Bændablaðið - 07.02.2013, Blaðsíða 20

Bændablaðið - 07.02.2013, Blaðsíða 20
20 Bændablaðið | Fimmtudagur 7. febrúar 2013 Orkumál Garðyrkjubændur hafa þráfald- lega gagnrýnt að fá ekki ívilnun sem stór kaupendur við raforku- kaup til samræmis við aðra stór- notendur á landinu. Bændur og almenningur á landsbyggðinni hafa líka gagnrýnt orkusölu- fyrirtækin fyrir hátt raforkuverð, sér í lagi þar sem nota þarf raforku til húshitunar. Nú síðast hækkaði RARIK gjaldskrá sína í dreifbýli um 8% en engin hækkun varð í þéttbýli. Eftir að skilið var á milli raforkuframleiðslu og dreifingar sýna tölur að dreifing raforkunnar hefur hækkað stórlega, einkum í dreifbýli. Þetta er þvert á fögur fyrirheit um að aðskilnaðurinn ætti að leiða til aukinnar samkeppni á markaði þó að allir vissu að engar forsendur væru hér á landi fyrir slíkri samkeppni. Landsnet og RARIK eru í dag í algjörri einokunaraðstöðu sem dreifingarfyrirtæki og örfá fyrirtæki eru síðan að selja orku inn á þau dreifikerfi og þau eru að langstærstum hluta opinber fyrirtæki. Samkvæmt úttekt sem verkfræðistofan Efla hefur tekið saman, um þróun raforkunotkunar gróðurhúsa og raforkuverðs, má rekja hækkun á raforku frá árinu 2005 að langmestu leyti til stórhækkaðs dreifingarkostnaðar. Er sú hækkun langt umfram neysluverðsvísitölu. Sala á raforku frá framleiðendum hefur aftur á móti ekki haldið í við vísitölu neysluverðs. Helstu niðurstöður frá 2005 eru að vísitala neysluverðs hækkar um 68%, orkan hækkar um 38%, dreifing í þéttbýli hækkar um 87% og dreifing í dreifbýli hækkar um 123%. Því er um raunlækkun á sjálfri orkunni að ræða. Ljóst er að RARIK sækir sér auknar tekjur með verulegri hækkun á dreifingu bæði í þéttbýli sem dreifbýli en þó sker hækkun í dreifbýli sig algjörlega úr og er næstum tvöföld hækkun vísitölunnar. Á það skal minnt að lítilsháttar samkeppni ríkir í orkuframleiðslu en það er varla hægt að segja um dreifinguna. Í nokkru jafnvægi við vísitölu fram að hruni Fram að hruni hafði verðskrá RARIK næstum fylgt þróun vísitölu, en með frávikum þó. Athygli vekur að í miðju hrunástandinu verða mark- vissar hækkanir sem hefjast með 15% hækkun 1. janúar 2009. Frá þeim tíma hefur heldur betur gliðnað á milli vísitölu og gjaldskrár. RARIK á sér óneitanlega nokkra málsvörn í þessu máli, sem fyrirtækið notar reyndar sem rök fyrir þessum miklu hækkunum. Það er að raungildi niðurgreiðslna sem lofað var í framhaldi af breytingum á raforkulögum 2003 hefur lækkað. Orkunotkun garðyrkjunnar hefur aldrei verið meiri en 2011 Áhrif efnahagshrunsins á raforkukaup garðyrkjunnar koma glöggt fram í úttekt Eflu. Athyglisvert er að á árinu 2009, þegar RARIK hækkar verð um 15%, var 4,8% samdráttur í raforkunotkun við garðyrkju. Það var í fyrsta skipið í sögu ylræktar hér á landi sem notkun minnkaði. Síðan kom til lækkunar á niðurgreiðslum á dreifingarkostnaði sem kom til framkvæmda mánuði síðar, eða 1. febrúar. Á árinu 2010 fór raforkunotkun garðyrkjunnar aftur að aukast, eða um 3%, og hefur hún aldrei verið jafn mikil og árið 2011, eða 73.422 MWst, samanborið við 68.710 MWst árið 2007 og 70.476 MWst árið 2008. Ef miðað er við orkukaup og verð í upphafi árs 2005 hefur upp- hæð orkukaupa hækkað um 113% samkvæmt úttekt Eflu. Á sama tíma hefur orkunotkunin í greininni aukist um 42%. Niðurgreiðslur halda ekki í við verðlag Niðurgreiðslur ríkisins vegna auk- innar notkunar hafa ekki haldist í hendur við verðlag. Ef áætluðu fram- lagi hefði verið breytt í raunvirði við upphaf árs 2005 hefðu niðurgreiðslur vegna aukinnar notkunar þurft að hækka um heilar 37 milljónir króna fram til 2011. Vegna gjaldskrárhækk- ana RARIK hefði síðan þurft að auka niðurgreiðslur um 116 milljónir króna til loka árs 2011. Samkvæmt úttektinni var hlutfall niðurgreiðslna ríkisins vegna 73.424 MWst raforkukaupa í garðyrkju og ylrækt á árinu 2011 samtals 35,5% en kostnaðarhlutdeild garðyrkjunnar var 64,5%. Ekki hefur verið ljáð máls á því að garðyrkja og ylrækt nytu stórkaupendaafsláttar við orkukaup í samræmi við álverin. Borið hefur verið við að þar skipti meðaltalsnýting og söluöryggi raforkunnar öllu máli. Meðaltalsnýting stóriðjunnar er um 8.700 stundir á ári en garðyrkjunnar um 6.000 stundir og hefur farið vaxandi. Munurinn liggur fyrst og fremst í minni notkun garðyrkjunnar á raforku til lýsingar á sumrin. Eigi að síður virðist augljóst að um stórnotendur sé að ræða. Garðyrkjubændur hafa nú miklar áhyggjur af áformum Landsvirkjunar, sem sækir það fast að fá að leggja sæstreng til Evrópu. Ef þau áform verða að veruleika hefur Samband garðyrkjubænda bent á að raforkuverð muni stórhækka, sem yrði dauðadómur yfir garðyrkju og ylrækt á Íslandi. Skýrsla Eflu virðist staðfesta að sá ótti sé ekki ástæðulaus miðað við þróunina frá 2005. /HKr. EFLA verkfræðistofa með úttekt á þróun raforkuverðs til garðyrkju og ylræktar: Dreifing á raforku hefur hækkað langt umfram neysluverðsvísitölu Orkusetur – Orkueinkunn húsnæðis: Hvaða einkunn fær húsnæði þitt? Er húsnæði þitt að nota of mikla orku til hitunar? Þetta er spurning sem nauðsynlegt er að spyrja áður en hafist er handa við að reyta hár sitt yfir síhækkandi orkureikningum. Eins og áður hefur verið bent á eru tvær leiðir til að lækka orkureikninginn. A) Að berjast gegn hverri tilraun orkufyrirtækja til að hækka verð á kWst. B) Reyna að draga úr orkunotkun og þar með orkukostnaði. Ólíklegt verður að teljast að einstaklingar geti haft umtalsverð áhrif á verðskrár orkufyrirtækjanna en hins vegar er ýmislegt hægt að gera til að draga úr orkunotkun án þess að skerða lífsgæðin nokkuð. Kröfur íbúa varðandi húshitun eru frekar einfaldar, þ.e. að innihitastig sé í kringum 20 gráður allan ársins hring. Með öðrum orðum eru sömu kröfur gerðar til hvaða húsnæðis sem er en einhverra hluta vegna er orkuþörfin, og þar með kostnaðurinn, oft mismunandi milli húsa. Að sjálfsögðu þarf stórt húsnæði meiri orku til hitunar en lítið og þess vegna er mikilvægt að bera saman orkuþörf á hvern upphitaðan fermetra. Fjöldi kWst/m2 er lítið notað og í byggingarfræðunum er jafnan talað um upphitunarþörf á rúmmetra. Gallinn við rúmmetra er að almenningur notast sjaldan við þá stærð á meðan allir vita hversu stórt húsnæði er í fermetrum. Orkusetur hefur sett upp reikniverk þar sem hægt er að finna orkunotkun á m2 og hvaða einkunn húsnæði þitt fær með tilliti til orkunotkunar til upphitunar. Kerfið er einkum hugsað fyrir íbúðir með rafhitun, enda er orkukostnaður hjá þeim hópi mun meiri en annarra. Einkunnakerfið er sett upp í tengslum við evrópska Promise-verkefnið sem Orkusetur fer fyrir hér á landi. Kerfið er einfalt og það eina sem húseigandi þarf að gera er að setja inn fermetrafjöldann og velja hvort húsnæði er einbýli, fjölbýli eða raðhús. Því næst setur hann inn árlega orkunotkun samkvæmt orkureikningi (ef djúpt er á orkureikningnum er um að gera að hafa samband við orkusalann). Niðurstaðan kemur upp sem orkunotkun á fermetra og einkunn á bilinu A-G þar sem A þýðir afar góð orkunýtni en G slæm. Notast er við orkumerkingastaðla frá Noregi, sem falla ágætlega að íslenskum aðstæðum. Einkunnin gefur sterkar vísbendingar um stöðu orkunotkunar og ef íbúðin fær lága einkunn er líklegt að svigrúm til orkusparandi aðgerða sé umtalsvert. Með ýmsum aðgerðum má bæta þessa einkunn, allt frá ókeypis ráðum til umfangsmeiri fjárfestinga. Um það verður nánar fjallað síðar. Orkueinkunnina má finna á vef orkuseturs, www.orkusetur. is nánar tiltekið, orkusetur.is/page/ husnaedisorkueinkunn Ylræktin á Íslandi notar mikla raforku við sína framleiðslu. Hér er Hafberg Þórisson í Lambhaga, sem nýverið er búinn að taka í notkun enn eina stækkunina á sínum húsakynnum. Mynd / HKr. Vísitala neysluverðs hækkar um Orkan hækkar um Dreifing í þéttbýli hækkar um Dreifing í dreifbýli hækkar um Heimild: EFLA Raforkunotkun við garðyrkju notkunarflokkur 0116 Ár Notkun Auking Heimild: EFLA Áætlað framlag ríkisins til lækkunar kostnaðar við lýsingu í gróðurhúsum. Miðað við að breytingar hefðu orðið samkvæmt raunvirði frá 2005 Þáttur Kostn. Mkr. Framlag ríkisins við upphaf árs 2005 99,5 Aukning til 2011 vegna aukins markaðar 37,1 Aukning til loka 2011 vegna verðhækkana 116,1 Alls 252,7 Heimild: EFLA Ástralska orkufyrirtækið Linc Energy staðfesti fimmtudaginn 24. janúar að starfsmenn fyrirtækisins hefðu fundið risavaxið olíusvæði í eyðimörk í suðurhluta Ástralíu, í Arckaringa- sigdældinni. Þarna er um að ræða olíu sem bundin er í olíuleirstein (e. oil shale) og áætlar fyrirtækið að þar leynist sem svarar 103 til 233 milljarða tunna af olíu. Áætlað er að hægt verði að hefja vinnslu á svæðinu undir lok ársins 2014. Í frétt um málið í Dagbladet í Noregi segir að verðmæti þessarar olíu gæti því orðið á við 30-falda stærð norskra olíusjóðsins. Þessi olíufundur staðfestir að mun meira sé um olíu í jörðu en áður var talið. Bandaríkjamenn telja sig þegar hafa fundið sem svarar 2-3 billjónum tunna af olíu í Nevada- ríki. Bandaríkjamenn hafa það þó fram yfir Ástrala við vinnslu á olíuleirsteini að þar er hægar um vik hvað alla innviði við slíka vinnslu varðar. Talið er að það kosti Ástrala um 50% meira að bora eftir olíunni í óbyggðum hjá sér en Bandaríkjamenn í Nevada. Þessi olíufundur e r s é r s t ak lega athyglisverður í ljósi þess að ekki er lengra síðan en 2008 að vísindamenn lýstu því yfir að olíubirgðir í jörðu í Ástralíu myndu ekki endast nema í áratug í viðbót miðað við núverandi framleiðslustig. Martin Ferguson, orkumálaráðherra Ástralíu, sagði þá mjög mikilvægt að tryggja olíubirgðir og auka rannsóknir til að koma í veg fyrir 2.000 milljarða dollara orkuvöruskiptahalla innan tíu ára. Virðast Ástralar nú geta varpað öndinni léttar. /HKr. Gríðarleg olía finnst í Ástralíu – voru á góðri leið með að tæma þekktar olíulindir Frá borsvæði Linc Energy á Arckaringa-svæðinu í sunnanverðri Ástralíu.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.