Bændablaðið - 07.02.2013, Blaðsíða 25

Bændablaðið - 07.02.2013, Blaðsíða 25
25Bændablaðið | Fimmtudagur 7. febrúar 2013 „Bændur eiga að sinna sínum eigin smitvörnum. Það verða ekki aðrir til þess fyrir þá. Við höfum sem betur fer ekki lent í stórvægilegum faröldrum undanfarna áratugi fyrir utan faraldra í hrossum, við búum við fáa bráðsmitandi sjúkdóma. Veiruskita í nautgripum er þó einn slíkur sem veldur vandræðum en mér finnst bændur of áhyggjulausir almennt varðandi þetta. Við búum reyndar við þannig aðstæður í búskap að þetta getur verið mjög erfitt, alla vega í sauðfjárbúskapnum. Sauðfé fer út um allt og blandast hundruðum annarra hjarða. Svo er öllu þjappað saman í réttum svo að hættan er á að fjöldi fjár smitist ef eitthvert smit er á ferðinni. Þessu verður auðvitað ekki breytt svo einfaldlega. Ég spyr hins vegar, ef maður væri með mjög verðmætan stofn, myndi maður þá hætta á þetta? Til dæmis með dýr hross í stóði? Við höfum mest þurft að berjast við sjúkdóma hér á landi sem hafa langan meðgöngutíma, eins og garnaveiki og riðuveiki. Við verðum að berjast gegn þeim sjúkdómum áfram. Það þarf að halda áfram að bólusetja gegn garnaveiki, í það minnsta þar sem ástæða er til. Varðandi riðuveikina ættum við að halda áfram á sömu leið og verið hefur. Það hefur náðst verulegur árangur með riðuna og ég sé því ekki ástæðu til að breyta út af því, nema til komi ný þekking.“ Sigurborg segist ekki eiga von á stórfelldum breytingum á starfsemi embættis yfirdýralæknis þó að hún sem ný í embætti muni væntanlega setja sitt mark á starfið. „Það sem ég sé fyrir mér er að efla vitund fólks fyrir bættri meðferð á dýrum og einnig varðandi sjúkdómavarnir. Það snýr auðvitað fyrst og fremst að bændum, að verja sinn bústofn, en einnig að almenningur og allir sem umgangist dýr séu á vaktinni. Heilbrigðisstarfsfólk dýra, frjótæknar, klaufskurðarmenn og aðrir sem vinna með dýr hefur mér þótt of passívir. Það þarf að virkja þetta fólk til að miðla upplýsingum og fræða það svo það skipti sér af málum, sjái fólk að eitthvað sé ekki eins og það á að vera.“ Fólk á að vera óhrætt að láta vita Sigurborg kallar eftir þátttöku allra varðandi bætta dýravelferð. Raddir þeirra sem ekki séu sáttir við þá þjónustu sem er veitt verði að heyrast, eigi að verða breytingar á. Spurð hvort þetta eigi við um óánægju með breytingar á dýralæknakerfinu sem urðu árið 2011 og voru mikið gagnrýndar svarar hún því að það sé meðal þess sem verði að fá upplýsingar um frá notendum þjónustunnar. „Í upphafi höfðu menn áhyggjur af því að svæði þjónustudýralækna væru of stór og of tímafrek yfirferðar. Það voru hnökrar á því kerfi fyrst en mér finnst að kvörtunum vegna slakrar þjónustu hafi fækkað. Það koma ekki margar kvartanir vegna þessa núna en það er ekki þar með sagt að þessi stærð þjónustusvæðanna sé ekki vandamál. Ef svo er verða dýraeigendur að tilkynna um hnökra á þjónustunni til stofnunarinnar svo hægt sé að bregðast við. Til að hægt sé að meta stöðuna þarf að fara yfir staðreyndir. Ef það reynist þannig að dýravelferð sé ekki tryggð, vegna stærðar svæðanna, þá verður að breyta kerfinu. Það hins vegar veit ég ekki núna, það eru fyrst og fremst bændur sem verða að koma fram sínum skoðunum og tilkynningum. Ég vil á sama hátt hnykkja á því að almenningur hefur greiða leið til að tilkynna um ef verið er að fara illa með dýr eða eitthvað megi betur fara. Það er hægt að gera í gegnum heimasíðu MAST og senda skilaboð þar í gegn. Sé tilkynnt um eitthvað sem ekki er í lagi með þessum hætti er gengið í málið. Fólk á að vera óhrætt við að láta vita.“ /fr                                             ! " #  $ %%%" " !        "" #$%%#%% & '" #   &  () $ * '+' " #$ ,- ." '" * '"  '" /0    & -  () $ * '+' " #$ ., -" '" * '" #$ ,. "&- '" $ '" #$ ,".- '" $ '" Varmadælur Námskeið 15. febrúar Höfn Hornafirði Skúlatún 2 - 105 Reykjavík Sími 590 6400 - Fax 590 6401 idan@idan.is - www.idan.is NÁMSKEIÐ FYRIR LAGNAMENN OG ÁHUGAMENN UM ORKUSPARNAÐ NÁNARI UPPLÝSINGAR Á IDAN.IS Nánari upplýsingar og skráning á www.idan.is eða í síma 590 6400 Lausnir fyrir köld svæði. Varmadælur geta sparað verulegan kostnað við kyndingu húsa á köldum svæðum. Á þessu námskeiði er í boði að afla sér þekkingar á varmadælum og notkun þeirra í byggingum. Farið í uppbyggingu og gerðir varmadæla, tengingar, stillingar og lokafrágang. Námskeiðið er haldið í samvinnu við Orkusetur og Verklagnir ehf. Kennarar: Sigurður Friðleifsson frá Orkusetri. Þór Gunnarsson tæknifræðingur frá Ferli. Gunnlaugur Jóhannsson, pípulagningameistari og Pétur Kristjánsson, sérfræðingur. Staðsetning: Höfn í Hornafirði. Tími: Föstudagur 15. febrúar kl. 13.00 – 18.00. Fullt verð: 15.000 kr. Verð til aðila IÐUNNAR: 3.000 kr. Rá ða nd i - a ug lý sin ga st of a eh f BYLTING Í SÓTTHREINSUN Sagewash sótthreinsikerfið Hlutlaust efni sem drepur bakteríur sem valdið geta sýkingum, ásamt því að halda tækjum, gólfi og veggjum skínandi hreinum. Hafðu samband við ráðgjafa KEMI og fáðu nánari upplýsingar.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.