Bændablaðið - 07.02.2013, Blaðsíða 30

Bændablaðið - 07.02.2013, Blaðsíða 30
30 Bændablaðið | Fimmtudagur 7. febrúar 2013 Íslenskir ráðunautar á faraldsfæti – þriðji hluti greinar um endurmenntunar- og fræðsluferð Félags fagráðunauta: Tékkneskir bændur sóttir heim Þriðji hluti um endurmenntunar- og fræðsluferð sem Fagfélag ráðnauta stóð fyrir dagana 29. ágúst til 7. september síðastliðinn til Slóvakíu og Tékklands. Um er að ræða lokagrein ferðarinnar en hér verður gerð grein fyrir heimsóknum hópsins í Tékklandi. Margrét Ingjaldsdóttir og Sigríður Bjarnadóttir unnu upp úr dagbókarfærslum ferðalanganna. Hauggasvinnsla skuldlaus eftir 5 ár Við heimsóttum fyrirtæki að nafni ROLS Lesany, sem er hlutafélag í eigu fjögurra aðila, stofnað 1994. Á búinu eru 350 mjólkurkýr, 150 holdakýr og 300 svín. Akuryrkja er stunduð á 4.400 hekturum en landið er í eigu hátt í 4.000 aðila sem leigja landið til fyrirtækisins. Síðastliðin fimm ár hefur verið rekin hauggasvinnsla á búinu og er uppistaðan í hráefninu kúamykja, svínaskítur, maís, hálmur, sykurrófuhrat og afgangar úr bakaríum. Afurðin er í formi 640 kW af rafmagni. Kílóvattstundin er seld á 3,75 tékkneskar krónur, CZK (24 ISK), og þar af eru 2,50 CZK (16 ISK) styrkur frá tékkneska ríkinu. Stöðin er að sögn staðarhaldara mjög arðsöm og orðin skuldlaus eftir aðeins fimm ára notkun. Megnið af rafmagnsframleiðslu Tékklands er frá kjarnorkuverum, á bilinu 60-70%. Önnur framleiðsla kemur frá vindmyllum, kolum, sólarrafhlöðum og vatnsafli. Rafmagnið er selt inn á dreifikerfi og tékkneska ríkið er stærsti dreifingar- og söluaðili á rafmagni. Við gasvinnsluna myndast hiti sem meðal annars nýtist til að þurrka korn. Fyrirtækið hefur því möguleika á að hefja kornskurð fyrr en aðrir og nær gjarnan að selja afurðina fyrr og fá betra verð fyrir vikið. Svínum fækkar líka í Tékklandi HD Urcice-búið var heimsótt, en það var upphaflega stofnað 1948 sem samyrkjubú. Árið 1994 var því breytt í samvinnuhlutafélag í eigu 240 aðila. Landstærð er um 2.000 hektarar, þar af á fyrirtækið 200. Annað land er leigt af 1.500 aðilum. Fyrirtækið hefur áhuga á að kaupa meira land, en landverð er hátt, um 150.000 tékkneskar krónur á hektarann, sem samsvarar um einni milljón íslenskra króna. Fyrir utan hefðbundna kornrækt er stunduð ávaxtarækt, s.s. epla- og perurækt. Í kornræktinni eru stunduð sáðskipti þar sem plæging hefur nánast verið aflögð þó svo starfsmaður búsins teldi æskilegt að plægja um 20% landsins á ári til að halda illgresinu í skefjum. Á búinu eru um 600 mjólkurkýr, tékkneskar rauðskjöldóttar (Czech Fleckvieh). Kýrnar eru mjólkaðar í hringekju þar sem 28 kýr komast fyrir í einu. Undirburður í básum er blanda af þurrkuðum jarðvegi og sandi. Kýrnar mjólka um 8.000 lítra á ári og heildarinnleggið nemur 4,5-5 milljónum lítra á ári. Mjólkurverðið er 8 CZK/lítra (52 ISK/l) og fyrir kjötið af mjólkurkúnum fást um 35 CZK/kg (228 ISK/kg). Dýralæknakostnaður búsins nemur um 0,30 CZK á innlagðan lítra (2 ISK á innlagðan lítra). Kýrnar bera 25 mánaða og meðalending þeirra er 2,7 mjaltaskeið. Að sögn bændanna er rekstur kúabúsins ekki að skila hagnaði, það var rekið nálægt núlli. Smákálfarnir eru í litlum einstaklingsstíum með skýlum og fá mjólk tvisvar á dag og þess utan hafa þeir aðgang að vatni sem blandað er í vítamín og steinefni. Fjöldi starfsmanna er um 100, um helmingur þeirra starfar einungis hluta úr ári við korn- og ávaxtarækt. Í byggingu er hauggasvinnslustöð sem mun framleiða um 750 kW og er stofnkostnaður áætlaður 60 milljónir CZK (390 milljónir ISK). Búið var áður í svínarækt en eins og flest búin sem við heimsóttum var svínaræktinni hætt fyrir nokkrum árum vegna viðvarandi taprekstrar. Í Tékklandi hefur svínum fækkað úr 800.000 í 80.000 á tuttugu ára tímabili. Bonagro eftir Napoleon Bonaparte Hópurinn heimsótti búgarðinn Vinicne Sumice í eigu fyrirtækis sem heitir Bonagro eftir Napoleon Bonaparte. Búið er byggt upp úr grunni 13 búa. Eftir fall kommúnismans voru 2.200 eigendur en í dag eru 20 eigendur sem eiga 50% hlutanna. Landið er leigt af 3.500 landeigendum og jörðin er alls 4.150 ha. Á henni eru 2.100 ha nýttir í kornrækt, 900 ha fyrir maís þar sem þriðjungur hans er notaður sem fóður, þriðjungur til gasframleiðslu og þriðjungur seldur til framleiðslu á sterkju í Slóvakíu. Hratið úr þeirri framleiðslu er tekið til baka og nýtt til fóðurs. Þá fara 460 ha búsins í sykurrófnarækt, 60 ha í eplarækt, 20 ha undir vínekrur og 74 ha fyrir grasrækt. Starfsmenn eru 150 og starfa við ýmis störf, m.a. er rekið mötuneyti fyrir 300 manns á svæðinu. Tap á mjólkurframleiðslunni Mjólkað er á tveimur stöðum, mjólkurkýrnar eru 1.050 en heildarfjöldi nautgripa 2.200. Búið tók þá ákvörðun að breyta stofninum frá Fleckvieh yfir í Holstein með sæðingum, fósturvísum og kaupum á 100 kvígum. Stofninn er nú 60-80% Holstein. Meðalnytin er 9.000 kg hjá Fleckvieh og 9.600 kg hjá Holstein, fituinnhald mjólkurinnar er 3,78% og próteininnihaldið 3.36%. Frumutalan er 130.000 og gerlatalan 8-12.000. Fjósið var byggt 2005 með mjaltabás fyrir 20 kýr. Þetta var eina fjósið sem við sáum sem var með mottur í básunum. ESB styrkti bygginguna um 30% af heildarkostnaði. Það tekur tvo menn 5 klst. að mjólka 320 kýr. Á búinu er 8,5 milljón lítra kvóti en heimild er fyrir því að framleiða að vild vegna þess að Tékkland fyllir ekki upp í kvóta ESB. Kýrnar mjólka 2,3 mjaltaskeið að meðaltali og aðalástæður þessarar stuttu endingar eru fótamein og ófrjósemi. Kýrnar fara í gegnum Hauggasgeymslan hjá ROLS Lesany. Hópurinn við Kaldárfossa í Slóvakíu. Kýr á HD Urciece-búinu, 28 kýr mjólkaðar í einu í hringekju.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.