Bændablaðið - 07.02.2013, Blaðsíða 7

Bændablaðið - 07.02.2013, Blaðsíða 7
Bændablaðið | Fimmtudagur 7. febrúar 2013 7 „Undirtektir voru alveg svakalega góðar, leikhúsgestir voru ýmist skellihlæjandi eða tár sáust blika á hvarmi,“ segir Steingrímur Magnússon, kynningarstjóri Freyvangsleikhússins, en það frumsýndi síðasta föstudag breska gamanleikinni Dagatalsdömurnar, sem valið var besta gamanleikritið í London árið 2010. „Þetta reynir á allan tilfinningaskalann og leik- húsgestir höfðu á orði að leikritið skildi mikið eftir sig.“ Verkið er byggt á sannsögulegum atburðum sem gerðust í London árið 1999. Í því segir frá nokkrum kven- félagskonum sem taka sig saman og ákveða að gera dagatal með fallegum myndum af sjálfum sér, fáklæddum. Dagatalið ætla þær síðan að selja til að safna fyrir sófa á krabbameins- deildina á sjúkrahúsinu í heimabæ sínum, en eiginmaður einnar þeirra hefurgreinst með krabba og þær vilja leggja sitt af mörkum til að gera biðstofuna á sjúkrahúsinu vistlegri. Átök blossa upp í hópnum um gerð dagatalsins og ekki minnka þau í kjölfar frægðarinnar sem konurnar öðlast eftir útkomu dagatalsins. Kemur beint og óbeint við alla Steingrímur segir að ástæða þess að verkið varð fyrir valinu sé sú að Freyvangsleikhúsið vilji vekja athygli á baráttunni gegn krabba- meini. „Þessi sjúkdómur kemur beint eða óbeint við alla og hefur Freyvangsleikhúsið fengið að kynn- ast því,“ segir hann. Öll laun fyrir höfunda- og sýningarrétt renna óskert til rann- sókna á sjúkdómnum, en einnig hefur Freyvangsleikhúsið ákveð- ið að gera enn betur og ánafna Krabbameinsfélagi Akureyrar og nágrennis hluta af innkomunni. Dagatal með dömunum mun að sjálfsögðu einnig koma út og fær Krabbameinsfélagið ágóða af því. Þetta er í fyrsta skipti sem verkið er sett upp á Íslandi og fékk leikfélagið Davíð Þór Jónsson til að skella því yfir á íslensku. Leikstjóri er reynsluboltinn Sigrún Valbergsdóttir. Verkið var sýnt tvívegis um liðna helgi, frumsýning var sem fyrr segir á föstudagskvöld og þá var sýning á sunnudag fyrir boðsgesti, m.a. starfsfólk Krabbameinsfélagsins og lyflækningadeildar Sjúkrahússins á Akureyri og þá sem með einum eða öðrum hætti koma að meðferð krabbameinssjúklinga. Mikið um pantanir Steingrímur segir að verkið verði sýnt næstu helgar, bæði á föstudags- og laugardagskvöldum, og þegar sé búið að bóka miða langt fram í tímann. „Þetta virðist ætla að verða mjög vinsælt, það er mikið um hópa af öllum tagi sem hafa pantað miða, bæði karla- og kvennahópa,“ segir hann. „Það kæmi mér ekki á óvart þótt við yrðum að sýna langt fram í apríl.“ Freyvangsleikhúsið er gamlareynt áhugaleikfélag í Eyjafirði, hefur starfað í áratugi. Mikill metnaður hefur einkennt starf þess og má til dæmis nefna að sýningar þaðan voru tilnefndar áhugaverðustu áhuga- mannasýningarnar ársins árið 2009 og 2011 og hafði félagið þar áður hlotið þessa nafnbót tvisvar. /MÞÞ ið lok síðasta þáttar birtist ein af forláta vísum Höskuldar Einarssonar. Vel fer á því að greina frá fróðlegu samtali sem ég átti við dóttur Höskuldar, Sigríði húsfreyju á Kagaðarhóli, um fleygar vísur föður hennar og annan kveðskap. Sigríður fór með vísu þessa en þekkti ekki höfund hennar. Vænt þætti mér ef einhver lesenda vissi þar deili á: Samleik eiga systurnar sorg og gleði háðar. Ef þú leitar annarrar oftast finnur báðar. Nýlátinn er einn af höfðingjum Húnvetninga, Gísli Pálsson bóndi á Hofi í Vatnsdal. Að honum gengnum orti Einar Kolbeinsson í Bólstaðarhlíð: Allra bíður efsta stund, það óþarft telst að kynna, og Gísli á Hofi gekk á fund gömlu feðra sinna. Í algleymi þorra er við hæfi að birta les- endum vísu sem Benedikt Benediktsson bóndi á Stóra-Vatnsskarði orti nýverið á ferð til Austurríkis. Nokkur hita- munur mun þó þar ytra og hér heima. Sá blessaði miðill sem ort er um getur nefnilega bæði veitt svölun í hita jafnt og yl í aftökum: Við skulum saman létta lund, lífið fylla gríni. Eiga saman unaðsstund ögn að dreypa á víni. Næstu tvær vísur eftir Ingólf Ómar Ármannsson veita einnig yl, þótt með öðrum hætti sé: Andans gróður yljar mér, örar blóðið streymir. Mögnuð ljóðalistin er ljúfan hróður geymir. Vísan þjála vörum á visku strjálað getur, ljóðamálið lipurt þá lífgar sálartetur. Í framhaldi af frjórri umræðu síðustu þátta um Bjarna Gíslason bónda á Harrastöðum í Dölum kjótlaði sá fróði maður Hjálmar Styrkársson frekara efni til þáttarins. Í kompu sinni fann Hjálmar eftirfarandi: „Fyrstu vísuna orti Bjarni Gíslason um Kristján Jónsson, f. 1856 d. 1938, þá bónda í Snóksdal, Miðdölum“: Elli Stjáni varðist vel, varð fyrir láni stundum. Hleypti Grána um grund og mel, glennti upp skjána á fundum. „Seinni vísan er um Ólaf Samúelsson, f. 1878, d. 1935. Bjó á Fögru-Grund, sem liggur að Haukadalsá, en stóð gegnt Harrastöðum. Ólafur hafði lengi verið í vistum á Harrastöðum“: Nú er lítið gras á Grund, grá og kalin rótin. En Ólafur slær þó alla stund, Ólafur sperrir fótinn. Síðan segir Hjálmar: „Ég set hér eina vísu til viðbótar en er ekki jafnviss um höfundinn. Þó finnst mér að hún sé einnig eftir Bjarna Gíslason. Vísan er gerð í orðastað Stefáns Jónssonar á Breiðabólsstað í Miðdölum, f. 1870, d. 1951. Hann réðst til vistar þar 1893. Bóndi á Breiðabólsstað var Jón Sumarliðason hreppstjóri og gegndi hann fleiri störfum fyrir sveit sína og hérað. Jón hafði tíðum að orðtæki, að þetta eða hitt væri „ ekki vegi fjærri“. Ég mun þreyja þar hjá fé, þótt ég deyi nærri, ef Jón segir að það sé ekki vegi fjærri. Umsjón: Árni Geirhjörtur Jónsson kotabyggd1@gmail.com Líf og starf MÆLT AF MUNNI FRAM V Freyvangsleikhúsið Eyjafirði: Fáklæddar dagatalsdömur slá í gegn í sveitinni Kvenfélagskonur ákveða að gefa út dagatal af sjálfum sér fáklæddum og safna með því fé til að kaupa nýjan sófa á biðstofu krabbameinsdeildar sjúkra- hússins. Átök blossa upp en áhugasamir geta brugðið sér fram í Freyvang og fylgst þar með framvindu mála. Myndir / Guðrún Hrönn Ein léttklædd æfing fyrir jólin. Sagt er að óvenjumikill áhugi sé hjá karlpeningnum í Eyjafirði að fá uppskriftir að þessum hnallþórum.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.