Bændablaðið - 07.02.2013, Blaðsíða 26

Bændablaðið - 07.02.2013, Blaðsíða 26
26 Bændablaðið | Fimmtudagur 7. febrúar 2013 Enn beðið eftir aðkallandi samgöngubótum í Reykhólahreppi í Austur-Barðastrandarsýslu: Framkvæmdir á þjóðvegi 60 í Gufudalssveit hugsanlega í gang haustið 2015 – deilur við landeigendur og náttúruverndarsamtök hafa tafið málið árum saman og kosningar í vor gætu enn breytt stöðu mála Staðið hefur verið í stappi um áratuga skeið vegna hugmynda um lausnir við vegagerð á þjóðvegi 60 um Reykhólasveit og Gufudalssveit á sunnanverðum Vestfjörðum. Vegurinn er inni á vegaáætlun 2011 til 2014. Nú er hins vegar ljóst að ekki verðurhægt að hefja framkvæmdir fyrr en 2015 og þá aðeins að samkomulag náist um aðra leið en um Teigsskóg, sem ráð- herra sló út af borðinu í fyrra. Var það í kjölfar úr skurðar Hæstaréttar haustið 2009. Þar var fallist á kröfur land eigenda á Hallsteinsnesi, Náttúruverndarsamtaka Íslands og Fuglaverndarfélags Íslands um að fella úr gildi úrskurð umhverfis ráðherra frá því í janúar 2007, um vegagerð um Teigsskóg frá Bjarkarlundi til Eyrar í Reykhólahreppi. Þá hafði Vega- gerðin ráðgert að setja verkið í útboð haustið 2008. Á leiðinni úr Þorskafirði og í vestur eru fjölmargir farartálmar og þá einkum Hjallaháls, Ódrjúgsháls og síðan Klettháls. Þessir hálsar verða iðulega ófærir þegar eitthvað snjóar og er Hjallaháls milli Þorskafjarðar og Djúpafjarðar þar erfiðastur og beinlínis hættulegur í hálku eins og nýlegt dæmi sannar. Ljóst varð að vegagerð um Teig- sskóg út vestanverðan Þorskafjörð gæti ekki orðið að veruleika í kjölfar dómsmáls sem tapaðist við land- eigendur og höfnunar í umhverfismati. Áður höfðu Fuglavernd, Landvernd, Náttúruverndarsamtök Íslands og Náttúruvaktin hvatt Alþingi til þess að hafna niðurstöðu Vegagerðar og þáverandi umhverfisráðherra árið 2007 um að leggja veginn um Teigsskóg og yfir Djúpafjörð og Gufufjörð. Á síðasta ári ákvað Vegagerðin í samræmi við ákvörðun Ögmundar Jónassonar innanríkisráherra að hefja matsferli varðandi aðrar leiðir en um Teigsskóg. Vegagerðin auglýsti því í byrjun júlí 2012 drög að tillögu að matsáætlun vegna fyrirhugaðra framkvæmda á Vestfjarðavegi (60) milli Bjarkalundar og Melaness í Reykhólahreppi. Núverandi vegur er 41,6 km langur en nýr vegur verður 19,7-21,7 km langur, háð leiðarvali. Áætlanir eru um að meta umhverfisáhrif þriggja leiða, þ.e. D1, H og I. Hugsanlegt framkvæmdir geti hafist haustið 2015 Magnús Valur Jóhannsson, svæðisstjóri Vegagerðarinnar, segir að nú sé áætlað að verkið geti ekki hafist fyrr en 2015, þegar umhverfismat og ákvörðun um leiðarval liggi fyrir. Það geti reyndar hentað vel að fara í þá framkvæmd haustið 2015 um leið og lokið verði við framkvæmdir sem nú eru á áætlun vestar á Barðaströndinni. D og H-leiðirnar nú efstar á blaði Vegagerðarinnar „Það verða fyrst og fremst skoðaðar tvær leiðir. Í fyrsta lagi er það gamla leið D sem er yfir Ódrjúgsháls að vestan og síðan í gegnum jarðgöng undir Hjallaháls. Þá verður einnig skoðuð I-leið, sem er ný leið út Þorskafjörðinn að austanverðu með þverun rétt hjá Laugalandi og yfir í Hallsteinsnes og síðan með þverun yfir Djúpafjörð og Gufufjörð yfir í Melanes. Þverun Djúpafjarðar og Gufufjarðar var reyndar inni í B-leiðinni um Teigskóg og þar var líka inni þverun Þorskafjarðar fyrir ofan Gröf í Þorskafirði. Fengu þessar þveranir grænt ljós í umhverfismati og gæti mat varðandi þverun Djúpafjarðar og Gufufjarðar trúlega gilt áfram ef ákveðið yrði að fara í veg úr austanverðan Þorskafjörð og með brú yfir í Hallsteinsnes. Landeigendur og bændur í austanverðum Þorskafirði hafa þegar gert athugasemdir við vegagerð um þeirra land, svo jarðgangalausnin virðist líklegasti kosturinn eins og málin standa í dag. Þriðja leiðin, H-leið, er svo að fara með jarðgöng undir Hjallaháls og síðan út Djúpafjörðinn að austanverðu og áfram með þverun yfir mynni Djúpafjarðar og Gufufjarðar í Melanes. Þetta eru þær leiðir sem helst eru til skoðunar.“ Magnús Valur segir að einhverjar breytingar á Teigsskógarleiðinni með vegi í fjöruborðinu komi ekki lengur til greina. Ráðherra hafi tekið um það pólitíska ákvörðun að hafna alfarið Teigsskógarleiðinni og því verði Vegagerðin að hlýta þrátt fyrir að sú leið sé inni í samþykktu aðalskipulagi. Segir Magnús Valur reyndar að allir kostir í stöðunni séu þó mun dýrari en Teigsskógarleiðin og muni þar nokkrum milljörðum króna. Þetta gæti þó enn breyst eftir kosningar í vor ef Ögmundur verður þá ekki áfram í sæti innanríkisráðherra. Þverun Þorskafjarðar og virkjun Enn ein leiðin er svokölluð A-leið. Það er þverun yfir mynni Þorskafjarðar frá Reykjanesi yfir í Skálanes, sem er um 2,5 kílómetra og með tengingu í Kollafjörð. Bjarni Maríus Jónsson, sérfræðingur í auðlindastjórnun, benti m.a. á að nýta mætti slíka þverun fyrir sjávarfallavirkjun og skapa þannig um leið tekjur á móti kostnaði við framkvæmdina. Varði hann ritsmíðar sínar um þessi mál á sumardaginn fyrsta 2010 í fyrstu meistaraprófsvörninni í haf- og strandsvæðastjórnun sem fram hefur farið við Háskólasetur Vestfjarða. Þá var stofnað sprotafyrirtæki um hugmyndina sem heitir Vestur- orka – WesTide ehf. Auk Bjarna stóðu Orkubú Vestfjarða, Atvinnu- þróunarfélag Vestfjarða og Nýsköpunarmiðstöð Íslands að stofnun þess. Á íbúafundi í héraðinu á sínum tíma kom fram að 85% aðspurðra voru fylgjandi því að fara Leið A og töldu að verkefnið hefði hagsæld í för með sér fyrir svæðið. Þá sendi sveitarstjórn Reykhólahrepps viðkomandi ráðuneytum bókun sumarið 2012 þar sem kemur fram vilji sveitastjórnarinnar að Leið A yrði skoðuð. Björn Samúelsson á Reykhólum, sem hefur siglt með ferðamenn um Breiðafjörð í áraraðir, taldi þessa leið borðleggjandi og að aðrar tillögur væru ekki til þess fallnar að auka hag Vestfirðinga. Vegagerðin hefur lengst af ekki ljáð máls á að skoða A-leiðina og talið hana allt of kostnaðarsama. Aðspurður segist Magnús Valur ekki reikna með að Vegagerðin leggi til að þessi leið verði farin frekar nú en áður, vegna kostnaðar. „Það verður samt fjallað um þessa leið í matsáætluninni og ljóst að sveitarfélagið vill fara þá leið,“ segir Magnús. „Við höfum þó ekkert í höndunum sem hægt er að byggja á varðandi svona virkjun og það gætu orðið ár eða áratugir í slíkt.“ Kannað hvort D-leiðin sé matsskyld Segir Magnús að vinna við mats- áætlunina sé mjög langt komin. Næsta skrefið verði að kanna hvort svokölluð D-leið með jarðgöngum sé matsskyld. Ef ekki, þá þurfi menn að leggja það niður fyrir sér hvort það sé fullnægjandi lausn. Ef það verði talið ásættanlegt ætti að verða óþarfi að fara í umhverfismat varðandi aðrar mögulegar leiðir. Ef þessi leið reynist hins vegar vera matsskyld verði farið í umhverfismat með alla kostina sem fyrirliggjandi eru. Magnús telur að jarðgangaleiðin kosti svipað og vegagerð út austanverðan Þorskafjörð með þverun yfir í Hallsteinsnes. /HKr. Firðirnir við norðanverðan Breiðafjörð voru um aldir not- aðir til samgangna. Að sumrinu á bátum en á hestum og gangandi á vetrum yfir ísilagða firðina. Vélaöld hófst með litlum dráttar- vélum upp úr 1950. Veturinn 1971 fór Reynir í Fremri-Gufudal ferð á ís á dráttarvél að sækja börn okkar í Reykhólaskóla. Skólastjóri keyrði börnin inn undir Skútunaust og þar tók Reynir dótið á vélina en börnin gengu. Einhverju sinni skruppum við bræður á gömlum Plymouth-bíl frá Gufudal út Gufufjörð og inn Þorskafjörð að Kinnarstöðum, á traustum ís og í góðu færi. Varðandi þá ferð situr í minni að við vorum fljótir í för. Tíu ár eru síðan deilur um vegi í Gufudalssveit hófust, þ.e. um svonefnda B-leið. Tuttugu ár er síðan svæðisskipulag var samþykkt á þeirri leið. Ástæða er til að rifja upp þann feril þótt ófagur sé. Horfum aðeins til baka. Ekki mátti opna vegi vestur fyrir fyrr en klaki fór úr jörð og snjór var að mestu leystur. Það var ekki fyrr en upp úr aldamótum að reglulegur mokstur hófst á leiðinni Bjarkalundur- Flókalundur. Innan þriggja ára verður búið að endurbyggja vegi á allri leiðinni, nema þann kafla sem deilur standa um. Ástæða er til að rifja upp aðdrag- anda mestu samgöngubótar á þjóð- vegi 60, veginn yfir Gilsfjörð. Þegar vegur yfir Gilsfjörð var í undirbúningi heyrðust háværar raddir um að lífríkinu væri hætta búin. Örninn, rauðbrystingur og fleiri tegundir voru taldar í hættu. Háværastir voru menn úr Fugla- verndarfélagi Íslands. Rannsóknir og vöktun fyrir og eftir staðfestu að framkvæmdin hafði engin áhrif á þessar fuglategundir né heldur æðarvarpið í hólmunum. Tafðist það um þrjú ár að verkið hæfist. Gilsfjarðarnefnd starfaði árin þegar verkið var í undirbúningi. Formaður hennar var Sigurbjörn Sveinsson læknir í Búðardal. Nefndin átti fundi með þingmönnum og mætti á nefndarfundi í Alþingi og var starf hennar ómetanlegt. Þegar allt var á lokastigi stóð til að fresta verkinu um óákveðinn tíma. Gilsfjarðarnefnd boðaði til fundar í Dalabúð, sem fylltist af fólki búsettu beggja vegna fjarðar, ásamt þing- mönnum, sem var rækilega lesinn pistillinn af Sigurbirni og fleirum. Árangurinn varð sá, að framkvæmdir hófust eins og ætlað var. Samstaða íbúanna beggja megin fjarðar réð úrslitum. Að verki loknu við borðaklippingu haustið 1998 flutti Halldór Blöndal samgönguráðherra ræðu, þar sem fram kom að aðrir firðir vestur sveitir yrðu brúaðir. Svæðisskipulag um veg yfir Þorskafjörð, Djúpafjörð og Gufufjörð var samþykkt árið 1992. Bjarni P. Magnússon var þá sveitar- stjóri Reykhólahrepps. Snæbjörn Jónasson, þáverandi vegamálastjóri, var hafður með í ráðum. Það var svo sumarið 2003 að Vegagerðin boðaði til fundar í Bjarkalundi. Fundarefnið var að kynna áætlun um umhverfismat á vegi vestur hálsa en B-leið yfir firðina ekki tekin með. Fundarmenn mótmæltu harðlega undir forystu Þórólfs Halldórssonar sýslumanns. Vegagerðarmenn héldu heim á Ísafjörð til að gera aðra áætlun þar sem B-leið yrði með. Um haustið mætti Kristján Kristjánsson með nýja áætlun að umhverfismati. Í henni var lagt til að B-leið yrði skipt í þrjá áfanga: I) Bjarkalundur-Þórisstaðir. II) Þórisstaðir-Kraká. III) Kraká- Eyri í Kollafirði. Þó voru vegir vestur hálsana áfram inni á áætlun og sættust menn á það. Umhverfismatið kom síðan með óteljandi athugasemdum með og móti. Niðurstaða úrskurðaraðila var að áfangi I (Bjarkalundur- Þórisstaðir) var samþykktur, áfanga II (Þórisstaðir-Kraká) var hafnað en áfangi III (Kraká-Eyri) samþykktur. Upphófust nú miklar deilur og blaðaskrif um þann víðfræga Teigsskóg, sem andstæðingar vegar þar margfölduðu að stærð með blómum og reynitrjám. Ekki var litið í matsskýrslu Arnlínar Óladóttur, vistfræðings og skógfræðings, sem taldi meðalhæð trjágróðursins vera um 1,20 m. Eftir ítrekaðar kröfur var málinu vísað til umhverfisráðherra, Jónínu Bjartmarz, sem heimilaði Vegagerðinni að leggja veginn. Árin sem þetta þref stóð voru kláraðir vegir um Bröttubrekku og síðar Svínadal. Sturla Böðvarsson samgöngu- ráðherra hreykti sér af því fyrir þingkosningarnar 2007 að veitt væri 2.160 milljónum króna í þessa leið. Kristján Möller samgönguráðherra og Guðbjartur Hannesson, þing- maður kjördæmisins, gerðu sér ferð á Patreksfjörð haustið 2007 til að funda um vegamál. Jónas Þór lögreglumaður á Patreksfirði fékk mig til að sitja í bílnum með þeim vestur í Kollafjörð. Átti ég að „Þjóðvegur 60 – saga sigra og svikinna loforða“ – samantekt Kristins Bergsveinssonar frá Gufudal um vandræðagang í vegagerð á svæðinu sem engan endi virðist ætla að taka

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.