Bændablaðið - 07.02.2013, Blaðsíða 12

Bændablaðið - 07.02.2013, Blaðsíða 12
Bændablaðið | Fimmtudagur 7. febrúar 201312 Fréttir Ef keyrt er um sveitir landsins má á stöku stað sjá lokuð hlið á vegarslóðum sem kyrfilega eru merkt „Einkavegur – óviðkomandi umferð bönnuð“. Þegar slík skilti ber fyrir augu verður mér yfirleitt hugsað á þá leið að þarna hafi einhver skrattakollurinn að sunnan komið og keypt land án þess að hafa neinn skilning á því hvernig lífið gengur í sveitinni. Um þetta eru ferðafélagar mínir mér yfirleitt sammála.. Dæmigert samtal í bíl þegar svona skilti ber fyrir augu er eitthvað á þessa leið: Ég: „Andskotans vitleysingar eru þessir Reykvíkingar, þetta dytti engum venjulegum bónda í hug.“ Tilfallandi ferðafélagi: „Já, ótrúlegt rugl. Hérna kemur þetta malbikslið og ber enga virðingu fyrir einu né neinu.“ Ég: „Einmitt, maður þarf bara orðið að hafa með sér járnsög og klippur í bílnum. Þetta borgarpakk er alveg galið.“ Þótt það sé ekki til vinsælda fallið að loka vegaslóðum í sveitum og bendi ekki til þess að viðkomandi hafi mikinn skilning á því samfélagi sem hann er orðinn þátttakandi í með eignarhaldi á landi eru samtöl eins og það sem lýst er hér að ofan auðvitað óþolandi ósanngjörn og full af fordómum. Til eru fjölmörg dæmi, og líklega fleiri en hin, um fólk sem hefur eignast jarðir í sveitum landsins og orðið virkir þátttakendur í samfélögum sveitanna. Margt af þessu fólki hefur lagt mikið til byggðarlaga, félagslega jafnt sem fjárhagslega. Dæmi eru um að fólk sem hefur komið „að sunnan“ hafi byggt upp fyrir tugi eða hundruð milljóna á svæðum sem voru í mikilli vörn fyrir. Sumir hafa gengið svo langt að byggja upp sundlaugar. Það er ekki uppbyggilegt að tala á þeim nótum sem lýst er hér að ofan. Það er heldur ekki neinum til gagns að láta sem svo að útlendingar séu að hreinsa upp heilu sveitirnar og „leggja byggðarlögin í rúst“, eins og innanríkisráðherra lýsti því þegar rætt var við hann um frumvarp sem hann hyggst leggja fram, en í því eru ákvæði um bann við eignarhaldi erlendra ríkisborgara á landi nema þeir eigi þar lögheimili. Innanríkisráðherra hefur reyndar gengið illa að finna orðum sínum stað. Hann hefði kannski betur kynnt sér staðreyndir málsins. Af 7.607 jörðum í jarðaskrá eiga einstaklingar með erlent ríkisfang 21 jörð að fullu. Alvarlegri er staðan víst ekki. Það hefði hins vegar kannski verið til bóta að innanríkisráðherra og ríkisvaldið veltu fyrir sér leiðum til að auðvelda þeim einstaklingum, innlendum sem erlendum, sem eiga jarðir í sveitum landsins að verða þátttakendur í samfélögum sveitanna. Það mætti til að mynda gera með því að finna leiðir til að heimila tvöfalt lögheimilisfang. Fjöldi fólks hefur tvöfalda búsetu og vildi gjarnan eiga möguleika á að láta hluta af útsvarsgreiðslum sínum renna til þess sveitarfélags sem það dvelur minna í, sem oftast eru minni sveitarfélögin á landsbyggðinni. Það borgar sig oftast að reyna að finna lausnir í samvinnu en trilla ekki fram á sviðið með órökstutt bull. Utanaðkomandi aðilar vilja flestir verða þátttakendur í samfélögum sveitanna. Til þess getur þurft að hjálpa þeim að skilja þær skyldur og réttindi sem fólgnar eru í eign á landi. Ef við tökum upp samræðu við þetta fólk efast ég ekki um að það verður okkur þakklátt. Kannski fækkar líka skiltunum sem banna óviðkomandi umferð. /fr STEKKUR Talsverð vakning virðist vera meðal sauðfjárbænda um að koma sér upp góðum fjár hundum til að létta sér störfin. Dæmi um það er að Jón Geir Ólafsson bóndi í Gröf í Skaftártungu hélt fjárhunda- námskeið á bænum Giljum í Mýrdal í fyrri viku. Átta bændur komu á námskeiðið og segir hann að áhuginn á fjárhundanotkun fari stöðugt vaxandi. „Þá var ég sumpart að prófa sjálfan mig á námskeiðinu og sjá hvort ég gæti miðlað einhverju til annarra. Mér fannst það heppnast það vel að ég ætla að vera með þriggja daga námskeið á Hellu 12. til 14. febrúar næstkomandi.“ Jón Geir hóf búskap í Gröf árið 1995 og hefur alla tíð síðan verið með hunda til að aðstoða við búskapinn. „Ég setti mér strax það markmið að eiga góða hunda. Ég hef þó ekki gefið mig út í þjálfun og kennslu fyrr en núna en hef fram að þessu verið að safna í reynslubankann.“ Segir Border Collie besta Jón er eingöngu með fjárhunda af Border Collie kyni. „Þetta eru bestu fjárhundarnir sem maður fær og þeir hafa alla þá eiginleika til að bera sem nauðsyn- legir eru. Þeir eru vinnusamir, halda fé vel í hóp og það er gott að fást við þá.“ Jón segir að á námskeiðinu hafi mætt átta bændur, bæði karlar og konur, sem hafi verið með góða hunda. Hann segir eitt að eiga góðan hund en annað að nota hann. Í dag séu margir komnir með góða hunda og sauðfjárbændur viti vel út á hvað þetta gengur, svo auðvelt sé að kenna þeim að nota hundana sér til gagns. Bráðnauðsynlegt til sveita í dag „Núna eru mikil sóknarfæri til að byggja upp meiri áhuga á fjárhundanotkun. Mér finnst að bændur í dag séu að vakna mjög til vitundar um hversu nauðsynlegt er að eiga góða hunda. Fjárhundar eru bráð nauðsynlegir til sveita í dag. Þeir spara manni sporin og þetta er líka mjög skemmtilegt og hagnýtt áhugamál fyrir sauðfjárbóndann.“ Segir Jón að þegar horft sé til þess hvað fólki hefur fækkað í sveitum með aukinni tæknivæðingu og breyttum búskaparháttum séu góðir fjárhundar enn mikilvægari en ella við alla smalamennsku. Líka sóknarfæri í sýningarhaldi fyrir ferðamenn Jón gerði tilraun til að vera með fjárhundasýningar á Geirlandi á Síðu á síðastliðnu sumri. Þó að sýningarnar væru lítið kynntar keyptu þó nokkrir ferðamönnum sig inn á sýningarnar og segir hann að þær hafi lukkast mjög vel. „Þetta var mjög skemmtilegt verkefni sem gaman var að fást við. Það þarf bara að vinna meira í þessu og sjá hver framvindan verður, en þarna eru mikil tækifæri. Það var athyglisvert að útlendingarnir sem komu á sýningarnar áttu flestir hunda heima hjá sér af ýmsum tegundum.“ Engir tveir hundar eins Jón hefur selt nokkra hunda sem hann hefur þjálfað í gegnum tíðina og einnig tekið að sér að þjálfa upp nokkra hunda fyrir bændur þó í litlum mæli sé. Hann segir mjög einstaklingsbundið hvað langan tíma taki að þjálfa upp góðan fjárhund. Það fari bæði eftir þjálfaranum og hundinum sjálfum hvernig til takist. „Það er með þetta eins og annað að góð ástundun og vinnusemi skilar árangri. Ef ég byrjaði t.d. núna að vinna með hund sem er áhugasamur, viljugur og tilbúinn til vinnu, þá gæti maður náð miklum árangri á einu ári en samt haft mikið gagn af honum strax í haust. Það er erfitt að segja hvenær hundur er fullþjálfaður. Maður kennir þeim skipanirnar en það er eins með þá og mannfólkið að þeir þurfa reynslu til að ná góðum árangri. Þá eru engir tveir hundar eins. Þeir eru misöflugir til vinnu, misfrakkir og geðslag er misjafnt rétt eins og hjá okkur mönnunum.“ /HKr. Vakning meðal bænda um notkun þjálfaðra fjárhunda við smalamennsku: Góðir fjárhundar bráðnauðsynlegir til sveita – segir Jón Geir Ólafsson bóndi og hundaþjálfari í Gröf í Skaftártungu Óviðkomandi umferð bönnuð Frá fjárhundanámskeiðinu á Giljum í fyrri viku. Á myndinni eru, talið frá vinstri: Jón Geir Ólafsson námskeiðs- haldari í Gröf, Ragnar Sævar Þorsteinsson Brekkum, Karl Pálmason Kerlingadal, Guðbergur Baldursson Fitjamýri, Sigurjón Sigurðsson Grund, Ólafur Þorsteinn Gunnarsson Giljum og Ragnhildur Jónsdóttir Fagradal. Á bak við myndavélina var svo Jónas Erlendsson í Fagradal, sem líka tók þátt í námskeiðinu, með tíkina Donnu. Hún er frá Austur-Hlíð austan við Laugarvatn, undan Skottu frá Daðastöðum og Kát. Jón Geir Ólafsson gefur Snúði bendingar og hann á ekki í vandræðum með að ná kindahópnum saman. Myndir / Jónas Erlendsson Tíkin Röskva með fulla stjórn á fjárhópnum. Snúður bíður rólegur með fjárhópinn eftir nýjum skipunum frá húsbónda sínum.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.