Bændablaðið - 07.02.2013, Blaðsíða 39

Bændablaðið - 07.02.2013, Blaðsíða 39
39Bændablaðið | Fimmtudagur 7. febrúar 2013 Samvinnufélög eiga sér langa sögu hérlendis og erlendis. Hugmyndafræðin að baki þeim er upprunnin í Bretlandi um miðja 19. öld og breiddist þaðan út um allan heim. Hingað til Íslands bárust þessar hugmyndir á seinni hluta aldarinnar. Samvinnufélögum fjölgaði hratt á fyrri hluta 20. aldar og þau og samtök þeirra, Samband íslenskra samvinnufélaga, urðu stór þáttur í íslensku atvinnulífi lungann úr öldinni. Það breyttist um 1990 þegar allar eignir SÍS gengu til Landsbankans til að gera upp skuldir, sem voru þá orðnar félaginu ofviða. Í kjölfarið dró mjög úr umfangi samvinnurekstrar. Það er þó ekki svo að samvinnufélög hafi alveg horfið og reyndar varð SÍS aldrei gjaldþrota þrátt fyrir að margir haldi annað. Samkvæmt fyrirtækjaskrá Hagstofunnar voru 35 samvinnufélög á skrá í árslok 2012 og fjöldi þeirra hefur lítið breyst frá 2007, eftir mikla fækkun árin á undan. Sum þessara félaga eru óvirk og önnur eingöngu eignarhaldsfélög, sem reka dótturfélög í hlutafélagaformi eins og t.d. Auðhumla sem er móðurfélag Mjólkursamsölunnar og Kaupfélag Suðurnesja sem er móðurfélag Samkaupa. Þekktasta samvinnufélagið sem er rekið sem slíkt er líklega Kaupfélag Skagfirðinga en einnig má nefna Sláturfélag Suðurlands, Bifreiðastöðina Hreyfil og Handprjónasambandið. KEA, sem áður var Kaupfélag Eyfirðinga, er síðan öflugt fjárfestingarfélag í sínu heimahéraði. Þeir sem muna þá tíð þegar samvinnufélögin voru sem öflugust um land allt muna líka þær deilur sem um þau stóðu. Samvinnuhreyfingin var mjög tengd Framsóknarflokknum á sinni tíð, sem kannski gerði hvorugum greiða því að það þýddi að hreyfingin hlaut að blandast í pólitíska valdabaráttu og Framsóknarflokkurinn veiktist á sama hátt þegar hreyfingin lenti í ógöngum í lok 20. aldar. Þessar sögulegu byrðar kunna að hafa orðið til þess að samvinnufélögum hér hefur fækkað verulega og segja má að þau séu ekki í tísku. Dæmi um það er að fyrir Alþingi liggur þingsályktunartillaga þar sem hvatt er til þess að lög um um samvinnufélög verði endurskoðuð – en flutningsmenn hennar nota ekki það orð heldur kjósa að nota hugtakið „lýðræðisleg fyrirtæki“. Samvinnufélögin lifa hins vegar góðu lífi um heim allan. Félagar í hreyfingunni á heimsvísu eru um einn milljarður og starfsemi félaganna er af öllum stærðum og gerðum. Árið 2012 var helgað samvinnufélögum af Sameinuðu þjóðunum og fjölmargt var gert um heim allan til að vekja athygli á starfi þeirra, þótt ekki heyrðist af því hér á Íslandi. Gildi hreyfingarinnar eru m.a. skilgreind á eftirfarandi hátt: Opinn og frjáls aðgangur: Samvinnufélög eru frjáls félög, opin öllum sem eru tilbúnir að gangast við þeim skyldum og þeirri ábyrgð sem aðild að við- komandi fyrirtæki felur í sér, án tillits til kynferðis, félagslegrar stöðu, þjóðernis, pólitískra eða trúarlegra viðhorfa. Lýðræðisleg stjórn félags- manna: Samvinnufélögum er stjórnað af félagsmönnum sínum, er taka virkan þátt í mótun stefnu og ákvarðanatöku. Trúnaðarmenn bera ábyrgð gagnvart félagsmönn- um og atkvæði allra vega jafnt. Efnahagsleg þátttaka félags- manna: Félagsmenn leggja sambærilegt fjármagn til félags- ins. Einhver hluti fjármagns er að jafnaði í óskiptri sameign. Tekjuafgangi er að einhverju eða öllu leyti ráðstafað í eftirfarandi: í uppbyggingu rekstursins, t.d. varasjóð; í greiðslur og þóknun til félagsmanna í samræmi við við- skipti þeirra, og til að styðja aðra starfsemi sem félagsmenn hafa samþykkt að styrkja. Sjálfstæði og sjálfsákvörðunar- réttur: Samvinnufélög eru óháð og sjálfstæð. Ef þau gangast undir samninga við aðrar stofnanir, þar með talin ríki, eða safna fjármagni frá utanaðkomandi aðilum, þá gera þau það á þann hátt sem tryggir lýðræðislega stjórn félagsmanna og svo að þau haldi fullu sjálfstæði og verði áfram óháð. Menntun, þjálfun og upplýs- ingar: Samvinnufélög sjá félags- mönnum, kjörnum fulltrúum, stjórnendum og starfsmönnum sínum fyrir fræðslu og þjálfun svo þeir geti lagt sitt af mörkum til fyrirtækisins. Samvinna samvinnufyrirtækja: Samvinnufélög þjóna samvinnu- hreyfingunni best með því að vinna með og styðja við önnur lýðræðislega rekin fyrirtæki, hvar svo sem í heiminum þau eru. Umhyggja fyrir samfélaginu: Samvinnufélög vinna að uppbygg- ingu í samfélaginu á sjálfbæran og mannúðlegan hátt í gegnum stefnumótun sem er samþykkt af félagsmönnum. Sjá einnig: /www.ica.coop Eftir það umrót sem varð hér í tengslum við bankahrunið 2008 hefur oft verið spurt hverju væri eðlilegt að breyta til að það sem þá gerðist endurtaki sig ekki. Umræðan hefur oftar en ekki einkennst af upphrópunum, ásökunum og gífuryrðum en minna hefur farið fyrir tilraunum til þess að leiða samfélagið inn á nýjar brautir. Það væri reynandi að skoða hvort samvinnuhreyfing 21. aldarinnar á ekki eitthvað af þeim svörum sem geta þokað íslensku samfélagi á framfarabraut. Sigurður Eyþórsson. Er samvinnan dauð? „Ill meðferð á skepnum ber vott um grimmt og guðlaust hjarta.“ Ég efast um að það sé tilviljun að þessi setning úr Heimsljósi Laxness hefur komið mér óvenjulega oft í hug að undanförnu. Það er ótrúlegt á 21. öld að við skulum ennþá búa í samfélagi sem lokar augunum fyrir réttindum þeirra sem minna mega sín, eins og dýra. Við manneskjurnar erum ekki hótinu merkilegri en aðrar skepnur, en höfum í krafti djöfullegra yfirburða á ýmsum sviðum tekið okkur það vald að undiroka, kúga og misnota önnur dýr. Þeirri þróun verður tæplega snúið við, en okkur ber skylda til að umgangast líf þessara skepna með umhyggju og virðingu. Á það skortir því miður mjög mikið. Viðhorf til dýraverndar og réttinda dýra er á mjög líku stigi og viðhorfið til ofbeldis gegn börnum var alveg fram undir þetta. Verksmiðjubúskapur eins og viðgengst víða um heim (og einnig í sumum greinum hérlendis), ekki síst vegna kröfu markaðarins um „ódýr“ matvæli, er svo viðbjóðslegur að maður getur ekki horft ógrátandi á myndir teknar við þær aðstæður. Í þessum geira er brotið á öllum sem við sögu koma. Dýr lifa við óviðunandi aðstæður sem ganga þvert á eðli þeirra og þarfir. Þau eru fóðruð til óeðlilegra afurða og drepin á ómannúðlegan hátt. Verkafólk á þessum „búum“ er oft og tíðum réttlaust farandverkafólk frá fátækum löndum, það býr í hjólhýsum á landareigninni og hefur ekkert að segja um eigið líf, frekar en skepnurnar sem það vinnur með. Landinu er ofboðið með eitur- efnum og úrgangi, allt til að framleiða „ódýr“ matvæli sem skapa sífellt fleiri heilsufarsvandamál neytenda. Styrkur okkar og sóknarfæri liggur í jákvæðri ímynd En lítum okkur ögn nær. Ég er sauðfjár bóndi og þó að sjóndeildar- hringur minn sé kannski ekki mjög stór líkar mér ekki allt sem ég sé. Ég tel mig hafa metnað fyri hönd okkar stéttar og tel að styrkur okkar og sóknarfæri til framtíðar liggi eingöngu í góðri og jákvæðri ímynd, bæði hvað varðar umgengni við land og búfénað. En þessi mynd þarf að byggja á heilindum. Bak við hana verður að standa raunveruleg og ábyrg afstaða sem ekki þolir neinn afslátt. Nýlega gekk dómur í Héraðsdómi Austurlands í svo kölluðu Stórhóls- máli, sem því miður er orðið að árlegu fréttaefni fjölmiðla og það læðist að manni á beiski grunur að þeim farsa sé hvergi nærri lokið. Ég skora á fólk að fara inn á vefinn og lesa þennan dóm. Þó þar birtist hvergi nærri allt sem máli skiptir er þó augljóst að velferð sauðfjárins sem þarna er um að ræða er algerlega fyrir borð borin. Málið er látið snúast um aukaatriði og hártoganir Í þessum dómi birtist úrræðaleysi – eða er það kannski skeytingarleysi – til að taka á óviðunandi meðferð á lítilmagnanum. Málið er látið snúast um aukaatriði og hártoganir en ekki langvarandi vanfóðrun og vanhirðu sem er augljóst öllum sem sjá vilja. Slíkt ástand verður ekki til á einum degi. Bóndinn í Hraunkoti, sem af linkind samþykkti að halda hluta fjárins í skamman tíma en sat uppi með það allt og lengi þvert gegn vilja sínum, er gerður að eins konar blóraböggli í málinu. Á sama tíma er fjöldi fjár heima á Stórhóli engu betur haldinn og var flutt burtu undir vor. Við skulum heldur ekki gleyma því að sams konar ástand eða verra kom upp á búinu vorið 2009, en því máli lauk með hlægilega lágri sekt. Ég spyr, hver er ábyrgð sveitar- stjórna, forðagæslu og Matvæla- stofnunar í svoan málum? Hvernig þarf ástandið að vera til að svipta fólk leyfi til búfjárhalds? Er öðrum fyrirtækjum (bú eru líka fyrirtæki), til dæmis í matvælaiðnaði eða ferðaþjónustu, ekki lokað ef skilyrðum um starfsemina er ítrekað ekki fullnægt? Er það bara af því að svona mál snúast um dýr sem ekki hafa rödd að hægt er að láta svona viðgangast? Er búaskapur eina atvinnugreinin þar sem eignaréttur og atvinna er svona heilög? Eða er kannski ekki litið á búskap sem alvöru atvinnugrein með réttindum og skyldum? Lögfræðingur Mast, Steinþór Arnarson, sagði í viðtali á RÚV að það skyti skökku við að ríkið styrkti með beingreiðslum framleiðslu á sauðfjárbúum þar sem ástandið væri með þessum hætti. Þar er ég þó hjartanlega sammála og við skulum bara vona að þeir sem hæst pípa um styrki til landbúnaðarins séu hreinlega ekki búnir að átta sig á þeim ósköpum. Hvernig er það forsvaranlegt? Hvað geta menn fengið mörg tækifæri? Flest svona bú eru ekki innan gæðastýringar vegna sinna vandamála og ættu auðvitað ekki heldur að njóta beingreiðslna. Ef ég man rétt sagði Ólafur Dýrmundsson ráðu nautur í Bændablaðinu í fyrra að fjöldi bænda og búfjáreigenda væri undir eftirliti vegna fóðrunar og aðbúnaðar búfjár. Sumir ár eftir ár. Hvað geta menn fengið mörg tækifæri? Er það einfaldlega svo að lagaleg úrræði eru ekki til, eða óttast menn að beita þeim? Kannski ættu Bændasamtökin einfaldlega að birta nöfn þessara bænda og búa á einhverri aðgengilegri vefsíðu – menn gætu þá keppt að því að afmá nafn sitt af því spjaldi. Væri ekki fróðlegt að kynna sér hina hliðina líka? Nú kann einhverjum að finnast langt seilst en ég fullyrði að þessi mál eru eins og önnur ofbeldismál (því þetta er ofbeldi) – þau þrífast á þögn og meðvirkni og eitra frá sér út í samfélagið. Meinsemdin birtist víða Við þekkjum öll svona dæmi úr okkar umhverfi og ef við horfum alltaf í hina áttina erum við að segja að þetta sé í lagi. Þessi meinsemd birtist ekki aðeins í vanfóðrun og sóðaskap á einstöku búi sem ratar í fréttir þegar um þverbak keyrir. Hún birtist líka í umhirðuleysi og skorti á umhyggju, til dæmis gagnvart veikum dýrum sem ekki er reynt að lækna eða er lógað. Hún birtist í harkalegri og ófagmannlegri burðarhjálp á vorin þar sem reynt er að spara úr hófi alla dýralæknishjálp. Að aðgengi á dýralæknishjálp skuli hafa versnað vegna reglugerðabreytinga er svo önnur saga. Meinsemdin birtist í hrottaskap og misþyrmingum á skepnum í smalamennsku þar sem þær eru hundeltar og eltar á ökutækjum og jafnvel látnar gjalda eigenda sinna. Og þetta birtist í þrengslum og aðstöðuleysi í sláturhúsum þar sem allt of mörgu fé er hrúgað saman síðasta sólarhringinn sem það lifir. Við þurfum að setja skýr lög og reglur Það er ekki langt síðan bændastéttin var alltaf í vörn vegna tilveru sinnar og jafnvel skammaðist sín fyrir „sveitamennskuna“. Ég vona að sú tíð sé liðin; ég held við viljum geta sagt með nokkru stolti að við séum bændur. En til að svo megi verða þurfum við að setja skýr lög og reglur og losa okkur við smánarblett á borð við vanfóðrun og illa meðferð á dýrum. Það kann að verða óþægilegt meðan á því stendur en eftir mun standa betra samfélag bæði fyrir menn og skepnur. Kristín Jónsdóttir Hlíð í Hornafirði. Af illri meðferð á skepnum

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.