Bændablaðið - 07.02.2013, Blaðsíða 21

Bændablaðið - 07.02.2013, Blaðsíða 21
21Bændablaðið | Fimmtudagur 7. febrúar 2013 Dekkjainnflutningur Viltu spara Eigum á lager flestar stærðir traktors, vagna og vinnuvéladekkja á góðu verði. Einnig mikið úrval fólksbíla og jeppadekkja á lager, 10% aukaafsláttur. Vorum að fá sendingu af vörubíladekkjum, 22.5" Verðdæmi: Skotbómulyftaradekk 405/70-24 kr. 116.000 m/vsk Traktorsdekk 380/70 R24 kr. 109.000 m/vsk Traktorsdekk crossply 16,9-34 kr. 122.000 m/vsk Verð gildir á afhendingastöðvar Landflutninga um allt land. Jason ehf Hafnarstræti 88 Akureyri Vinsamlegast hafið samband við Ármann Sverrisson 896-8462 - e-mail manni@gott.is Tryggva Aðalbjörnsson 896-4124 Vélar og tæki frá vönduðum framleiðendum á fínu verði Yanmar VIO 38 U beltagrafa með vökvastýrðu hraðtengi, 3,9 tonn. Yanmar C80 beltavagn, burður 800 kg og ábyggð ámokstursskófla. FG Wilson P88-1 rafstöð 70 kw í hljóðeinangruðu húsi. FG Wilson P50-1 rafstöð 40 kw ásamt skiptirofa. Tsurumi brunndælur fyrir slóg, skolp og önnur erfið verkefni. Linser gúmmí og stálbelti fyrir flestar gerðir beltavéla. Smiðjuvegur 28 200 Kópavogur S. 534 5300 www.impex.is Lesendabás Árni Halldórsson, Garði í Mývatnssveit: Ferill hreindýra í íslensku umhverfi – uppblástur óhjákvæmilegur ef hreindýrin koma aftur í Þingeyjarsýslur Talið er að þeim hreindýrum sem breiddust hér út hafi verið sleppt í land í Vopnafirði. Þau hafi síðan breiðst þaðan í vestur yfir öræfin. Getið er um þau í Máldögum Skinnastaðarkirkju vegna þeirrar plágu sem af þeim hlaust og gróðureyðingu, þá sérstaklega eyðingu fjallagrasa (Páll Pálsson Aðalbóli). Svo halda dýrin vestur á öræfin, þá á allt svæðið á millum Jökulsár á Fjöllum og Laxár í Þingeyjarsýslu, og þar byrjaði ballið fyrir alvöru. Ég las í bókinni Frá Íslandi til Brasilíu, hún byrjar á lýsingum á árferði og þeim hörmungum sem gengu yfir landið með manna- og skepnufelli. Vorið 1701 er fólk farið að hrynja niður úr hungri. Svalbarðshreppur missti 20 manns af 14 bæjum. Reykdælahreppur missti 90 manns af 60 bæjum og Höfðahverfi missti 40 manns af 30 bæjum. Álíka margir dóu úr hungri í Tjörnesi, Kelduhverfi og Núpssókn frá þessum tíma fram að 1858-59, sem var síðasti skurðarveturinn í stórum stíl að sagt er. Veturinn 1856 segir Pétur í Reykjahlíð í dagbók sinni að veturinn 1852 hafi verið drepin 52 hreindýr í sveitinni og höfðu þau þá verið hér áður svo fleiri þúsundum skipti. Voru hreindýrin orsök uppblásturs Austurfjalla en ekki sauðféð? Ég hafði oft velt því fyrir mér af hverju mólendi Austurfjalla var svo blásið sem raunin er. Gat aldrei séð hvernig landið hafði fordjarfast svo geysilega þar. Sumarbeit sauðfjár gat varla spillt svona landinu, þá voru ærnar heima og mjólkaðar í kvíum svo vart gat þá verið nema sauðir og hagalömb sem voru rekin á afrétt. Varla gátu þau eyðilagt svo mikið víðerni. Þegar hreindýrin voru búin með flétturnar fóru þau að drepast. Ég man að faðir minn sagði þegar hreindýrin hurfu þá sást varla t.d. kræða í Búrfellshrauni og víðar, en hreindýr voru ákaflega gráðug í kræðuna. Í dag er kræðan víða komin til baka. Talað um hreindýraplágu Ég las frásögn Péturs frá 1856 um pláguna af hreindýrunum og að þau hefðu verið hérna svo þúsundum skipti og veturnir harðir. Kannski hafa dýrin verið hátt í sömu tölu hér á þessu svæði eins og öll hreindýr landsins í dag, þá varð eitthvað undan að láta þegar krafsað er í lynglendið og öllu lyngi flett ofan af jarðveginum af svona stórum og öflugum dýrum. Þá stendur allt landið varnarlaust að vori þegar kápan er horfin en þurr jarðvegurinn svo ófrjór og laus í sér að um endurgræðslu er ekki að ræða á landinu. Þá er ekkert eftir nema að fjúka, og drepur fokjarðvegurinn það sem eftir er af grónu landi svo það er allt orðið auðn sem áður var gróið og gjöfult land og er þetta ferli ennþá í gangi. Væri verra ástandið ef Landgræðslan væri ekki búin að lyfta grettistaki hér víða. Alls staðar blasir við hreindýra- auðnin. Um Hrútafjöll, Eilíf og norður frá Grjóthálsi langleiðina að Svínadal. Að sunnanverðu Austaraselsheiði, frá Heiðarsporði, norðaustur sunnan Jörundar um Austari- og Vestari-Brekkur, Neistabörð og norður í Grænulág. Einnig norður af Jörundi austan Hágangna út að Dagmálahól. Eins vestan Hágangna frá Graddabungu um Hágangnadal. Hólasand norður á Þeistareyki og austan Húsavíkurfjalls, einnig svæðið austur frá Reykjahverfi. Þetta er aðeins það sem ég þekki til hér og ekki er allt talið, þá er austan Jökulsár eftir. Uppblástur óhjákvæmilegur ef hreindýrin koma aftur í Þingeyjarsýslur Ef svo hrapallega fer að hreindýrin komi aftur hér í Þingeyjarsýslur getur það ekki endað með öðru en að þar blási allt upp á nýjan leik og meira til. Bæði það sem búið er að græða upp af landi og það sem eftir er af gamalgrónu landi. Einnig það sem er að gróa upp af sjálfu sér. Þetta mun allt glatast. Þetta verða allir að leggja niður fyrir sér og hrapa ekki að neinu þaðnnig að ekki verður aftur snúið. Illa haldin og dauð hreindýr á Norðurfjöllum Freysteinn Jónsson, sem fæddur var 1903 og dó 2007, var ern til þess síðasta. Hann fræddi mig um margt gamalt, en hér er ein frásögn þar sem hreindýr koma við sögu. ,,Það var haustið 1921 að ég fór í seinni göngur á Norðurfjöll það sem er frá Kröflu norður á móts við Kelduhverfunga og suður um Grjótháls og Eilífsvötn. Þegar við komum á norður á fjöllin fórum við að finna dauð hreindýr, önnur lágu og gátu ekki staðið upp en þó með lífsmarki. Sum hrukku á fætur er komið var að þeim en lögðust er frá þeim var snúið. Illugi Einarsson í Reykjahlíð var gangnaforingi, hann bannaði okkur að snerta dýrin þar sem þau væru eitruð.“ Endalok hreindýranna voru þau að haustið 1935 sáust 36 dýr hér á fjöllunum en vorið 1936 voru þau horfin og sjást vonandi aldrei aftur. Það væri stórslys, því þau henta ekki þeim vistkerfum sem hér eru ráðandi í gróðri heiðanna, þá byrjar aftur eyðileggingin sem endar með auðn. Hreindýr skilja eftir sig auðn vestan Laxár Einu hef ég tekið eftir, að heiðin vestan Laxár er öll gróin yfir alla ása og heiðarland en þegar komið er í Hvítafell og Þorgerðarfjall sem eru á heiðinni vestan Laxár eru þau blásin. Þarna hef ég heyrt að hreindýr hafi komið að vetrinum en flæmd burt að vori, hvert þetta endurtók sig oft get ég ekki sagt um. Þegar kemur austur yfir Laxá er landið víða mjög illa farið og blásið. Hver ástæðan er á þessu svæði, önnur en vera hreindýranna, er vandséð. Þegar ég var um 10 ára var á heimilinu gamall maður og man ég enn sumt sem hann var að segja frá, þar á meðal þegar hann var vinnumaður hjá Pétri í Reykjahlíð og passaði féð á Dalshúsum í Hlíðardal. Lýsti hann ágangi hreindýranna þannig að þegar þau sáust var sigað á þau hundum til að fæla þau frá, því ef þau komust í beitiland sauðfjárins snerti féð ekki við því landi til beitar eftir það. Þessi aðferð hefur eflaust verið höfð til að halda hreindýrunum frá bithögum víðar. Ég var með Landgræðslunni að gera við girðingu austan Laxárdals vestast á Hólasandi. Þar eru falleg heiðarlönd upp yfir austurbrún dalsins og dágóð rönd uppi á sandinum fallega gróið land. Þá datt mér í hug að hundsfærið, Laxdælir, hefði sigað hreindýrunum frá sér. Bændur og aðrir landbótamenn að taka höndum saman til varnar Nú eru hreindýraspekúlantar farnir að gæla við þá hugmynd að koma hreindýrum aftur í Þingeyjarsýslur. Því verða bændur og aðrir landbótamenn að taka höndum saman til varnar svo illvígum ágangi sem hreindýr eru hér á foksvæðunum norðaustanlands. Komið getur til þess að ráða lögmann til aðstoðar í vörn málsins: 1. Fá úr því skorið hvort það standist lög að taka hreindýr inn á almennan bithaga. 2. Þarf nema 1 aðila sem neitar öllu þótt fleiri vilji? 3. Gildir þetta í sameign í vötnum og afrétti? 4. Eru þessi lög í gildi enn í dag? 5. Þá verður eigandi hreindýranna að fjarlægja þau og þá hafa bændur ekkert annað ráð en að fella dýrin ef þau koma. Eru þeir ekki í fullum rétti til að verja sitt land? Ég veit um fólk sem segir að ef hreindýr komi á okkar land verði þau skotin. Ef lyng og mosaþekjan á jarðveginum rofnar blæs landið upp og grær ekki aftur. Því breytist jarðrakinn og skjól gróðurs hverfur. Hreyfing moldar og sands varnar því að landið geti fest gróður að nýju, því jarðvegurinn er svo rýr og magur þegar öll kápan sem hélt raka og skjóli er horfin. Berglind Orradóttir, sérfræðingur Landgræðslunnnar, lýsti þessu ferli vel í útvarpsþætti á dögunm, miklu betur en ég get gert. Þá verður allt Norðausturland gróðureyðingu að bráð og saga Norðurfjalla endurtekur sig víðar, bæði austan og vestan Jökulsár. Rasið ekki um ráð fram Bændur og aðrir sem hafa yfir landi að ráða. Rasið ekki um ráð fram, þarna er vistkerfi gróðurs tugþúsunda ára gamalt sem hægt er að eyðileggja á örskotstíma og getur þurft að bíða eftir nýju vistkerfi jafnvel tugþús- undir ára. Vil ég benda á Stikluþátt Ómars Ragnarssonar um Loðmundarfjörð þar sem vetrarbeit hreindýra kemur fram, eins og ég hef skýrt hér að framan. Þetta er í þættinum um Steinasafnið í Stöðvarfirði, aftarlega í fyrsta þætti í nýju seríunni hans Ómars þar sem fjórir diskar voru gefnir út rétt fyrir jól.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.