Bændablaðið - 07.02.2013, Blaðsíða 22

Bændablaðið - 07.02.2013, Blaðsíða 22
22 Bændablaðið | Fimmtudagur 7. febrúar 2013 Fagstjórar nýrrar Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins: Þurfum að setja okkur það markmið að vera leiðandi Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RLM) tók til starfa um ára mótin. Þar er Karvel L. Karvelsson framkvæmda stjóri en þrír fagstjórar eru honum til halds og trausts sem yfirmenn hinna ýmsu fagsviða Ráðgjafarþjónustunnar. Þar er Gunnfríður Elín Hreiðars- dóttir fagstjóri búfjárræktarsviðs Ráðgjafar miðstöðvar land- búnaðarins. Hún er með starfsstöð á Hvanneyri eins og er en stefnir á að færa sig til Akureyrar áður en langt um líður. Gunnfríður er stúdent frá VMA, Búfræðingur og BS90 í búvísindum frá Hvanneyri, Master í búvísindum frá Dýralækna- og landbúnaðarháskólanum í Kaupmannahöfn. „Þá hef ég verið í doktorsnámi við LbhÍ jafnframt því að starfa sem landsráðunautur í nautgriparækt og stunda kennslu við LbhÍ.“ – Hvernig er skipulagi á þínu fagsviði háttað? „Sautján starfsmenn tilheyra búfjárræktarsviðinu en allar búfjárræktargreinarnar eru þar innanborðs. Faghóparnir eru fimm, stærstir eru hópar hrossaræktar, sauðfjárræktar og nautgriparæktar en þar að auki tilheyra loðdýr, svín og alifuglar fagsviði búfjárræktar, sem og þeir starfsmenn sem þjónusta skýrsluhaldið á búfjárræktarsviðinu, enda eru þau verkefni sem tengjast framvæmd skýrsluhalds og ræktunarstarfs umfangsmikill. Búið er að skipa í og tilnefna ábyrgðarmenn í öllum faghópum en einnig verður lögð áhersla á að nýta sérkunnáttu starfsmanna þvert á búgreinar þar sem snertifletir eru á verkefnum.“ – Hver eru þín fyrstu verkefni í nýju starfi? „Að kortleggja þau verkefni sem falla undir svið búfjárræktar og skipuleggja framkvæmd þeirra innan nýs fyrirtækis. Mörg þessara verkefna tengjast skýrsluhaldi og ræktunarstarfi og mikilvægt er að samfella haldist í þeim verkefum þótt breytingar verði á skipulagi ráðgjafarþjónustunnar en jafnframt þarf að nota þetta tækifæri til að endurskoða verkferla og fram- kvæmd með það að markmiði að nýta starfsfólk sem best og að framkvæmdin verði sem skilvirkust. Jafnframt þarf að hefja vinnu við að skipuleggja endurmenntun og þróa þá ráðgjöf sem verður í boði til bænda.“ – Hver verða helstu markmið þíns fagsviðs, á hvað verður helst lagt áhersla? „Að byggja upp þekkingu, efla og þróa ráðgjöf handa bændum, sem er í takt við þarfir og framtíðarsýn einstakra búgreina sem og landbúnaðarins í heild sinni.“ – Hver er framtíðarsýn þín fyrir þitt fagsvið? Að innan búfjárræktarsviðsins vinni framsækið teymi ráðnauta sem býr yfir öflugri sérþekkingu á sviði búfjárræktar í sínum víðastas skilningi og vinni í náinni samvinnu við starfsmenn annara fagsviða svo bændum standi til boða öflug og heildstæð ráðgjöf varðandi sinn búrekstur.“ – Að hvaða leyti munu störf ráðunauta breytast í nýju fyrirtæki? „Ef horft er til nánustu framtíðar þá mun, í einhverjum tilfellum, sérhæfing einstakra ráðunauta aukast eða umfang þeirra verkefna sem þeir sinna breytast að einhverju leyti. Líklega verður þó mikilvægast fyrir okkur sem vinnum hjá nýju fyrirtæki að vinna út frá því að ráðunautastarf er í eðli sínu starf sem krefst þess af okkur að við séum stöðugt að þróa okkur og aðlaga starf okkar að þörfum landbúnaðarins og að við þurfum að setja okkur það markmið að vera leiðandi en ekki sá sem fylgir í kjölfarið.“ – Hvaða mun breytast hjá bændum sem áður hafa sótt leiðbeiningar til Búnaðarsambanda? „Ég tel að bændur munu fyrsta kastið helst finna þá breytingu að þeir hafi greiðari aðgang að sérþekkingu sem kannski var ekki til staðar á við komandi svæði. Til lengri tíma litið vona ég að bændur muni fljótlega fara að sjá að með aukinni endurmenntun ráðunauta og endurskipulagningu ráðgjafaþjónustunnar, eigi þeir möguleika á heildstæðari og fjöl- breyttari ráðgjöf,“ segir Gunnfríður. Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir fag- stjóri búfjárræktarsviðs. Rekstarráðgjöf, bútækniráðgjöf og margvísleg staðbundin ráðgjöf Runólfur Sigursveinsson er fagstjóri búrekstrar, nýbúgreina og hlunninda hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins og er starfsstöð hans á Selfossi. Runólfur starfaði hjá Búnaðar- sambandi Suðurlands frá maí 1993, þar á undan kennslu- og stjórnunarstörf við Bændaskólann á Hvanneyri frá árinu 1981 til 30. apríl 1993. Varð hann búfræðikandídat frá Hvanneyri 1981 og stundaði nám til kennsluréttinda frá HÍ 1984 og lauk þrigga missera rekstrar- og viðskiptanámi frá Endurmenntun HÍ 2005. – Hvernig er skipulagi á þínu fagsviði háttað? „Um er að ræða tiltölulega breitt starfsvið. Í fyrsta lagi heilstæð rekstrarráðgjöf, þar sem horft er á búrekstur sem eina samhangandi heild, felst bæði í að skoða styrkleika og veikleika og greina tækifæri til ná betri árangri, hvort sem það er í núverandi rekstri og/eða að takast á við tækifæri. Þá verður þarna inni veigamikil fjármálaráðgjöf, bæði m.t.t. langtímafjármögnunar og eins, ef þörf er á, endurfjármögnun. Í öðru lagi verður lögð áhersla á ráðgjöf á sviði bútækni og orkumála. Í þriðja lagi mun ég hafa umsjón með staðbundinni ráðgjöf sem unnin er vítt og breytt um landið. Alls verða þetta 10 til 15 starfsmenn sem verða á þessum sviðum fyrirtækisins til að byrja með.“ – Hver eru þín fyrstu verkefni í nýju starfi? „Fyrstu skrefin að ná yfirsýn yfir þau verkefni falla undir sviðið, skoða hvernig unnið hefur að ákveðnum verkum og móta með starfsmönnum starfið til framtíðar.“ – Hvernig sérð þú fyrir þér að starf sem tengist þínu fagsviði muni þróast á næstu mánuðum? „Smá saman verður til meiri samfella í einstökum verkum og verkefnum , nú verður horft til þess að þjónustusvæðið er allt landið, áður var þjónustan meira héraðabundin.“ Hver verða helstu markmið þíns fagsviðs, á hvað verður helst lögð áhersla? „Áhersla til að byrja með verður á að samhæfa eins og kostur er vinnubrögð starfsmanna, í öðru lagi að nýta sem best rekstrarlegar upplýsingar sem til staðar eru hjá hveri rekstrareiningu (búi), með það að markmiði að ná betri árangri í bústjórn. Loks að skoða möguleika til nýbreytni og/eða breytingu á núverandi rekstri.“ – Hver er framtíðarsýn þín fyrir þitt fagsvið? „Að styrkja þann grunn sem unn- inn hefur verið af starfsmönnum fagsviðanna nú þegar, og að bændur sjái tækifæri og kosti til að nýta sér sérhæfða ráðgjöf á þessum sviðum.“ – Að hvaða leyti munu störf ráðunauta breytast í nýju fyrirtæki? „Ábyrgð og verksvið einstakra starfsmanna verður væntanlega betur skilgreind en áður var og eins er þjónustusvæðið landið allt en ekki einstök svæði eða héruð.“ – Hvað mun breytast hjá bændum sem áður hafa sótt leiðbeiningar til Búnaðarsambanda? „Til að byrja með með verður ekki mikil breyting þar á – áhersla verður lögð á að viðhalda eins og kostur er staðbundinni þjónustu þó svo sérhæfing aukist. Grunnurinn verður eftir sem áður persónubundin þjónusta í nærumhverfi en með áherslu á að nýta sérhæfða þjónustu eins og kostur er,“ segir Runólfur Sigursveinsson að lokum. Runólfur Sigursveinsson fagstjóri búrekstrar, nýbúgreina og hlunn- inda. Mikið verður lagt upp úr því að vinna þvert á faghópa Borgar Páll Bragason er fag stjóri í nytja plöntum hjá Ráðgjafar- miðstöð landbúnaðarins. Hann er með starfsstöð á Hvanneyri. Borgar er fæddur og uppalinn á Bustarfelli í Vopnafirði. Hann er stúdent frá Framhaldsskólanum á Laugum, búfræðingur og búfræ- ðikandidat frá Hvanneyri. Borgar hefur starfað sem verkefnastjóri hjá Bændasamtökum Íslands frá því námi lauk árið 2005. – Hvernig er skipulagi á þínu fagsviði háttað? „Faghóparnir eru þrír, jarðrækt, fóðrun og garðyrkja en einnig til- heyrir ráðgjöf í landnýtingu þessu fagsviði. Alls tilheyra níu starfsmenn sviði nytjaplantna, en starfsmenn á öðrum fagsviðum munu einnig starfa mikið við ráðgjöf sem fellur hér undir og þá sérstaklega þeir sem eru á fagsviði búrekstrar, nýbúgreina og hlunninda. Ábyrgðarmenn stýra faglegu starfi innan hvers faghóps og vinna að framþróun ráðgjafar í sinni grein. Mikið verður lagt upp úr því að vinna þvert á faghópa og nýta sérþekkingu starfsmanna sem mest.“ – Hver eru þín fyrstu verkefni í nýju starfi? „Fyrst er að ná utan um þau verkefni sem núna er verið að sinna og tryggja að bændur fái áfram góða þjónustu. Næstu verkefni snúast um að skipuleggja ráðgjafarstarfið og verkferla þannig að bændum standi til boða að fá sem besta þjónustu á þessu sviði, óháð búsetu. Þá er að vinna áfram með hugmyndir sem stuðla að framþróun og meiri fjölbreytni í ráðgjöf á þessu sviði.“ – Hver verða helstu markmið þíns fagsviðs, á hvað verður helst lögð áhersla? „Helstu markmiðin eru ávallt þau að geta boðið bændum upp á ráð- gjöf sem þörf er á hverju sinni. Þess vegna þurfa faghóparnir að fá tíma og ráðrúm til að þróa ráðgjöfina svo hún mæti óskum framtíðarinnar. Þá er mjög mikilvægt að fleiri bændur sjái hag sinn í því að leita eftir þjónustu á þessu sviði. Til að ná markmiðum er mikilvægt að ráðunautar fylgist vel með öllum nýjungum sem snúa að faginu.“ – Hver er framtíðarsýn þín fyrir þitt fagsvið? „Ég sé það fyrir mér að fagsviðið muni eflast til muna í framtíðinni, enda eru hér þær greinar sem eru undirstaðan að velgengni búskapar. Ég sé það fyrir mér að menn fari í auknum mæli að nýta sér þá ráðgjöf sem verður í boði og að það muni skila sér í bættum búrekstri.“ – Að hvaða leiti munu störf ráðunauta breytast í nýju fyrirtæki? „Ráðunautar munu hafa meiri faglegan stuðning og finna að þeir þurfa ekki endilega að leysa öll verkefni upp á sitt einsdæmi. Þeir eru hluti af stærri heild. Verkefnum verður stýrt þannig að sérfræðiþekking hvers og eins nýtist sem best.“ – Hvaða mun breytast hjá bændum sem áður hafa sótt leiðbeiningar til Búnaðarsambanda? „Fyrstu breytingarnar munu fyrst og fremst felast í því að bændur hafa nú aðgang að fjölbreyttari hópi ráðunauta sem hafa sérþekkingu á fjölmörgum sviðum. Með tímanum munu bændur síðan finna að þjónustan verður enn faglegri og fjölbreyttari,“ segir Borgar. Borgar Páll Bragason fagstjóri í nytjaplöntum. Bændablaðið Smáauglýsingar 56-30-300 Hafa áhrif um land allt! Til sölu jörðin Syðra-Fell í Eyjafjarðarsveit Jörðin er í u.þ.b. 20 km fjarlægð frá Akureyri. U.þ.b. 25 hektarar ræktaðs lands upprekstrarréttur er á Skjóldal. Á jörðinni er ágætur húsakostur og heilmiklir nýtingarmöguleikar fyrir áhugafólk um hestamennsku, flug, ferðaþjónustu o.s.frv. Íbúðarhúsið er tæpir 200 fm. Góð aðstaða fyrir fé og hesta. Fylgieignir u.þ.b 450 fm auk eigna sem ekki koma fram á fast- eignamati. Verð: 45 millj. Allar nánari upplýsingar á www.holtfasteign.is

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.