Bændablaðið - 07.02.2013, Blaðsíða 14

Bændablaðið - 07.02.2013, Blaðsíða 14
Bændablaðið | Fimmtudagur 7. febrúar 201314 Líkjörar og snafsar úr íslensku hráefni – óskað eftir íslenskum eplum til framleiðslunnar Bocuse d‘Or, óopinber heims- meistara keppni matreiðslu manna, var haldin í frönsku borginni Lyon í lok síðasta mánaðar. Að þessu sinni var það Sigurður Kristinn Laufdal Haralds son, matreiðslu- maður á Vox, sem keppti fyrir hönd Íslands. Er skemmst frá því að segja að Sigurður lenti í áttunda sæti af 24 þátttakendum. Keppnin er haldin annað hvert ár og höfum við Íslendingar átt þátt takanda frá 1999. Lengst hafa Íslendingar náð árið 2001, þegar Hákon Már Örvarsson vann til bronsverðlauna, og alltaf hafa Íslendingar verið í hópi þeirra tíu bestu. Sandhverfa og nautalund Matseðlar Sigurðar voru tveir; fiskréttarseðill og kjötréttarseðill. Á fiskréttarseðlinum var boðið upp á sandhverfu með stökku grænmeti og ylliblómaediki. Sem skraut-með- læti var m.a. hefðbundinn íslenskur reyktur lax, akurhænuegg og dillk- rydduð vinaigrette. Á kjötréttarseðlin- um var írsk nautalund hjúpuð stökkri kartöflustöppu og brenndri töðu. Sem meðlæti var m.a. akurhænuegg með uxahalaseyði, jarðsveppir og reyktur mergur. Um sjötíu Íslendingar voru mættir til Lyon til að hvetja íslensku kepp- endurna áfram með þokulúðrum og klappi, en Sigurði til aðstoðar í mat- reiðslunni var Hafsteinn Ólafsson. Þjálfari Sigurðar var Þráinn Freyr Vigfússon, yfirmatreiðslumaður á Kolabrautinni og keppandi Íslands á Bocuse d‘Or árið 2011. Hann náði þá sjöunda sæti. Það voru Frakkar sem báru sigur úr býtum. Lið Dana hlaut silfur- verðlaun og Japanir fengu bronsið. Hægt er að fá nánari upplýsingar um matseðlana á vefnum bocusedor. is. /smh Bocuse d‘Or matreiðslukeppnin í Lyon: Ísland í áttunda sæti – með sandhverfu, ylliblómaedik, reyktan lax og írska nautalund Í litlu brugghúsi í Hafnarfirði er vatni breytt í gómsæt vín. Snorri Jónsson rekur þar 64° Reykjavík Distillery ásamt Judith Orlishausen – og þó að húsnæðið sé af smærri gerðinni er óhætt að segja að þau séu stórhuga í framleiðslu sinni. Hvergi er kastað til höndunum; hvorki í hráefnisvali né í kröfum um hreinleika afurðanna. Snorri segir að þau kappkosti að nota íslenskt hráefni í afurðir sínar, en vörulína þeirra telur nú þrjár snapsategundir, fjóra líkjöra og eina vodkategund. Hann segir að hugmyndin að þessari bruggverksmiðju hafi fæðst 2008. Hann hafi menntað sig í Danmörku, í því sem kallast hátæknifræði (e. mechatronics), og að námi loknu starfaði hann um árabil í Þýskalandi. Bruggverksmiðjan 64°Reykjavík Distillery var svo stofnuð haustið 2009 með það að markmiði að framleiða fyrsta flokks áfenga drykki úr íslensku hráefni. Fyrirtækið fékk fljúgandi start með fyrstu vörulínuna sína, líkjörana þrjá (bláberja, krækiberja og rabarbara), þegar krækiberjalíkjörinn hreppti silfurverðlaun í alþjóðlegri samkeppni (ISW) í Berlín 2011. Á síðasta ári fékk fyrirtækið svo hin virtu alþjóðlegu Red dot award – hönnunarverðlaun fyrir vörulínuna – sem eru að sögn Snorra gríðarleg viðurkenning og til marks um að hönnunin sé framúrskarandi á sínu sviði. Reksturinn hefur frá upphafi verið fjármagnaður af þeim sjálfum og án styrkja. Snorri sinnti rekstrinum í byrjun til hliðar við aðalvinnu sína í Danmörku. Fyrsta afurðin sem Reykjavík Distillery þróaði var bláberjalíkjörinn, gerður úr íslenskum bláberjum, og naut hann strax mikilla vinsælda. Á þeim grunni fékkst bolmagn til að þróa næstu tvær tegundir; rabarbara- og krækiberjalíkjöra sem fóru í sölu í byrjun árs 2011. Síðan hafa smám saman bæst við einiberjasnafs, brennivín, aðalbláberjalíkjör og viðhafnarbrennivín – auk hágæða vodkans Kötlu sem kynntur var í desember síðastliðnum. Ekkert til sparað Snorri segir að ekkert sé til sparað í framleiðslunni í leit að rétta keimnum. Hann nefnir í því sambandi að notast er við mikið magn ferskra kryddjurta í brennivíninu þeirra og einiberjasnafsinum – af kúmeni og einiberjum – og hráefni líkjöranna er heldur ekki naumt skammtað. „Við reynum helst að fá innlent hráefni en stundum er það ógerlegt og þá leitum við að gæðavörum út fyrir landsteinana. Við leggjum okkur sértaklega eftir lífrænt ræktuðum afurðum. Við erum ófeimin við að gera tilraunir með það frábæra íslenska hráefni sem er í boði.“ Vinna að þróun á íslensku viskíi Við höfum átt í samstarfi við rannsóknarstofu í München, við Weihenstephan-háskóla, á nokkrum sviðum. Til að mynda erum við í samvinnu við rannsóknir á íslensku byggi, því núna er á stefnuskránni að fara af stað með tilraunir á íslensku viskíi. Við fáum mikið út úr því að vera í samstarfi við fagfólk sem deilir áhuganum með okkur. Við erum enn á fullri ferð í vöruþróun og sífellt að reyna fyrir okkur með hráefni. Þar er helst að nefna, stikilsber, perur, epli og plómur sem eru tegundir sem hægt og rólega að ryðja sér til rúms hérlendis og við höfum þegar gert tilraunir með, þannig að það er margt í pípunum. Ég hef verið að leita fyrir mér hjá eplabændum á Íslandi um hráefniskaup en greinin virðist enn vera of stutt á veg komin hér á landi til að það sé raunhæft að fá eingöngu íslensk epli. Í ljósi hins mikla ávaxtaáhuga Íslendinga á allra síðustu árum er þó við því að búast að raunhæft verði að halda úti framleiðslu á vörum úr íslenskum eplum í nánustu framtíð,“ segir Snorri. Hann biðlar til þeirra eplabænda sem nú þegar eru með ríflega uppskeru, að setja sig í samband við sig. /smh Snorri Jónsson með líkjörana og snafsana. Eimingartækin eru í bakgrunni. Mynd / smh Námskeið á vegum Landstólpa: Frá hugmynd að fjósi Landstólpi heldur eins dags námskeið um hönnun, frágang og tæknilegar lausnir í fjósum. Á námskeiðunum, sem haldin verða í húsnæði Vélavals í Varmahlíð 25. mars og í húsnæði Landstólpa í Gunnbjarnarholti 26. mars, verður farið yfir helstu þætti er lúta að grunnhönnun fjósa, frágangi og notkun þeirra. Fjallað verður um nýjungar á sviði mjaltatækni og hönnunar á mjaltaaðstöðu, sem og kynntar mikilvægustu breytingar á hönnunarforsendum síðustu 10 ár. Á námskeiðinu verður lögð sérstök áhersla á hönnun á aðstöðu fyrir kvígur í uppeldi og kynntar þær lausnir sem algengastar eru erlendis. Rætt verður í máli og myndum um tækifæri og vandamál sem skapast þegar bú eru stækkuð og þeim breytt, sem og kynntar svokallaðar SOP- og LEAN-aðferðir við stjórn kúabúa og mjólkurframleiðslu. Þetta er námskeið sem á erindi til allra kúabænda sem eru að velta fyrir sér nýbyggingu, viðbyggingu eða endurbótum á núverandi aðstöðu. Fyrirlesari á námskeiðunum verður Snorri Sigurðsson, ráðgjafi við Þekkingarsetur landbúnaðarins í Danmörku. Snorra Sigurðsson þekkja flestir bændur hér á landi, en hann hefur unnið við bæði kennslu og rannsóknir í tengslum við nautgriparækt í mörg ár og hefur verið ötull við að miðla fræðslu til bænda með tíðum greinarskrifum í Bændablaðið og á heimasíðu Landssambands kúabænda. Snorri starfar nú sem ráðgjafi hjá Þekkingarsetri landbúnaðarins í Danmörku og er hans aðalstarf að leiðbeina dönskum kúabændum um atriði sem lúta að mjólkurgæðamálum, tækni í fjósum og aðbúnaði gripa og hönnunar á nærumhverfi þeirra. Greiða þarf kr. 10.000 fyrir þátttöku en námskeiðin uppfylla kröfur Starfsmenntasjóðs Bændasamtaka Íslands um tímalengd og faglegt innihald og því geta þátttakendur sótt um styrk frá sjóðnum eftir að þátttöku er lokið. Staðfesta þarf skráningu á námskeiðið í síma 480 5600 eða með tölvupósti til: landstolpi@landstolpi. is Námskeiðin hefjast kl. 9 og lýkur kl. 17. Vinsamlegast staðfestið þátttöku sem fyrst, þar sem fjöldi þátttakenda er takmarkaður. Sigurður Kristinn Laufdal Haraldsson. Mynd / freisting.is Fiskrétturinn. Mynd / Matthías Þórarinsson Kjötrétturinn. Mynd / Matthías Þórarinsson Á hverju ári koma nokkrir hópar úr háskólunum í heimsókn til Bændasamtakanna til að fræðast um landbúnað og hitta starfsfólk og forystumenn bænda. Á dögunum kom tæplega 50 manna hópur erlendra stúdenta í Bændahöllina og snæddi íslenska kjötsúpu að hætti innfæddra. Spurningarnar voru margvíslegar, m.a. hvort hér á landi væru ræktuð bananatré og hvort auðvelt væri að fá vinnu í sveit á sumrin. Margir stúdentanna lýstu áhuga sínum á að komast í sumarvinnu á sveitabæjum og tóku nokkrir því fegins hendi að geta auglýst í smáauglýsingum Bændablaðsins. Erlendir stúdentar kynna sér íslenskan landbúnað

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.