskeid eða í síma 433 5000 (Ásdís Helga). Áfram dregst saman sá úrgangur sem Akureyringar og Eyfirðingar fara með til urðunar, en á liðnu ári voru urðuð tæp 6.719 tonn. Árið á undan voru þau tæplega 7.100 tonn og árið 2010 fóru um 9.600 tonn til urðunar. Skýringar á þessum mikla sam- drætti má finna í breyttri meðhöndlun úrgangs á öllu Eyjafjarðarsvæðinu. Urðunarstað á Glerárdal var lokað og þarf nú að fara um langan veg með sorp til urðunar, sem kostar umtalsverða fjármuni. Það er því allra hagur að sem minnst sé urðað af sorpi. Öll sveitarfélög á svæðinu hafa tekið upp meiri flokkun og því fer mun stærra hlutfall til endurvinnslu en áður. Mikil flokkun heima við Mikil flokkun fer fram á heimilum og eins hafa mörg fyrirtækið tekið upp betri flokkun sorps en áður. Hlutfall heimilisúrgangs í því sem fer í urðun er um 27% og rekstrar- úrgangur um 73%, en þær tölur eru ekki alveg nákvæmar þar sem erfitt er að halda nákvæma skráningu yfir sumt af úrgangi, eins og t.d. opna óvaktaða gáma og þar sem fyrirtæki og heimili eru með sameiginlega úrgangssöfnun. 432 tonn í brennslu Í brennslu á Húsavík fóru um 432 tonn. Þar eru dýraleifar stærstur hluti en einnig er þar sóttmengaður úrgangur, spilliefni, trúnaðarskjöl, ýmiss konar plast o.fl. Ætla má að nokkuð meira af úrgangi hafi farið til brennslu annars staðar á landinu, en ekki hefur verið hægt að greina það magn nákvæmlega. /MÞÞ Enn minnkar úrgangur sem fer til urðunar

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.