Bændablaðið - 07.02.2013, Blaðsíða 42

Bændablaðið - 07.02.2013, Blaðsíða 42
42 Bændablaðið | Fimmtudagur 7. febrúar 2013 Bærinn er landnámsjörð, en þar nam land Þrándur mjöksiglandi. Ingvar Þrándarson er uppalinn í Þrándarholti en Magnea Gunnarsdóttir á Selfossi. Foreldrar Ingvars, Þrándur og Guðrún, ráku þar áður bú en árið 2001 stofnaði sonur þeirra, Arnór Hans, og Sigríður Björk kona hans félagsbú með þeim. Árið 2008 tóku Ingvar og Magnea við af Þrándi og Guðrúnu. Býli? Þrándarholt 4. Staðsett í sveit? Skeiða- og Gnúpverjahreppi, Árnessýslu. Ábúendur? Ingvar Þrándarson og Magnea Gunnarsdóttir. Fjölskyldustærð (og gæludýra)? Börn Ingvars og Magneu eru Þrándur (8 ára), Eyrún Huld (5 ára) og Snorri (2 ára). Einnig býr þar hundurinn Dimma (1 árs). Stærð jarðar? Um 200 ha. Gerð bús? Við rekum kúabú í félagsbúi ásamt bróður Ingvars og konu hans, þeim Arnóri Hans Þrándarsyni og Sigríði Björk Marinósdóttur í Þrándarholti 3. Einnig eru á bænum nokkrar kindur og hestar. Fjöldi búfjár og tegundir? Mjólkandi kýr eru um 70, naut í uppeldi um 40, hrossin eru 17 talsins og kindurnar 26. Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Bræðurnir skiptast á um að sinna bústörfum og vinna við smíðar – en þeir reka smíðafyrirtæki samhliða búinu. Bústörfin eru eins og gefur að skilja ólík eftir árstíma. Farið er í fjós kvölds og morgna – og öðrum bústörfum sinnt. Magnea og Sigríður Björk vinna báðar utan heimilis, sú fyrrnefnda sem tónlistarkennari og hin sem leikskólakennari. Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Þegar vel gengur í fjósi er gaman. Einnig eru vor- verkin – sauðburður og heyskapur – skemmtileg. Leiðinlegast er þegar illa gengur í fjósi. Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Með svipuðu móti – vonandi verða þó kýr og kindur eitthvað fleiri. Svo mætti vel hugsa sér örfá hænsni handa Sirrý. Hvaða skoðun hafið þið á félagsmálum bænda? Félagsmál bænda eru á góðu róli. Hvernig mun íslenskum land- búnaði vegna í fram tíðinni? Við teljum landbúnaðinum best borgið utan veggja Evrópusambandsins. Mikilvægt er að stuðla að framþróun í framleiðsluháttum og markaðssetningu. Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í útflutningi íslenskra búvara? Lambakjöt okkar er gott og einnig mjólkurafurðir. Að öðru leyti er mikilvægt að leita stöðugt nýrra tækifæra í útflutningi og halda á lofti sérstöðu íslenskra afurða. Hvað er alltaf til í ísskápnum? Gottaostur og krakkalýsi. Einnig smjörvi, íslenskt smjör og egg. Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Ribeye-biti, grillaður. Einnig er yngri kynslóðin hrifin af lasagna. Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Þegar við prófuðum olíurepju á akrinum við Stöðulfell í Þjórsárdal. Drykkir úr ávöxtum eru mjög hentugir á milli mála til að seðja sárasta hungrið og eru margir þeirra mjög mettandi í þokkabót. Allir eru þeir stútfullir af vítamínum og aukaorku fyrir daginn og kjörið fyrir hvern og einn að finna sína réttu blöndu. Ananasdrykkur fyrir 2 › Nokkrir ísmolar › 400 g mjög vel þroskaður ananas, afhýddur, kjarnhreinsaður og saxaður › 1 stór, mjög vel þroskaður banani › 100 ml hreinn appelsínusafi › 50 ml sojamjólk (má sleppa) Aðferð: Setjið ísmola í blandara og hellið svolitlu af safanum út á. Blandið í nokkrar sekúndur. Afhýðið ananasinn, kjarn- hreinsið og skerið í bita. Setjið ananasinn út í blandarann ásamt afganginum af appelsínusafanum. Blandið í um 30 sekúndur eða þangað til það er silkimjúkt. Afhýðið bananann og bætið honum út í ásamt sojamjólkinni. Blandið í um 10 sekúndur. Bætið meira af sojamjólkinni saman við ef þið viljið þynnri drykk. Berið fram strax. Kíví- og límónusafi fyrir 2 › 3 vel þroskuð kíví, afhýdd og skorin í stóra bita › 150 ml eplasafi (eða 1 sætt epli, þvegið og skorið í stóra bita) › 2 lúkur græn vínber (steinalaus), þvegin (má nota 100 ml epla safa til viðbótar í staðinn) › safi úr einni límónu Aðferð: Ef notuð er safapressa: Þvoið vínberin vel og eplið og skerið í stóra bita. Setjið eplið og vínberin í safapressu. Farið í lið 5 og haldið áfram með uppskriftina. Ef notaður er blandari eingöngu: Afhýðið kívíið, skerið í stóra bita og setjið í blandarann. Blandið í 2 sekúndur (fræin mega ekki maukast í sundur því þá verður drykkurinn bitur á bragðið). Bætið límónusafanum, vínberjasafanum (ef notaður) og eplasafanum út í. Blandið í aðrar 2 sekúndur (eða hrærið með stórri skeið). Hellið í glös og berið fram strax. Uppskriftir af cafesigrun.com. /ehg Líf og lyst BÆRINN OKKAR MATARKRÓKURINN Vítamínsprengjur milli mála Þrándarholt Hundurinn Dimma og og börnin þrjú. Drykkina er hægt að útbúa í öllum regnbogans litum og blanda saman ávöxtum og grænmeti. Mynd / Ny Nordisk Mat

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.