Bændablaðið - 07.02.2013, Blaðsíða 41

Bændablaðið - 07.02.2013, Blaðsíða 41
41Bændablaðið | Fimmtudagur 7. febrúar 2013 Vélabásinn Öflug Claas-dráttarvél frá Vélfangi á góðu verði: Vél frá stærsta fjölskyldufyrirtæki í heimi – sem verður 100 ára á þessu ári Í þessum pistlum mínum um vélar og tæki hef ég lítið fjallað um dráttarvélar, en fyrir mér er prófun á dráttarvél að fara fram í vinnu við mismunandi aðstæður sem dráttarvélum eru ætlaðar. Því gæti slík prófun tekið mikinn tíma og væri jafnvel aldrei annað en umfjöllun án fullnaðarprófunar. Fyrir nokkru bauð kunningi minn Guðmundur Sigurðsson í Vélfangi mér með sér í bíltúr upp undir Flúðir á sveitabæ þar sem hann sýndi mér nýja Claas-dráttarvél sem Vélfang hafði selt Jóni Viðari á Dalbæ. Þegar við renndum í hlað á Dalbæ var Jón Viðar að vinna á nýju Claas-vélinni sinni og þurfti hann aðeins að skreppa á vélinni og loka einu hliði áður en hann gæti sinnt okkur. Ég notaði tækifærið og fékk far með honum í vélinni enda ágætis sæti með öryggisbelti fyrir farþega í Claas-vélum. Í þessum u.þ.b. 500 metra rúnt hvora leið sýndi Jón mér muninn á því að keyra vélina á sjálfskiptingunni eða handskipta með þumlinum (myndi halda að sjálfskiptingin hentaði vel til aksturs á vegum með ekkert aftan í vélinni, en til vinnu sé vænlegra að nota vélina handskipta). Munurinn var töluverður en það sem kom mér mest á óvart var hversu lítið heyrðist í vélinni inni í stýrishúsinu. Eftir ferð okkar Jóns Viðars skoðaði ég vélina og rak augun í ýmsa kosti sem ég sá strax; rafgeymirinn er á góðum stað og auðvelt að komast að honum, geymslukassi fyrir verkfæri er á þægilegum stað ofan á dísilolíutankinum og gott aðgengi er að glussatengingum aftan á vélinni. Einnig var ég ánægður að sjá að gult blikkljós er staðalbúnaður á þessari vél, en ég hvet menn til að kveikja á gula blikkljósinu þegar ferðast er á dráttarvélum úti á þjóðvegi þrátt fyrir að í lögum sé það bannað. Það er mitt persónulega mat að þetta sé spurning um öryggi fyrir aðra vegfarendur en ekki lög sem eru í raun ólög. Dalbæjarvélin kostar 11.870.000 með öllum aukabúnaði Aukabúnaðurinn sem er á Claas- vélinni á Dalbæ er ámoksturstæki, loftkæling (inni í stýrishúsinu), auka vinnuljós við stefnuljós að framan, auka vinnuljós áföst ámoksturstækjum (mjög sniðugur búnaður) og valrofi sem skiptir stjórnun á milli ámoksturstækja og rafstýrðu vökvaúrtaka að aftan. Eins og hún stóð þarna á hlaðinu á Dalbæ kostar Claas-vélin með öllum aukaútbúnaði 11.870.000 og vildi Jón Viðar meina að eins og vélin sín væri hún töluvert ódýrari en sambærileg dráttarvél með sama búnaði. Eftir að hafa skoðað vélina nokkra hringi fór ég smá hring (engin vinna og mundi flokkast undir óþarfan „montrúnt“). Strax og ég bakkaði vélinni til að snúa við varð ég hrifinn af útsýninu aftur fyrir hana og í speglunum, sem eru mjög góðir. Svo er líka hægt að snúa ökumannssætinu í u.þ.b. 20-30 gráður til hægri og læsa því þar, en í þessari stöðu með sætið er mjög gott að vinna ef maður er með eitthvað aftan í vélinni. Aðgengi að öllum stjórntækjum er mjög gott, sérstaklega að stýripinnanum fyrir ámoksturstækin, en í honum er líka gírskiptirinn. Í þessum litla akstri mínum fann ég samt að það er töluverður munur á venjulegri kúplingu og rafmagnskúplingunni sem er í þessari vél (erfitt að lýsa í orðum, en nákvæmari og auðveldara að snuða þessari rafmagnskúplingu en mörgum öðrum sem ég hef prófað). Útsýni aftur fyrir til að bakka að tæki sem tengja á aftan í vélina er sennilega betra á þessari vél en nokkurri annarri sem ég hef prófað, en sætið er svo aftarlega og ekkert fyrir sem skyggir á útsýnið niður á þrítengið eða krókinn. Inni í vélinni er gott aðgengi að öllu og sem dæmi er óvenju- lega þægilegt að komast að rafmagnsöryggjaboxinu miðað við það sem ég hef séð áður. Stýrishúsið er rykhelt og ætti kælingin að koma sér vel á heitum sumardögum við heyskap eða sambærilega vinnu með kælingu inni í stýrishúsinu og ekki skemmir að í litlu hólfi undir stýrinu er pláss fyrir eins og hálfs lítra flösku í kæli. Í spjalli við Jón Viðar sagðist hann hlakka til að fara að vinna alvöru vinnu á vélinni og kynnast henni betur. Það eina sem hann geti sett út á vélina væru smáhlutir, svo sem að honum fyndist vanta ljós niður á stjórnborð hægra megin við ökumanninn, og of sterk ljós frá sumum rofum inni í vélinni í svarta myrkri. Gott aðgengi undir vélarhlífina til að þrífa Oft er erfitt að þrífa í kringum vatnskassann hey og önnur óhreinindi sem vilja safnast þangað, en Claas er með fína lausn á þessu með því að vera með loftboxið og fremri vatnskassann á lömum, sem gefur manni gott aðgengi að þrífa þetta svæði. Mönnum til fróðleiks er orsök 75% íkveikja og bruna á dráttarvélum sú að við smá neista er eldsmatur sem kveikir mikið bál, en með reglulegum þrifum getur maður lágmarkað þá áhættu. Claas Arion 430 ISO og CIS vélarnar eru vel útbúnar með m.a. 130 hestafla vél, 16 gíra kassa, fjögur vökvaskipt drif, rofa í afturbrettum til ræsingar og stöðvunar á aflúrtaki og til að stjórna beisli, loftfjaðrandi sæti með snúning, farþegasæti með öryggisbelti, útvarp og MP3- geislaspilara, gegnsæja topplúgu (sem opnast meira en 45 gráður) og beisli að aftan með 6,2 tonna lyftigetu. Ýmislegt fleira er staðalbúnaður sem mætti nefna, en fyrir áhugasama bendi ég á heimasíðu Vélfang á vefsíðunni www.velfang.is. Claas-dráttarvélar eiga ekki langa sögu á Íslandi, en sú fyrsta mun hafa komið til landsins 2004. Árið áður festi Claas kaup á Renault- dráttarvélaverksmiðjunum og hóf af framleiða dráttarvélar og því er dráttarvélananafnið Claas frekar ungt. Öllu þekktari eru baggabindivélar og rúlluvélar með nafni Claas, en fyrirtækið var stofnað 1913 og verður því 100 ára á þessu ári. Verksmiðjan er stærsta fjölskyldufyrirtæki í heiminum sem framleiðir landbúnaðarvörur, en það er með yfir 9.000 starfsmenn í vinnu. Skeiðalaug er í Skeiða- og Gnúpverjahreppi, nánar tiltekið í Brautarholti við þjóðveg númer 30. Laugin var tekin í notkun árið 1975 og hefur þjónað heimamönnum og gestum síðan þá. Laugin er 16,68 metrar að lengd og átta metra breið og umhverfi hennar allt hið snotrasta. Við laugina er heitur pottur og rúmgóð vatnsgufubaðstofa. Í næsta nágrenni er síðan tjaldstæði, íþróttavöllur og félagsheimili. Að vetrum er Skeiðalaug opin á fimmtudögum frá 18.00 til 22.00. Yfir sumartímann er laugin opin frá 14.00 til 21.00 á virkum dögum nema mánudaga en þá er lokað. Um helgar er opið frá 10.00 til 18.00. Nánari upplýsingar má fá í síma 486-5500 eða með pósti á netfangið eythorb@ skeidgnup.is Skeiðalaug Laugar landsins Vélaprófanir hlj@bondi.is Hjörtur L. Jónsson Krónur 11.870.000 er ekki slæmt verð fyrir svona vel útbúna vél. Myndir / HLJ Auðvelt er að komast í öryggisboxið fyrir rafmagnið. Snilldarlausn, loftboxið og fremri kælikassinn á lömum. Rauði takkinn neðst til vinstri er gírskiptirinn, en hér fyrir ofan hefði mátt vera ljós.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.