Bændablaðið - 07.02.2013, Blaðsíða 2

Bændablaðið - 07.02.2013, Blaðsíða 2
Bændablaðið | Fimmtudagur 7. febrúar 20132 Fréttir Útflutningur í janúar: Landbúnaðarafurðir fyrir 1,4 milljarða Samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofu Íslands fyrir janúar 2013 nam útflutningur 55,8 millj- örðum króna (fob verð) og inn- flutningur 44,2 milljörðum króna. Vöruskiptin í janúar, reiknuð á fob verðmæti, voru því hagstæð um 11,6 milljarða króna. Útfluttar iðnaðarvörur vega þyngst í þessum tölum eða sem nemur rúmlega 32,7 milljörðum króna . Þar á eftir voru fluttar út sjávar- afurðir fyrir rúma 20,7 milljarða króna og landbúnaðarafurðir fyrir 1,4 milljarða króna. Útflutningur á öðrum vörum skilaði 890,3 milljónum króna. Þess má geta að á sama tíma var verið að flytja inn mat- og drykkjarvörur fyrir rúmlega 3,8 milljarða króna. Svelluð tún víða á Norðurlandi valda áhyggjum um kalskemmdir: „Maður verður bara að vera bjartsýnn og vona að úr þessu rætist“ – segir Gunnar Þóroddsson bóndi á Hagalandi í Þistilfirði sem vonast eftir góðu vori Rysjótt tíð í febrúar Suðurland: Nýr formaður kúabænda Á aðalfundi Félags kúabænda á Suðurlandi á Hellu á dögunum var Valdimar Guðjónsson, kúabóndi í Gaulverjabæ í Flóahreppi, kosinn nýr formaður félagsins. Valdimar tekur við formennskunni af Þóri Jónssyni á Selalæk, sem lét af störfum vegna veikinda. Valdimar þekkir starf félagsins vel enda sat hann í stjórn þess í nokkur ár. Mörg spennandi mál bíða félagsins. /MHH Gunnar Þóroddsson, bóndi á Hagalandi inni af Sjóhúsavík í Þistilfirði, segir að víða séu mikil svellalög á túnum á Norðurlandi. Það sé enn ekkert að lagast en samt segist hann þó halda í vonina um að svellin taki upp nú í febrúar. Bændablaðið sló á þráðinn til hans á sunnudag, en þá stóð Gunnar úti á svelluðu túni á sama stað og myndin hér að ofan var tekin 18. janúar. Þar hafði ekkert breyst. Svellalög síðan í október „Þetta byrjaði nú í haust, 28. október, þegar hér gerði mikinn snjó. Svo kom þetta veður fyrstu helgina í nóvember í beinu framhaldi. Síðan fór að þiðna og frjósa á víxl og þannig er það búið að vera í allan heila vetur og er enn. Það var hlýtt í nótt en í þessum töluðu orðum er hitinn kominn niður í eina gráðu. Það er enn sólskin en spáð snjókomu og það sést hvergi nokkurs staðar í túnin hjá mér hér á Hagalandi.“ Hræddir við ástandið Spurður hvort ekki væru líkur á að gras væri þegar farið að drepast undir svellinu eftir svo langan tíma sagði Gunnar að það væri kannski frekar ráðunauta að svara því. „Jú, auðvitað eru miklar líkur á því og Ingvar ráðunautur hjá Búgarði á Akureyri er orðinn hræddur um ástandið eins og við allir bændurnir sem erum í svipaðri stöðu.“ Gunnar sagðist hafa heyrt af manni sem var að koma akandi landleiðina að sunnan á dögunum. Hann hafi lýst því að Húnavatnssýslurnar, Skagafjörðurinn, Eyjafjörðurinn og austur úr væri meira og minna allt í rennigljá og útlitið ljótt. „Við þurfum að fá hér sunnanátt í nokkra daga, þá getur þetta reddast. Það er þó ekki útlit fyrir það, þar sem spáð er suðaustanátt. Sjálfur er ég þó ekkert svartsýnn ef úr þessu rætist nú í febrúar. Ef við fáum síðan sæmilega hlýtt vor og nægilega rakt, þá getur þetta allt reddast. Þá er líka hægt að sá grænfóðri til að fá hey, svo maður líki þessu saman við kalárin fyrir og eftir 1970. Þá var hins vegar svo kalt í ári að það gekk jafnvel á ýmsu með ræktun grænfóðurs. Það spratt ekki og rigningar á haustin ollu vandræðum með að ná því inn. Svell ofan í önnur vandræði Þótt það gengi ekkert vel að heyja síðastliðið sumar þá var það ekki vegna kulda heldur þurrka. Það var hreinlega heitt og þurrt, sem er nýtt á Norðausturlandi. Ég hef t.d. ekki séð svo mikinn bruna í túnum áður í þessari sveit. Það var allt of þurrt til að uppskera fengist. Það eru einhverjar breytingar í þessu árferði sem eru bændum ekki æskilegar. Svo þarf ekki að tíunda það að ástandið í haust var ömurlegt ofan í þetta allt saman. Maður verður að vera bjartsýnn Áfellið sem kom 10. september olli gríðarlegu tjóni. Svo er þetta með svellalögin að gerast núna, en maður verður bara að vera bjartsýnn og vona að úr þessu rætist nú í febrúar og að við stórgræðum á þessu öllu saman. Þess ber líka að geta að í þessari sveit eru margir bæir hér út við sjóinn sem eru með alauð tún. Svo eiga sumir bæir inn til landsins engin tún öðruvísi en á kafi í svelli. Þetta er því ekki alslæmt,“ sagði Gunnar Þóroddsson. /HKr. Útflutningsverðmæti sauðfjár- afurða dróst saman um 200 milljónir í fyrra frá árinu 2011. Alls voru fluttar út sauðfjárafurðir að verðmæti rúmlega þrír milljarðar króna. Tveir þriðju hlutar útflutnings- verðmætis urðu til við útflutning á kjöti og kjötafurðum, fjórðungur fékkst með sölu á gærum en afgangurinn með sölu á ull og ullarvörum. Langmest var flutt til Evrópu, en 78 prósent útflutnings- verðmætis sköpuðust með sölu á Evrópumarkað, þar sem Noregur trónir á toppnum. Alls komu 44 prósent útflutnings- verðmætis sauðfjárafurða frá Evrópu- löndum utan Evrópusambandsins (ESB), 34 prósent frá löndum ESB, rúm 11 prósent frá Asíu og tæp 11 prósent frá Norður-Ameríku. Eins og áður segir voru sauðfjárafurðir fluttar til Noregs fyrir mest verðmæti, en alls sköpuðust 620 milljónir króna með sölu á Noregsmarkað. Bretland er næst í röðinni með 460 milljónir og þá Bandaríkin með 290 milljónir. Færeyjar og Tyrkland eru svo í fjórða og fimnmta sæti. Löndin fimm stóðu undir 1,9 milljörðum af tæpum 3,1 milljarði sem útflutningurinn skilaði í heild. Sé horft á útflutningsverðmæti kjöts eingöngu var það hæst fyrir sölu á Noregsmarkað, þá til Bandaríkjanna, Færeyja, Tyrklands og loks Hong Kong. /fr Útflutningur sauðfjárafurða 2012: Mest flutt til Evrópulanda utan ESB Tíð verður rysjótt í febrúar. Það telja spámenn í Veðurklúbbnum á Dalbæ í Dalvíkurbyggð. Klúbbfélagar eru nokkuð vissir um að tveir snjóhvellir verði í þessum mánuði og verði sá síðari sýnu harðari en hinn fyrri. Spá sína byggja klúbbfélagar m.a. á draumi, en eina nóttina dreymdi einn félaganna að hann væri staddur í fjárhúsi og horfði yfir króna þar sem hann sá bíldóttar ær og tvö lömb í sama lit. En einnig því að tungl mun kvikna í austri 10. febrúar kl. 7.20 og er það sunnudagstungl. Draumurinn, sem og sunnudagstunglið telja klúbbfélagar helsta fyrirboða rysjóttar tíðar í febrúarmánuði. Að öðru leyti eru félagsmenn nokkuð bjartsýnir á það sem eftir lifir vetrar. Engin spá var gefin út fyrir janúarmánuð og segja félagar að óviðráðanlegir tækiörðugleikar hafi orðið þess valdandi, „tæknin er alltaf að stríða okkur,“ segja þeir. /MÞÞ Gunnar Þóroddsson, Hagalandi, við dráttarvél sína á svelluðu túni 18. janúar. Sama ástand var á túninu 3. febrúar þegar Bændablaðið ræddi við hann. Myndina tók Soffía Björgvinsdóttir á Garði, sem er næsti bær við Hagaland við vestanverðan Þistilfjörð. Valdimar Guðjónsson

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.