Bændablaðið - 07.02.2013, Blaðsíða 40

Bændablaðið - 07.02.2013, Blaðsíða 40
40 Bændablaðið | Fimmtudagur 7. febrúar 2013 Markaðsbásinn Lestin til Brussel bíður enn Þann 16. júlí 2009 ályktaði Alþingi að fela ríkisstjórninni að leggja inn umsókn um aðild Íslands að Evrópusambandinu og að loknum aðildarviðræðum yrði haldin þjóðaratkvæðagreiðsla um aðildar- samninginn. Aðildarviðræður Íslands að Evrópusambandinu hafa staðið yfir frá 17. júní 2010 og nú í febrúar eru því liðnir 32 mánuðir síðan þær hófust. Til samanburðar má nefna að viðræður um aðild Möltu, Lettlands og Litháen að ESB tóku 34 mánuði. Ekkert þessara landa var í EES þegar viðræður hófust. Þessi staðreynd ein og sér er merkileg í ljósi þeirra staðhæfinga sem hafðar voru uppi fyrir þremur árum síðan um hraðferð Íslands í samningaviðræðunum. Eftir 32 mánuði er viðræðum lokið – tímabundið – um 11 kafla af 33. Samkvæmt svari Evrópuvefsins (sjá http://evropuvefur.is/svar. php?id=64177) heyra 9 af þessum 11 köflum undir efnissvið EES- samningsins. Í hinum 2 var ekki farið fram á neinar sérlausnir eða undanþágur. Í samtals 14 samningsköflum af þeim 29 sem opinber samningsafstaða liggur fyrir er ekki farið fram á neinar sérlausnir eða undanþágur. Viðræður standa enn yfir um þrjá af þessum köflum sem ekki er farið fram á neinar sérlausnir í. Þeim til viðbótar standa viðræður yfir um 13 samningskafla, eða samtals 16 sem standa nú opnir. Það skýtur óneitanlega skökku við að hægt sé að tala um góðan árangur í viðræðunum þegar eftir 34 mánuði er aðeins búið að loka viðræðum um samningskafla sem engar sérkröfur eru í af hálfu Íslands. Hvergi hefur ennþá reynt á slíkar kröfur né frést af viðbrögðum ESB við þeim. Þrátt fyrir að íslensk stjórnvöld haldi úti öflugri upplýsingasíðu um gang viðræðnanna eru viðbrögð ESB við samnings- afstöðu Íslands ekki opinber. Forystumenn ríkisstjórnarinnar halda því hins vegar stöðugt fram að mörg dæmi séu um að samið sé um sérlausnir fyrir einstök ríki. Þannig var haft eftir Jóhönnu Sigurðardóttur í Morgunblaðinu 25. janúar (á bls. 14): ,,Það eru mörg dæmi um að samið hafi verið um sérlausnir,“ sagði Jóhanna og vísað m.a. til landbúnaðar Finna. ,Ég er mjög bjartsýn á að hægt sé að fá sérlausnir bæði í landbúnaði og sjávarútvegi,“ sagði Jóhanna. En hvað er átt við með þessari og öðrum viðlíka staðhæfingum sem hafðar hafa verið í frammi? Kjarninn í starfsemi Evrópusambandsins er að sama löggjöf og reglur gildi hvarvetna innan þess. Evrópusambandið lýsir eðli aðildarviðræðna t.d. í bæklingi sem nefnist nefnist Understanding Enlargement og er aðgengilegur á netinu. Þar kemur skýrt fram m.a. á bls. 9 að aðildarviðræður fjalli um hæfni umsóknarlandsins til að innleiða regluverk ESB sem og eins og segir orðrétt í þessum bæklingi: „Þessar reglur eru ekki umsemjanlegar.“ Það væri fróðlegt að fá upplýsingar um það hvort viðbrögð ESB við einhverjum af þeim 13 samningsköflum sem hafa verið opnaðir til viðræðna og innihalda sérkröfur af hálfu Íslands beri þetta ekki með sér. Ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að hægja á ferlinu og fresta viðræðunum fram yfir kosningar gæti einmitt endurspeglað þetta. Eftir allar yfirlýsingarnar um samningalipurð ESB við lítið land norður í ballarhafi (sem svo heppilega vill til að hefur einmitt aðgang að stóru mikilvægu hafsvæði) yrði óheppilegt, svo ekki sé meira sagt, ef það kæmi í ljós í aðdraganda kosninga að það yrði einmitt að slá af mikilvægum kröfum. Evrópusambandið reynir hins vegar að láta hjól aðildarferlisins snúast áfram. Þannig boðar Evrópustofa fundi vítt og breitt um landið og dreifir á þeim pokum með ýmsu „góðgæti“ og býður landsmönnum þannig nú að kíkja í pokann. Evrópumálaráðherra Írlands vonast til að opna viðræður um tvo kafla í viðbót áður en formennskutímabili Íra lýkur. Annar þessar kafla fjallar um matvælaöryggi og dýraheilbrigði, þar sem Ísland krefst fráviks í grundvallaratriðum frá regluverki ESB. Eftir átökin um þennan málaflokk síðastliðið haust og vetur er ekki von að aðildarsinnar vilji hafa þann málaflokk í skotlínunni rétt fyrir kosningar. En ESB-lestin stendur enn á brautarteinunum og bíður þeirrar stefnu sem tekin verður eftir næstu kosningar. Erna Bjarnadóttir hagfræðingur Bændasamtaka Íslands eb@bondi.is Landbúnaðarmálefni í ESB Útflutningur ýmissa búvara 2012 Samkvæmt bráðabirgðatölum um utanríkisverslun frá Hagstofu Íslands voru flutt út 1.310 hross árið 2012. Heildarverðmæti þeirra var rösklega 1 milljarður króna, eða 792 þús. kr. á hross. Mest var flutt út til Þýskalands, eða 547 hross. Kindakjötsútflutningur nam alls 2.761 tonni og var meðalverð kr. 633/kg. Að magni til var mest flutt út til Hong Kong, 631 tonn, en verðmæti þess var 189 millj. kr. Í verðmætum talið var útflutningur hins vegar mestur til Noregs, 609 millj. kr. fyrir 596 tonn af kjöti. Af öðrum mikilvægum markaðssvæðum má nefna Bandaríkin, en þangað fóru 185 tonn að verðmæti 251 millj. kr., Færeyjar með 295 tonn að verðmæti 251 millj. kr. og Rússland með 387 tonn fyrir 192 millj. kr. Af hrossakjöti voru flutt út 639 tonn og var meðalverð 406 kr./kg. Stærstur hlutinn, eða tæplega 85%, af útfluttu magni fór til Rússlands. og osta nam um 650 millj. króna. sé um einn þriðji hluti þess. Flutt æðardún og var meðalverð fyrir kg 164.816 kr. Mikilvægustu markaðs- löndin eru Japan og Þýskaland. Þá óunnin minkaskinn og var meðal- verð þeirra 4.630 kr./stk. /EB Fjöldi Magn, tonn Þús. kr Meðalverð Hross 1310 1.037.443 792.000 kr Kindakjöt 2.761 1.746.888 633 kr/kg Hrossakjöt 639 259.111.672 406 kr/kg Smjör 550 272.180.999 495 kr/kg Skyr 500 243.865.426 488 kr/kg Ostur 358 134.352.486 375 kr/kg Æðardúnn 3,1 507.798.218 164.816 Minkaskinn 136.277 630.991.841 4.630 S K ES S

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.