Bændablaðið - 07.02.2013, Blaðsíða 31

Bændablaðið - 07.02.2013, Blaðsíða 31
31Bændablaðið | Fimmtudagur 7. febrúar 2013 Þeir sem framleiða og dreifa eggjum skulu hafa starfsleyfi frá Matvælastofnun. Heimilt er skv. matvælalögum að veita aðilum með takmarkaða framleiðslu und- anþágu frá starfsleyfi. Mikilvægt er að egg séu meðhöndluð á réttan hátt og hér eru nokkrar leiðbeinandi reglur sem ber að hafa í huga við meðhöndlun eggja. Meginreglur eru eftirfarandi: Eggjaframleiðandi skal hafa starfs- leyfi Matvælastofnunar til fram- leiðslu á eggjum (frumframleiðsla á matvælum). Aðili sem rekur eggjapökkunar- stöð skal hafa starfsleyfi frá Matvælastofnun sem eggjapökkunarstöð. Aðili sem býr til fljótandi eggja- massa eða vinnur egg á annan hátt til matvælaframleiðslu skal hafa starfsleyfi til slíkrar starfsemi. Meðhöndlun Egg sem seld eru neytendum skulu vera með heila og ósprungna skurn. Mjög óhrein egg skulu tekin frá. Sá sem þvær egg skal hafa starfsleyfi frá Matvælastofnun til þvottar og pökkunar á eggjum. Það er vegna þess að það er mikilvægt að þvottur á eggjum sé rétt framkvæmdur. Annars getur hann eyðilagt náttúrulega vörn þeirra gegn sýklum og aukið hættu á að smit komist inn í eggin. Eggin skal geyma í geymslu sem er hrein, þurr og laus við framandi lykt. Þau skulu varin gegn höggum og sólarljósi. Hitastig við geymslu eggja hjá framleiðanda skal vera að hámarki 12 °C. Kjörhitastig eggja er 8-12 °C í flutningi og við geymslu í verslun og æskilegt er að egg séu ekki geymd í kæli undir 8 °C fyrr en þau eru komin í ísskáp neytandans. Ástæða þessa er að raki getur myndast á yfirborði eggja við hitasveiflur og aukið hættu á örverumengun eggja. Eggjum skal pakkað í hreinar umbúðir. Merkingar Ef egg eru seld í neytendaumbúðum á almennan markað skulu eftir farandi upplýsingar vera á umbúðum: Vöruheiti Nettóþyngd, stykkjatal Geymsluskilyrði: hámark 12 °C. Varpdagur og / eða „best fyrir“ dagsetning sem skal vera 21 dagur frá varpi Leiðbeiningar um geymsluþol skv. ákvörðun framleiðandans (valkostur) Heiti og heimilisfang framleiðanda / pökkunaraðila / seljanda Auðkennismerki pökkunarstöðvar Ef egg eru seld á sveitamarkaði eða í eigin verslun (framleiðsla undir smáræðismörkum) skulu eftirfarandi upplýsingar vera á umbúðum: Upplýsingar um nafn og heimilis- fang framleiðanda Varpdagur og / eða „best fyrir“ dagsetning sem skal vera 21 dagur frá varpi Geymsluskilyrði: hámark 12 °C Ávallt skal þvo hendur eftir með- höndlun eggja við matreiðslu og er það mjög mikilvægt við með- höndlun eggja ekki hafa verið þvegin. Geymsluþol á eggjum Ekki má afhenda egg til neytenda sem eru eldra en 21 dags gömul og skal gefa upp dagsetninguna sem „best fyrir“-dagsetningu á umbúðum eggja. Hafa skal í huga að egg geym- ast lengri tíma og geta verið hæf til neyslu nokkrum vikum eftir „best fyrir“ dagsetningu, ef þau hafa verið geymd á réttan hátt. Óþvegin egg hafa lengra geymsluþol en egg sem hafa verið þvegin. Við þvott getur himnan á eggjaskurninni skemmst en hún veitir egginu náttúrulega vörn gegn uppgufun og örverumengun. Hins vegar má benda á að eggjaframleiðendur án starfsleyfis þurfa ekki að taka sýni úr hænunum til vöktunar á salmonellu. Egg með óþekkta salmonellu stöðu ætti ekki geyma lengi fram yfir „best fyrir“ dagsetningu þar sem salmonella, ef hún er til staðar, getur fjölgað sér með tímanum. Undanþága vegna eggjaframleiðslu í litlu magni Skv. 2. grein matvælaga nr. 93/1995 er heimilt að veita undanþágu frá starfsleyfi og með reglugerð nr. 580/2012 með síðari breytingum (nr. 41/2013) eru settar fram reglur um afhendingu eggja í litlu magni. Skv. þeim má aðili afhenda egg frá allt að 100 alifuglum, eða allt að 1.600 kg af eggjum á ári og dreifa þeim heilum og óunnum beint til neytenda. Allir þeir sem dreifa matvælum bera ábyrgð á að þau matvæli sem þeir dreifa séu örugg og ekki heilsuspill- andi eða óhæf til neyslu. Einnig ber þeim að tryggja rekjanleika. Þetta þýðir að aðili sem heldur innan við 100 hænur má selja egg beint til neytenda án starfsleyfis. Hann má einnig selja egg án starfs- leyfis, ef hann heldur yfir 100 alifugla, en dreifir einungis innan við 1.600 kg af eggjum árlega beint til neytenda. Eggin má ekki þvo og skurnin verður að vera heil og ósprungin. Salan getur farið fram á þeim stað þar sem hænurnar eru aldar. Einnig er aðilanum heimilt að fara með eggin á markað og selja þau sjálfur neytendum. Ef sami aðili rekur leyfisskylda verslun með matvæli má salan fara fram í versluninni. Séu eggin seld á markaði eða í eigin verslun skal merkja umbúðir með nafni og heimilisfangi framleiðanda. Aðilinn skal ávallt upplýsa neytendur um aldur eggjanna þ.e. varpdag. Framleiðandinn skal sjá til þess að egg séu meðhöndluð og geymd við þau skilyrði að öryggi þeirra sé tryggt sbr. leiðbeiningar hér fyrir neðan. Þar sem framleiðandinn er án starfsleyfis eru hænurnar ekki vaktaðar m.t.t. salmonellu og er það ákvörðun kaupandans hvort hann kýs að kaupa egg frá slíkum fram- leiðanda. Af hverju undanþága? Af hverju er aðilum með færri en 100 alifugla heimilt að dreifa eggjum ef aðilinn er ekki með starfsleyfi? Þessi undanþága er veitt á grundvelli þess að um lítið magn er að ræða, eggin fara ekki í almenna dreifingu og kaupandinn er meðvitaður um að seljandinn er ekki með starfsleyfi. Sama gildir einnig fyrir egg aðila með yfir 100 alifugla sem nota egg til útungunar. Þeir hafa heimild til að dreifa innan við 1.600 kg af eggjum árlega beint til neytenda án þess að hafa starfsleyfi til frumframleiðslu matvæla en það samsvarar u.þ.b. árs- framleiðslu 100 varphæna. Brigitte Brugger, dýralæknir alifuglasjúkdóma hjá Matvælastofnun Leiðbeiningar um eggjaframleiðslu fótabað með koparsúlfati þegar þær fara í mjaltir og tvisvar í mánuði er sett formaldehýð í baðið til að draga úr fótameinum. Allar kvígur eru aldar upp en nautkálfarnir seldir 6 vikna til Spánar og Hollands fyrir 71 CZK á hvert kg lífþunga (38.000 ISK fyrir kálfinn). Kvígurnar eru sæddar við 400 kg þunga, þó aldrei yngri en 13 mánaða. Verðið sem fæst fyrir mjólkina er 7,34 CZK/lítra (47,7 ISK/lítra) og hefur lækkað um 1 CZK/lítra (6,5 ISK/ lítra) en forsvarsmenn búsins telja sig tapa á mjólkurframleiðslunni. Þess vegna er ætlunin að byggja 1 MW orkuver sem nýtir lífrænt gas fyrir 500 milljónir ISK. Aukin nyt með maski úr ölgerð Fóðrið á Bonagro-búinu er maísvothey og refasmára (alfalfa) heymeti að viðbættu maski (ölhrati), sykurrófu- og maíshrati, sojamjöli, byggi, hveiti og steinefnum. Gripunum er skipt upp í þrjá fóðrunarhópa. Með því að gefa 5-8 kg maski úr ölgerð á grip á dag telja forsvarsmenn búsins nytina aukast um 3 lítra á grip á dag. Þarna er of þurrt fyrir grasrækt svo refasmári (alfalfa) er grunnfóðurtegundin sem ræktuð er í stað grass. Refasmári er með rótarkerfi sem nær fleiri metra niður í jarðveginn og ræður betur við þurrkatíðina í samanburði við grastegundirnar. Hveitiuppskera var 2,1 tonn í sumar en var 7,6 tonn á síðastliðnu ári, uppskerubresturinn var vegna þurrka. Þetta bú hafði hætt svínakjöts- framleiðslu vegna lélegrar afkomu eins og mörg bú sem hópurinn heimsótti í ferðinni. Varðandi fjármögnun segja rekstraraðilar búsins auðvelt að fá lán, í boði eru 4% vextir og lengd lána 10 ár. Hins vegar er erfitt að standa í skilum þegar uppskerubrestur verður. Úrvalsfóður fyrir 15 meðalstór kúabú í gasframleiðslu! Hópurinn hafði viðkomu við flatgryfjur búsins en verið var að koma maís þar fyrir vegna gasframleiðslunnar. Sláttuvél slær 35 ha á dag, frá þessu búi og fleirum. Tvær stæður upp á 20.000 rúmmetra eru nýttar. Magnið samsvarar fóðri fyrir 15 meðalstór kúabú. Ekki var annað séð en að þarna hafi verið úrvalsfóður fyrir mjólkurkýr og sláandi að til stóð að blanda því saman við mykju til gasframleiðslu. Þurrkurinn ekki eins skæður Síðasta heimsókn okkar í þessari ferð var á Zeliv-búið. Eigendurnir eru 500 talsins og um 100 þeirra vinna við félagið. Á búinu eru 800 kýr og 2.400 nautgripir með 9.500 kg meðalframleiðslu mjólkur eftir kúna. Stunduð er öflug ræktun á mjólkurkúm og 4-5 naut seld á nautastöð árlega auk 20 annarra sem eru seld til annarra búa til kynbóta. Heimanaut er notað á þær kýr sem ekki halda við 2. sæðingu. Búið var stofnað 1996 og byggingar endurbyggðar árið 2000, hringekja er þar sem tekur 32 kýr til mjalta í einu. Búið er á aðalmjólkurframleiðslusvæði Tékklands en þar er stunduð markviss skiptiræktun; grasrækt í blöndu með smára og svo kornrækt. Hveiti og ertum er sáð með grasi, hveitið og erturnar slegin fyrst og svo grasið með í seinni slætti. Landið á þessu svæði liggur hærra yfir sjó heldur en Bonagro-búið og þurrkurinn hafði ekki verið eins skæður hér. Uppskeran af hveiti þetta sumar var rífleg, 7 tonn af hektara á móti 2,5 tonnum árið áður, en þá hafði þurrkur valdið uppskerubresti. Endurmenntun nauðsynleg Guðmundur Jóhannesson (BSSL), formaður Fagfélags ráðunauta, sá um skipulag ferðarinnar og var vel að henni staðið, engir hnökrar komu upp. Sigríður Bjarnadóttir (BSE) og Anna Margrét Jónsdóttir (RHS) eru með Guðmundi í stjórn og aðstoðuðu við undirbúning og framkvæmd eftir þörfum. Hópurinn var ánægður með ferð og fyrirkomulag og sammála um nauðsyn þess sem lið endurmenntunar að líta á landbúnaðartengdar aðstæður í öðrum löndum. Ferðaskrifstofan „Slovakia Agritours“ í Slóvakíu sá um að skipuleggja heimsóknirnar, bæði í Slóvakíu og Tékklandi. Eitt fjósanna á Bonagro. Hluti af fóðrunaraðstöðunni á Bonagro-búinu. Heilt fjós, bara fyrir smákálfa! Svar við spurningu um fjölda áa á mynd í síðustu grein. Þær eru tæplega 400 talsins.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.