Bændablaðið - 07.02.2013, Blaðsíða 6

Bændablaðið - 07.02.2013, Blaðsíða 6
Bændablaðið | Fimmtudagur 7. febrúar 20136 Málgagn bænda og landsbyggðar LOKAORÐIN Bændablaðið kemur út hálfsmánaðarlega. Því er dreift til allra bænda landsins og fjöl margra annarra er tengjast land búnaði. Bændablaðinu er dreift ókeypis til þeirra er stunda búskap en þéttbýlisbúar geta gerst áskrifendur að blaðinu. Árgangurinn kostar kr. 6.900 en sjötugir og eldri og lífeyrisþegar greiða kr. 3.450. Bændablaðið er í eigu Bændasamtaka Íslands. Bændablaðið, Bændahöll við Hagatorg, 107 Reykjavík. Sími: 563 0300– Fax: 562 3058 – Kt: 631294-2279 Ritstjóri: Hörður Kristjánsson (ábm.) hk@bondi.is – Sími: 563 0339 Blaðamenn: Erla H. Gunnarsdóttir ehg@bondi.is Margrét Þ. Þórsdóttir mth@bondi.is – Freyr Rögnvaldsson fr@bondi.is – Sigurður M. Harðarson smh@bondi.is Auglýsingastjóri: Eiríkur Helgason eh@bondi.is – Sími: 563 0303 – Myndvinnsla og frágangur: Prentsnið ehf. Netfang blaðsins (fréttir og annað efni) er bbl@bondi.is Netfang auglýsinga er augl@bondi.is Vefsíða blaðsins er www.bbl.is Prentun: Landsprent ehf. – Upplag: sjá forsíðu – Landsprent og Íslandspóstur annast dreifingu blaðsins. ISSN 1025-5621 Frumvarp til náttúruverndarlaga boðar stofnanaræði, leyfisumsóknir og aukið eftirlit LEIÐARINN Stjórnmálaflokar ryðjast nú fram á völlinn hver af öðrum og lofa gulli og grænum skógum. Bara ef fólk vilji vera svo elskulegt að kjósa frambjóðendur þeirra í vinnu á Alþingi í þágu almennings næstu fjögur árin. Oftar en ekki hafa flokkarnir samt komist upp með að svíkja jafnharðan gefin loforð um leið og talið hefur verið upp úr kjörkössum. Er ekki mál til komið að breyting verði á þeim ósóma? Fjölmargir bændur hafa frá því fyrir hrun íslenska fjármálakerfisins barist í bökkum vegna mikils fjármagnskostnaðar í sínum rekstri. Þekkt eru mörg dæmi um ágengni fjármálastofnana við að hvetja bændur til fjárfestinga við stækkun og tækjavæðingu búa sinna. Allt var það í nafni hagræðingar og væntinga sem sérfræðingar bankanna gáfu um aukna arðsemi. Oftar en ekki varð þessi mynd að hryllingsmynd þegar bankarnir hrundu. Í sumum tilfellum var um gengistryggð lán að ræða sem tóku stökkbreytingum við hrunið. Í öðrum tilvikum voru lánin tryggð í hinu einstæða íslenska verðtryggingarkerfi. Erfitt er að greina hvor leiðin hafi verið verri. Eitt er víst að í hörmungum lántakenda hefur margsinnis verið sýnt fram á keðjuverkunaráhrif verðtryggingarvitfirringarinnar með slæmum afleiðingum fyrir heimili, fyrirtæki og þar með talinn landbúnaðarrekstur. Allt frá því verðtryggingin var „tímbundið“ sett á með Ólafslögum árið 1979 hafa raddir verið háværar um nauðsyn þess að afnema hana sem fyrst. Þrátt fyrir fögur loforð og fyrirheit hafa pólitíkusar svikið þau loforð jafnharðan. Nærtækast er þar að benda á núverandi forsætisráðherra, Jóhönnu Sigurðardóttur. Í vor fær þjóðin enn á ný tækifæri til að ráða fólk í vinnu á Alþingi til að gæta sinna hagsmuna. Því hlýtur það að vera ein af helstu kröfum almennings að fá skýr svör frá forystumönnum flokkanna fyrir kosningar hvernig þeir ætli að haga sinni vinnu að kosningum loknum. Hvernig þeir ætli t.d. að taka á lána- málum almennings og fyrirtækja. Hvaða áætlanir flokkarnir hafi um að flýta leiðréttingu á innistæðu- lausri vaxtaútreikningsskekkju heimila og fyrirtækja, bæði vegna gengistryggðra- og verðtryggðar lána. Eða ætla menn bara að bíða eftir enn einni rassskellingunni í dómssölum? /HKr. Taka verður frumvarp til náttúruverndarlaga til gagngerrar endurskoðunar. Bændasamtökin gerðu umsögn þegar það var í kynningardrögum en lítið hefur efni frumvarpsins batnað. Af lestri þess að dæma kemur fram það sem kalla mætti skilningsleysi á lífi í landinu. Efni frumvarpsins og markmið þeirra sem það flytja og stefna að lögfestingu þess ætla ég ekki annað en einlæga umhyggju fyrir umhverfi og náttúru. En því miður er ekki viðurkennt að til að nýta landið þarf oftar en ekki að ganga um það og í mörgum tilvikum að breyta ásýnd þess. Efni frumvarpsins er andi þeirra sjónarmiða að náttúran og landið verði best varðveitt með friðun eða með því að gefa út leyfi, taka upp kerfi og eftirlit. Einhvers konar þjóðgarðavæðing. Að sjálfsögðu er ekki með því verið að taka undir að leyfa eigi óþarfa röskun, óheftan utanvegaakstur eða annað háttarlag sem getur skaðað okkar viðkvæmu náttúru. En sem dæmi skal nefnt hér að skilningur á þörfum búskapar er takmarkaður, t.d. á umferð um lönd bænda, ræktun og annarri nýtingu. Um landbúnaðarland verður að tryggja skilning á athöfnum bænda. Fleiri atriði eins og leyfafargan og eftirlit vegna ræktunar má nefna. Dæmi er ræktun á mýrlendi. Hvar eiga t.d. skilin að liggja um notkun á innfluttum „lífverum“? Má þar nefna að mest af því fræi sem bændur nota til ræktunar er framræktað og framleitt á erlendri grund. Öðruvísi geta ekki orðið þær framfarir eða sá eftirsótti árangur sem fæst af nýtingu á nýjum plöntum í jarðrækt. 15 ára tún eru óræktað land samkvæmt skilgreiningu frumvarpsins Þá skal ekki sleppt að nefna hér furðulega skilgreiningu á ræktuðu landi: „Ræktað land: Land sem nýtt er til framleiðslu plöntuafurða og sem breytt hefur verið með íhlutun til að auka eða bæta slíka framleiðslu með reglulegri áburðargjöf og/eða jarðvinnslu og sáningu. Hafi landið ekki verið ræktað í 15 ár telst það óræktað land.“ Með þessari skilgreiningu er langstærsti hluti núverandi túnræktar bænda gerður að órækt samkvæmt skilgreiningu náttúruverndarlaga. Það er síðan annað mál að tún ættu almennt ekki að verða gömul, án þess að vera endurræktuð, með skiptirækt eða með öðrum hætti. Fátt bætir hagkvæmni fóðurframleiðslu og beitar meira en markvisst endurræktunarstarf. Það sem er verra er að andi frumvarpsins er á margan hátt lýsandi um að ekki eigi að þróa okkar landbúnað neitt frekar, að hann þurfi til dæmis ekki að stækka eða áherslur að breytast. Ræktunarland í heiminum er af skornum skammti, mannkyninu fjölgar og þéttbýli eykst. Við virðumst ekki geta áttað okkur á hvert hlutverk okkar er og hver tækifæri okkar eru; með ræktunarlönd okkar sem eru enn ónýtt og þá auðlind sem er vatn. Frumvarpið má ekki loka á slík tækifæri og alls ekki læsa okkur inni í stofnanaræði, leyfisumsóknum og eftirliti með okkur sem erum að nýta landið. Með þessu er alls ekki verið að hafna sjónarmiðum náttúruverndar en þar er hlutverk bænda mikið og ríkt. Enda hafa þeir með verkum sínum sýnt að þeir eru almennt liðtækir í landbótum og náttúruvernd. Eignarhald fasteigna Í lögfræðiáliti sem innanríkisráðuneytið hefur látið vinna eru færð rök fyrir því að heimilt sé að setja reglur um eignarhald á fasteignum á Íslandi. Kannski öfugt við það sem oftast hefur verið túlkað um heimildir okkar til að hafa áhrif á þróun eignarhalds á fasteignum. Umræða um heimild útlendinga til að eiga fasteignir hér á landi er gömul. Um það var sett löggjöf árið 1919 þar sem fram komu, í ræðu Jóns Magnússonar forsætisráðherra, sjónarmið um að aðgreina eignarhald á húsum og bújörðum. Umræða undanfarin ár hefur ekki síður hverfst um þetta atriði hvort skynsamlegt sé að hafa slíkar takmarkanir. Varðandi landeignir er það sérstaklega viðkvæmt, ekki síst með vísun til umræðu hér að framan um horfur í fæðuframleiðslu heimsins. Ekki síður vegna nýtingar auðlinda, veiðiréttar og fleiri þátta sem snúa beint að þróun búsetu og byggðar. Í svari við fyrirspurn á Alþingi um þróun eignarhalds á bújörðum kemur skýrt fram að ekki sé um neinn bráðavanda að ræða. Það hafa ekki margar bújarðir farið í eign manna sem búa utan landsteinanna. Einmitt þess vegna er tækifæri að meta frumvarp eða hugmyndir innanríkisráðherra og ræða framtíðarhorfur og ekki síst hagsmuni af slíkum ákvæðum. Fyrir fram er ekki hægt að hafna sjónarmiðum innanríkisráðherrans. Heldur er hvatt til að bændur og samtök þeirra taki þau til umfjöllunar og hafi á þeim yfirvegaða skoðun og láti sig umræðuna varða. Hugmyndir ráðherra um að hafa áhrif á þróun byggðar og nýtingar á fasteignum, húsum eða landi eru gott innlegg í umræðu um hvernig við viljum t.d. sjá sveitir og byggð þróast. Að ræða og setja reglur um eignarhald, fjárfestingar – hver sem á í hlut – er verðugt verkefni. Það er ekki eftirsóknarvert að jarðir séu í eignarhaldi þeirra sem vilja ekki samsvara sig hagsmunum byggðanna. /HB Skýr svör óskast Eldhestar að Völlum í Ölfusi er sveitahótel og hestaleiga staðsett í friðsælu umhverfi stutt frá Hveragerði. Samkvæmt viðskiptavinum og starfsfólki Ferðaþjónustu bænda er aðstaðan og þjónustan hjá Eldhestum til fyrirmyndar. Starfsfólkið leggur mikinn metnað í að taka hlýlega á móti gestum og kynna íslenska hestinn sem best fyrir þeim. Þá er einnig vel hugað að umhverfis- og gæðamálum hjá fyrirtækinu. Hróðmar Bjarnason, einn eigenda Eldhesta, segir frá hugmyndinni á bak við fyrirtækið og hvernig reksturinn hefur þróast: „Hugmyndin kviknaði þegar stofnendur fyrirtækisins lágu í heita læknum í Reykjadal í ágústmánuði árið 1986. Markmiðið var að gefa erlendum jafnt sem innlendum ferðamönnum tækifæri á að upplifa landið og margbreytileika íslenska hestsins eins og Íslendingar hafa sjálfir gert í rúmlega þúsund ár. Í upphafi buðum við styttri hestaferðir inn á Hengilssvæðið og í nágrenni Hveragerðis. Á síðustu 26 árum hefur margt breyst. Í dag bjóðum við stærsta úrval hestaferða á landinu, eða 35 ferðir með reyndum leiðsögumönnum, vítt og breitt um landið, allt árið um kring fyrir allan aldur og öll getustig, frá einni klukkustund upp í vikulangar ferðir.“ Dagsferðin inn í Reykjadal, þar sem hugmyndin að stofnun Eldhesta kviknaði, er einmitt vinsælasta ferð fyrirtækisins frá upphafi. Hróðmar bætir við: „Það er skemmtilegt að segja frá því að í einni slíkri ferð fór hópur danskra og sænskra gesta í lækinn á meðan fararstjórinn þurfti að halda í alla tíu hestana um 150 m frá baðstaðnum til að hlífa við- kvæmum gróðri. Fararstjóranum láðist að segja gestunum frá því að þau gætu legið í ca. 30 mínútur í læknum. Þegar ein klukkustund var liðin fór fararstjórinn að ókyrrast en hann náði ekki sambandi við gestina og mátti sig hvergi hræra. Svo fór að gestirnir lágu í læknum í tvær og hálfa klukkustund, svo mikið nutu þeir þess. Sjaldan hefur fararstjóri upplifað ánægðari gesti en einmitt í þessari ferð!“ Eldhestar er með virka umhverfis- stefnu og hótelið var fyrsti gististaðurinn á Íslandi til að fá viðurkenningu norræna umhverfismerkisins Svansins. Eldhestar fengu einnig umhverfisverðlaun Ferðamálastofu árið 2011 og hestaleigan Eldhestar hlaut gæðavottun Vakans árið 2012. Hróðmar útskýrir mikilvægi þessara áherslna: „Þar sem starfsemi okkar snýst um það að sýna fólki einstæðar óbyggðir landsins skiptir miklu máli fyrir framtíðina að halda landinu hreinu. Að mínu mati er það skylda fyrirtækja í þessari grein að leggja sitt af mörkum til að viðhalda náttúrunni hreinni og óspilltri. Umhverfisstefna okkar byggist á því að halda neikvæðum umhverfisáhrifum í lágmarki, m.a. með því að fylgja merktum reiðleiðum, hafa nægjanlega fjölda fararstjóra með í ferðum sem og að taka upp umhverfisvæna starfshætti í allri starfsemi Eldhesta.“ Umhverfisáherslur voru einmitt í forgrunni í byggingu hótelsins á sínum tíma, en öll aðstaða þar er til fyrirmyndar. Herbergin eru 26 að tölu, rúmgóð og vel búin, gestir hafa einnig aðgang að heitum pottum og verönd með fallegu útsýni og skemmtilegt h e s t a þ e m a er áberandi í skreytingum. Fjölbreyttar veitingar eru í boði í björtum matsal sem rúmar allt að 80 manns, hægt er að slaka á í koníaksstofu með arni og góð aðstaða er til ráðstefnuhalds á staðnum. Nánari upplýsingar um Eldhesta veita María Reynisdóttir, kynningar- stjóri hjá Ferðaþjónustu bænda, s. 570 2700, netfang: mariar@farmho- lidays.is og Fríða Rut Stefánsdóttir, Hótel Eldhestum, s. 480 4800, net- fang: eldhestar@eldhestar.is. Eldhestar að Völlum í Ölfusi BÆR MÁNAÐARINS – FEBRÚAR 2013 Mynd HKr.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.