Bændablaðið - 07.02.2013, Blaðsíða 4

Bændablaðið - 07.02.2013, Blaðsíða 4
Bændablaðið | Fimmtudagur 7. febrúar 20134 Fréttir Garnaveiki staðfest í Mývatnssveit eftir 60 ára hlé: Óhjákvæmilegt að hefja bólusetn- ingu og takmarka útbreiðslu – segir Ólafur Jónsson héraðsdýralæknir „Ég hvet bændur eindregið til að hafa samband verði þeir varir við grunsamlegar kindur eða ef þeir hafa búið við óeðlileg afföll vegna sjúkdóma í fé undangengin ár,“ segir Ólafur Jónsson, héraðsdýralæknir Norðaustur- umdæmis, en garnaveiki greindist á Félagsbúinu Gautlöndum í Mývatnssveit nýlega. Ólafur segir að veikin hafi að svo komnu einungis greinst á þeim bæ, en sjúkdómurinn uppgötvaðist þegar nokkrar kindur veiktust og fengu torkennileg sjúkdómseinkenni. Dýralæknir búsins sendi sýni í samráði við héraðsdýralækni til Tilraunastöðvarinnar á Keldum. Eftir að sýni höfðu verið tekin, þau greind og garnaveiki staðfest veiktust nokkrar kindur til viðbótar og var garnaveiki einnig staðfest í þeim. Öllum þeim kindum sem staðfest er að hafi fengið garnaveiki hefur verið lógað. Óhjákvæmilegt að hefja bólusetningu sem fyrst Héraðsdýralæknir og sérgreina- dýralæknir sauðfjársjúkdóma hjá Matvlæastofnun funduðu með bændum í byrjun vikunnar og var þá farið yfir stöðuna og til hvaða nauðsynlegra aðgerða þyrfti að grípa. Ólafur segir að enn sé ekki vitað með hvaða hætti sjúkdómurinn barst að Gautlöndum, en líkur séu á að hann hafi um nokkurra ára skeið verið að búa þar um sig án þess að bændur hafi getað áttað sig á því. Ólafur segir ljóst að töluvert víðtækir fjárflutningar hafi verið á milli bæja í varnarhólfinu á liðnum árum og torveldi þeir mjög leit að upptökum smitsins. „Þess vegna er óhjákvæmilegt að hefja bólusetningu í varnarhólfinu aftur sem fyrst og reyna þar með að takmarka útbreiðslu veikinnar. Við þurfum með öllum ráðum að koma í veg fyrir hugsanleg afföll, en þau geta orðið mikil,“ segir Ólafur, en á næstu dögum verður tekin ákvörðun um hve víðtæk bólusetningin verður og hvernig að henni verður staðið. Sýnataka kostnaðarsöm Þá segir hann bændur hafa mikinn áhuga á að leita leiða til að fjármagna blóðsýnatöku svo hægt verði að gera sér betur grein fyrir hugsanlegri útbreiðslu veikinnar, upptökum hennar og eins til að finna sýktar kindur, en þeim yrði þá í kjölfarið lógað strax. „Gallinn er bara sá að sýnatakan er kostnaðarsöm og ekki nægjanlega markviss, þar sem neikvæðar niðurstöður eru ekki alltaf óyggjandi svar,“ segir Ólafur. Garnaveiki hefur að því er best er vitað ekki komið upp í Mývatnssveit í að minnsta kosti 60 ár. Veikin hefur aldrei verið mjög útbreidd í Skjálfandahólfi, sem liggur milli Skjálfandafljóts að vestan og Jökulsár á Fjöllum að austan. Garnaveiki greindist síðast í Aðaldal árið 1988 og hætt var að bólusetja fé við veikinni í hólfinu fyrir 10-15 árum. /MÞÞ Garnaveiki er ólæknandi smitsjúkdómur, sem leggst á öll jórturdýr; sauðfé, geitur, nautgripi og hreindýr. Orsökin er lífseig baktería af berklaflokki (Mycobacterium avium s.s. paratuberculosis). Hún veldur bólgum í mjógörn og oft einnig í langa, ristli og lifur. Sýklarnir berast út með saurnum og geta lifað 1-1½ ár í óhreinindum og pollum umhverfis gripahús, við afréttargirðingar, í sláturúrgangi og í hræjum af skepnum sem drepast úti um haga og þannig mengað næsta umhverfi og jafnvel borist víðar. Sýking verður um munn með saur menguðu fóðri og vatni. Meðgöngutími í fé er 1-2 ár eða lengri. Góð reynsla er af því að halda veikinni niðri með bólusetningu lamba á haustin og gefur ein bólusetning ævilangt ónæmi, að því er fram kemur á vef Matvælastofnunar. Daði Lange Friðriksson, héraðsfulltrúi Landgræðslunnar á Norðausturlandi og bóndi í Mývatnssveit, fann tvo lambhrúta í Gæsadal við Gæsafjöll síðastliðinn sunnudag, en hann hafði skroppið í smá sleðatúr í björtu og fallegu veðri. „Ég var að þvælast um í Reykjahlíðarheiði, fór svo upp með Hrafnabjörgum og norður í Bóndhólshraun og til baka inn í Gæsadal þar sem ég rakst á hrútana,“ segir Daði. Ekki bar mikið á þeim, enda voru þeir mjög klakabrynjaðir. Daði ók upp í Gæsahóla til að komast í símasamband og hringdi eftir aðstoð, enda voru aðstæður erfiðar, brött brekka, hálka og klettar ofar auk þess sem hann hafði ekki þotu meðferðis til að binda þá á. Sem kunnugt er gerði óveður á norðanverðu landinu 10. september í fyrrahaust og drapst þá sauðfé í stórum stíl. Búið er að leita töluvert á þessu svæði áður og þá voru rjúpnaskyttur þar á ferð í vetur. Fjórir menn komu til móts við Daða úr byggð og einn á bíl frá Hólasandi til að taka hrútana með. „Það gekk vel að ná þeim, enda kom Biggi með hundinn með sér að heiman,“ segir Daði og vísar til Birgis V. Haukssonar í Hellu. Hrútarnir voru að sögn Daða ansi rýrir og mjög brynjaðir. Þeir eru nú farnir að éta og eiga vafalaust eftir að braggast í vetur. „Það er alltaf gaman að finna fé,“ segir hann. Með ólíkindum harðgerð Hann fór ásamt fleirum á föstu- daginn var að huga að kindum á Norðurfjöllum, kringum Eilíf og á Hlíðarhaga, en þá var mjög blindað og engin ummerki um líf sjáanlegt. „Við höldum áfram að huga að fé þegar við erum á ferðinni, það þýðir ekkert að hanga bara heima þegar veður og færi er gott. Alltaf virðist vera von og íslenska sauðkindin er með ólíkindum harðgerð,“ segir Daði. Annar hrúturinn sem fannst á sunnudag er í eigu Björgvins bónda á Kraunastöðum í Aðaldal en hinn á Birgir V. Haukssonar bóndi á Hellu í Mývatnssveit. Ekki er langt síðan Birgir heimti tvo lambhrúta við Hlíðarfjall. Þess má geta að móðir hrútsins frá Kaunastöðum skilaði sér lifandi af fjalli en systir hans ekki. Móðir og bróðir hrútsins frá Hellu skiluðu sér hins vegar bæði lifandi af fjalli. /MÞÞ Fundu tvo klakabrynjaða lambhrúta í Gæsadal eftir fimm mánaða útivist – alltaf gaman að finna fé segir Daði Lange Friðriksson Hundurinn Skuggi, Birgir V. Hauksson bóndi á Hellu (lengst til vinstri) með sinn hrút ásamt Guðjóni Vésteinssyni og Antoni Birgi Haukssyni sem er með hrút frá Kraunastöðum í Aðaldal. Myndir/Daði Lange Friðriksson Birgir kampakátur með hrút sinn, hundurinn Skuggi fór með í leiðangurinn. Hrútarnir voru mjög klakabrynjaðir þegar þeir fundust og ansi rýrir. Þeir voru bundnir niður í skúffu á fjórhjóli og ekið með þá í byggð. Úr Gljúfurárrétt á síðastliðnu hausti. Mynd / MÞÞ Ólæknandi sjúkdómur Bændablaðið kemur næst úr 21. febrúar Smáauglýsingar 56-30-300

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.