Bændablaðið - 07.02.2013, Blaðsíða 8

Bændablaðið - 07.02.2013, Blaðsíða 8
Bændablaðið | Fimmtudagur 7. febrúar 20138 Fréttir Stefnt er því að dreifnám hefjist á Blönduósi næsta haust. Skipað verður framkvæmdaráð til að annast undirbúning þess. Bjóða á öllum nemendum í Austur-Húnavatnssýslu upp á framhaldsskólanám í heimabyggð. Miðað verður við að starfsstöð dreifnáms verði á Blönduósi. Dreifnámið verði unnið í samstarfi og á forsendum Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra. Á bæjarráðsfundi Blönduós- bæjar í síðasta mánuði gerði Ágúst Þór Bragason grein fyrir stöðu dreifnámsverkefnisins, sem gengur út á að bjóða nemendum í Austur-Húnavatnssýslu upp á framhaldsskóla nám í heima- byggð. Miðað sé við að starfs stöð dreifnáms verði á Blönduósi og nemendum sem eigi heima annars staðar í Austur-Húnavatnssýslu bjóðist daglegur akstur eða stuðningur við daglegar ferðir. Tillaga að dreifnámshópi Austur-Húnavatnssýslu var lögð fram á fundinum og samþykkti bæjarráð Blönduóss hana fyrir sitt leyti. Sunnlenskir kúabændur verðlaunaðir fyrir frábæran rekstur og bústjórn Á aðalfundi Félags kúabænda á Suðurlandi á Hellu nýlega fengu fimm kúabú viðurkenningu frá Búnaðarsambandi Suðurlands og Auðhumlu fyrir frábæran rekstur og bústjórn á kúabúum sínum. Miðað er við rekstrartölur áranna 2010 og 2011 samkvæmt bústjórnarverkefninu SUNNA, sem rúmlega 60 sunnlensk kúabú taka þátt í árlega og hefur verið samvinnuverkefni Búnaðarsambands Suðurlands og viðkomandi búa. Þess má geta að þrjú þessara búa fengu samskonar viðurkenningu árið á undan, þ.e. búin í Gýgjarhólskoti, Móeiðarhvoli og í Seli. Auk verðlaunaskjals fengu búin veglega ostakörfu frá MS. /MHH Starfshópur, undir formennsku Jóns Loftssonar skógræktar- stjóra, sem unnið hefur að gerð stefnumótunar í skógrækt hefur skilað tillögum sínum til Svandísar Svavarsdóttur umhverfis- og auðlindaráðherra. Nefndin, sem var skipuð árið 2006, hefur unnið greinargerð með stefnumarkandi tillögum um áherslur í skóg- ræktarstarfinu sem hún kynnti ráðherra fyrir skömmu. Í nefndinni sátu fulltrúar Landshlutaverkefna í skógrækt, Landssamtaka skógareigenda og Skógræktarfélags Íslands. Jafnframt voru drög að greinargerð nefndar- innar send í almenna kynningu árið 2010 og bárust þá fjölmargar ábendingar og athugasemdir sem voru til leiðsagnar við endanlega gerð greinargerðarinnar. Í greinargerðinni er fjallað um ýmsa þætti skógræktar og hvernig skógræktaraðilar hyggjast móta og skipuleggja starf sitt. Þar á meðal eru markmið um uppbyggingu skógarauðlindar, endurheimt náttúruskóga, hlutverk við bætta lýðheilsu og útivist og loftslagsmál, svo nokkur mikilvæg atriði séu nefnd. Jafnframt eru þar tillögur um gerð heildstæðrar landsáætlunar í skógrækt, sem framtíðar stjórntækis til að vinna að framgangi stefnumörkunarinnar. Stefnumörkun um skóga og skógrækt á Íslandi er að finna á ýmsum stöðum; í lögum og reglu- gerðum, áætlunum og alþjóða- samningum, en hana er ekki hægt að finna með heildstæðum hætti á aðgengilegu formi. Með greinar- gerðinni er ætlunin að bæta úr með þvi að draga saman og leggja fram heildarstefnu í skógræktarmálum. Stefnumörkun um skógrækt afhent ráðherra Dreifnám hefjist á Blönduósi á komandi hausti Austur-Húnavatnssýsla: Vilja sameina öll sveitar félög í sýslunni Bæjarráð Blönduósbæjar hefur tekið undir sjónarmið sveitar- stjórnar Húnavatnshrepps um að raunhæfara sé að stefna að sameiningu allra sveitar- félaga í Austur-Húnavatnssýslu heldur en Blönduósbæjar og Húnavatnshrepps eingöngu. Bæjarráð ætlar að leita eftir stuðn- ingi og aðkomu annarra sveitar- félaga í sýslunni um viðræður. Bæjarstjórn Blönduósbæjar sendi sveitarstjórn Húnavatnshrepps bréf í síðasta mánuði þar sem óskað var eftir samstarfi um að unnin yrði úttekt á kostum og göllum þess að sameina sveitarfélögin, en Blönduósbær og Húnavatnshreppur hafa nú þegar samstarf um mörg verkefni og hafa þau starfað náið saman í mörg ár. Bréfið var tekið til umfjöllunar á sveitarstjórnarfundi Húnavatnshrepps fyrr í þessum mánuði og telur hreppsnefnd það raunhæfari kost að skoða stærri sameiningu, svo sem sameiningu allra sveitar félaga í Austur-Húnavatnssýslu. Á bæjarráðsfundi Blönduósbæjar á dögunum var tekið fyrir svar- bréf Húnavatnshrepps um ósk Blönduósbæjar um samstarf við skoðun á kostum og göllum sameiningar sveitarfélaganna. Bæjarráð tók undir sjónarmið Húnavatnshrepps og samþykkti að leita eftir stuðningi og aðkomu annarra sveitarfélaga í Austur- Húnavatnssýslu um viðræður um sameiningu Austur-Húnavatnssýslu í eitt sveitarfélag. Frá vinstri: Guðmundur Geir Gunnarsson mjólkurbússtjóri og verðlaunahafarnir, Inga Birna Baldursdóttir og Karel G. Sverrisson, Seli Rangárþingi eystra, Gunnlaugur Magnússon og Áslaug Bjarnadóttir, Miðfelli 1 Hrunamannahreppi, Birkir A. Tómasson og Bóel Anna Þórisdóttir, Móeiðarhvoli Rangárþingi eystra, Samúel U. Eyjólfsson, Bryðjuholti Hrunamannahreppi, Eiríkur Jónsson, Gýgjarhólskoti Bláskógabyggð og Runólfur Sigursveinsson ráðunautur. Myndir / MHH Kúabændur fjölmenntu á fundinn, sem var haldinn í Árhúsum á Hellu. PharmArctica á Grenivík: Reisir 350 fermetra viðbyggingu vegna aukinnar starfsemi Hafist verður handa í vor við að reisa um 350 fermetra viðbyggingu við húsnæði lyfjafyrirtækisins PharmArctica á Grenivík. Fyrirtækið hefur verið starfandi í bænum í áratug og er í um 200 fermetra húsnæði sem fyrirtækið er búið að sprengja utan af sér, skortur á rými er farinn að hamla starfseminni enda hefur umfangið aukist með árunum. Viðsnúningur í rekstri S i g u r b j ö r n J a k o b s s o n , framkvæmdastjóri PharmArctica, segir að rekstur fyrirtækisins hafi gengið vel að undanförnu. Það var formlega stofnað árið 2002 en tók til starfa á árinu 2003. Hann segir að fyrirtækið hafi verið rekið með tapi öll árin nema hvað viðsnúningur hafi orðið í rekstri á liðnu ári og hafi þá PharmArctica skilað hagnaði í fyrsta sinn frá því að fyrirtækið var stofnað. „Við höfum bæði hagrætt í okkar rekstri og eins hefur verkefnum fjölgað,“ segir Sigurbjörn. Hjá fyrirtækinu starfa alls níu starfsmenn, þar af er einn lyfjafræðingur, einn líffræðingur og einn líftæknir, en starfsemi þess er mikil lyftistöng fyrir byggðarlagið og atvinnulífið í Höfðahverfi fjölbreyttara að sögn Sigurbjörns. Lyf, snyrtivörur og fæðubótaefni PharmArctica framleiðir lyf, snyrtivörur og fæðubótarefni en hefur einnig í verktakavinnu tekið að sér að framleiða, fylla á og pakka vörur fyrir önnur fyrirtæki. Félagið hefur lyfjaframleiðsluleyfi til að framleiða forskriftarlyf en það sérhæfir sig einnig í framleiðslu á blautvörum, m.a. kremum, mixtúrum, smyrslum og áburðum. Árið 2010 hóf fyrirtækið framleiðslu á vítamínum með DC-slætti. PharmArctica er í eigu Sæness, Sparisjóðs Höfðhverfinga og Jónínu Freydísar Jóhannesdóttur lyfjafræðings. /MÞÞ

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.